Alþýðublaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.11.1962, Blaðsíða 2
Rltstjórar: G'.sli J. Astþórssf>r (áb) og Benedikt Gröndal.—ABstoðarritstjóri ; Bjt.'gvin Guðmundssrn. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. -» Símar: 14 900 — 14 9u2 - J4 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aösetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja A þí öúblaösins, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00 ú mánuði. 1 lausasiúu kr 4.00 eint. tJtgefandi: Alþýðufiokkurinn — Fram- kvaemriastjóri: Asgeir Jóhannesson. Vandi smábænda ALGENGT ER hér á landi að tala um íslenzka foændur og hagsmuni þeirra í einu lagi og leggja þar allar 6400 f jölskyldur, sem búa í sveit, að jöfnu. IÞetta er mikill misskilningur, því munur er á af- !komu og lífi þeirra bænda, sem hafa komið upp stórum búum, og hinna, sem enn hafa aðeins smá- hú. Þegar verðlag afurða, styrkir til ræktunar og margt fleira miðast ivið mótframlög eða einhvers konar meðalbú, hljóta þeir að vera margir, sem Ihafa takmarkaða getu til að hagnýta sér styrkina <eða eru dæmdir til lélegrar Iífsafkomu, meðan bú þeirra eru neðan við meðallag. Vinstri stjórnin steig þýðingarmikið skref í þessum málum, er hún lagði stórfé til sérstakrar að etoðar við smábændur til að stækka bú þeirra og reyna að þoka sem flestum upp yfir 10 hektara íún. Hafa þær ráðstafanir borið mikinn árangur, og <um 1000 bú 'hafa komizt yfir þetta mark. Nú befur ríkisstjórnin ákveðið að hækka enn markið og Sialda þessari sérstöku aðstoð við smábændur á- fram, en miða við að koma þeim, sem aðstæður bafa, upp yfir 15 hektara. Hér er um mjög þýðingarmikið og gott mál að ræða. Það er vissulega nauðsynlegt fyrir bænda- stéttina að sem allra flestir stækki búin, og það eru einnig hagsmunir neytenda, að bústærðin sé sem mest. Á þann hátt einan er stefnt að því marki, að bændur geti haft góða lífsafkomu, en jafnframt framleitt afurðir sínar á verði, sem er neytendum Ihagstætt og tryggir vaxandi sölu. Lokunartími sölubúba LOKUNARTÍMI sölubúða er orðinn mikið vandamál. Smám saman hafa risið upp sjoppur um -allar jarðir og þar er selt meira og meira af vör- um með hverju ári. Nú hafa sjoppur eða sölugöt 'víða verið sameinuð verzílunum, þannig að í raun- ínni eru aílar vörur seldar kvöld og helgidaga. Það er þýðingarmikið fyrir smásöluverzlun- ina að hafa í sínum höndum sem mest af sölu á ísælgæti, tóbaki og öðru því, sem sæmileg álagn- ing er á. Án þess er erfitt að krefjast þess, að verzl- -anirnar dreifi nauðsynjavörum með svo lágri á- lagningu, sem verið hefur. Þess vegna er brýn nauð syn að taka þetta mál upp í heild og koma skynsam líegri skipan á lokunartíma verzlana, þannig að all ir aðilar, neytendur, verzlunin og starfslið, geti vel ' v,ið unað. HANNES Á HORNINU ★ Seytján fullir við stýri á tveimur vikum. ★ Lög;gjafinn verður að taka til sinna ráða. ★ Stórar vörubifreiðar á Laugavegi. ★ Fyrirmælum er ekki framfylgt. SEYTJÁN MENN hafa á tveim-|’ ur vikum verið ákærðir fyrir ölv- un við akstur hér í Reykjavík. Þetta eru hræðilegar tölur, því að fáir glæpir eru verri en að aka | bifreið undir álirifum áfengis. Mik ið hefur verið skrifað um þessi mái og hvað eftir annað krafizt i að viðurlög við ölvun við akstur j séu þyngd að miklum mun. Það j sýnir sig að skrif um umræður um; þessi mál hafa ekki mikil áhrif á: einstaklingana, því þeir fara að eigin geðþótta án tillits til annarra og í algeru kæruleysi. HINS VEGAR ER EKKI rétt að hætta umræðum um þetta, því að þær geta orðíð til þess að knýja löggjafann til nýrra ráðstafana. Engar ráðstafanir geta dugað nema þær, sem stefna að því að gera af- brotamennina óskaðlega, en það verður að gera til þess að forða saklausum vegfarendum frá glæp- samlegu atferli í umferðinni. í raun og veru ætti að svipta hinn brotlega ökuleyfi ævilangt fyrir fyrsta brot og gera farartækið upptækt ef viðkomandi hefur á því eignarheimild, en að öðrum kosti að dæma liann sjálfan í stórsektir. ÞAÐ ER LANDEÆGT HÉR að hafa meðaumkun með afbrota- mönnum. Það er gerður mikill mun ur á afbrotum, og er sjálfsagt, en afbrot, sem virðast við fyrstu sýn ekki vera mikil eru það þegar nán ar er að gætt — og þar á meðal ölvun við akstur. Ef til vill er það umburðarlyndi, sem þessum afbrotamönnum er sýnt, angi af fylliríisdýrkun íslendinga, því að til skamms tíma hefur það verið svo, að ölvun hefur verið talin afsökun fyrir afbroti. ÞETTA ER STÓRHÆTTULEGT — og ætti alveg að hverfa. Það er alveg sama þó að dómgreindin slævist við drykkju. Það er ekki hægt að telja það til afsökunar fyrir stórslysi eða manndrápi. Við verðum að taka upp nýja stefnu í þessum -málum. Fyrir nokkru voru viðurlögin við ölvun við akst- ur þyngd, en það dugir ekki eins og dæmin sanna. Þess vegna verð ur enn að þyngja þau. BJARNI SKRIFAR: „Ég man ekki betur en að bannað hafi verið stórum vörubifreiðum að aka nið- ur Laugaveg. Þessu er alls ekki framfylgt. Gríðarstórar vörubifreið ar, þar á meðal mjólkurbílar, fara éins og bilstjórunum sýnist eftir þessari þröngu og’ f jölförnu götu. Þær staðnæmast og þær taka jafn vel tveggja götuvita pláss við götu brúnina. Þær valda öngþveiti og alls konar vandræðum í umferð- ÞAÐ ER SORSKAÐLEGT að vera að setja reglur, sem svo er alls ekki framfylgt. Ef reglan er í gildi, verður að framfylgja henni — og beita sektum við þá sem brjóta. Þá er það og alveg óhæft að stöðva algerlega umferðina vegna þess að vörubifreiðar flytja varning í verzlanir og jafnvel að þeim sé lagt upp á gangstéttirnar svo að gangandi fólk kemst hvorki aftur eða fram, nema með því að fara út í umferðina á götunni sjálfri." Hannes á horninu. Hafnfirðingar! Glerslípunin er á Eeykjavíkurvegi 16. — Sími 50534. ÁGÚSTÍNUS: Sigurbjörn Einarsson, biskup, íslenzkaði. Ágústínus kirkjufaðir (354- 430) telst í fremstu röð þeirra hugsuða og rithöf- unda, sem uppi hafa verið á Vesturlöndum, og rit hans öldum saman haft djúptæk áhrif á menningarlíf krist- inna þjóða. Hann sameinar á stórbrotinn hátt heim- spekilega skarpskyggni grísk-rómverskrar hugsunar og háleit, siðgæðisleg trúarviðhorf kristindómsins. . Ágústínus var mikilvirkur höfundur. En frægust allra rita hans er bók sú, scm nú kemur út á íslenzku, Játningar, að allra dómi ein merkasta sjálfsævisaga heimsbókmenntanna. Þar rekur höf- “undurinn æviferil sinn og þroskasögu og og opnar lesendanum dýpstu hugarfylgsni sín. Hann segir frá áhyggjulausum námsár- um sínum og lýsir þeirri löngu, innri baráttu, sem hann háði, áður en hann sannfærðist um yfirburði kristinnar trúar yfir fyrri lífsskoðun sinni. Bókin er ómetanleg heimild um þau menning- arsögulegu hvörf, sem urðu, þegar kristin trú festi rætur í Róma- veldi. Játningar Ágústínusar eru þýddar á íslenzku úr frummálinu, latínu, af herra Sigurbirni Einarssyni, biskupi. Hefur hann leyst það verk af hendi með sérstökum ágætum. Hynn ritar og ræki- legan inngang að bókinni, þar sem hann gerir prýðilega grein fyrir höfundinum og þeim jarðvegi, sem Játningar hans eru sprottnar úi\ Útkoma Játninga Ágústínusar á íslenzku er merkur viðburður. Slíkt öndvegisrit getur enginn bókmenntamaður látið fram hjá sér fara. Verð 250.00 í bandi, 310,00 í skinnbandi. Bókaútgáfa Menningarsjóbs FUJ BURST • • FUJ SKÁK Skákkvöld verður í Burst, Stórholti 1, í kvöld 28. nóv- ember, kl. 8 til 10 e. h. Félagar oe aðrir áhugamenn um skák eru beðnir að fjöl- menna á þetta og næstu skákkvöld sem vcrða í allan vetur, alla miðvikudaga kl. 8 til 10 e. h. Fjölmcnniö. F. U. J. 2 28. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.