Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Síða 7
ngir hl jdðf æraleikarar fESSIR myndarlegu piltar heita Sævar Benediktsson, Helgi Hermannsson, og Krist- ján Guðmundsson. Ásamt Þor- leifi Jóhannssyni skipa þeir hljómsveit sem heitir Bravó. Við hittum þá á Akureyri fyr- ir skömmu, — heyrðum í þeim, er þeir komu fram sem skemmti atriði í Skíðahótelinu í Hií’ðar- íjalli um páskana. Þeir vöktu sérstaka athygli okkar fyrir íallega framkomu. Þótt þeir séu aðeins 12 og 13 ára gamlir hafa þeir þegar það vald yfir hljóðfærunum, að aðdáun vek Ur. Þessi mynd var tekin fyrir framan Sundlaug Akureyrar. Því miður er Þorleifur ekki með á myndinni en ástæðan er ®ú, að daginn eftir átti hann að fermast og hafði því í mörg horn að líta. Félagar hans í hljómsveitinni voru að leita að fermingargjöf handa honum, þegar við hittum þá. Þegar við spurðum þá, hve- nær hljómsveitin hefði verið stofnuð, sögðu þeir, að þeir hefðu byrjað að leika saman sl;' september. Þeir sögðu, að hljóðfærin hefðu ekki verið ýkja stórbrotin þá, — gamlir kassagítarar og trommur. En um miðjan vetur hefði þeim áskotnazt þau hljóðfæri, sem þeir ættu nú, og þá hefði á- huginn vaknað fyrir alvöru. — En nú syngið þið flest laganna á ensku, strákar. Hvernig lærið þið textana? Kristján svarar: — Pab>bi eins okkar kennir okkur að bera fram enskuna. Það kemur í ljós, þegar við spjöllum samán, að Kristján hefur líka samið lög sjálfur, en þegar við förum nánar út í þá sálma, vill hann sem minnst úr því gera. Akureyringar kalla þá Bravó bítlana. Þótt ungir séu að ár- um eru þeir í miklum metum þar nyrðra. Þeir hafa ekki leik- ið fyrir dansi, eins og ætla mætti, heldur komið fram sem skemmtiatriði. Og það verðum við að segja, að allir hljóta að hrífast með, þegar þeir koma fram. Þeir sögðu okkur, að foreldr ar þeirra hefðu brýnt fyrir þeim, að aðalatriðið væri falleg og kurteisleg framkoma. Víst er um það, að þeir hafa tekið fyllsta tillit til þeirra orða. Umm m Sex auðve/d gítargrip Gítarinn er mjög vinsælt hljóðfæri um þessar mundir. Við birtum hér nokkur gitar- grip, sem hægur vandi er að læra, ef aðeins áhugi og þolin- Gr í G dúr: Jóla (G) sveinar einn og átta ofan koma af fjöllun(D7)um í fyrrakvöld þeir fóru áð (G) hátta, fund’ann (D7) Jón á Völlun(C) um. f C dúr: Jóla(C)sveinar einn og átta ofan koma af fjöllun(G7)um, í fyrrakvöld þeir fóru að (G) hátta fund’ann (D7) Jón á Völlun(C) um. mæði er fyrir hendi. Allur þorri laga er þannig, að ekki þarf nema fáeina hljóma til þess að geta slegið undir. í sambandi við skýringar- myndirnar skal þess getið, að tölustafurinn einn táknar vísi fingur. Nr. 2 er langatöng. Nr. 3 er baugfingur og nr. fjögur er litli fingur. Gætið þess, áð styðja vel á strengina, svo að óhreinir tón- ar myndist ekki. öll byrjun er erfið, segir máltækið, en verum þess minnug, að æfingin skap- ar meistarann. Lagið, sem við veljum, er ákaflega auðvelt að leika á gítar og það þekkja líka allir: Jólasveinar einn og átta. í því eru aðeins tveir hljómar. Grip- in eru sem hér segir: Og í F diir: Jóla(F)sveinar einn og átta ofan koma af fjöllun(C7)um í fyrrakvöld þeir fóru að (F) hátta, fund’ann (C7) Jón á Völlun(G) um. GAGIM í skólablöðum gagn- fræðaskólanna má oft lesa skemmtilegar greinar, fjör- lega ritaðar. Þegar við flett- um skólablöðum nokkurra skóla, sem gefin voru út s.l. vetur, lásum við m.a. þessa skemmtilegu grein í einu blaðanna eftir 15 ára gaml- an pilt. Hann skrifar um „gagn“, en það gefur gott tækifæri til að gefa ímynd- unaraflinu lausan tauminn. Hann segir: „Þegar talað er um gagn- lega hluti, dettur mér fyrst í hug ruslakarfan, af því að ég, hef hana oftast fyrir aug- um. Hún stendur þolinmóð úti í horni skólastofunnar, en undir eldihúsvaskinum heima. í hana er fleygt öllu rusli, sem til fellur, og skil ég ekkert í að hún skuli aldrei fá kveisu af að éta allt það rusl, sem í hana er troðið, oft á fastandi maga. Þá eru það gluggatjöldin. Þau eru aðallega til skrauts í heimhúsum, en í skólum gætu þau verið til mikils gagns, til dæmis til þess að þurrka blekið af pennanum, þegar nýbúið er að fylla hann. Ég var næstum búinn að gleyma kennaranum. Lík- lega af því að ég var bara að skrifa um gagn, en ekki gagn og gaman. Þegar hann er setztur upp á púltið og byrjaður að tala og tala, þá slær hann alla svæfinga- lækna út, og eru þeir þó taldir með gagnlegustu mönnum. Og svo er það útvarpið. Hvort sem það er nýtt eða gamalt gargan eins og tækið mitt, þá er að því mikið gagn og ekki síður gaman, sérstaklega á fimmtudags- kvöldum og laugardögum frá kl. 4-4:30. Þá hlusta ég oftast nær, en sjaldan ann- ars, nema mér þykir reynd- ar gott að sofna við sinfón- íur á kvöldin. Eftir kvöldið kemur nótt- in, og þá kemur mér í hug næturgagnið. Því miður er það alveg að fara úr tízku, nema þá í sveitum. En það var mikið notað í gamla daga, svo að fólk þyrfti ekki að klæða sig eða fara hálf- nakið út um miðja nótt. Margir smástrákar hafa þó komið auga á gagnsemi næt- urgagnsins og notað það sem hjálm, þegar þeir heyja styrjaldir sín á milli.“ HAGALAGÐAR Hciiroókn til Matthíasar. Bezti atburður hátíðahaldsins fyr- ir mig var samt heimsókn min til eéra Mattih. Joch. Ég þráði mjög að ejá hann og áræddi því að fara heim til hans. Ég var nú samt- bálf-hife- andi og kveið fyrir í aðra röndina. En svo ljúfmannlega tók hann mér, að mér fannst brátt að ég hefði allt- af þekkt hann. Hann talaði við mig eins og ég væri jafningi hans, talaði um skáldskap og bó'kmenntir og alls- konar fróðleik. Hann bauð mér kaffi og var svo skemmtilegur, að hann lék við hvem sinn fingur. Hann fylgdi mér til dyra og lét í ljósi á- • nægju sina yfir að ég hefði heimsótt hanm, Þegar ég gekk niður stíginn frá húsinu, réði ég varla við mig fyrir einhverri unaðsemd. Mig lang- aði til að hoppa eins og drengur, og fannst mér að ég vera talsvert meiri maður heldur en áður. Frá þeirri stund þótti mér vænt um hann, ekki aðeins sem skóld heldur sem mann. (sr. Fr. Fr.). Fyrir 300 árum 1665: Drukknaði Tómas Nikulásson umboðsmaður með sínum 5 fylgjurum fram undan Melum í Melasveit á litlu skeri. Var orðinn mjög ráðandi og harðdrægur hér á landi. Sigldi írá Bessastöðum og ætlaði á Stapa að afsetja Matthías Guðmundsson af Stapaumboði og setja Christofer Roehr þar aftur inn, ætlaði á ’Vesf- fjörðu að knýja fé af fjáðum mönnum. — Eyrararmáll — LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22,, tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.