Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 10
------------- SÍMAVIÐTALID ---------— 500 jbús. tré gróðurseft í ár 13422. — Skógrækt ríkisins. — Er skógræktarstjóri við? — Augnablik. — Hákon Bjarnason. — Góðan dag, þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Er ver ið að gróðursetja mikið um l>essar mundir? — Já, nú er alls staðar verið eð planta. Rösklega milljón trjáplöntur verða gróðursettar é þessu vori. Aðalplöntunin er é stærri stöðvunum og svo auð vitað í reitum skóræktarfélag- anna á hverju mstað. Við erum bara í mestu vandræðum með |>að að fá fólk, sem kann til verka. — Verður mikið gróðursett í cumar? — Já, við þyrftum að koma niður um 400 þúsund plöntum. Næsta vor er gert ráð fyrir að við fáum lVz milljón plantna af stöðvunum. Ekki mega því plönturnar safnast fyrir heldur verður .gróðursetningin að ganga eins og af færibandi, — þannig að plönturnar séu alltaf teknar upp til gróðursetningar 4 árum eftir sáningu. — í uppeldisstöðvunum þýð ir ekki að rækta sömu plöntur til skógræktarstarfseminnar og gróðursetningar í görðum. í>á eykur misjöfn eftirspurn á erfiðleika stöðvanna. Fyrir nokkrum árum vildi enginn reyni- og birkitré í trjágarða. Þessvegna er of litið til af þeim nú, þegar menn eru teknir að sækjast eftir þeim tegundum. Þá er erfitt að segja fyrir um kaupgetuna á hverjum tíma, en hún hefur reynzt óvenjumikil í vor. Mjög hefur gengið á landsvæði manna, sem alið hafa upp garðplöntur í Reykja- vík, vegna byggingarfram- kvæmda. — Eyðilagðist ekki mjög mik ið af plöntum í hretinu í fyrra? — Norðlæg afbrigði af sitka- greni skemmdust mikið og dó fjöldi plantna. Þá dó næstum öll ösp í Reykjavík og lágsveit um Suðurlands, en af henni var aðeins eitt afbrigði, einmitt ættað frá sama landsvæði í Alaska og sitka-grenið, sem dó. Haukur Ragnarsson, skógfræð- ingur, fór vestur um haf í fyrra og valdi 12 önnúr afbrigði af ösp til að reyna hér. Sjáum við strax mjög mikinn mun á laufgunartímanum. — Annars hef ég séð menn vera að saga og henda trjám nú, sem skemmdust af lús í fyrra og voru næstum barrlaus í vor. Þessi tré eiga eftir að jafna sig. Það þýðir ekki að láta stjórnast af .óþreyju, bráð læti og fyrirhyggj uleysi, ef menn eru að fást við trjárækt. — Hvernig gengur að koma á fót stöðinni á Mógilsá? — Ágætlega, húsin eru að komast upp, en ennþá vantar nokkuð af rannsóknartækjum. Nauðsynlegt er að geta fylgzt vel með plöntunum strax á æskuskeiði. Þá færum við okk- ur í nyt upplýsingar um rann sóknir annarra stofnana á lík- um sviðum, því ekki ge.tum við gert allt sjálfir. Við verð- um að vera hagsýnir tíl að fá sem mest fyrir það fé, sem við höfum úr að spila. Auðvitað þyrfti framlagið að vera hærra, því að mikið væri hægt að gera fyrir tiltölulega lítið stærri fjár hæð. — Hvernig gengur starfsemi skógræktarfélaganna? — Þau hafa sýnt mikinn á- huga og unnið geysilegt starf. Félögin eru nú um 30 talsins víðs vegar um landið. Þó er það svo, að með aukinni atvinnu og erli fækkar sjálfboðaliðum við gróðursetningu. Skógrækt- arfélögiri gróðursetja 500 til 600 þús. plöntur á þessu ári, en hafa stundum áður gróðursett allt að 700 þúsund plöntum. THE ONE IN THT MIOOLE * WATERMEl.ON MAN WHAT AM 1 TO DO * WITH SOD ON OUR SIOE mono Svav&r Cesfs skritzsr tsm: NÝJAR PLÖTUR NYJAR PLOTUR — All- mikið af nýjum plötum kom í Fálkann fyrir fáeinum dög um. Þar er Manfred Mann og félagar á ferðinni með alveg glæný lög, fjögur á einni plötu. Þau heita „The one in the middíe“, „Water- melon man“, „What am I to do“ og „With God on our side“. Þetta er skemmtileg plata og eiginlega betri en fjög- urra laga plata þeirra félaga frá því síðast. Þá eru hinir vinsælu Shadows á ferðinni með tvö bráðskemmtileg lög, „Alice in Sunderland“ og „Stingray“. Þessi hljóm- sveit gerir allt vel og þess- vegna renna plötur hennar út jafnóðum og þær koma út þó ekki falli þær undir flokk beat-laganna. Þá er hann Fats okkar Domino á ferðinni með tvö lög ,,Wigs“ og hið gamla og góða Woody Herman lag ,,W!hy don’t you do right“. Þó Domino sé ekki raddmikill þá stendur hann vel fyrir sínu og á sér sennilega nokkuð stóran að- dáendahóp hér á landi. Ein hinna mörgu ensku hljóm- sveita, sem hafa spjarað sig í heimalandinu þó ekki séu þær þekktar hér, er „The Moody Blues“. Þeir eru með lögin ,,And my baby’s gone“ og „From the bottom of my heart“, sem mig minnir að Five Keyes hafi sungið á sinum tíma. Flata Moody Blues er all skemmtileg. Lestina reka svo hinir amer- ísku Beaoh Boys, sem átt hafa hverja plötuna á fæt- ur annarri, sem náð hefur metsölu. Þeir eru með lög- in „Help me, Rhonda" og „Kiss me, baby“ en fyrra lagið komst í efsta sætið á metsölulistanum í Ameríku fyrir stuttu og það er eng- inn hægðarleikur því þar hafa brezkar hljómsveitir ráðið rikjum undanfarna mánuði. Lögin á þessari plötu eru bæði góð og hljóm sveitin og söngur hennar að venju skemmtilegur. Enn fleiri nýjar plötur komu í Fálkann og verður þeirra getið í næstu viku. essg. BÓKMENNTIR Framháld af bls. 6 Þá tíðkaðist, er konungar voru smurðir. Síðan var slegið upp veizlu og veitt af konunglegri rausn. Til skemmtunar voru m.a. haldnar burtreiðar. Tók Ei- rikur sjálfur þátt í þeim og stóð sig vel. Var hann meðal verðlaunahafa. Þá var og hinum útlendu gestum boðið að skoða gersimar, er eigi voru til sýnis í öðrum rikjum, svo sem hreindýr og lappastúlkur. Vakti þetta mikla athygli. Eiríkur tók sér viðumefnið hinn fjórtándi, sökum þess að í bók, er kom út nokkrum árum fyrr um sögu Norður- landa, hafði því verið haldið fram, að þiettán Eiríkar hefðu þegar setið að Völdum í Sviþjóð. Önnur fullyrðing bókarinnar var sú, að Gautarnir í Sví- þjóð í Eystra- og Vestra-Gautlandi væru sama þjóðin og Gotar þeir, sem mikið komu við sögu á þjóðflutningatímunum. Bókin frægði mjög sögu Svía, og höf- undurinn, sænskur lærdómsmaður, Jó- hannes Magnússon (Johannes Magni) að nafni, virðist hafa haft býsna háar hug- myndir um forna frægð þjóðar sinnar og talið sig búa yfir meira en lítilli þekkingu á þessu sviði. Gagnrýnir nú- tímamenn hafa raunar litla trú á þess- ari bók sem sagnfræðiriti, en á þeim tíma, sem hér um ræðir, var bók Jó- hannesar tekin alvarlega í Svíþjóð og Eiríkur hafði drukkið í sig efni henn- ar gagnrýnislaust og bókin þannig á ýmsan hátt mótað skoðanir hans. Hann hafði á prjónunum áætlanir um að efla ríki sitt og hefja Svíþjóð að nýju til mikilla valaa, og vár þess ekki lengi að biða, að sú stefna kæmi í Ijós. Svo stóð á um þessar mundir, að hið svonefnda Regluríki (Ordensstat) var að leysast upp. Þetta ríki hafði myndazt á þeim svæðum, sem vér nú þekkjum undir nafninu Eystrasaltslönd og Vest- ur- og Austur-Prússland. Tilefni upp- runa þess var, að tvær þýzkar riddara- reglur, Maríuriddarar og Sverðriddarar, höfðu á 13. og 14. öld tekið sér fyrir hendur að kristna íbúana á nefndum svæðum. En af þeirri starfsemi leiddi og yfirráð yfir þessum landssvæðum og stofnun fyrrnéfnds ríkis. Þessu ríki hnignaði þó fljótlega aftur, aðallega vegna árása nágranna þess, og er hér var komið sögu, var það orðið harla lasburða og hafði ekki bolmagn til að veita viðnám nýjum og gráðugum nágranna, sem sóttist eftir löndum þess og verzlunaraðstöðu. Þessi nágranni var Rússland, sem náði árið 1558 undir sig borginni Nörvu við Finnska flóann og komst þar með í beint og þægilegt verzl- unarsamband við siglingaþjóðir Vestur- Evrópu, etta kom sér afar illa fyrir Tal- insborg (Tallin), sem tilheyrði ennþá Regluríkinu og hafði lifað aðallega á því að verzla með rússneskar vörur. Því tók borgin það til bragðs að biðja hinn unga Svíakonung um liðsinni, og svo fóru leikar, að bærinn ásamt nálæg- um héruðum samþykkti að ganga Svía- konungi á hönd gegn því að aðstaða Talinsborgar til verzlunar yrði tryggð. En það var ekki hægt nema stöðva verzlunina á Nörvu og slíkt hlaut að valda árekstrum við þá aðilja, . sem mestan hlut áttu þar að máli, Rússland og Lýbiku, sem þá var allvoldug. Og þar eð samkomulag náðist um þetta leyti milli stjórnar Reglurikisins og Póllands um að Póllandskonungur skyldi framvegis teljast yfirmaður Reglurikisins, var það nær óhjákvæmi- legt, að afskipti Eiríks af Talinsborg yl.u árekstrum við Pólland. Framháld í næstu Lesbók .. LESBÓK MORGUNBLADSINS 22. tbl. 1965 •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.