Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Síða 12
Aðalstræti í Reykjavík. Mynd þessi birtist í Sunnanfara 15. júli 1900 og fylgdi henni þetta lesmal: „Ahorfandinn ser eftir nær endilöngu Aðalstræti frá suðri til norðurs; Bryggjuhúsið, opið í gegn niður við höfnina og Engey að sjá í það og Kjalar- nes bak við hana, en Örfisey að vestan að sjá í húsin vestanme gin götunnar. Húsið efsta við Aðalstræti (nr. 9) hægra meginn með bátnum fyrir framan er „Gamla prentsmiðjan", er forðum nefndist Bergmannsstofa, en Frændahúsið eða Bíidudals- húsið þar norðan við, og snýr gafli að strætinu (nr. 7), en þar á bak við sér ofan á Hótel ísland. Hinum megin í götunni er neðst eða næst sjónum Fischershús, þá hús Sig. Jónssonar járnsmiðs, þá Breiðf jörðshús, þríloftað með veggsvölum framan á, þá Biskupsstofan gamla — sér á hliðina mjög lága; — þá Jóhannessenshús, hátt og reisulegt; þá Sturluhúsið með kvisti framan á; þá, efst, hús H. Andersens klæðsala. Efst í homi myndarinnar vinstra megin gnæfir Vinaminni og er að sjá í það sunnanvert hús Einars J. Pálssonar trésmiðs í Grjótagötu; en norðan við Vinaminni og austar er Glasgow, stórt hús með kvisti, og sér þá austan við ofan á Liverpool“. Aðalstræti Framiliald af bls. 8 um húsum er garma prentstofan, gamalt múrhús, lágt og einloftað, með háu þaki; þar bjó fyrrum Ulstrup landfó- geti, en seinna var þar Carl Siemsen og hafði þar sölubúð, og þar braut Sig- urður Breiðfjörð rúðuna með flöskunni, er hann fékk ekki á hana, því það var um sunnudag, og komum við þá nokkr- ir skólapiltar frá Bessastöðum og mætt- um Sigurði rambandi og flýjandi á blá- um kalmúksfrakka, og hljóp hann illa, eða hefur kannske verið kenndur, enda var hann digur og ólíðlega vaxinn og þungur á sér. Um þetta kvað Sigurður vísuna sem byrjar svo: „Breiðfjörð fór f búðina". Seinna var prentverkið flutt þangað úr Viðey, og þar voru yfir- prentarar Helgi Heigason og síðan Einar Þórðarson, þangað til prentverk- ið hætti að vera eign landsins. Nú eiga þeir bræður húsið, Sturla og Friðrik Jónssynir, og hafa það fyrir vöruhús. Prentverkið gamla var í suðurendan- um, en nú er þar geymsluhús; í norður- endanum var bústaður Einars prentara, en fyrir nokkrum árum var þar stofnað „baðhús“, og ritað hjá dyrunum á ensku „Public Baths“, en ekki er kunnugt, hvort nokkur útlendingur hafi fengið af sér að nota slika kytru, enda er þetta nú farið á höfuðið. Þar er vatnsból gott fyrir framan og safnast þar saman vatnsberar bæjarins og ber margt á góma, sem nærri má geta. Þ á tekur þeim megin við bæjar- fógetagarðurinn, sem fyrr er nefndur, eða vesturhlið har.s, en þar á móti er verzlunarhús þeirra Sturlu kaupmanns og Friðriks, Jóns sona háyfirdómara; það hús byggði Torfi Steinsson söðla- smiður, afi Halldórs Steinssonar læknis, og bjó þar lengi, og var það þá snoturt íveruhús og rúmleg verkstofa. — Þá er hús Andersens skraddara, með dönsku nafnspjaldi, það er stórt hús tvíloftað; þar er kaffihús við hliðina með danskri yíirskrift, sem enginn skilur nema lærð ir menn. Húsið snýr gaflinum að göt- unni, eins og áður tíðkaðist víða; Ander- sen byggði það fyrir fáum árum upp úr gömlu húsi, sem áður (um 1800) var ,.fabrikka“ eða klæðasmiðja, og ein af „innréttingunum". sem áttu að hala Jandið upp í veldi og velmegun allt í einu; síðan var þar barnaskólinn, og þar kenndu Ólafur Hjaltested, Pétur Guðjónsson og fleiri; seinna keypti Jón Guðmundsson húsið og bjó þar lengi rausnarbúi, og var þar þá gott að koma, því húsbændur og heimili voru fágæt; þar gaf Jón út Þjóðólf mörg ár og andaðist þar, og bjó höfundur þessarar greinar þá hjá Jóni; seinna bjó síra Matthías þar. — Þar næst er „Davíðs- hús“, sem var til 1836 og eign Davíðs verzlunarmanns Helgasonar; hann var ógiftur en bjó með systur sinni; hún gerði öl, og þá var enginn til þess ann- ar hér; það var ekki áfengisöl, en eng- inn gat drukkið það nema með and- köfum. Þá var húsið mjög lítið; þar bjó Jón Þorleifsson skál um tíma, en seinna fékk Magnús Árnason snikkari húsið og stækkaði það nokkuð og byggði á það kvist. Það liggur gagn- vart „Herkastalanum“ og mun þar ekki ætíð vera næðissamt. Þá er Túngata. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. kámuðu anddyri hékk gamalt og sprungið ljósker. — Gerið svo vel, hér er það. Hann opnaði dyrnar og vék síð- an hæverskur til hliðar. mt au gengu inn. Þar tók á móti þeim smeðjuleg og feit djöfiynja með stór brjóst og fjólubláar farðaklessur í skegginu kringum trantinn. Hún glotti másandi og renndi til þeirra vingjarnleguxn og skilningsríkum kattarglymum. Hún hafði vafið hártjás- um um hornin á hausnum og bundið um bláum slaufum. — Jæja, er þetta herra Jensson og litla frúin? sagði hún. Já, þá er það númer átta. Hún fékk þeim stór- an lykil. Þau örkuðu að útklíndum og óhreinum stiga. Hann var svo sleipur af fitu, að þau máttu gæla sín að renna ekki niður höftin. Þetta var á þriðju hæð. Jensson fann herbergi númer átta, og þau gengu þar inn. Þetta var meðal- stórt herbergi, og andrúmsloftið saggað og þungt. Á miuju gólfi stóð borð með velktum dúk. Við vegginn var uppbú- iu rúm. Það fannst þeim geðfellt. Þau tóku af sér yfirhafnimar og kysstust lengi. Inn um aðrar dyr kom hæglátur mað- ur í þjónsbúningi. Kjólfötin voru hin prýðilegustu og skyrtubrjóstið svo hreint, að það lýsti draugalega í hálf- rökkrinu. Hann gekk hljóðlaust Ekk- ert fótatak heyrðist, og hreyfingar hana vom vélrænar edns og hann væri dá- leiddur. Andlitsdrættimir voru stirðnað- ir, og augu hans störðu stíf beint fram, Hann var nábleikur. Á öðru gagnaug- anu var skotsár. Hann tók til í herber-ginu, þurrkaði af borðinu og stillti upp þvottafati og vatnskönnu. Þau veittu honum enga sérstaka at- hygli. En þegar hann ætlaði að fara, sagði Jensson: — Við ætlum að fá dá- lítið vin. Látið okkur hafa hálfa mad- eira! Maðurinn hneigði sig og hvarf. Jensson fór úr skyrtunni. Frúin hik- aði dálítið. — Hann á eftir að koma til baka, sagði hún. — Uss, maður þarí ekki að fyrirverða sig á slíkum stað, Afklæddu þig bara, Ijúfan min. Húa klæddi sig úr kjólnum, fjarlægði und- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 22. tbl. 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.