Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 4
Prestasögur 23 Presthóla-klerka ráð að flýja í skjól síra Stefáns vinar síns, norður í Presthóla. — Hann kom pangað að kvöldi til og bað prófast að iofa sér að vera um nóttina, en morgun- mn eftir gekk síra Stefán á hann í ein- rúmi, því að honum fannst Ásmundur óvenjulega hnugginn. Sagði hann þá prófasti alla söguna og bað ásjár hans, sem var fúslega veitt. Sira Stefán bauð honum þá að vera hjá sér þangað til hann vísaði honum burt. — Þetta var að vetri til, og leið svo fram að mann- talsþingi um vorið. í>á kom sýslumaður- inn, Jón Benediktsson í Rauðuskriðu, í Presthóla daginn fyrir þingið, og var þar um nóttina hjá síra Stefáni prófasti. Ekkert minntist yfirvaldið á Ásmund hólk, og hélt svo þingið eins og lög gjöra róð fyrir. Meðan þingað var, stóð síra Stefán frammi við dyr þinghússins, og bar höfuð yfir flesta menn, enda var hann hinn öldurmannlegasti. En eftir þingið kallar Jón sýslumaður upp og segir: „Er þjófurinn Ásmundur hér?“ E inu sinni var síra Stefán prófast- ur staddur á Hóli á Austur-Sléttu, og fékk þá mann til fylgdar þar yfir heiðar veginn milli Austur-Sléttu og Núpa- sveitar, sem Hólsstígur heitir, og er naerri þingmannaleið á lengd. Þetta var um hávetur, og þegar þeir voru komnir upp á heiðina, gjörði á þá grenjandi kafaldshríð. — Spurði þá prófastur manninn hvort hann væri viss með að rata inn yfir. Manninum, sem gekk á undan hesti prófasts, varð ekki annað að orði en þetta: „Haltu kjafti!“ — Sá þá prófastur, að eigi var til neins að eyða orðum við hann. — Héldu þeir rvo áfram inn yfir, og ekkert vissi prófastur af, fyrr en hesturinn hans fór uieð hann fram af bæjarkampinum á Presthólum, en manninum gaf hann 10 spesíur fyrir fylgdina. — S íra Stefán var greiðasamur mjög og átti hjálpsemi hans og fórnariund sér lítil takmörk. Þessu til sönnunar er sagt frá því, hversu nærgætni hans og líkn- Oscar Clausen: lír sögu ÞRIÐJA GREIN I tíð síra Stefáns, bjó á Asmundar- etöðum á Sléttu, Eiríkur Einarsson, fconur síra Einars Nikulássonar, galdra- meistara á Skinnastöðum. Hann var ríkur maður, en mjög illa þokkaður, og eru til sagnir af því, hversu harðýðgis- iega hann hafði komið fram við auma menn í harðindum, en þó var það enn verra að hann var sterklega grunaður um morð. Einn vinnumanna Eiríks á Ás- mundarstöðum hét Páll, glæsilegur og mesti myndarmaður, en fátækur. Guð- rúnu dóttur Eiriks, sem var gjafvaxta, leizt vel á Pál, og voru þau komin í nánari kunningsskap en Eiriki likaði. Hann hafði ætlað dóttur sinni annað göfugra kvonfang. — Eitt sinn reri svo Eiríkur með Pál og þriðja mann, en þeg- ar á fiskimið var komið, hrinti hann Páli út úr bátnum. Páli skaut upp og greip hann í borðstokkinn og bað Eirík 5 guðsbænum að gefa sér líf, en þá þreii Eiríkur selakepp, sem var í bátnum, og lamdi á höndina þangað til hún var marin og máttlaus. Varð Páll þá að sieppa takinu og sökk. — Sagt er, að þriðji maðurinn hafi sagt frá þessum skelfingum rétt fyrir andlát sitt og sagt, að það hafi gengið sér næst hversu átakanlega Páll bað sér lifs, en ekki hefði hann þorað að hjálpa honum af hræðslu við Eirík, sem þá var vís til að stúta honum líka. — Það féll nú grunur á, að allt væri ekki með felldu um drukknun Páls, og var um það kveðin þessi visa, sem var eignuð síra Stefáni: Hlt er manns að sálga sál, og sjá haha ekki í friði. Hafið þið piltar heyrt um Pál, honum var sökkt á miðL Sáluihirðirinn, síra Stefán á Presthólum, bafði pata af þessium glæp Eiríks á Ás- mundarstöðum, sem og af öðrum klækj- um hans, sem að visu voru þó öllum augljósari. — Svo kom að því, að Eiríkur dó, og var prestur sóttur til þess að jarðsyngja hann, en þá er sagt, að síra Stefáni hafi ekki verið það neitt áhuga etni að syngja hann til moldar, þó að hann hinsvegar yrði að gjöra það, vegna embættisskyldu sinnar, en jarðarför Eiríks varð ekki með öllu ósöguleg. — Þegar búið var að renna kistunni ofan I gröfina, kaliaði prestur til söngmanna Stefáni hafði ekki verið það neitt áhuga- og sagði: „Hættið þið nú að syngja, pilt- ar mínir. Hann er kominn til helvítis“, svo sem hann kvað á. — Síðan gekk síra Stefán frá gröfinni og kastaði engum moldarrekum á kistuna, en skipaði að moka ofan í hana í snatri. Líklega hefur presti tæplega þótt Eiríkur kirkjugræf- ur, en ekki er þess getið, að nein reki- sxefna hafi orðið út af þessu, og hefur þá aðstandendum hins framliðna þótt hyggilegra að láta þetta kyrrt liggja. — Síðar var guðsmaðurinn á Presthólum spurður að því, af hverju hann hafi markað það, að Eiríkur væri kominn i verri staðinn, og hafi hann þá sagt: „Ég sá bláan logann koma upp úr gröf- inni, þegar kistunni var rennt niður." Ásmundur hét maður og var kall- aður „hólkur“. Hann hafði í ungdæmi sínu verið hjá sira Þorleifi stiftsprófasti f Múla og var því kunnugur síra Stefáni frá því hann var í æsku. Ásmundi hafði nú orðið það á að hnupla ein- hverju inni í Reykjadal, og tekið það 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kallaði hann þetta tvisvar, en enginn gegndi. En þegar sýslumaður kallar í þriðja sinn, gengur sira Stefán gegnum mannþröngina að borðinu gagnvart sýslumanni og þótti þá heldur fasmikill, og segir: „Þjófur! Spyr þú að þjóf? Og þjófar eru þið báðir“. — Sýslumaður sá sitt ráð vænst að hætta, og minntist aldrei neinu orði á Ásmund hólk framar, cg slapp hann þannig við alla refsingu. J ón hét karl á Sléttunni og var sóknarbam síra Stefáns. Hann fór í verzlunarferð inn í Húsavík, og „snuð- uðu“ þar dönsku kaupmennimir hann um einar 40 kr. — Þegar heim kom, tjáði Jón prófasti vandkvæði sín, og bað hann að rétta hlut sinn. Fékk hann þá Jóni miða, til þess að taka út á í Húsa- víkurkaupstað, svo mikið sem svaraði því, sem hann var „snuðaður" um, en undirskrift miðans var „Snuðri“. Kaup- maðurinn tók þessa ávisun gilda, og fékk karlinn ,;Snuðri“ úttekt sina, en kom aldrei aftur að borga. — Máske hefur Kaupmaðurinn þekkt rithönd prófastsins í Presthólum, og ekki þorað að eiga það á hættu að lenda í kasti við hann. semi var mikil þegar harðæri var og förufólkið bar að garði, eins og t. d. í Móðuharðindunum miklu eftir Skaft- árelda. Þá voru öll matvæli uppétin, og hvergi málsverður til, hvorki háum né lágum. Ekkert til sér til saðnins nema mjólkin úr kúnum, og þær þá aðeins ■ijá þeim, sem höfðu möguleika til þess að halda í þeim lífinu. — Þá er sagt, að síra Stefán prófastur hafi ætlað sér aðeins einn merkurask af nýmjólk í hvert mál, en lét þó oftast askinn standa ósnertan. Svo gaf hann þennan skammt sinn svöngum og hálfhordauðum ves- alingum, sem bar að garði hans. — Prófastur var maður feitur, en af þessu harðrétti varð hann svo horaður, að bann var ekkert orðinn nema skinnið og beinin. E inu sinni bar það við, eftir að síra Stefán var lagstur í rúmið, að á heimilinu var gestkomandi Þorlákur Hallgrímsson, sem síðar varð prestur á Presthólum. Hann var dóttursonur síra Þorláks skálds Þórarinssonar, sem verið hafði góður vinur síra Stefáns. Prófast- ur, sem aldrei hafði séð Þorlák Hall- 'gi'ímsson, lét hann sitja beint á móti sér, og horfði síðan á hann um stund, ea þótti víst ekki eins mikið koma til svips- ins eins og hann hafði búizt við af dótt- uisyni síra Þorláks Þórarinssonar. —. Varð hinum aldurhnigna og sjúka prófasti þá ekki annað að orði en þetta: ,,Og gjörði hann þig þá svona“. — Síra Þorlákur Hallgrimsson varð svo prestur á Presthólum í 5 ár (1826-31). Hann var arykkfelldur hneykslisprestur, — átti barn á gamalsaldri með ungri stúlku í sveitinni o.s.frv. — hefur því gamli piófasturinn séð ólán hans fyrir, ea hann var forspár um marga hluti og skyggn. — S íra Stefán var talinn vitur mað- ur og vel lærður. Hann talaði latínu e:ns og móðurmál sitt. Það var siður hans að tala jafnan latínu við presta og aðra lærða menn, sem heim- sóttu hann. Sumir þeirra voru þá ekki betur að sér í latínunni en svo, að þeir kunnu ekki nema orð og orð á stangli, en hann talaði þá reiprennandi. Hann þótti góður ræðumaður, en var fremur raddstirður. — Vel hagmæltur var hann og kastaði oft fram vísum, og er talsvert af þeim til enn í handritum. Þessi er ein: Þótt fari menn um fold og mar, og firðum lukkan dilli, eins er hann dauði allsstaðar, enda heims á milli. S íra Stefán var vel efnum búinn mestan hluta búskapar síns, en missti allan fénað sinn í Móðuharðindunum 1783-84, nema eina kvígu og reiðhest s:nn, sem hann nefndi Hrímfaxa, en að iokum varð hann þó einnig heylaus fyrir hann. Varð hann þá að sleppa honura ut á „bjargleysu", því að jarðbönn voru ailsstaðar þar um slóðir fram að hvíta- sunnu. Ekkert spurðist til Faxa fyrsta hálfan mánuðinn eftir að honum var sleppt, og hafði enginn orðið var við hann. En þá lagði prófastur sjálfur á stað að leita að honum og fann hann loks við klett þar í hrauninu, og hafði Faxi haldið sig undir klettinum, eða 1 skjóli af honum, allan þennan tíma. Ekki var sjáanlegt, að klárinn hefði haft þar nokkra jörð, nema lítið eitt af mosa á klettinum, en þó hafði hann ekki látið mikil hold. Eftir þetta er klettur þessi kallaður Faxaklettur. — Það hefur óneitanlega verið eyðilegt á Presthólastað vorið eftir fellisveturinn mikla, þegar ekki voru eftirlifandi hiá prófasti nema tvær skepnur, kvigan og Faxþ reiðhesturinn hans, en þá kom honum hjálp sunnan úr Múlasýslu. Það var presturinn í Kirkjubæ í Hróars- tungu, síra Árni, sem kallaður var Þorsteinsson, sem sýndi síra Stefáni þá hugulsemi að senda honum um vorið sex ær og brúnan hest, mikinn stólpa- grip. Síra Árni í Kirkjubæ var fóstur- sonur síra Stefáns, og sagður launsonur hans, eins og síðar getur, og rann honura því, ef til vill, blóðið til skyldunnar. Brúni klárinn var víðfrægur hestur fyr- ir dugnað. Einu sinni synti hann yfir Jökulsá í Axarfirði á ferjustaðnum, og í annað sinn lék hann þetta, en þá skellti hann sér ofan í jökulvatnið, og var með tvær heiltunnur (200 kg) bundnar f bagga. Þetta léku ekki aðrir hestar eftir. Síra Stefán var mikill reið- maður, en átti þó ekki nema 3 reið- hesta alla sína ævi. Einn nefndi hann Neista, annan Fjöðumasa, en Hrímfaxi var sá þriðji. Hann datt ofan í fen og kafnaði, sama árið og síra Stefán dó. Síra Stefán hirti alltaf sjálfur reiðhesta sína. T il er lýsing af síra Stefáni, og er á þessa leið (Sbr. Sighv. Præ XVL 1407): „Síra Stefán var einn af mestu kkörungum sinnar samtíðar, gáfumaður mikill, skáldmæltur vel, skörungur I Ivnd og mjög einkennilegur, og svo er að sjá af öllu, sem af honum er sagt, að Framhald á bls. 13 22. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.