Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 13
Sögur af ÁSA-ÞÓR. Úr Eddu Snorra Sturlusonar — Teikninqar eftir Harald GuZbergsson SAC«1 HENNl MU TÍO- BNDI, A1 HAHN HAfOI VAOirNonoAN yFin tuvMqA ott HAFBI I bORIT í fiSIS h BAXI { AUPVANDIl NORDAN 'OR JÓTVNHBIMUfA ox Mt t/c jámexNA, at ein ta hans HAtÐI STAÐIT ~ÖA NieiSINVNI OK VAft SÚ FREKIN, OK KASTAB! UPP 'A HINUN OK C£MI ÁP STJÓHNU PA, ER HEITIR AÓMANDM-T'A. SvÁ AT SRflvT AF kbns SACK ffT SIQI MVNDt LAHCJ TiL , AV AUAVfíHDILL SÍÍNDI HEIrt KO/iA. EN CfiOA VARD SVA FEqiN, At HONMUNDI ENCACALDAA... ., r Ol< VAfiO HI-ININ flCI LAUSAUl OK STtNDfi B<M } HOFSN PbA. OK Efi MT 80O/T TtL VAfiNANAfifíT KASTA HEUV OF CVLF MYERT, ÞV, AT t>A HASCMSK HEININ í NVVBI AOR. irfötin örlítið ögrandi og settist í fang hans. Það var indælt. — Hugsaðu þér, hvíslaði hún, að sitja hérna saman, þú og ég, alein á þessum undarlega og rómantíska stað. Svo skáldlegt. Aldrei skal ég gleyma ... — Ljúfasta yndið, sagði hann, og þau kysstust lengi. Maðurinn kom aftur inn, hljóðlaust. Hægt og vélrænt setti hann glösin á borðið og skenkti vinið. Birtan frá borð- lampanum féll á andlit hans. Það var ekkert sérstakt við hann utan þessi ná- blnki litur og skotsárið á gagnauganu. Frúin hentist upp og æpti: — Guð almáttugur! Arvid! Er þetta þ ’ ’ Er þetta þú! Ó, guð í himninum, hann er dauður! Ha-in hefur skotið sig! Maðurinn stóð hreyfingarlaus og starði bara fram undan sér. Andlit hans var tjáningarlaust, enginn þjáningarsvip ur. Það var aðeins stirðnað og mjög alvarlegt. — En þú, Arvid, hvað hefurðu gert, hvað hefurðu gert! Hvemi-g gaztu ... Ó, elsku... ef mig hefði órað fyrir nokkru slíku, þá geturðu hugsað þér, hvort ég hefði ekki orðið kyrr heima. En þú talar aldrei við mig um neitt. Þú mirmt- ist ekkert á þetta, ekki einu orði! Hvemig átti ég þá að vita þetta, þeg- ar þú talaðir ekkert um það! Ó, guð ininn góður! Hún skalf öll eins og hrísla. Mað- tirinn starði á hana likt og ókunnuga manneskju. Augun voru grá og stirðnuð og störðu bara þvert gegnum holt og hæðir. Ljósbjarminn féll á gulbleikt andlitið, úr sárinu vætlaði ekkert blóð, þar var einungis gat. — ó, þetta er hræðilegt, hræðilegt! æpti hún. Ég vil ekki vera Uér! Við förum héðan með það sama! Ég þoli þetta ekki! Hún þreif kjólinn, hattinn og loðfeld- inn og hljóp á dyr, en Jensson fylgdi á eftir. Þau runnu niður stigaþrepin, og hún fékk fituklessur og vindlingaö&ku á bakhlutann. Niðri stóð sú djöfullega, glotti skilningsrík og ánægð í skeggið og _ kinkaði kolli með hornunum. Úti á götunni urðu þau aðeins ró- legri. Hún klæddi sig í fötin, lagfærði hárið og púðraði nefið. Jensson tók verndarhendi sinni utan um hana og kyssti burt tárin, sem stóðu í augunum, — hann var svo góður. Þau gengu upp á torgið. Erkióvinurinn var þar á gangi og mætti þeim. — Jæja, svo þið eruð strax á förum, sagði hann. Vona, að heiðurs- hjúunum hafi liðið þægilega. — Ó, það var hræðilegt, sagði frúin. — Nei, ekki segja sk'kt; það getur varla verið. Frúin hefði átt að sjá, hvernig allt var hér áður fyrr. Það var nú ólíkt. Nú hefur enginn neitt upp á helvíti að klaga. Við gerum allt til þess, að enginn skuli í raun og veru verða nokkurs var, enda finnst okkur þvert á móti að öllum iiði mjög þægilega. — Já, sagði Jensson, það rná rejmdar segja, að þetta sé allt orðið dálitið vist- legra, það er satt. — Sei, sei, sagði djöf- ullinn, hér hefur allt verið fært í ný- tízkulegra horf, öllu umturnað og breytt eins og gefur að skilja. Já, það hefur auðvitað orðið að fylgj- ast með þróuninni. — Já, sálnalíðanin er ágæt nú á dögum. — Guði sé lof fyrir það, sagði frúin. Ðjöfullinn fylgdi þeim hæverskur að Iyftunni. — Góða nótt, sagði hann Qg hneigði sig djúpt, verið velkomin aft- ur. Hann lokaði að þeim, og lyftan sveií upp. — Það er fcó • r>‘t. að þetta er um garð gengið, sögðu þsu bæði hressari í bragði og kúrðu sig saman. í sætinu. — Án þín hefði ég aldrei komizt gegnum þetta, hvíslaði hún. Hann dró hana að sér, og þau kysstust lengL — Að hugsa sér, sagði hún, þegar hún hafði jafnað sig eftir faðmlögin, að hann skyldi geta gert þetta! En hann hefur alla tíð haft svo undarlegar hugjmynd- ir. Hann hefur aldrei getað séð neitt einfalt og eðlilegt, eins og allt er. Það var líkast þvi sem ailtaf væri um lífið að tefla. — Það er heimskulegt, sagði Jensson. — Hann hefði vel getað sagt það! Þá hefði ég orðið kyrr. Við hefðum auðvit- að getað farið út saman eitthvert ann- að kvöld í staðinn. — Já, auðvitað, sagði Jensson, auðvitað hefðum við getað það. — En, elskan mín, hvað erum við að sitja hér og hugsa um þetta? hvíslaði hún og lagði armana um háls honum, nú er þetta liðið. — Já, litla vinan, nú er þetta liðið. Hann lukti hana í faðmi sínum, og lyft- an sveif upp. PRESTASÖGUR Framhald af bls. 4 hann hafi notið mjög almenns trausts og virðingar bæði hærri og Iægri manna. Hann hélt vel Presthólastað og farnað- ist þar lengst af vel. Hann var hraust- menni til burða, og líkastur föður sínum af börnum hans að skörungsskap, lær- dómi og yfirlitum. Vel að sér í lögum, og drjúgari var hann jafnan í viðskipt- um við hvern sem hann átti. — Stund- aði garða- og jarðarrækt, einkum mat- jurtarækt, með mikilli heppnL Nokkuð þótti hann drykkjugjarn og svakalegur við öl“. — Síra Stefán tók við Prest- hólastað af tengdaföður sínum í mjög rélegu standi, en byggði þar allt upp á fáum árum, með miklum tilkostnaði. Hann gjörði þar miklar jarða- og húsa- bætur, og fékk verðlaun fyrir þaer, 22 ríkisdali, frá Landbústjórnarfélaginu danska. Þess er áður getið, að síra Stefán giftist Þórunni dóttur sira Jóns Þor- valdssonar, og eignuðust þau tvær dæt- ur, sem upp komust, Þorbjörgu og Gróu. En eftir 4 ára hjónaband missti hann Þórunni á bamssæng eftir að hafa fætt tvibura, tvær stúlkur, sem báðar dóu ásamt móðurinni, árið 1750. — Síðan var hann ekkjumaður í 44 ár, og var Þórdis, systir Þórunnar fyrri konu hans, ráðs- kona hjá honum í fjölda ára, eða þang- að til hún dó. — Hún átti þar barn, Árna, sem kallaður var Þorsteinsson, en það var opinbert leyndarmál, að hann var sonur síra Stefáns, þó að aldrei mætti prófastur meðganga hann, vegna stöðu sinnar. — Síra Stefán ól hann upp og kom til mennta, og siðan /arð hann prestur í Kirkjubæ. — Arið 1770 var sira Stefán orðinn heilsutæpur, og tók sér þá kapelán, tengdason sinn, mann Þorbjargar, síra Stefán Lárusson Schewing, sem svo varð eftirmaður hans í brauðinu, eins og sagt verður frá hér á eftir. — Eftir að Þórdís mágkona síra Stefáns var dáin, var Gróa dóttir hans fyrir íraman hjá honum um nokkur ár. Því næst náði gamli maðurinn í unga stúlku, sem varð ráðskona hjá. honum. Hún hét Guðný, dóttir Jóns Herodessonar bónda á Eystralauidi í Arnarfirði, Magnússonar, cg var því af fátæku og umkomulausu almúgafólki. — En þegar Guðný hafði verið ráðskona hjá prófasti skamma slund, inngekk gamli maðurinn í heilagt hjónaband með henni. Þá var hann orðinn 74 ára gamall, en hún liklega hálfri öld yngrL Guðný hafði hótað að yfirgefa prófast ef hann ekki ætti sig, svo að sýnilegt er, að hennar hefur verið þágan ekki síður en hans, en hann sagði i'enni, að hún græddi ekkert á að giftast sér, því að hún yrði að hjúkra sér í körinni. Mönnum þótti sira Stefán prófastur taka niður fyrir sig þegar hann gekk í eina sæng með Guðnýju, og þegar hann var spurður að því hvers vegna hann hefði farið að eiga hana, 22. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.