Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 14
tvaraði hann: „Hún er fullgóð að þjóna inér í körinni." — En Guðný hjúkraði ganala prófastinum af mikilli alúð og sýndi honum alla nærgætni síðustu þrjú árin, sem hann lifði, en það voru hjóna- bandsár þeirra. Að áliðnu sumri 1794 fékk síra Stefán siag, skömmu eftir að hann giftist, og varð máttlaus öðrumegin, svo að hann átti bágt með að tala og var stundum ,,ráðvilltur“. Lagðist hann þá í rúmið, og urðu fjórir menn að snúa honum í rúminu, enda var hann mjög líkams- þungur. Þá sleppti hann brauðinu við tengdason sinn og flutti á eignarjörð sina, Brekku, sem er næsti bær við Presthóla, og bjó þar með hinni ungu maddömu sinni þrjú síðustu árin, sem hann lifði. Þá var hann orðinn alveg karlægur og nærri máttlaus „með stórri mæðu og þjáningum“, svo að oft varð að vaka yfir honum dag og nótt. Sumir segja, að hann hafi orðið blindur. Loks có hann 22. apríl 1797, og var þá 77 ára gamall, og hafði verið þjónandi prestur á Presthólum í hálfa öld og einu ári betur. Hin unga ekkja þessa merkispreláta, sem nú var titluð maddama Guðný, giftist aftur presti, síra Einari Hjaltasyni, sem síðar varð prestur á Þóroddsstað í Kinn. S íra Stefán Lárusson Schewing var prestur á Presthólum 1794—1825, cg' er hann síðastur þeirra guðsþjóna, sem um getur í þessum þætti. Hann var sonur Lárusar Schewings, klausturhald- ara í Munka-Þverá, Hannessonar Schew ings, sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu, Lárussonar Schewings, sýslumanns og klausturhaldara á Möðruvöllum, Hans- sonar Schewings, sorenskrifara í Björg- vin, d. 1701, Lárussonar Schewings, prófasts í Schewing á Jótlandi, og þaðan er ættin og ættarnafnið upprunnið. — Móðir síra Stefáns Sohewings, kona Lár- usar klausturhaldara, var Anna Björns- dóttir, prests á Grenjaðarstað, Magnús- sonar. Síra Stefán var fæddur 1749, og útskrifaðist úr Hólaskóla, rétt tvítugur, árið 1769, og varð þá þegar kapelán síra Stefáns Þorleifssonar, og giftist svo Þorbjörgu dóttur hans þrem árum seinna, en var þá búinn að eignast með henni þrjú börn, eða eitt á ári. Síðan var hann kapelán tengdaföður síns í 18 ár, en þegar hann loks fékk brauðið og umráð staðarins, voru börn hans orðin 8. Hann var svo prestur í Prest- hólum í 31 ár, eða þangað til hann dó. Síra Stefán Schewing var þrígiftur. Fyrsta kona hans, Þorbjörg, dó árið 1788, þegar hún hafði fætt tvö börn, en aó að því þriðja. Miðkona hans var svo óysturdóttir hans, Anna dóttir síra Ein- ars Árnasonar í Sauðanesi og Margrétar Lárusd. Schewings. Hún var nafnfræg fyrir dugnað og góðgjörðir. Hún dó 1823. — Þriðja kona síra Stefáns var ung „almúgastúlka", Jórunn Ásmunds- dóttir. Prestur var orðinn 73 ára gamall þegar hann gekk í eina sæng með Jór- unni, sem var hálfri öld yngri en hann. Var því mjög líkt ástatt um þetta hjóna- band og þegar tengdafaðir hans, síra Stefán Þorleifsson, í elli sinni fór að giftast „ungri og fátækri almúgastúlku". Þau síra Stefán Schewing og hin unga maddama Jórunn voru aðeins 2 ár í hjónabandi, en það voru síðustu æviár hans, og voru barnlaus, en prestur dó 13. okt. 1825, 75 ára gamall, og hafði verið þjónandi prestur í hálfa öld, en þó einu ári miður. Eflaust hefur þessi síra Stefán verið hversdagslegastur þessara sex guðs- manna, sem hér hefur verið sagt fra, en heiðursmaður var hann og mátti ekki vamm sitt vita, enda kominn af hefðar- fólki og hafði fengið hið bezta uppeldi. Um hann er sagt, að hann hafi dáið „með góðu mannorði", enda kvað stétt- arbróðir hans, síra Vernharður Þorkels- son, síðast prestur í Reykhoíti, fögur eftirmæli eftir hann, á þessa leið: Elli-snjór skreytti öldungshárin, allt líf hans prýddi dyggðin bezt, frómlýndir sorgar- felldu tárin, fallinn þá heyrðu Schewing prest, grær eins um nafn og gröf hans hrós, góðmennið stakt var mörgum ljós. Af börnum síra Stefáns Schewings er nú komið margt manna, sem þó ekki nota hið forna ættarnafn, en núlifandi Schewingar eru komnir af bræðrum hans. SVIPMYND Framhald af bls. 2. um hve beinar og blæbrigðalausar þess- ar árásir voru. f myndinni var fátt um hin gömlu snilldaratriði Chaplins — þó brá þeim fyrir, t.d. þegar hann var að gægjast gegnum skráargöt eða snæða styrjuhrogn. Margir voru þeirrar skoðunar að kvik myndir eins og þessi mundu gera út af vi7 orðstír Chaplins. Þeir fóru villir vegar, þó hinu verði ekki neitað, að gömlu töfrarnir hurfu að mestu þegar hann hpf að gera talmyndir. Hann bjó yfir töfrum brúðunnar í sínu gamla gervi, og hann verður klassískur í sögu kvikmyndanna fyrir snilldarverk eins og „Shoulder Arms“ (1918), „The Kid“ (1920), „The Gold Rush“ og „The Circ- us“. E inkalíf Chaplins hefur verið all- viðburðaríkt og hefur hann ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamál- um, þ.e.a.s. þangað til hann kvæntist síðustu konu sinni fyrir rúmum tuttugu árum. Hún er Oona O’Neill, dóttir hins heimsfræga bandaríska leikskálds Eug- enes O’Neills Þegar þau giftust var brúðurin aðeins 18 ára, en brúðguminn hálfsextugur, ári yngri en tengdafað- irinn. Eugene O’Neill lagðist mjög ein- dregið gegn giftingu dóttur sinnar og Chaplins, og leiddi hún til fullra vin- slita milli þeirra feðginanna. Eugene O’Neill fyrirgaf dóttur sinni aldrei og lézt árið 1953 án þess að þau sættust. Þau Oona og Chaplin hafa eignazt átta börn, og eru tvö þau elztu þegar orðin kunn í listaheiminuim, Geraldine fyrir kvikmyndaleik og Michael fyrir hárvöxt sinn og látlausar tilraunir til að fá leikhlutverk í Lundúnum. Hann lék á sínum tíma hlutverk drengsins í „The King in New York“, síðustu kvik- mynd föður síns. Auk átta barna með Oonu á Chaplin tvo uppkomna syni, Sydney og Charlie, og hefur sá síðar- nefndi samið bók um föður sinn (sjá Lesbók nr. 7 1962). I fyrra sendi Chaplin frá sér sjálfsævisögu sína, sem hann nefnir ein- faldlega „My Autobiography“. Er það bók upp á rúmar 500 blaðsíður og hef- ur fengið heldur slæma dóma. Meist- ari þöglu kvikmyndanna þykir lítill rit- höfundur, smásmugulegur, hégóimlegur ( furðulega snobbaður þegar tillit er tekið til þeirrar virðingar og vinsælda sem hann nýtur um heim allan. Skýr- ingarinnar er sennilega að leita í upp- runa hans og erfiðum uppvexti, sem mótað hafa öll viðhorf hans við lífinu og mönnunum. Tuttugasta öldin Framhald af bls. 1 á nagfræðipólitík hafi komið upp. Svo mikið er víst, að ekki var hann til á vopnahlésdaginn, eða á næstu tímum á eftir. Þegar svo fólk (og fræðimenn) tóku að beina athygli sinni að „eftir- stríðsvandamálunum“, hugsaði það á mjög svo hefðbundinn hátt. Ef einhver hefði lagt til, að Bandaríkjastjórn eyddi 20 milljörðum dala á ári í rannsóknir og þróun — eins og hún nú gerir — hefði sá sami verið afgreiddur sem brjálæðingur. Meira að segja skrifaði einn frægur hagfræðingur í Harvard, sem jafnframt var framarlega í flokki New Deal-manna, bók þar sem hann varaði við yfirvofandi „menntamanna- fátækralýð", sem yrði afleiðingin af því, að ofmargir sæktu háskóla og lærðu til starfa, sem ekki væru til. E ögin frá 1946 um fulla atvinnu, er plagg, mjög í anda Keynes; auðvitað stefndu þau að velsæld, en þar var meir trúað á kyrrstöðu en framfarir. Öll hagfræði-vígorðin, sem við þekkj um nú svo vel, þjóðarframleiðsla, ríkis-hagá- ætlun o.þ.h., var enn í bernsku, og fyrsta opinbera notkunin á þjóðarframleiðslu, sem hugtaki er snerti nokkuð stjóm- málaforustuna, kom fram árið 1945. Jafnvel hagfræðiskýrslur, sem við treyst um nú svo mjög og sýnum svo mikla trúarlotningu, voru ófullkomnar og ó- áreiðanlegar. En engu að síður tók nýja hagfræðin við stjórntaumunum, óvægilega, en án þess að þess yrði vart. Og það ekki ein- asta í orði, heldur og á borði, því að æ síðan 1945 hafa Bandaríkin orðið ríkari en nokkrum manni hefði áður getað dottið í hug, að hugsanlegt væri. Það er lærdómsríkt að fara í bókasafn og glugga í áróðurs- og deiluritlinga frá fjórða tug aldarinnar, þar sem mögu- leikar „áætlunarbúskapar“ voru dregnir upp með hástemmdum orðum. Á þeim tíma trúðu ekki einu sinni höfundarnir sjálfir á öll þessi loforð, til fullnustu, en hugsuðu sem svo, að ofurlitlar ýkj- ur gætu ekki verið neinn glæpur. í stuttu máli sagt, hefur hagvöxtur Banda ríkjanna eftir 1960 farið langt fram úr ölluim þeim staðreyndum og tölum, sem menn óraði fyrir, eftir 1930. Að vísu höfum við uppgötvað, að jafnvel í þess- um „allsnægtahag“ þykjast flestir ekki vera neitt ríkir og sumir eru enn greini- lega fátækir. En þetta sýnir ekki annað en það, að enda þótt menn fái það, sem þeir vilja, verða þeir aldrei ánægðir með að vilja það, sem þeir fá. Sóknin að hagvexti sem þjóðfélags- legu höfuðmarkmiði hefur átt sér hlið- stæðu í því sem Daniel Bell kallar „endamark hugmyridafræðinnar“. Allir „ismarnir", sem reyndu að ná pólitísk- um völdum og hrjáðu heiminn frá 1914- 1945, eru í upplausn, nema þar sem þeim var ekki eytt af síðari heimsstyrj- öldinni sjálfri. Vitanlega eru enn til margir menn, sem kalla sig marxista eða sósíalista eða kommúnista, eða fylgja „frjálsu framtaki". En baráttan milli þeirra er ekki lengur um það, hvemig þjóðfélag ætti að vera til þess að vera óskaþjóðfélag. Öllu heldur er þetta orðið að frekar hversdagslegum skoðanamun á því, hverskonar hag- skipulag geti fljótast leitt til skjóts hag- vaxtar og skipt ábatanum af þessum hagvexti á réttlátari hátt. E f til vill er það höfuðeinkennið á marxistum í dag, hve fullkomlega kærulausir — og alls ófróðir — þeir eru um marxismann. Sovétríkin hafa ekki síðustu tuttugu árin komið með eitt ein- asta ritverk um marxíska hagfræði eða heiimspeki, sem sé þess virði að komast á ritskrá í þeirri grein. (Og þau hafa ekki — hvorki fyrr né síðar — komið fram með neina fræðilega ævisögu Karls Marx!). Hið grimmilega innibyrð- is ósamkomulag, sem hefur á seinni ár- um eyðilagt alþjóða-kommúnistahreyf- inguna, hefur ekki fætt af sér einn ein- asta bækling, sem gæti vakið áhuga nokkurs grúskara á kenningum Marx. Hinir svokölluðu Marxista-lhöfðingjar í hinum nýju ríkjum Asíu og Afríku eru að tönnlast á einhverjuim .gömlum upp- tuggum, sem þeir þykjast hafa pólitískt gagn af til þess að réttlæta stjórn þeirra og athafnir, en það er sjaldgæft að rek- ast á nokkum — jafnvel í hópi hug- myndafræðinga þeirra — sem hefur les ið „Das Kapital“. f okkar éigin amer- ísku háskólum væru hinir litlu vinstri- flokkar ólæsir á marxisma, ef þeim væri ekki fyrirskipað að lesa kommúnista- ávarpið á námskeiðum þeirra í þjóð- félagsfræðum. Aðeins í Vestur-Evrópu hefur nokkuð verið skrifað að gagni um marxisma — og þau skrif eru komin út í það að vera „ adurskýringar" á Marx, í ljósi heg- elskrar og existensjalskrar frumeðlis- fræði. Rússar kvarta undan því, að þeim fininst þessi Marx óþekkjaolegur og ó- skiljanlegiur og bainna að þýða verk Sartres á rússnesku. Sumir hefðbundn- ir framskir kommiúnistar balda því fram, að enn sé eftir að þýða Satre á frönsku. Sem hugmyndakerfi og heimissko’ðun er marxisminn daiuður. Það, sem eftir iifir, er.u hreyfinigar og níkissitjórnir, sem nota rifrildi af hugmyndafræðinni sem réttlætingu á einræðisstjórn, hvort sem hún nú etr í höndum höfðingja á hernaðarsviðinu, tæknisviðinu eða fiokkssviðinu — eða hrærigrautar ai öllu þessu. Það þarf ekki neina kunn- áttu í marxisma til þess a!ð meta rétt stjórnmálastefnu Nkrumahs, Titos, Su- karnos, Castros, eða jafnvel Kosygins og Maos. Öðru nær — það gæti aðeins villt fyrir mönnum. Það væri rétt eins og við færum að útskýra stefinu Richeii- eus út frá verkum Páls postula. E n marxisimkm er ekki eina hug- myrndafræðin, sem hefur misitekizt að liía fram á 20. öidina. Hugmyndafræði frjálslynds lýðræðás hefur einnig misst mátt sinn til að hreyfa og bylta. Við búumst ekki lengur við því, að þessi þjóðfélagsiskipun veirði allsiráðiamdi regla, og aðeins lítill hópur ofstopafullra kenn- ingarþræla trúir því enn, að hagfræði einstak'limgsframtaksins, hversu sem hún væri aðlöguð og tempruð, geti gert kröfu til að vena öllum ötöinum fremri. Þetta er nú okkar skipuLag og við kjósum það heizt — en frekari kröfur gerum við heidur ékki. Við höldum því að sjálf- sögðu fnam, að allsherjaráætlanir kom- ist í hverskyns ómauðsynlegan hiræri- graut — og stundum viðurkenna þær þetta beinlínis. Og þær geta fyrir sitt leyti bent á óþarfar flækjur, sem stafa af áhuga okkar á persónufrelsi — og við erum því heldur ekki frábitnir að vi'ðiu'kenna slíka gaignrýni. G r un d vall.ahhugm.y ndin í uitanríkis- pólitík Bandaríkjanna í dag er „þjóðar- hagurinn“; og hver sá, sem fœri að halda því fnam, að skylda okkar sé að trygigja öllum heimiraum lýðræði, væri talinn ólæknanidi skýjaglópur. Enn eru til memn, sem þykir það rangt af Banda- ríkjunum, hvernig sem ástaitt er, að eiga samband við ólýðræðisleg ríki. Ein þetta er samiskonar fólk og það, sem telur gamanrirt ósiðleg, og raddir þess fá ekki miklar undirtektir í landimu. Ég get ekki hugsað mér betra dæmi um hnignun frjálsilyindrar og lýðrœðis- legnar hugmyndafræði í Bandaxíkjun- um en feril afstöðu okkar gagnvart of- sókn yfirvaldainina í Rússlandi gegn trúarbnögðum. Fyrir þrjátíu árum var þetta mjög vakamdi áhugaroál, en í dag nefnir það varla nokkur maðiur á nafn. Og sarnit er það vissulega eiitrt helzta á- greiiningsefni með frjálslyndu lýðræöis- riki og kommúnistariki, að annar aðilinn helduir fnam hugsanafnelsi en hinn ekki, að araraar viðiuirkeininir hoLlustu við eitt- hvað sem stendur utan og ofan við póiitískt vald, en hinn ekki. Ef við ætluðum að fara að leggja áherzlu á eðlilegan fjamdskaip og xnissætti með þessum tveim kerfum, væri þetrta ein- mitt atriði til að leggja áherzlu á. En Johnson forseti gætir þeas vandlega að gera það ekki og sama er að segja um de Gaulle, Harold Wilson og Erhard (og nú meira að segja Franco). Það er þegjaradi samkomulag með frjálslyndu lýðræðisríkjunjuim, að við eigum að keppa við kommiúnisitaríkm um valda- aðstöðu á hagfræðilega, hermaðarlega og pólitiska sviðiniu — en hiirt sé tii- gangsLaiust að Legigja áherzlu á skoðiana- mun um það, sem er „hreinlega hug- my ndafræðilegt. “ H nignun hu gmy nda fræðinnar sten.dur í nánu samnibandi við hniignuu 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 22. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.