Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 3
Par Lagerkvist: LYFTAN SEM NIÐUR í VÍTI J ensson skrifstofustjóri opnaði íburoarmikla hótellyftuna og skaut þar inn á undan sér glæsibúlnni veru, pels- klæddri og ilmandi. Þau kúrðu sig nið- ur í mjúk hægindi, og lyftan hélt af 6tað niður. Litla ilmfrúin tey.gði fram hálfopnar varirnar, rakar af víni, og þau kysstust. Þau höfðu setið yfir glös- um uppi á veröndinni undir stjörnudýrð himinsins, og nú ætluðu þau út til að Bkemmta sér. — >að var svo yndislegt þarna uppi, elskan, hvíslaði hún. Svo skáldlegt að sitja þarna með þér, eins og við vær- um mitt á meðal stjarnanna. í svoleiðis umhverfi skilur maður ástina. >ú elsk- ar mig, er það ekki? Skrifstofustjórinn 6varaði með kossi, ennlþá lengri hinum fyrri, og lyftan sveif niður. — Sann- arlega gott, að þú skyldir koma, ástin, sagði hann. Ég hefði annars orðið alveg örvita. — Já, en þú ættir að vita, hvað hann var andstyggilegur. Um leið og ég fór að búa mig af stað,_ spurði hann, hvert ég væri að fara. Ég fer þangað, sem mér þóknast, sagði ég. >á settist hann og starði bara á mig allan tímann, eem ég var að hafa fataskipti og fara í gulbleika kjólinn minn, — klæðir hann mig ekki vel? Hvaða litir finnst þér eiginlega klæða mig bezt? Kannske ein- hverjir skærir litir? — Allt klæðir þig vel, elskan, sagði hann, en ég hef aldrei séð þig eins yndislega og í kvöld. Hún brosti þakk- lát og opnaði loðfeldinn. >au kysstust lengi, og lyftan sveif niður. — Svo þegar ég var ferðbúin og ætl- aði að ganga út, tók hann í hönd mína og kreisti hana svo fast, að ég finn enn- þá til, en hann sagði ekki eitt einasta orð. Hann er svo ruddalegur, að þú get- ur ekki trúað því! Jæja, vertu sæll, sagði ég. Hann skilur aldrei neitt. >að er ekki mögulegt að tala við hann, — algerlega útilokað, — það er ekki hægt að halda þetta út. — Ástin mín, sagði Jensson skrifstofustjóri. — Eins og mér eigi ekki að vera frjálst að fara út öðru hverju til að hressa mig upp! En hann er, sérðu, grafalvarlegasti maður, sem fyrirfinnst á þessari jörð. Ekkert er einfalt og eðlilegt í hans augum. >að er eins og sífellt sé um lífið að tefla. — Hjartað, að hugsa sér hvað þú hefur mátt þola! — Ó, ég hef liðið svo hræði- lega, alveg hræðilega! Enginn hefur lið- ið annað eins og ég. >að var ekki fyrr en ég hitti þig, að ég kynntist ástinni. — Elskan, sagði hann og lukti hana örm- um sínum, og lyftan sveif niður. — Ynd- islegt, sagði hún, þegar hún hafði náð sér eftir faðmlögin, að sitja þama uppi með þér, horfa á stjörnurnar og dreyma. Ó, ég skal aldrei gleyma því. Sjáðu, það gerir Arvid svo óþolandi, hvað hann er sífellt alvarlegur, hann er ekki vitund skáldlegur, svoleiðis skilur hann ekki. — >etta er alveg óbærilegt, vina mín. — Já, finnst þér ekki, alveg andstyggi- legt. En, hélt hún áfram og rétti hon- um brosandi hönd sína, hvers vegna erum við að hugsa um þetta? Nú erum við á leið út að skemmta okkur! >ú elskar mig, er það ekki? — Sannarlega, sagði hann og hallaði henni út af í sætið, svo að hún tók and- köf, og lyftan sveif niður. Hann laut niður að henni og strauk hana, hún roðnaði. — Eigum við að elska hvort annað í nótt... meira en nokkru sinni fyrr? >ú... ? hvíslaði hann. Hún dró hann að sér og lokaði augunum, og lyft- an sveif niður. Hún sveif og sveif, niður, niður. A ð lokum reis Jensson upp rjóð- ur i andliti. — En hvað er að lyftunni! sagði hann hávær. Hvers vegna stöðvast hún ekki? Hér höfum við setið lengi og talað saiman, er það ekki? — Já, ástin, það höfum við áreiðan- lega gert, því að tíminn líður svo fljótt. — Já, hamingjan sanna, hér höfum við setið drjúga stund! Hvað er eiginlega á seiði? Hann gægðist út gegnum lyftu- netið. Fyrir utan var svarta myrkur, og áfram, áfram hélt lyftan, með jöfnum, góðum hraða, dýpra og dýpra niður. — En hamingjan góða, hvað á þetta að þýða! >etta er eins og að steypast niður í botnlaust gímald Og þannig höf- um við haldið niður á við heilan eilífðar tíma. >au reyndu að horfa niður í undir- djúpin. >ar var niðamyrkur, og niður í það svifu þau og svifu látlaust. — >etta endar í helvíti, sa.gði Jensson. — Ó, elsku ... kveinaði hún og ríg- hélt sér í arm hans, ég er svo hrædd. >ú verður að reyna að taka í neyðar- hemlana Jensson tók í hemlana af öllum kröft- um. >að hafði enga þýðingu. Lyftan þaut bara niður, niður í það óendanlega. — >etta er alveg skelfilegt, hrópaði hún, hvað eigum við að gera! — Já, hvem fjandann á maður að gera? >etta er brjálað ástand. Vesalings Ífrúin fylltist örvæntingu og brast í grát. — Nei, nei, góða mín, ekki gráta, við verðum að taka þessu skynsamlega. Við getum ekkert gert. Svona, seztu nú nið- ur. Já, svona, nú sitjum við hér róleg hvort hjó öðra og sjáum, hvað skeður. Hún hlýtur þó að stanza einhvern tíma, fjandinn hafi það. >au sátu og biðu. — Að hugsa sér, *** að slíkt og þvílíkt skyldi geta komið fyrir, sagði frúin. Og við, sem ætluðum að fara út að skemmta okkur. — Já, bölvað ólánið, sagði Jensson. — >ú elskar mig, er það ekki? — Elskan mín, sagði Jensson og vafði hana að brjósti sínu, og lyftan sveif niður. Loks nam hún snögglega staðar. Ó- þægileg birta flæddi inn og skar í aug- un. >au voru í helvíti. Djöfullinn opn- aði hurðina kurteislega. — Gott kvöld, sagði hann og hneigði sig djúpt. Hann var vel klæddur, í frakka, sem virtist hanga á loðnum efsta hryggjar- liðnum líkt og á ryðguðum nagla. Jens- son og frúin eigruðu ráðvillt út úr lyft- unni. — í guðs nafni, hvar erum við! stundu þau óttaslegin frammi fyrir þess- ari skelfandi opinberun. Djöfullinn upplýsti þau um það næst- um því dálítið feiminn. — En það er ekki svo hættulegt, sem það kannske virðist, flýtti hann sér að segja. Ég vona, að það reynist fara reglulega vel um heiðurshjúin. >að á bara að vera yfir nóttina, skilst mér? — Já, jó, samþykkti Jensson ákafur. >að er bara yfir nóttina. Við höfum ekki hugsað okkur aö stanza lengur, nei, alls ekki! Pels- klædda frúin hélt dauðahaldi í hand- legg hans og titraði. Birtan var svo skerandi gulgræn, að þau gátu varla opnað augun. >eim fannst kæfandi heitt. >egar þau höfðu vanizt birtunni ofur- lítið, varð þeim ljóst, að þau voru stödid á eins konar torgi, umkringdu húsum, er risu með glóandi tröppur og dyra- búnað í myrkrinu fyrir utan. Glugga- tjöidin voru dregin fyrir, en gegnum rifur milli þeirra sáust eldar brenna fyrir innan. — >etta eru heiðurshjúin, sem elskast, er ekki svo? sagði djöfull- inn. — Já, svo takmarkalaust, svaraði frúin með geislabliki í fögrum augun- um. — Þá er það þessi leið, sagði hann og bað þau gera svo vel að fylgja hon- um. >au gengu nokkur skref inn í hliðar götu frá torginu. Úti fyrir óhreinu og . . Framhald á bls. 12 VORDAGAR Eftir Aróru Guðmundsdóttur Dagarnir lengjast og létt verður manni um sporið. Leynir sér ekki að nú er á ferðinni — vorið. Sólin rís árla og gælir við hríslur og glugga, grípur hún myrkrið og hneppir í ljósfælna skugga. Örlítill sproti úr moldinni mjúklega gægist, manni finnst, dálítið kvíðandi því að hann sæist. Hógværu blöðin þau halda þó áfram að spretta. Hégóminn einn eru mannanna verk, á við þetta. Svo fer að örla á blóminu bláa og hvíta, bleika eða gula og rauða, þá gefst manni að líta alla þá dásemd er dagarnir nóttlausu færa. Dýrðlegi skapari! Blessaðu landið mitt, kæra. 22. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.