Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1965, Blaðsíða 8
ADALSTRÆTI Aðalstræti 1901. Myndin tekin frá Bry&gjuhúsinu. Frá vinstri Vörugeymsla (áður Norska samlagið). Vesturhluti Hótel ís- lands í smíðum. Stafninn á húsi Brynjólfs H. Bjarnasonar, Pre ntsmiðjupósturinn, Bæjarfógetagarðurinn, Herkastalinn (áður spítali og Hótel Scandinavia) fyrir enda götunnar. Vestan Aðalstrætis, talið frá hægri: Fischershús (síðar Duus), Fischers- port, hús Sigurðar járnsmiðs Jónsonar, hús Valgarðs Ó. Breiðfjörðs: Fjalakötturinn, hús Helga Zöega (áður Biskupsstofan og hús Jens Sigurðssonar hróður Jóns forseta, nú Silla og Valda), hús Matthíasar kaupmanns Johannessens (siar hús Ágústu Svendsens), Verzlunarhús Sturlubræðra og hús Hans Andersens klæðskera og kaupmanns. „Reykjavík um aldamótin 1900“ nefnist grein í öðru bindi ritsafns Benedikts Gröndals. Hér fer á eftir kaflinn um Aðalstræti. m á höldum vér í vestur og norður frá þessum húsum og út að sjónum, þar er „Bryggjuhúsið“, mikil bygging með porti gegnum allt húsið, og liggur bryggja þar í gegnum og í sjó út; þetta hús var fyrrum byggt handa póstgufu- skipunum og átti að aka öllum hinum útlenzku gæðum og sendingum með makt og miklu veldi upp í höfuðborg- ina; líklega hefur þetta verið gert á kostnað gufuskipafélagsins, svona á morgunstundu framfaranna, en þetta hefur ekki staðið lengi, því að nú er húsið eign Fischers verzlunar. Þá er vér stöndum þar i portinu, sjáum vér eftir endilöngu Aðalstræti, og er „Herkast- alinn“ við hinn endann. Þá er fyrst til hægri handar og á horninu á Aðalstraeti og Hafnarstræti lágt hús, óálitlegt, sem áður var kennt við Sunckenbergs verzl- ur,, en varð seinna eign Eggerts Waage kaupmanns; seinna verzlaði Matthias Johannessen þar og bætti húsið allmik- ið; en síðan keypti Brydes verzlun það og var þar ruslaverzlun um tíma, eða er enn. Þar gagnvart er allmikið hús tvíloftað, sem Tærgesen kaupmaður lét byggja upp úr gömlu húsi, og þótti það þá einna mikilhæfast hér í bænum; nú er þar hin alkunna Fischers verzlun, og hefur verið þar um mörg ár. Þetta hús snýr að Aðalstræti, og er á horninu þeirrar götu og Fioherssunds, en hinu- Aðalstræti 1965 (seð ur norðri) megin eru vörugeymsluhús verzlunar- innar, þar á horninu var áður íbúðar- hús Vellejusar kaupmanns, og seinna Sveinbjarnar Jacobsens, en nú er það hús rifið og skíðgarður kominn i stað- inn; þetta svæði er líka eign Ficshera verzlunar. — Þaðan í röðinni til hægri handar er hús það, er Þórður Jónas- sen átti, háyfirdómari, og bjó hann þar langa ævi; þar andaðist hann; var húsið þá einloftað, en allsnoturt og vel byggt; síðan keypti Sigurður Jónsson það, járn smiður, og byggði ofan á það og svo annað hús í garðinum, og setti þar mikla járnsmiðju. Frá íveruhúsi Sigurðar sést eftir endilöngu Austurstræti og upp á Bankastíg. Þar gagnvart er „Hótel ísland" og útbyggingar þess, og þar yzt lítið hús, sem áður var sölukompa, en hefur orðið „heimsfræg", af því þar bjó John Coghill, sá nafnfrægi hrossa- kaupmaður, sem öldurnar sungu yfir á Atlantshafi. Þáer Vallarstræti, og þar á horn- inu verzlunarhús Brynjólfs Bjarnasonar kaupmanns, stórt hús tvíloftað og snýr gaflinn að Aðalstræti, og þar eru dyrn- ar inntil verzlunarinnar; var þetta húa byggt af þeim frændum Jóni Vídalin (nú enskum konsúl) og Fáli Eggerz, sem dó í Ameríku, og var það þá nefnt „frændahúsið“ og „frændaverzlunin“. Þar gagnvart er hið stórkostlegasta íbúðarhús bæjarins, Breiðfjörðshús, þrí- loftað, með svölum framan á, og eru þær bornar af járnbitum, svo ekki þarl að óttast að þær bili; þar er verz.un Breiðfjörðs neðst í húsinu og stein- steypt stétt fyrir framan; en húsið ligg ur á horninu á Aðalstræti og Bröttu- götu, og er þar inngangur til leikhúss þess, er Breiðfjörð hefur látið gera þar, og er það eindæmi af einstökum manni; þar hefur oft verið leikið og fundir haldnir og ýmsar samkomur. Forgarð- urinn út til Bröttugötu er margar álnir á hæð og glerþak yfir, og er hvergi annað eins hér. í þessu húsi eru mörg herbergi og salir, sem nærri má geta; en þetta hefur Breiðfjörð byggt sjálfur (því hann er bæði smiður og kaup- maður) upp úr hinu gamla „Hákon- senshúsi“, sem ísleifur etasráð lét byggja handa systur sinni, sem var gift Einari Hákonsen hattasmið, og bjuggu þau hjón þar lengi. Ágætt efni var i húsinu, eins og annars í þessum gömlu húsum, en það féll samt meir og meir og varð óálitlegt með tímanum, þangað til það fékk upprisunnar dýrð fyrir Breiðfjörðs kraft. Þar í einni stofu hefur Jónas Hallgrímsson búið, og þar sneri hann Úrsíns stjörnufræði og orti „Dag- rúnarharm" eftir boði Helga biskups, en Helgi sendi Jónasi tvær portvínsflöskur fullar til launa. — í þessu húsi uppi á lofti andaðist Sigurður Breiðfjörð (21. júlí 1846) og var jarðsettur ræðulaust. Höfundur þessarar ritgerðar heimsótti Jónas Hallgrímsson, meðan hann bjó þarna, og gaf Jónas honum náttúru- fræðibók; en mörgum árum seinna bjó höfundurinn í sömu stofunni, sem Jón- as hafði búið í, það var um sumar. A hinu horninu á Bröttugötu er „Biskupshúsið“ eða „Biskupsstofan" gamla; þar bjó Geir Vídalín biskup og þar hratt hann Jóhanni „stríðsmanni“ ofan úr götudyrunum (en ekki Jörgen- sen eins og segir i Jörundar sögu) og sagði um leið: „Far þú til helvítis“. Seinna hafa ýmsir búið þar, og þar mun barnaskólinn einhverntíma hafa verið í tíð Sveinbjarnar Hallgrímsson- ar; M. Smith bjó þar nokkur ár, og síð- an M. Jóhannesen kaupmaður, en nú er húsið eign Helga Zoega verzlunar- stjóra. Það er eitt af gömlu húsunum, einloftað og vel byggt. Þar áfast við er hið nýjá hús M. Jóhannesens, byg.gt af Norðmönnum upp á norsku; það er á horninu á Aðalstræti og Grjótagötu, tvíloftað og stórt hús. Gagnvart þess- Framhald á bls. 12 3 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 22: tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.