Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 337. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is JÓLAHAMFARIRNAR VILTU EITTHVAÐ ANNAÐ EN SKULDASÚPU Í EFTIRRÉTT? >> 17 Sendu jólakort á www.jolamjolk.is Leikhúsin í landinu Komdu í leikhús >> 33 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKIL aðsókn hefur verið á nám- skeið til að fá svonefnt „pungapróf“ en það veitir skipstjórnarréttindi á skipi sem er allt að 30 brúttórúm- lestir (rl). Fjöltækni- skóli Íslands hefur t.d. bætt við nám- skeiðum og á heimasíðu skólans eru nú auglýst átta námskeið til að öðlast umrædd rétt- indi. Á hverju námskeiði eru um 20 nemendur og er helmingur nám- skeiðanna fullbókaður. Breytingar á réttindum sjómanna Um næstu áramót taka gildi ný lög (30/2007) sem kveða á um breyt- ingar á réttindum sjómanna, þ.á m. skipstjórnarréttindum. M.a. kemur smábátanám í stað 30 rl námsins og mun það gefa réttindi á 12 metra skip og styttri. Nefna má að 30 rl skip getur verið um 15 metra langt. Einnig verður gerð krafa um að skipstjórar skemmtibáta hafi gilt skemmtibátaskírteini. Vilbergur Magni Óskarsson, sviðsstjóri skip- stjórnarsviðs Fjöltækniskólans, taldi að námskröfur til að öðlast rétt- indi á 12 metra skip yrðu svipaðar og nú til 30 rl réttinda. Ólafur J. Briem, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, sagði að í reglu- gerðardrögum væri lagt til að sækja yrði um leyfi til Siglingastofnunar til að halda námskeið í skipstjórnar- fræðum. Ýmsir hafa annast slíkt námskeiðshald, bæði skólar og ein- staklingar. Um næstu áramót mun útgáfa skipstjórnarskírteina einnig færast til stofnunarinnar. Skemmtibátaréttindi með svipuðu sniði eftir áramótin Ólafur taldi að öflun réttinda sem duga til að stjórna skemmtibátum yrði með svipuðu sniði eftir áramótin og nú. Hann sagði að í tillögum Sigl- ingastofnunar væri ekki talin ástæða til að krefjast þess að menn færu á námskeið til að ná sér í skemmti- bátaréttindi meðan verið er að innleiða þau. Þeim yrði í staðinn gert að taka stöðupróf og niðurstaðan úr því réði. Ástæðan er sú að margir hafa siglt skemmtibátum og hafa bæði reynslu og þekkingu á því. Ólafur sagði að námskrá til slíkra réttinda ætti að liggja fyrir í næstu viku. Skip- stjóranám breytist Mikil aðsókn hefur verið í „pungapróf“ Skemmtibátaskírteini eru væntanleg. BRÖGÐÓTTIR jólasveinar komu á jólatrésskemmtun sem efnt var til í Árbæjarsafni í gær en þar stendur yfir sýning í tilefni jólanna. Fjöldi gesta á öllum aldri var við guðs- þjónustu í gömlu torfkirkjunni og jólatrésskemmtun á torginu. Jólasýning Árbæjarsafns hefur notið vinsælda undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarbúa á aðventunni. Gestir safnsins geta gengið á milli húsanna og fylgst með undirbún- ingi jólanna, eins og hann var í gamla daga. Þar má kynnast mat- argerð og ýmsu handverki. Börn og fullorðnir geta föndrað, búið til jólapoka og sitthvað fleira. Bráðum koma blessuð jólin er yf- irskrift sýningar Árbæjarsafns í ár. Morgunblaðið/Frikki Hrekkj- óttir jóla- sveinar Eftir Gunnar Kristjánsson SÍLDARÆVINTÝRIÐ í Grundarfirði heldur áfram. Fjöldi síldarbáta hefur verið á firðinum við veiðar síðustu daga, eins og verið hefur frá því í október, og í heild hafa verið veidd þar um 100 þús- und tonn. Sjómenn eru ánægðir með að geta gengið að síldinni á vísum stað og segja þægilegt að stunda þannig innfjarðar- veiðar. Töluvert vandasamt er að kasta á torfurnar svona nálægt landi. Á þess- um litla firði hafa verið allt upp í fimm- tán síldveiðiskip í einu. | 12 Síldarbátar í innfjarðarveiði Síld Kraumandi síld við stefni Sighvats Bjarnasonar VE. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FULLTRÚAR allra stjórnmála- flokka í utanríkismálanefnd Alþingis telja skynsamlegt að stíga varlega til jarðar í Kosovo-málinu, þ.e. að ekki væri rétt af Íslendingum að hlaupa til og viðurkenna sjálfstæði Kosovo eftir að Kosovo-Albanar lýsa yfir sjálfstæði eins og líklegt er talið að þeir geri. Blæbrigðamunur er þó á afstöðu einstakra nefndarmanna. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, segir rétt að fara að öllu með gát og segir það miður að ekki skuli hafa verið hægt að ná sam- komulagi í þeim viðræðum sem farið hafa fram milli Serba og Albana. Samfylkingarmaðurinn Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkis- málanefndar, tekur í svipaðan streng, erfitt sé að sjá fyrir endann á því hvaða vandræði sjálfstæðisyfir- lýsing Kosovo-Albana kunni að hafa í för með sér í Evrópu og á Balkan- skaga. „Alþjóðasamfélagið verður að taka á þessu máli,“ segir Árni. „Að- stæður þarna eru það flóknar og erf- iðar að menn ættu ekki að vera að reyna að nota það til að slá sig til ein- hvers riddara á Íslandi.“ Fulltrúar Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd eru á hinn bóginn fremur jákvæðir í garð hugmynda um að Íslendingar viður- kenni sjálfstæði Kosovo, fari svo að Kosovo-Albanar lýsi fljótlega yfir sjálfstæði. Fulltrúar flokkanna hafa þó fyrirvara á afstöðu sinni og fulltrúi Frjálslynda flokksins telur ekki skynsamlegt að Ísland styðji sjálfstæði Kosovo. „Mér sýnist að sjálfstætt Kosovo án samþykkis Serba og í andstöðu við Rússa væri ekki skynsamleg afstaða fyrir neinn aðila,“ segir Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Frjálslynda flokks- ins og fulltrúi í utanríkismálanefnd. Vilja fara varlega í Kosovo-málinu Lítill áhugi á að ríða á vaðið og viðurkenna sjálfstæði Kosovo  Vilja fara | 4  Bíða ekki | 13 EINTAK af bókinni Pétri Gaut seldist á 570 þúsund krónur á upp- boði sem haldið var í Iðnó í gærdag. Eintakið er tölusett númer eitt af þrjátíu sem Einar Benediktsson þýddi og gaf út árið 1901. Ekki er gefið upp hver kaupandinn er. Þá seldist eintak af Íslenskum ævintýr- um frá 1852 á 270 þúsund krónur. Uppboðið var á vegum uppboðs- hússins Arnason & Andonov ehf. og voru m.a. boðin upp frímerki, mál- verk og myntir auk bóka. Að sögn Árna Þórs Árnasonar, annars eiganda uppboðshússins, voru þarna samankomnir helstu bóka- og frímerkjasafnarar lands- ins, en heldur færri virtust hafa áhuga á málverkum. Í því sambandi má geta þess að málverk eftir Jó- hannes S. Kjarval seldist ekki – upphafsboð var 650 þúsund kr. Hins vegar seldist umslag með númerastimpli 31 á tæpar 220 þús- und kr. (2.400 evrur). Bók slegin á 570 þúsund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.