Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 40
„FRÁBÆRIR tónleikar, og líklegir til að varðveitast lengi í minnum allra nærstaddra,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um tónleika Kiri Te Kanawa og Garðars Thórs Cortes sem fóru fram í Háskólabíói á föstu- dagskvöldið. Ríkarður gefur tón- leikunum fjórar og hálfa stjörnu og segir þá hafa staðist allar vænt- ingar. Önnur stórstjarna, Björgvin Hall- dórsson, hélt þrenna jólatónleika í Laugardalshöllinni um helgina og fá þeir fjórar stjörnur af fimm mögu- legum hjá Atla Bollasyni tónlistar- gagnrýnanda. „Jólagestir Björgvins Halldórssonar eru einhverjir allra veglegustu tónleikar sem undirrit- aður hefur séð,“ segir Atli og bætir við að metnaðurinn hafi verið gríð- arlegur og fagmannlega að öllu staðið á tónleikunum. Hann er ekki minna hrifinn af Björgvini sjálfum. „Björgvin Halldórsson er sem allir vita afbragðsgóður söngvari og röddin sem hefur dýpkað með ár- unum er einhver skemmtilegasta söngrödd sem Ísland á til.“ | 15, 36 Góð tón- leikahelgi Morgunblaðið/Eggert Góður Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar þóttu heppnast vel. MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Bílbruni í Vogum  Engan sakaði þegar eldur kom upp í tíu bifreiðum og plastbát, sem stóðu við Hafnarveg í Vogum, laust fyrir klukkan sex í gærmorgun. Flest bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða og jafnvel að elds- voðinn tengist öðrum sem átti sér stað á laugardagskvöld. Tjónið er metið á tugi milljóna króna, og er einn eigandi að öllum bílunum. »2 Halli á heilsugæslunni  Útlit er fyrir að Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu verði rekin með 140 milljóna króna halla á árinu. Bætist það við 81 milljónar króna halla á síðasta ári og eldri uppsafn- aðan halla stofnananna sem mynd- uðu stofnunina. Fulltrúar stjórn- arflokkanna felldu tillögu stjórnarandstöðunnar um 400 millj- óna króna aukaframlag á fjár- aukalögum til að mæta þessum halla. »6 Ekki í fararbroddi  Ekki er ráðlegt fyrir Íslendinga að ríða á vaðið og vera í fararbroddi þeirra þjóða sem kunna að við- urkenna sjálfstæði Kosovo eftir að Kosovo-Albanar hafa lýst yfir sjálf- stæði eins og líklegt er talið að þeir geri, að mati Bjarna Benedikts- sonar, formanns utanríkismála- nefndar Alþingis. »Forsíða Gagnrýnir hroka  Robert Mugabe, forseti Sim- babve, vandaði Evrópuríkjum ekki kveðjurnar í ræðu í Lissabon í gær og sagði þá sem gagnrýna stöðu mannréttinda í Afríku þjást af hroka. »13 SKOÐANIR» Staksteinar: Enginn uppgjafartónn Forystugreinar: Hræðslan og nafn- leynd | Mál Kosovo í öngstræti Ljósvakinn: Okkar á milli UMRÆÐAN» Um dökka hrakfallabálka … Áskorun til stjórnvalda um aðgerðir gegn mansali Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum Sófar sem hægt er að sitja í Tengi kynnir þýsk gólfhitakerfi Hin eina sanna jólarós FASTEIGNIR» Heitast 3 °C | Kaldast -6 °C  Vaxandi SA-átt, stormur og slydda eða rigning á S- og V-landi síðdegis, enn hvassara í kvöld. Hægara annars. » 10 Sæbjörn Valdimars- son fjallar um Blue- ray og HD-DVD í mynddiskum vik- unnar auk þess að dæma fjóra. »34 KVIKMYNDIR» Blue-ray eða HD-DVD? TÓNLIST» Rokkþunginn skilar sér ekki hjá SSSól. »39 Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street var sýnd í Hollywood að viðstöddum stór- stjörnum. »37 KVIKMYNDIR» Stórstjörnur á Sweeney FÓLK» Angelina Jolie er kyn- þokkafyllst. »33 FÓLK» Flugan fór á Bó og í konupartí. »32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Vegna illkvittnislegra kjaftasagna 2. „Britney“ í stellingum Marilyn 3. Grunur leikur á íkveikju 4. Bílabruni rannsakaður SNJÓRINN og kuldinn að undanförnu hefur kætt marga, meðal annars þessi börn sem voru hin kátustu er þau hlupu yfir Reykjavíkurtjörn í gær. Tjörnin er nú ísilögð og lögðu margir leið sína á hana í gær en aldrei er of varlega farið og vissara að athuga áður en lagt er út á tjörnina hvort ísinn sé mannheldur. Í eltingarleik á ísnum Ísilögð Reykjavíkurtjörn Morgunblaðið/Frikki Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „FÖLSUÐ verk verða því miður allt- af í umferð, þau voru ekki gerð upp- tæk og geta viljandi eða óviljandi farið aftur í umferð,“ segir Viktor Smári Sæmundsson, forvörður í Studio Stafni. Hann hefur á síðustu árum gert talsvert af því að votta uppruna listaverka fyrir eigendur og kaupendur. Komið hefur fyrir að af sex til átta verkum sem honum hafa verið færð til vottunar hafi meiri- hlutinn verið falsaður. „Það tókst ekki að uppræta þetta mál og verkunum var skilað aftur til eigendanna,“ segir Viktor Smári um málverkafölsunarmálið. „Það voru mikil mistök. Ég hefði viljað merkja þau eða sjá þau gerð upptæk, en lagaheimildir skorti.“ Viktor Smári starfaði sem for- vörður við Listasafn Íslands þegar málið var í rannsókn og var kallaður að því sem sérfræðingur. Hann segir sér hafa verið ofboðið þegar dómur féll og ákvað að hætta hjá safninu. Hann starfar sjálfstætt við for- vörslu, ráðgjöf og sölu listaverka og segir uppsveiflu síðustu ára í efna- hagslífinu hafa örvað listmarkaðinn. „Verð á verkum ákveðinna lista- manna hefur hækkað. Ég get nefnt verk eftir Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason, þau hafa hækkað umtalsvert. Verðmyndunin er að mínu mati nú frekar hugsuð út frá gæðum en fersentimetrum. Fólk gerir meiri kröfur um gæði – og er tilbúið að borga meira fyrir góða mynd,“ segir Viktor Smári. | 14 Mistök að skila verkunum  Viktor Smári Sæmundsson forvörður segir fölsuð mynd- verk fara í umferð  Kaupendur gera meiri kröfur um gæði Í HNOTSKURN » Fölsuð listaverk sem skilaðvar til eigenda sinna geta komist aftur í umferð, viljandi eða óviljandi. » Eigendur verðmætra lista-verka sækjast eftir að fá verkin vottuð; sum reynast föls- uð. » Kaupendur eru í dag reiðu-búnir að greiða meira fyrir góð myndverk. » Málverk eftir Kristján Dav-íðsson og Þorvald Skúlason hafa hækkað umtalsvert. Morgunblaðið/Einar Falur Forvörður Viktor Smári hefði vilj- að merkja fölsuðu málverkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.