Morgunblaðið - 10.12.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 10.12.2007, Síða 19
heilsa MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 19 með flutningabílum búnum sérhönnuðum kæli- og frystitækjum og geymast í þar til gerðum vörumóttökum, vottuðum af gæðaeftirlitskerfi GÁMES. Vel skipulagt flutningakerfi og reynsla í faglegum matvæla- flutningum um allt land tryggja að neytand- inn fær vöru sína ferska innan 24–48 tíma og alla leið ... upp í munn og ofan í maga! Frekari upplýsingar um afgreiðslustaði er að finna á landflutningar.is Allur matur á að fara ... Skútuvogur Kjalarvogur Sæbraut B rú arvo g u r K lep p sm ýrarveg u r H o ltaveg u r Við erum hér Barkarvogur FAROESE SECURITIES – A NEW GROWTH MARKET Seminar on Faroese Securities on OMX Iceland, Tuesday December 11, 2007 at 14.00 at Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik. Since June 2007 the market value of the Faroese securities has more than tripled – from 3 billion DKK to over 10 billion DKK. VMF is holding a seminar on Faroese Securities on OMX Iceland on Tuesday the 11th of December 2007 at 14.00. The seminar will present prospects of the Faroese economy, analysis on Faroese industry segments as well as presentations from Faroese companies listed on VMF on OMX-Iceland. The agenda for the seminar at Hotel Nordica is available on www.vmf.fo S E N D I S T O V A N „Sjávarfiskarnir eru ekki endilega stærri en það er miklu meiri litaflóra í þeim,“ útskýrir hann en bætir við að örlítið meira stúss geti verið í kring- um sjávarfiskana. „Munurinn er að þegar höfð eru vatnaskipti á búr- unum þarf að búa til sjó fyrir sjáv- arbúrin. Fóðrun er svipuð en reyndar taka margir sjávarfiskanna illa þurr- fóður og flögur sem skrautfiskum er gjarnan gefið. Ef það gengur ekki þarf að gefa þeim smárækjur og ann- að slíkt.“ Þá er mismunandi hversu mikið af kóröllum og lindýrum fólk velur að hafa í búrunum. „Sumir velja að hafa svokölluð „rifbúr“ þar sem er mikið af kóralrifjum og slíku en það krefst miklu sterkari ljósabúnaðar en ella. Lindýrin og kórallarnir ljóstillífa – lifa hreinlega á ljósinu – enda getur verið rosalega mikil litadýrð í þeim.“ Samkvæmt sálfræðingsráði Sigursteinn undirstrikar að lýs- ingin sé lykilatriði í öllum fiskabúr- um, eigi þau að vera falleg. „Til dæm- is er mjög slæmt að hafa búrin þar sem sólarljós nær til þeirra því þá verður búrið fljótt grænt og slepju- legt að innan. Fallegast er að hafa sérstakar ljósaperur sem kalla fram litina í fiskunum og eins verður að huga vel að ljósatímanum því það þarf að vera nótt og dagur hjá fisk- unum eins og okkur. Oftast eru ljósin höfð á 8 til 12 tíma á dag en það fer eftir því hversu mikið er af gróðri í búrinu.“ Hvað kostnað varðar skiptir stærðin máli því að sögn Sigursteins kostar dæmigert sjávarbúr með til- heyrandi 800-1.000 krónur á lítra. Þá er reiknað með fiskum, innréttingum, dælu- og ljósabúnaði og öðru sem á við. Margir eru þó tilbúnir að leggja í þann kostnað og ekki aðeins til að fegra heimilið. „Fiskabúr eru mjög róandi og sálfræðingar mæla jafnvel með þeim, til dæmis þegar fólk er undir miklu álagi í vinnu,“ segir Sig- ursteinn. „Enda er auðvelt að gleyma sér fyrir framan fiskabúr, sér- staklega ef það er fallegt og með flottum fiskum. Maður getur þess vegna setið fyrir framan svoleiðis búr í nokkra tíma án þess að taka eftir því hvað tímanum líður.“ Stofustáss Með gullfiskum er hægt að lífga upp á umhverfið. Morgunblaðið/Frikki Húsprýði Sigursteinn Ívar Þorsteinsson hjá Fiskó segir það færast í vöxt að fiskabúr séu fengin til að þjóna sem skraut í stássstofum á heimilum. GANGI illa að missa aukakílóin sem líkaminn bætti á sig á með- göngunni þá kann svarið að felast í því að sofa meira. Þessu halda að minnsta kosti vísindamenn við Harvard Medical School í Boston fram í fræðitímaritinu American Journal of Epidemiology og sem greint var frá nýlega á vefmiðl- inum msnbc.com. Vísindamennirnir fengu 940 konur til að taka þátt í rannsókn sem kannaði heilsu þeirra fyrir og eftir meðgöngu. Þær konur sem fengu aðeins fimm tíma svefn á nóttu eða minna þegar börn þeirra voru orðin sex mánaða gömul reyndust mun líklegri til að vera um fimm kílóum þyngri en þær voru fyrir meðgönguna ári eftir að barnið fæddist. Þær konur sem hins vegar náðu sjö tíma svefni á nóttu eða meira höfðu náð að léttast meira. „Við höfum lengi vitað að tengsl eru milli svefnleysis, aukinnar þyngdar og offitu,“ hefur msnbc.com eftir Ericu Gunderson hjá fyrirtækinu Kaiser Perm- anente sem rekur sjúkrahús og heilsugæslumiðstöðvar í Kali- forníu. „Og þessi rannsókn sýnir okkur að það að fá nógan svefn – jafnvel bara tveimur tímum meira – getur reynst jafn mikilvægt og hollt mataræði og hreyfing fyrir þær mæður sem eru að reyna að ná sinni fyrri þyngd.“ Vísindamennirnir við Harvard Medical School viðurkenna að vissulega geti verið erfitt fyrir ný- bakaður mæður að ná nægum svefni þar sem mörg ungbörn sofi slitrótt. „Í kjölfar niðurstöðu þessarar rannsóknar hljóta nýbakaðar mæður að velta fyrir sér hvernig þær geti fengið nógan svefn fyrir sig og barn sitt. Við erum núna að vinna að nýrri rannsókn þar sem við leitum svara við þeirri mikil- vægu spurningu,“ segir dr. Matt- hew Gillman við Harvard Medical School. Svefninn besta meðalið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.