Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÞARF AÐ TALA VIÐ EIN- HVERN UM VANDAMÁLIN MÍN EKKI VIÐ ÞIG VIRKARALLTAF LITLAR STELPUR ERU HRIFNAR AF STRÁKUM VIÐ ERUM BARA BÖRN OG VIÐ... ÆI ÞANNIG ER ÞAÐ BARA... ÞAÐ ER ERFITT AÐ NEITA ÞVÍ... VIÐ EIGUM ÖLL MÖRG ÁR FRAM UNDAN OG HITTUM HELLING AF FÓLKI ER HANN SOFNAÐUR? JÁ, HANN ER AÐ KÚRA MEÐ HOBBES ÉG VEIT EKKI HVORT ÉG Á EFTIR AÐ GETA SOFNAÐ ÉG GET EKKI HÆTT AÐ HUGSA UM ÞAÐ SEM GERÐIST EN ÞÚ VERÐUR AÐ DUGA HVAÐ MEÐ MIG? AF HVERJU ÞARF ÉG AÐ VERA FULLORÐINN? AÐ HUGSA TIL ÞESS AÐ EINHVER SKÍTUGUR ÞJÓFUR HAFI VERIÐ Í HÚSINU OKKAR... BRRR!! ÉG VILDI AÐ ÉG ÆTTI TUSKUDÝR TIL AÐ KNÚSA... ÉG HELD AÐ VIÐ ÞURFUM AÐEINS AÐ RÆÐA ÞAÐ SEM GERÐIST Í BARDAGANUM ÁÐAN ÉG ÆTLA AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ TALA UM ÓKOSTI ÞESS AÐ SNÚA BAKI Í ÓVININN OG HLAUPA Í BURTU ALLIR ÞEIR SEM SKÁRU SIG ÚR FJÖLDANUM VORU HANDTEKNIR VEGNA GRUNS UM AÐILD AÐ HRYÐJUVERKUM EITHVAÐ SNIÐUGT Í PÓSTINUM? JÁ, VIÐ FENGUM BRÉF FRÁ KALLA! „ÞAÐ ER GAMAN HÉRNA. KVEÐJA, KALLI“ HEIL SETNING. ÞETTA ER ÓTRÚLEGT AÐ ÞAU HAFI LEYFT HONUM AÐ SKRIFA BARA EINA SETNINGU? NEI, AÐ ÞAU HAFI FENGIÐ HANN TIL AÐ SKRIFA YFIR HÖFUÐ ÞAÐ ER ERFIÐARA AÐ LAUMAST HEIM Í L.A. EN Í NEW YORK ÉG SKAMMAST MÍN FYRIR AÐ FELA MIG FYRIR AFTAN PÁLMATRÉ EN ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI... EF HÚN ER ÖRUGG dagbók|velvakandi Að lifa með reisn Í KASTLJÓSI 5. desember var við- tal við félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur vegna aðgerða rík- istjórnarinnar í málefnum aldraðra og öryrkja. Ráðherra sagði að setja ætti 5 milljarða í þetta málefni og spyrillinn margspurði hana hvaðan ætti að taka peningana. Loks sagði ráðherra við spyrilinn, að það væri alltaf spurt um peninga þegar um málefni aldraðra og öryrkja væri að ræða, en ekki um önnur málefni. Ég var ekki ánægð með spyrilinn og er ekki ein um það! Sem sagt, aldraðir og öryrkjar eru búnir að bíða mjög lengi eftir leið- réttingu sinna mála, hafa búið við mikla fátækt, þurft að leita til hjálp- arstofnana. Það hafa verið þung spor fyrir marga og ekki hægt að segja að fólk haldi sinni reisn með svona löguðu. Sigrún Reynisdóttir. Afturhvarf til fortíðar EINA vonin til björgunar heimsins gegn hlýnun jarðar er afturhvarf til fortíðar svo sem frekast er unnt. Í því sambandi gæti Ísland verið í far- arbroddi en vilji er allt sem þarf í þessum efnum. Til dæmis getum við náð öllum okkar sjávarafurðum með vistvænum aðferðum og gætum þar með margfaldað verðmæti í afla með breyttum áherslum í veiðitækni. Með vistvænum veiðiaðferðum fyrir það fyrsta nær lífríkið sér að fullu að fáeinum árum liðnum og þar með mætti auka veiðar almennt jöfnum höndum. Það þarf kvóta á vélarafl og útblástur, svo einfalt er málið. Við- miðunarmörk véla ættu því að vera 100 hestöfl. Allar vélar sem eru stærri en 100 hestöfl ættu því að vera háðar mengunarkvóta. Við næðum, eins og veiðitakmarkanir eru orðnar, leikandi leyfilegum afla nú á bátum með minna vélarafli enn 100 hestöflum. Síld mætti taka í rek- net á bátum með 100 hestöfl undir þilfari. Bílar og önnur farartæki gætu verið drifin með rafmagni eða olíu unninni úr lifur og korni. Ísland yrði brátt til fyrirmyndar og ferða- mannaiðnaður myndi fjórfaldast með notkun seglskipa. Athugið að það þarf að stíga öll skref til fulls ef ná á skjótum árangri, eða á að bíða þess að Golfstraumurinn breyti hegðun sinni? Hvaða gagn er þá í allri svonefndri útrás og græðgi- væðingu Íslendinga? Söðlum um, verum fyrirmynd í breyttu lífs- mynstri fyrir alheim. Garðar H. Björgvinsson, framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands. Fyrirspurn til útvarpsstjóra HVAÐ dvelur loforð útvarpsstjóra vegna dagskrárliðarins „Orð kvölds- ins“ sem var tekinn af dagskrá fyrir alllöngu síðan? Komu nokkrir forsvarmenn eldri borgara á hans fund í framhaldinu og tók útvarpsstjóri málaleitan þeirra mjög vel og ætlaði að setja Orð dagsins aftur á dagskrá, en sagði að það gæti þurft að færa dag- skráliðinn fram yfir veðurfréttir eft- ir kl. 10 á kvöldin. Sem er allt í lagi. En hann bætti við: „Þeir sem hlusta á okkur, við hlustum á þá“. Óli Þór Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HELDUR hefur tíðarfarið verið rysjótt upp á síðkastið. Þarfasti þjónn nú- tímamannsins þarf að fá sitt þrifabað, enda hefur hann ekki farið varhluta af saltblandaðri tjörunni af götum borgarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Þarfasti þjónninn þrifinn FRÉTTIR STJÓRN Íbúasamtaka Bústaða- hverfis hafa ályktað eftirfarandi vegna umræðu um mislæg gatna- mót á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar: „Stjórn íbúasamtaka Bústaða- hverfis leggst alfarið gegn fram- komnum hugmyndum um byggingu mislægra gatnamóta við Bústaða- veg. Slík framkvæmd mun hafa í för með sér mikla aukningu um- ferðar um Bústaðaveg sem mun kljúfa hverfið endanlega í sundur að óbreyttu ástandi. Óviðunandi er að auka umferð- arþunga í íbúðarhverfi með slíkum hætti. Það eykur m.a. slysahættu við Bústaða- og Réttarholtsveg í tengslum við skólasókn unglinga í Réttarholtsskóla og rýrir enn frek- ar möguleika barna ofan Bústaða- vegar að sækja íþróttaæfingar hjá Víkingi sem er íþróttafélag hverf- isins. Auk þess sem það skerðir önnur lífsgæði íbúa hverfisins. Þessi framkvæmd mun þannig rýra búsetuskilyrði í hverfinu sem er óásættanlegt að mati stjórnar íbúa- samtakanna.“ Vilja ekki mislæg gatnamót JÓLATRJÁASALA Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík hefst í dag, mánudaginn 10. desember, og stendur til mánudagsins 24. desem- ber. Í ár eru trén seld í bragga frá seinni heimsstyrjöld, sem stendur við hlið húss sveitarinnar við Flug- vallarveg. Þar verða danskur norð- mannsþinur og stafafura úr Heið- mörk til sölu og mikil jólastemning. Í fréttatilkynningu segir að Flug- björgunarsveitin eigi góðan hóp velunnara og stuðningur almenn- ings við starf björgunarsveita landsins sé þeim nauðsynlegur, án hans gætu þær ekki starfað. Jólatrjáasala í bragga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.