Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þetta eru nú meiri tækniframfarirnar, það þótti nú aldeilis kraftaverk hér í denn, þegar gæjanum tókst að breyta vatni í vín. Nú leikum við okkur að því að breyta hlandi í skíragull, vinur. VEÐUR Það er enginn uppgjafartónní Garry Kasparov, helzta andstæðingi Pútíns í Rúss- landi, þrátt fyrir fimm daga fangelsisvist og stórsigur Pút- íns í þingkosningunum í Rúss- landi (sem Valgerður Sverr- isdóttir alþingismaður sá ekkert athugavert við en aðrir eftirlitsmenn þeim mun meira).     Í grein í Int-ernational Herald Tribune fyrir nokkrum dögum vekur Kasparov at- hygli á að kosn- ingaþátttaka í Tétsníu og í Dagestan var 99,5% og af þeim greiddu atkvæðum fékk flokkur Pútíns 99%!     Þetta er bara eins og í þágömlu góðu daga!     Kasparov vekur einnig at-hygli á því að flokkur Pút- íns náði með naumindum yfir 50% fylgi í Pétursborg og Moskvu og segir að ástæðan sé sú, að í þessum tveimur borgum hafi kjósendur betri aðgang að öðrum upplýs- ingum en þeim, sem koma frá Pútín og hans mönnum, ann- ars vegar í gegnum netið og hins vegar sé ein útvarpsstöð enn starfrækt, sem hlusta megi á í þessum borgum og þar sem öll sjónarmið komi fram.     Kasparov lýkur grein sinnimeð vangaveltum um það, hvort Pútín muni taka sér nýj- an titil og í framtíðinni krefj- ast þess að verða ávarpaður með þessum orðum:     Vor mikli leiðtogi Pútín! STAKSTEINAR Garry Kasparov Enginn uppgjafartónn SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                 !""!   #$# %# %     !""! !""! 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (         "   "         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? %    %  %& % %& &%  %  % %&  %  %  %     % &% &%   %&%                       *$BC ###                              !    "     !    *! $$ B *! '$( )# #(#   *+ <2 <! <2 <! <2 ') "!#, " -#.!"/   -                 <   #     " $   $    %& &  '  !   (  )  *                          % &   ! !     )  +   6 2  '     !  &  &    # #   " $  $    % ' )  +   01!! #$#22 "!#*$#3 *#, " Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Herbert Guðmundsson | 8. desember Meðaltöl Kæri Hannes Hólm- steinn! Mikið vorkenni ég þér að standa í þessu endalausa ströggli um fá- tæktina hér á landi, sem þú þekkir ekkert til nema sem talna og meðaltala. Romsur þínar um kjör fátæks fólks hér á klakanum eru til vitnis um afneitun veruleikans, hvort sem er í smáu eða stóru. Í þessu litla og viðkvæma þjóð- félagi okkar gilda ekki kúrfur og klisjur, þú getur ekki sett þig í sæti dómara um raunveruleika sem þú viðurkennir ekki. Meira: herb.blog.is Guðmundur Páll Líndal | 9. des. Fordómar Mikið skelfing getur fólk bara gjörsamlega tryllst þegar það heyrir minnst á Hannes Hólmstein. Núna bendir hann á mælingar Evrópusam- bandsins og þá sýður í vinstrimönnum, þeir fleygja gagnrýnni hugsun út um gluggann og bölva mann- inum í sand og ösku. „ÞAÐ ERU ALLIR AÐ DREPAST Í FÁTÆKT Á ÍSLANDI,“ væla þeir. Bara til að vera ósammála Hannesi […] Það er ekki eins og Hann- es hafi gert þessa könnun. Meira: gummilindal.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 9. des. Bleikt silfur Það vantaði bara að Eg- ill væri með friðarpíp- una uppi í sér. Það hef- ur reyndar verið ansi harkalega ráðist að for- ystukonum femínist- anna. Man ekki eftir harkalegri átökum lengi og sennilega er Sóley Tómasdóttir ein umdeildasta konan í samfélaginu; beinlínis hötuð víða. Samt er hún ein af valdakon- unum í Reykjavíkurborg, með talsverð völd og er t.d. ritari vinstri grænna, forystukona þar innan borðs. Meira: stebbifr.blog.is Hallur Magnússon | 8. desember Heilagur staður, Viðey Það er vel við hæfi að viðhalda aldalangri helgi Viðeyjar með friðarsúl- unni „Imagine Peace Tower“. Friðarboðskap- urinn sem þetta tákn- ræna nútímaverk stendur fyrir er í takt við þann þátt sögu Viðeyjar sem tengist hinum kristna friðarboðskap sem birtist til dæmis í starfsemi Ágústínusarklaust- ursins sem þar var starfrækt 1225- 1550. Þá er ekki síður vert að minn- ast eins af forgangsmönnum húm- anisma og mannúðar á Íslandi, Magnúsar Stephensen konfer- ensráðs, en hann bjó einmitt í Viðey frá því hann keypti eyjuna 1817 til dauðadags 1833. Mannúð hans birt- ist ekki síst í baráttu hans fyrir vægari refsingum en fram að hans tíð höfðu tíðkast. Magnús stofnaði prentsmiðju í Við- ey og prentaði þar margan fræðslu- bæklinginn fyrir almenning sem ætl- aðir voru til að styðja við nauðsynlegar framfarir í anda upplýsingarinnar. […] Á 19. öld bjó Stephensensætt- in í Viðey og þar má nefna Ólaf Steph- ensen, fyrsta íslenska stiftamtmann- inn, og fer mörgum sögum af veglegum veislum sem hann hélt í eynni. Frægust er líklega veisla hans með Jörundi hundadagakonungi og mönnum hans – sem duttu það hressilega í það og kýldu belginn þannig fram úr hófi vegna veglegra veitinga Ólafs í fljótandi og föstu formi – að þeir höfðu ekki mátt til þess að ljúka ætlunarverki sínu – að fá Ólaf í lið með sér með því að sverja Jörundi eið gegn eiðsvari Ólafs gagnvart kon- ungi Íslands, Danmerkur, Noregs, Slésvíkur, Holtsetalands og hvað lönd Danakonungs voru tiltekin á þeim tíma! Við hans búi tók sonur hans, Magn- ús konferensráð, sem áður getur. Afkomandi Ólafs Stephensens er meðal annars Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri 24 stunda, sem lengst af hef- ur verið talsmaður frjálsræðis – ekki síst frjálsar verslunar – og fetað þann- ig í fótspor frænda síns Magnúsar sem barðist mjög fyrir frjálsri verslun. Þá er gaman að geta þess að faðir Ólafs Stephensens ritstjóra er sr. Þór- ir Stephensen sem varð staðarhaldari í Viðey þegar Reykjavíkurborg end- urreisti þennan merka stað á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Meira: hallurmagg.blog.is BLOG.IS Eyjafjarðarsveit | Margir bændur hér um slóðir láta rýja fé sitt fljótt eftir að það er tekið á hús. Segja má að því fyrr sem það er gert því betra. Ullin flokkast best ef hún er alveg tandurhrein. Birgir Heiðmann Arason í Gullbrekku hefur náð mikilli leikni í fjárrúningi enda er hann búinn að stunda fagið í tæp þrjátíu ár. „Já, ég byrjaði 16 ára gamall 1979 og hef klippt alla vetur síðan,“ segir Birgir um leið og hann flettir hverri ánni á fætur annarri úr reyf- inu á örskotsstundu. Hann var að rýja ær Harðar Guðmunds- sonar á Svertings- stöðum þegar fréttarit- ara bar að garði. Hörður og Hákon sonur hans voru Birgi til aðstoðar. Hákon náði í kindurnar og lagði þær á afturendann og þannig tekur Birgir við þeim og rúningurinn hefst. Hörður bóndi tók síðan reyfið og stakk því í poka. Birgir segir að með þessu verklagi hafi hann einn daginn náð að rýja 217 ær á átta tímum. Það hljóta að teljast frábær afköst hjá honum. Fjögur hundruð krónur fást fyrir kílóið af fyrsta flokks ull en hvert reyfi er um tvö kíló. Þeim félögum kom saman um að fénu liði ólíkt betur þegar búið væri að taka af því ullina, það fóðraðist betur og mun loftbetra væri í fjárhúsunum. Allt mælir því með því að ærnar séu rúnar á þessum tíma árs. Rúningur á jólaföstu Úr reyfinu Birgir Heiðmann nær miklum af- köstum við rúninginn, enda vanur maður á ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.