Morgunblaðið - 10.12.2007, Side 15

Morgunblaðið - 10.12.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 15 MENNING STYRKTARTÓNLEIKAR FL- hópsins og SÍ fyrir BUGL fóru fram með pomp, prakt og flenni- húsfylli á föstudagskvöld enda mál- efnið gott og Kiri Te Kanawa í boði. Að vonum lá gífurleg eft- irvænting í lofti, og þó að loftvarn- arkastljósin tvö við innganginn virtust skima kvíðafull eftir sprengjuflugvélum, einmitt sömu nótt og friðarsúlan í Viðey skein síðast í bili, ruglaði það varla nema þá sögumeðvituðustu í ríminu. Væntingar upptendraðra áheyr- enda áttu eftir að standast fylli- lega, því ekki var annað að heyra en að nýsjálenzka heimsstjarnan væri enn í bezta formi. Stafaði engu minni hlýju af henni en und- irtektum hlustenda. Og þó að hinn ungi en þegar landskunni Garðar Thór Cortes hlyti að vera undir talsverðu álagi viðhafnar og návíg- is við prímadonnuna stóðst hann sína raun af aðdáunarverðu öryggi, þrátt fyrir stundum ögn hnig- gjarna tónstöðu sem skrifa má sumpart á rútínuleysi í slæmu sönghúsi. Efnisskrána mynduðu jafnt al- kunnar sem minna þekktar óperu- perlur. Hápunktar voru ófáir og fjölgaði þeim eftir hlé sem vera bar. Að vísu oftar á fáguðu sotto voce en útopnum krafti, en það var í góðu samræmi við árstíð og að- ventu. Meðal slíkra dæma hjá Kiri var Adieu, notre petite table úr „Manon“ eftir Massenet og hið íðil- fagra Signore, ascolta úr „Tur- andot“ Puccinis. Garðari tókst einna bezt upp í Depuis le jour úr „Louise“ Charpentiers þar sem of- urveikar lokahánóturnar minntu jafnvel á Gunnar Guðbjörnsson á yngri árum. Dúettar þeirra félaga vöktu ekki síður hrifningu, t.a.m. Parigi, o cara og í aukalaginu Libiamo, drykkjuvalsinum vinsæla (Brindisi), hvorutveggja úr „La traviata“ Verdis. Nötraði þá húsið af fagnaðarlátum. Hljómsveitin var sömuleiðis í toppformi og lék undir þaulkunn- ugri stjórn Alistairs Dawes líkt og hún hefði fengið sérstaka bónus- greiðslu fyrir samtaka snerpu. Það kom ekki sízt fram í ósungnu atrið- unum Storm Interlude úr Fjórum sjávarmyndum Brittens og For- leikjunum að Rúslan og Lúdmílu (Glinka) og Valdi örlaganna (Verdi), og Intermezzóið úr Manon Lescaut eftir Puccini beinlínis sindraði af fínlegri spilamennsku. Frábærir tónleikar, og líklegir til að varðveitast lengi í minnum allra nærstaddra. Frábær fágun Morgunblaðið/Frikki Kiri og Garðar „Væntingar upptendraðra áheyrenda áttu eftir að standast fyllilega, því ekki var annað að heyra en að nýsjálenzka heimsstjarnan væri enn í bezta formi,“ segir Ríkarður Ö. Pálsson í dómi sínum. TÓNLIST Háskólabíó Aríur, dúettar og forleikir eftir Glinka, Cilea, Donizetti, Verdi, Puccini, Britten, Massenet, Lloyd Webber o.fl. Kiri Te Kanawa sópran, Garðar Thór Cortes ten- ór og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- andi: Alistair Dawes. Föstudaginn 7. des- ember kl. 19:30. Óperutónleikar 1/2 Ríkarður Ö. Pálsson EINAR Bárðarson er einn áhrifa- mesti maður íslensks samtíma. Hann hóf ferilinn með tvær hendur tómar. En sem lagahöfundur, um- boðsmaður, tónleikahaldari og Idol- og X-factor dómari er hann á allra vörum. Einar byggði upp stærsta tónleika- og umboðsfyrirtæki Ís- lands. Nú býr hann í London þar sem hann sinnir hljómplötuútgáfu og umboðsmálum. Einar er heims- borgari með sveitahjarta og gerir hlutina eftir eigin sannfæringu. Ofantalið er lausleg umorðun þess sem finna má á bakkápu samstarfs- verkefnis þeirra Arnars Eggerts Thoroddsen og títtnefnds Einars, þ.e. bókarinnar Umboðsmaður Ís- lands: Öll trixin í bókinni, sem er að mínu mati fróðlegra dæmi um markvissa ímyndarsköpun og mark- aðsstarf en „trixin“ sem bókin á samkvæmt nafni að geyma. Verkið hefur nefnilega að hluta verið mark- aðssett sem tækifæri til að sitja við fótskör meistarans og læra þar mik- ilvægar lexíur um hvernig best sé að höndla sig í skemmtanabransanum. Þannig er bókin líka fram sett sem röð af ráðum, jafnvel spakmælum, sem birtast líkt og kaflaheiti og eru svo útskýrð og upplýst með til- teknum dæmum úr ferli Einars. Þetta reynist að mínu mati ekki skynsamleg leið til að skapa bókinni form og útskýra rökvísi hennar því praktískt gildi verksins er nánast ekkert. Kannski má ímynda sér að formgerðin sé að hluta djók, en hér er einfaldlega alltof hratt skautað yfir orsakasamhengi og ástæður þess að hlutir gerðust á tiltekinn hátt („ég átta mig ekki alveg á því af hverju þetta fór svona“ er dæmi- gerð útskýring hjá Einari sem oft lýsir undrun sinni yfir því hvernig úr spilast í ýmsum ævintýrum) til þess að það geti talist áhugavert, eða hægt sé að telja bókina fróðlega. En eftir stendur persónan Einar Bárðarson og sú innsýn sem gefin er í hans heim. Hér beitir Arnar fyr- ir sig hrárri tækni, bókin er sögð í fyrstu persónu, það er Einar sem mælir og málfarið er talsmálskennt, aldrei uppskrúfað, og líkir (að manni sýnist) eftir takti og tiktúrum tal- stíls viðfangsins. Sem virkar að mörgu leyti ágætlega, lesanda finnst hann sannarlega kominn í návígi við viðmælandann (sem togast á við hroðvirknislega þætti, en ég held að nándin verði ofan á, það er pínu „gonzo“ stíll í gangi hérna). Gallinn er hins vegar eðli þeirrar átakasögu sem reynt er að miðla: Átökin um- hverfis Eldborg, að róta fyrir SSSól, fara í Júróvision, höndla Hard Rock í nokkra mánuði, flytja inn bönd, semja lög fyrir Skímó, allt ber þetta fjölbreyttum starfsferli fagurt vitni, en nokkuð vantar á að þessir hlutir, einir og sér og án mjög ígrundaðra athugasemda, séu áhugavert lesefni þegar þeim er komið á framfæri í „ég gerði“ frásagnarstílnum. Vissu- lega birtir ögn til þegar ævintýrinu umhverfis Garðar Cortez er lýst, en almennt eru viðfangsefnin heldur dapurleg. Miklu meiri raunverulega hreinskilni hefði þurft til að gera lesturinn áhugaverðan en Einar, sem er „PR“-maður inn að beini, eys hrósi á alla sam- ferðamenn sína og virðist meinilla við að ljóstra upp nokkru þungvægu um nokk- urn skapaðan hlut. Í bjartsýni minni átti ég kannski von á því að fundur poppstjórans og hins „úfna jað- arhunds“, eins og Arn- ar lýsir sjálfum sér í eftirmála, leiddi til meira neistaflugs en raun ber vitni. Hér er allt jafn öruggt og á Nylon-plötu, en ég er ekki viss um að fram- leiðslugæðin séu jafn mikil (fjöl- margar s/h ljósmyndir, allar í litlum gæðum, „prýða“ til að mynda bók- ina). Að lokum mætti svo benda á að káputextinn sem lauslega var vitnað til hér að ofan lýgur í sjálfu sér engu, ýkir bara heilmikið á völdum stöðum og fangar í örfáum orðum þá glansímynd sem Einar leitast við að áskapa sjálfum sér. Auk þess er ekki ómögulegt að lýsing sem þessi geti vakið áhuga á bókinni. Og hérna undir lokin vil ég því ítreka gamalt og gott trix en það er að dæma bók aldrei af kápunni einni saman. Af sjó-mönnum, jaðar- hundum og umbanum BÆKUR Ævisaga Arnar Eggert Thoroddsen og Einar Bárð- arson, JPV útgáfa. Reykjavík. 2007. 205 bls. Umboðsmaður Íslands: Öll trixin í bókinni Arnar Eggert Thoroddsen Björn Þór Vilhjálmsson Einar Bárðarson ÞAÐ þarf víst mikla hugleiðslu eða þá mjög gott hass til að búa í borg sem er full af myrku myrkri og bítandi frosti eins og bent er á í sögunni Konungur norðursins. Slíkan kokteil er að finna í ævintýri sem og harmsögu Ilkka Hamp- urilainen. Andhetjan Ilkka er finnskur mað- ur um þrítugt sem vinnur við að þrífa sal- erni í ferju. Hann er nokkuð lúinn á þessu lífi og þráir að komast norður, lengra norður, því þar á lífið að vera einfaldara og nær ein- semdinni. Sagan tekst á loft er Ilkka fer á duglegt fyllerí þar sem draumlegt fen tekur við í óráði gleymskunnar. Á víxl við and- Birtingsævintýri Ilkka er sögð saga Lofts í goðsögulegu svifi úr Jötunheimum frá 6. öld e. Kr. Þessar tvær sögur renna saman um síðir á skemmtilega langsóttan hátt. Alvaldur sögumaðurinn er nokkuð „ensýklópedískur“ og leið- ir lesandann um hinar ýmsu víddir þessa og annarra heima með sagn- fræðilegum skírskotunum. Hér gætir áhrifa víða að, en fígúran á bókarkápunni minnir á Bubba kóng. Á köflum er upplýsingaandi yfir sögunni, smá Voltaire eða Diderot sem hverfur síðan fyrir heiðnum siðum, norrænum galdri og goðsagnaarfi. Miðaldalegar hugmyndir um líkamann eru fyr- irferðarmiklar í gegnum alla söguna og segja má að hér takist holdsins mátt- ur á við draum- kenndan huga. Sú tvíhyggja verður nokkuð áberandi þar sem líkaminn lætur illa að stjórn í græðgi sinni á með- an hugurinn hefur yfirsýn og svífur fyrir ofan. Trúin á drauma er ekki að flækjast fyrir Ilkka í upphafi sögunnar en þegar líða tekur á ævintýrið þá þætti mér ekki ólíklegt að sú trú hefði vaxið innra með honum hvort sem er í holdi eða huga. Þessi fyrsta saga um Finnann Ilkka er ýmist kölluð ævintýri eða harmsaga og er hún vel unnin og úthugsuð í megindráttum. Þráðurinn á þó til að fara út og suður, norður og nið- ur og jafnvel úr eigin líkama líkt og Loftur og Ilkka. Þetta er fyrsta skáldsaga Vals Gunn- arssonar og sjá má metnaðarfullan sagnamann stíga fram. Goðsögulegt svif nútímans BÆKUR Skáldsaga Eftir Val Gunnarsson. Mál og menning, 2007, 196 bls. Konungur norðursins Soffía Bjarnadóttir Valur Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.