Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 18
gæludýr 18 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins fyrir Kastljósið að segja fólki að tala ekki við aðra, ella hafi Kast- ljós ekki áhuga á við- komandi? Á ensku yrðu þetta kallaðar „cut- throat“-aðferðir í sam- keppninni, einskis er svifist, öllum brögðum beitt til að hafa betur en keppinauturinn. Er þetta nauðsynlegt? Er staða Kastljóss ekki hvort eð er þannig, að þangað vilja allir fara fremur en á Stöð 2? Til hvers að reyna að drepa samkeppnina al- veg? Á hinn bóginn eru viðbrögð Stöðv- ar 2-manna býsna hjákátleg. Menn eiga ekki að kveinka sér með þess- um hætti sem fréttastjórinn gerði út af þessari framgöngu Kastljóss- fólks, það gagnast þeim ekkert og skaðar ímyndina ef eitthvað er. Hitt skilur Víkverji ekki, hvers vegna fréttamaðurinn sem Skaga- maðurinn og vinur hans göbbuðu taldi sig tilneyddan til að leggja inn uppsagnarbréf sitt vegna málsins. Það er vart við hann að sakast, sem blekktur var, og hví skyldi hann þá þurfa að segja upp? Að öllu gamni slepptu þá er það auðvitað ekkert grín að villa á sér heimildir og nota nafn forseta Ís- lands með þeim hætti sem Vífill Atlason Skagamaður gerði. Bót í máli er hins vegar að forseta- embættið hefur haft vit á því að tjá sig ekki um málið. Lottóvinningurinnvar sexfaldur á laugardagskvöldið og Víkverji hugði sér gott til glóðarinnar, keypti sér miða og vonaðist svo til þess að sá stóri félli honum í skaut og umbreytti þannig jóla- stemmningunni. Ekki var það þó ferð til fjár. Tveir deildu vinningnum að þessu sinni og fá rúmar 23 milljónir hvor í sinn hlut sem gerir nú ekki meira en rétt slaga upp í þá skilnaðargreiðslu sem Hannes Smárason fær við brotthvarfið frá FL Group en kann þó að vera ansi stór fjárhæð hafi vinningarnir ratað á venjuleg vísitöluheimili. Víkverji vonar að þannig hafi farið og að peningarnir komi í góðar þarfir. x x x Mikið ansans var gaman aðSkagamanninum unga sem varð sér úti um símanúmer Banda- ríkjaforseta og hugðist eiga við hann samtal í síma. Einkum fannst Vík- verja fyndið þegar pilturinn sendi vin sinn í viðtal á Stöð 2 undir sínu nafni en fór sjálfur í Kastljós. Þar með stóð hann við sitt gagnvart Kastljósinu, sem beitir að því er virðist heldur óprúttnum aðferðum við að tryggja sér einkaviðtal við fólk, en sinnti jafnframt einnig Stöðvar 2-mönnum. Spurt er: er virkilega nauðsynlegt         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Félagsskapur er ekki þaðeina sem fólk sækist eftir ígæludýrum. Stundum erudýrin fengin fyrst og fremst upp á skraut eða jafnvel til að hafa sefandi áhrif. Hvort tveggja fylgir litríkum fiskabúrum, sem fær- ast í vöxt sem hluti af innréttingum á heimilum og í fyrirtækjum. Eitt það fyrsta sem fangar augað þegar komið er inn í Barnaspítala Hringsins er langt og litríkt fiskabúr sem þar blasir við í anddyri og hefur stytt mörgum krílum stundir á erf- iðum tímum. Gert var ráð fyrir búrinu strax í hönnunarferli spítalans en það eru arkitektar á Teiknistof- unni Tröð sem eiga veg og vanda af hönnun byggingarinnar. „Við komum með þessa hugmynd strax á sam- keppnisstiginu og þótt það hafi kost- að heilmikla peninga var aldrei efi hjá byggjendum að fiskabúrið skyldi koma upp,“ segir Sigríður Magn- úsdóttir arkitekt. „Enda hefur þetta skilað fólki mikilli ánægju og það má segja að frá því að fiskabúrið kom hafi alltaf verið einhver að fylgjast með fiskunum í því. Til dæmis sátu iðnaðarmennirnir iðulega fyrir fram- an það í kaffitímunum sínum áður en sjúklingarnir fóru að koma á spít- alann.“ Sigríður segir að ákveðið hafi verið að hafa saltvatnsfiska í búrinu og sér- stakan ljósabúnað til að magna upp litina í þeim. Afraksturinn er heil- mikil litadýrð sem hinir ungu „við- skiptavinir“ spítalans eru ekki svikn- ir af. „Hugmyndin var meðal annars að búrið myndi ekki bara gleðja held- ur einnig hafa róandi áhrif,“ útskýrir Sigríður. „Við höfðum búrið í hæð barnanna svo þau gætu betur gleymt stund og stað og því sem hrjáir þau. Og það er virkilega ánægjulegt hvað hefur tekist vel til.“ Hún bætir því við að mikill metn- aður sé hjá spítalanum í því að halda búrinu vel við og til að mynda komi maður reglulega sem sinni fóðrun og þrifum. Sérsmíðuð búr æ algengari Að sögn Sigursteins Ívars Þor- steinssonar, verslunarstjóra gælu- dýraverslunarinnar Fiskó, færist það í vöxt að fiskabúr séu fengin til að þjóna sem skraut í stássstofum á heimilum sem og á stofnunum og í fyrirtækjum. „Ég veit til þess að fólk hafi gert ráð fyrir stóru búri frá upp- hafi þegar það hefur verið að byggja sér hús,“ segir hann. „Almennt er þetta að aukast og jafnvel að fólk láti sérsmíða búr fyrir sig. Yfirleitt eru þau þá í stærri kantinum, 500 til 1.000 lítra búr, en eins kaupir fólk stór, tilbúin búr sem eru þá 200 til 400 lítrar.“ Til viðmiðunar er algeng byrjunarstærð á fiskabúri 30 til 60 lítrar svo búrin sem Sigursteinn talar um eru engin smásmíði. Hann segir sjávarfiska ofarlega á blaði hjá þeim sem ákveða að hafa stór fiskabúr til skrauts þótt vissu- lega velji margir ferskvatnsfiska líka. Fiskabúr sem fegra og róa Morgunblaðið/Ásdís Hugfangnir Fiskabúrið í anddyri Barnaspítala Hringsins hefur glatt margt krílið á erfiðri stund. Fiskabúr eru mjög róandi og sálfræðingar mæla jafn- vel með þeim, til dæmis þegar fólk er undir miklu álagi í vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.