Morgunblaðið - 10.12.2007, Side 16

Morgunblaðið - 10.12.2007, Side 16
16 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Akranes | Alþjóðadagur sjálfboðaliða var fimmtudaginn 5. desember og var hann haldinn um allt land. Tilgangurinn er að gera starfi sjálfboðaliða hátt undir höfði, ekki bara sjálfboðaliðum Rauða krossins heldur öllum alls staðar. Anna Lára Stein- dal, verkefnastjóri hjá Akranesdeild Rauða krossins, segir að þau hafi ákveðið að gera mikið úr þessum degi og hafa sjálfboðalið- ana sýnilega. „Í kynningarvikunni okkar sem var í október voru hannaðir bolir sem á stendur „Ég er sjálfboðaliði“. Við ákváðum að nýta þá aftur og sjálfboðaliðarnir okkar mættu til sinna starfa í bolunum sínum. Okkur fannst þetta mjög einföld leið til að vekja athygli á störfum sjálfboðaliða. Þann- ig gat þá hver og einn verið til svara um það hvað hann gerir sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þeir sem hafa áhuga gátu þá í kjölfarið stigið fyrstu skrefin inn í starfsem- ina. Á ólíklegustu stöðum Anna Lára segir að þennan dag hafi fólk klæðst bolum á ólíklegustu stöðum. „Það mátti sjá blaðamann á Fréttablaðinu, al- þingismann að stýra nefndarstörfum á Al- þingi, nemendur og starfsfólk Grundaskóla, starfsfólk á bæjarskrifstofunum, í þreksaln- um, í Fjöliðjunni svo einhverjir séu nefndir. Þetta vakti heilmikla athygli á störfum sjálf- boðaliðanna og um leið á verkefnum deild- arinnar í þágu mannúðar. Við höfum um 50 virka sjálfboðaliða hér sem er ótrúlega hátt hlutfall og eru þá ótaldir allir sem taka þátt í ýmsum átaksverkefnum á borð við Göngum til góðs, vinna að neyðarvörnum, allur sá fjöldi barna sem safna fé til styrktar félag- inu og svo kemur stór hópur barna mjög til sögu í jólverkefnunum okkar. Verkefni deildarinnar eru fjölbreytt og reglubundin.“ Anna Lára segir að miðað við athyglina sem hinir sýnilegu sjálfboðaliðar vöktu kæmi sér ekki á óvart þótt það ætti eftir að fjölga í hópnum á næstunni. „Flestir sjálf- boðaliðar eru í verkefnum sem miða að því að rjúfa félagslega einangrun. Við erum einnig með hóp sem sinnir verkefninu „Byggjum betra samfélag“ og hefur t.d. þátt í útvarpi Akraness. Hópurinn er með frið- argöngu á Þorláksmessu, en þetta er fimmtudagshópurinn okkar sem sam- anstendur af öryrkjum. Auk þess erum við með hóp sjálfboðaliða af erlendum uppruna sem tengjast allskonar hlutum í verkefnum okkar með og fyrir erlenda íbúa á svæðinu.“ Jólaverkefni Það sem er á döfinni fyrir jólin segir Anna Lára vera þrennt. „Við erum með verkefni sem felst í því að við tökum á móti jólagjöf- um fyrir fátæk börn í fjölskyldum á Akra- nesi og í Hvalfjarðarsveit. Þetta er gert í samvinnu við félagsþjónustu sveitarfélag- anna. Í fyrra voru 84 börn sem nutu góðs af þessu. Allir sem vilja leggja sitt af mörkum geta fært okkur jólagjafir sem við komum til réttra aðila. Í öðru lagi bjóðum við öllum bæjarbúum sem vilja koma til okkar nk. þriðjudag, 11. desember, í jólakortaföndur, við leggjum til efnið og svo eru kortin send þeim sem enga eiga að, með kærleikskveðju frá sjálfboðaliðum. Í fyrra sendum við út á milli 50 og 60 jólakort. Og í þriðja lagi er það friðargangan, en á Þorláksmessu kl. 18 verður safnast saman við stjórnsýsluhúsið og gengið með blys niður á Akratorg og þar sem verður flutt stutt hugvekja og kirkju- kórinn syngur nokkur jólalög. Starfi sjálfboðaliða er gert hátt undir höfði Morgunblaðið/Guðrún Vala Í góðra vina hópi Arnar Freyr Sigurðsson, nemi í Grundaskóla, vakti athygli á störfum sjálfboðaliða með því að klæðast bol Rauða krossins. „Ég er sjálfboðaliði“ Þrír sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í verkefni Akranesdeildarinnar. Efstur er Erlingur Birgir Magnússon, sem vinnur í Fjöliðjunni, Guðrún Aðalsteinsdóttir í miðið, skólaliði í Grundaskóla, og neðst Sig- rún Ósk Kristjánsdóttir blaðamaður. Hönnuðu boli Anna Lára Steindal verk- efnastjóri segir Rauðakrossdeildina á Akra- nesi hafa leitast eftir að gera sjálfboðaliðana sýnilega á alþjóðadegi sjálfboðaliða. ALMENN ánægja er með starf Fjölbrautaskóla Snæfellinga, meðal nemenda, starfsfólks, foreldra, sveit- arstjórnarfólks og annarra heima- manna. Úttekt sem menntamála- ráðuneytið lét gera á starfi skólans þau þrjú ár sem hann hefur starfað, reyndist jákvæð og þar komu jafn- framt fram góðar ábendingar um það sem betur má fara. Með svo góða byrjun stendur skól- inn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig megi þróa starfið áfram, þannig að hann verði áfram í fremstu röð og þjóni nemendum og samfélagi sínu vel, segir í tilkynningu frá skól- anum. Leitað var til þeirra sem láta sig skólann varða og það fólk spurt hvernig það vill sjá skólann þróast. Þetta var gert með þremur fundum; opnum fundi, fundi með nemendum og loks fundi starfsmanna og skóla- nefndar. Á fundunum komu fram sam- hljóða skilaboð um það að skólinn hefur sannað tilvist sína sem góður framhaldsskóli með metnað og fram- sýni að leiðarljósi. Hann hefur haft jákvæð áhrif á byggðaþróun á Snæ- fellsnesi og aukið tengsl milli byggð- arlaga. Stoltir af félagslífinu Meðal þess sem nemendur eru stoltir af, er félagslífið, sem þau telja vera gott miðað við stærð skólans, fjöldi nemenda og aldur nemenda- félags. Þau nefndu líka sérstaklega góðan anda í skólanum, að allir væru jafnir og þar ríkti traust. Varðandi framtíðarþróun skólans skiptir mestu, að hann haldi áfram að vera framsækinn og leiðandi og samfélögin sem að honum standa veiti starfinu gott bakland. Skólinn þurfi að halda sérstöðu sinni og vera eftirsóknarverður fyrir nemendur. Í því skyni þurfi að leggja áherslu á endurmenntun og þróun- arstarf og vera í takt við tíma og tækni. Fjölmörg tækifæri felast í meiri tengingu út í samfélögin á Snæfellsnesi, ekki síst við atvinnulíf. Það kunni að vera lykillinn að því að auka verknám við skólann, sem kall- að hefur verið eftir. Að mati starfsfólks stendur skól- inn frammi fyrir þeirri áskorun að stækka sem skóli, sem heldur stöð- ugt áfram að þróast – án þess endi- lega að nemendum á staðnum fjölgi. Þetta megi gera með auknu vægi dreifnáms, fullorðinsfræðslu og sam- starfi við atvinnulífið. Huga þurfi að þróun nýrrar námsbrautar þar sem umhverfi, atvinnulíf og þekking á svæðinu er nýtt. Skilyrði starfsfólks til þróunar og endurmenntunar þurfi að vera góð. Miklu skipti að halda sérstöðu skólans. Að mati nemenda þarf að bæta ýmsa aðstöðu, s.s. til náms og íþróttaiðkunar og fjölga rútuferðum. Félagslíf bæði innan skólans og á stöðunum þurfi að vera gott, auka þurfi fjölbreytni í námsframboði og rækta áframhaldandi samstöðu á milli nemenda. Umsjón með fundunum og grein- ingu á skilaboðum var í höndum ráð- gjafarfyrirtækisins Alta. Skýrsla um starf skólans var unnin af Ásrúnu Matthíasdóttur og Trausta Þor- steinssyni. Nú munu skólastjórnend- ur vinna frekar úr efniviðnum inn í stefnu skólans, skólanámskrá og annað þróunarstarf. Verði áfram framsækinn og leiðandi Jákvæð reynsla af Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrstu starfsárin Spáð og spjallað Nemendur stinga saman nefjum í kaffihúsi Framhalds- skóla Snæfellinga. Skólinn hefur nú verið starfandi í þrjú ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.