Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Qupperneq 11
Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 11 Vindurinn fór yfir 50 metra í hviðum Kárl lét heldur betur finna fyrir sér um helgina því vindhraði fór í 51 metra á sekúndu á Stórhöfða í hviðum aðfararnótt laugar- dagsins. Þó nokkur erill var hjá lögreglu vegna veðurofsans og fimm tilkynningar bárust vegna foktjóns. A föstudagskvöldinu voru 38 til 40 metrar á sekúndu á Stórhöfða samkvæmt vef Veðurstofu Islands og fór upp í 44 metra um mið- nætti. Þá varð mesti vindhraðinn 50 metrar á sekúndu í hviðum og fór hæst í um 51 metra á milli klukkan tvö og þrjú um nóttina. Þegar Fréttir leituðu eftir upp- lýsingum hjá Oskari Sigurðssyni í Stórhöfða sagði hann veðrið hafa verið mjög ámóta því sem kom 8. febrúar á síðasta ári en þá var meðaltalsvindur 41 metri á sekúndu og í hviðum í 50.3 til 51.1 metri. „Það hafa ekki komið slæm veður síðustu árin sem fara fram úr þessu. Meðaltalsvindur í veðrinu um helgina var 38 til 40 metrar og lá í því í nokkra klukkutíma. Mestu hviður í bænum voru í 40 metrum og það er ansi mikið, “ sagði Oskar. LÖGREGLAN fékk fimm tilkynningar vegna foktjóns þegar mest gekk á. Kalla varð út Björgunarfélagið

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.