Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 Úr bloggheimum: Sigursveinn Þórðarson bloggar: Um 20% niður- fellingu skulda Framsóknarmenn hafa að undanförnu kynnt hugmyndir sínar um 20% flatan niðurskurð skulda hjá heim- ilum og fyrir- tækjum. Þetta eru athyglisverðar hugmyndir en núverandi ríkis- stjómarflokkar hafa algjörlega blásið á þær. Ekki hefur heyrst múkk í þeim hvað ætti frekar að gera. Verðandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir norðan, Tryggvi Herbertsson, tók undir þessar hugmyndir í Kastljósinu í gær. Ég hef heyrt töluvert af Samfylkingar- fólki ræða um að það ættu ekki allir að fá niðurfellingu, eingöngu þeir sem þyrftu á því að halda. Hver þarf á því að halda og hver ekki? Hvemig ætlar fólk að mæla það út? Verður það tekjutengt, eða jafnvel krónutala á skuldum vs laun? Lánin hafa hækkað hjá öllum, alveg sama hver staða þeirra var fyrir. Allir hafa minna á milli hand- anna núna vegna bankahrunsins. Hver ætlar að segja okkur hver á skilið niðurfellingu og hver ekki? Og ef ekki þessi leið, þá hvaða leið og hvað eru Samfylkingin og VG tilbúin að láta þjóðina bíða lengi á meðan þau ákveða sig? Meira á: http://svenko. blog. is Sölvi B. Harðarson bloggar: Prófkjör Sjálf- stæðisflokksins Ég verð að segja að ég er nokkuð sáttur með niður- stöðu prófkjörsins. Ég er einn af þeim sem vildi breyt- ingar og tel ég mig hafa fengið þær að nokkru leyti, nema hvað Árna varðar, hann hefði mátt draga sig í hlé frá pólitík. Árni er fyrir mína parta búinn að mála sig svolítið út í horn. Ég er hæstánægður með að hafa fengið þrjár ungar og ferskar konur í efstu fjögur sætin og vona ég það svo innilega að þær komist allar inn í næstu kosningum. Meira á: http://solvi70. blog. is Nýfazddir Vestmannaeyingar: Þann 5. febrúar 2009 fæddust tvíburastúlkur á fæðingardeild Landspítalans. Foreldrar þeirra eru Kristján Ingi Sigurðsson og Hansína Metta Jónhansdóttir. Stúlkurnar voru 11 merkur og 48 cm. Þær hafa fengið nöfnin Inda Marý og Petra Metta. Á myndinni heldur stóra systir á þeim. Hún heitirGíslný Birta og er 8 ára. Fjölskyldan býr í Kópavogi. Eyjamaður vikunnar: litthvað gott með Skímó takk Opnir dagar eru haldnir í Framhaldsskólanum í þessari viku en frá og með miðvikudegi leggja nemendur skólabækumar til hliðar og taka upp önnur verkefni. Meðal annars verður gefið út blað, Áslaug, ljósmyndarar verða á sveimi unt Éyjuna, kaffihús verður starfrækt í skólanum og margt fleira. Á föstu- dag verður svo árshátíð skólans haldin í Höllinni en það er nemendafélag FIV sem hefur veg og vanda af opnu dögunum. Formaður ráðsins er Hjalti Pálsson og hann er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Hjalti Pálsson. Fæðingardagur: 03. febrúar 1990. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Mamma heitir Sigurbjörg Stefánsdóttir og pabbi er Páll Ágústsson. Ég á einn bróður, Stefán og eina systur, Irisi. Draumabíllinn: Held að það sé Chevrolet Lacetti, sem er núverandi bfll. Ég verð samt að viðurkenna að ég sakna Skodans gríðarlega. Uppáhaldsmatur: Það er kjúk- lingalasagne. Versti matur: Það er gríðarlega mikið af vondum mat til og ég get því miður ekki nefnt eina matar- tegund sem er verri en önnur. En líklega er það allt sem pabba finnst gott, sem mér finnst vont. Uppáhalds vefsíða: www.nffiv.is og www.eyverjar.is. Hjalti Pálsson er Eyjamaður vikutmar Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Má ég biðja um eitthvað gott með Skítamóral? Aðaláhugamál: Ætli það séu ekki félagsstörf og íþróttir. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég myndi vilja vera í kaffiboði með Stalín og Hitler. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Herbergið mitt á góðum degi og nemendasvítan í Fram- haldsskólanum. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég get eiginlega ekki sagt Svavar Vignis en Bragi Magnússon er aftur á móti mitt átrúnaðargoð í íþróttum. ÍBV mitt félag. Ertu hjátrúarfullur: Það kemur fyrir að maður banki undir borð. Stundar þú einhverja íþrótt: Ég gutla við handboltann. Uppáhaldssjónvarpsefni: Danski Trúðurinn var ómissandi. Hvað verður gert á opnum dögum: Það verður sprellað, sungið og haft gaman. Nemendum verður skipt í ótal hópa þar sem þeir vinna, m.a. í fjölmiðlahóp, árshátíðarhóp, Ijósmyndahóp, kvikmyndahóp og kaffihúsahóp. Hvað ætlar þú að gera á opnum dögum: Ég ætla að fylgjast með að allir séu að vinna, taki þátt og hafi gaman að sjálfsögðu. Ég ætla líka að ganga úr skugga um að allir verði búnir að kaupa sér miða á árshátíðina, en „by the way“ miðaverð er gjöf en gjald. Hvernig verður svo árshátíðin: Hún verður sú allra, allra besta þar sem öllu verður til tjaldað. Þema hátíðarinnar verður árið 2007 eða góðærið. Verður þetta skemmtilegasta vika vetrarins: Algjörlega. Matgazðingur vikunnar: Gellur eni rosalega góðar Engin smá upphefð frá einum besta matargerðarmanni í fjölskyldunni. Ég þakka Hjalta, svila mínum, áskorunina og kem með einfalda fiskrétti. Fljótlegur fískur í ofni I kg ýsu- eða þorskflök olía salt og pipar pestó, betra grænt kryddaður fetaostur brokkolf Eldfast mót olíuborið og salti og pipar stráð yfir. Fiskurinn skorinn í bita og raðað í mótið. Síðan er pestó smurt á fiskinn og brokkolí raðað inn á milli fiskbitanna. Þá kryddum við með smá salti og chilí pipar. Að síðustu er fetaosturinn settur yfir, svona „hist og her“ eftir smekk og olía með. Bakað í ofni við 180 gráður í ca. 15 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og sojasósu, ásamt grænmeti sem er td. hvítkál, gulrætur og blaðlaukur, steikt í potti, kryddað með sjá- varsalti og svörtum pipar, 2 til 3 matskeiðar af vatni bætt út í, lokið sett á pottinn og grænmetið soðið í 3 til 5 mínútur. Fljótlegt og gott. Fyrir ca. fimm manns. Borgþór Eydal Pálsson er matgceðingur vikunnar Gellur úr Godthaab 31/2 kg nýjar gellur salt og pipar 1 laukur smjörlíki hveiti og vatn Smjörlíki brætt á pönnu og laukur- inn svissaður. Þá eru gellumar steiktar og síðan teknar af pönn- unni. Hveitinu er stráð út á smjör- líkið sem síðan er þynnt út með vatni, þar til sósan er passleg þykk eða þunn. Smá sósulitur er hrærður saman við og sósan krydduð eftir smekk. Laukur og gellur sett út í sósuna og soðið í 7 mínútur. Borið fram með soðnum rauðum kartöflum og fersku grænmeti. Fyrir ca. þrjá. Djúpsteiktar gellur Gellur eru rosalega góðar og ekki verra að djúpsteikja þær. Þá er olía hituð, helst í góðum djúpsteikingarpotti. Gellunum er velt upp úr orly-deigi sem er ca. einn bolli hveiti, salt og pipar, hvít- laukur (má sleppa), steinselja og einn bolli pilsner. Kryddað eftir smekk og öllu hrært saman. Þá eru gellumar djúpsteiktar, sem tekur 4 til 5 mínútur. Þær em svo teknar upp úr pottinum og lagðar á eldhús- pappír til að taka mestu olíuna burt. Borið fram með því sama og fyrr, rauðum soðnum kartöflum, græn- meti og einni kokteilsósu. Verði ykkur að góðu. Eg œtla að skora á vin minn, Sig- urð Rúnar Símonarson, sem nœsta matgœðing. Ég veit að hann er algjör snillingur, líka í matargerð. Gamla myndin: Þessa mynd er að finna í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja en á henni er Sigurjón Sigurðsson frá Lögbergi við Vestmannabraut og börn hans. Sonur hans, Baldur, er með honum á myndinni auk dætra Sigurjóns en safnið vantar nöfn þeirra. Baldur var smiður í Vinnslustöðinni og bjó síðast á Brimhólabraut 15. Þeim sem geta gefið upplýsingar um myndina er bent á að hafa sam- band við Ljósmyndasafnið í Safnahúsinu í síma 893-3488 eða senda póst á netfangið gunnariodda @gmail. com. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 19. mars Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Gíslína og sr. Guðmundur Örn. Kl. 20. Vinir í bata, framhaldsnám- skeið í 12-spora andlegu ferðalagi. Kl. 20. Opið hús Æskulýðsfélags Landakirkju-KFUM&K í húsi félagsins við Vestmannabraut. Föstudagur 20. mars Vorjafndœgur Kl. 13. Litlir lærisveinar, yngri hópur. Védís. Kl. 14. Litlir lærisveinar, eldri hópur. Védís. Kl. 20. Aðalfundur Kvenfélags Landakirkju haldinn á veitinga- staðnum Conero. Nýjar félagskonur velkomnar en haftð samband við Kristínu Georgsdóttur, formann. Laugardagur 21. mars Kl. 14. Útför Gísla Óskarssonar. Sunnudagur 22. mars Miðfasta Kl. 11. Barnaguðsþjónusta með miklum söng, leik, sögum og lofgjörð. Litlir lærisveinar syngja undir stjóm Védísar Guðmunds- dóttur. Með bamaguðsþjónustunni hefst samverustund 6-8 ára krakka. Kl. 14. Guðsþjónusta á föstu. Guðný Bjarnadóttir, djákni, þjónar fyrir altari með sóknarpresti. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar Hafliða Guðjónssonar, kantors. Kaffisopi á eftir í boði Kvenfélags Landakirkju. Sr. Kristján Bjömsson. Kl. 20. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K í Safnaðarheimilinu. Mánudagur 23. mars Kl. 11-12, mánud. - föstud. Viðtals- tímar presta Landakirkju í Safn- aðarheimilinu. Vaktsími 24/7: 488 1508. Kl. 16. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur. Kl. 17. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Gísli, Hulda og sr. Kristján. Kl. 19.30. Vinir í bata, 12-spora vinnufundur. Þriðjudagur 24. mars Kl. 14.30. Fermingarfræðsla. Kl. 20. Æskulýðsfélag Landakirkju í KFUM&K heimilinu. Miðvikudagur 25. mars Boðunardagur Maríu Kl. 13, 13.45 og 14.30. Fermingar- fræðsla. Kl. 16. NTT kirkjustarf 9-10 ára krakka í Safnaðarheimilinu. Kl. 17. ETT kirkjustarf 11-12 ára krakka. Gísli og leiðtogamir. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 19. mars Kl. 20.30 Biblíufræðsla, Hvers vegna Debóra? Föstudagur 20. mars Kl. 20:00 Unglingahittingur, allir kræktir! Laugardagur 21. mars Kl. 20.30 Bænastund, vemm vakandi yfir landi og þjóð. Sunnudagur 22. mars Kl. 15.00 Samkoma í gleði og góðum gír. Gídeonmenn taka þátt með okkur. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 21. mars Kl. 10.30 Samkoma hefst. Boðið verður upp á biblíufræðslu fyrir böm og fullorðna. Kl. 11.30 Guðsþjónusta. Halldór Engilbertsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.