Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 7 Á MYNDINNI eru í efri röð frá vinstri: Gíslína Dögg Bjarkadóttir varaformaður, Guðrún Gunnarsdóttir landstjórn, Ingibjörg Grétarsdóttir for- maður, Sonja Ruiz Martinez, Salome Ýr Rúnarsdóttir, Ólöf Eirný Gunnarsdóttir, Björg Egijsdóttir ritari, Dagrún Sigurgeirsdóttir gjaldkeri og Sigríður Vigdís Ólafsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir gestur, Ágústa Linda Kristjánsdóttir formaður LC 4, Helga Guðný Sigurðardóttir landsforseti, Ester Hjartardóttir, landstjórn og Sonja Þórisdóttir gestur. Ladies Circle, alheimssamtök kvenna á aldrinum 18 til 45 ára: Klúbbur stofnaður í Eyjum Leggja áherslu á að fá til sín fyrirlesara sem veita innsýn í alls kyns málefni sem geta víkkað sýn LC-kvenna á lífíð og tilveruna Ladies Circle eru alheimssamtök kvenna á aldrinum 18 til 45 ára sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjón- deildarhring sinn og efli alþjóðleg- an skilning og vináttu. Átta konur eru aðilar að LC 11 í Vestmanna- eyjum og sl. laugardag voru þær teknar formlega inn í heimssam- tökin. Ingibjörg Grétarsdóttir, formaður og Gíslína Dögg Bjarkadóttir, vara- formaður LC 11 segja að þó svo að konur hafi komið saman í Eyjum og starfað í anda samtakanna undanfarin ár hafi klúbburinn ekki verið stofnaður formlega fyrr en nú. „Við erum átta en uppistaðan er kjarni sem hefur verið viðloðandi starfið sl. fimm ár. Þær Dagrún, Salome, Ólöf, Sonja og Sigríður hafa hist reglulega og nú er stofnun LC loksins orðin að veruleika. Við hittumst einu sinni í mánuði og einkunnarorð samtakana eru vinátta og hjálpsemi sem við höfum að sjálfsögðu að leiðarljósi," segir Ingibjörg þegar hún er spurð út í starfsemina. LC klúbbar leggja áherslu á að fá til sín fyrirlesara sem veita innsýn í alls kyns málefni sem geta víkkað sýn LC-kvenna á lífið og tilveruna. Gíslína segir að fast form sé á fundum með dagskrá og sjá tvær konur í senn um að undirbúa hvem fund. Þá er ákveðið að taka eitt mál fyrir og hver og ein kona fær þrjár mínútur til að ræða það. Við settum upp dagskrá fyrir árið og emm með það sem við köllum Lata- bæjarþema og var fundurinn í mars tileinkaður útliti og heilsu. Þá var farið í Iþróttamiðstöðina og svo var haldinn fundur á eftir,“ segir Gísl- ína og Ingibjörg tekur við. „Nú fáum við að vera í húsnæði Round Table sem þeir hafa inn- réttað á neðstu hæð ísfélagsins þar sem skrifstofur félagsins eru til húsa. Við fengum frábærar konur úr landsstjóminni og LC 4 til okkar á laugardag en það er móðurklúbb- urinn okkar og ef okkur vantar upplýsingar þá leitum við til þeirra. Við vorum 35 sem borðuðum saman eftir vígsluna, félagar í LC og RT og makar. Félagar í RT lögðu sig fram um að gera hús- næðið klárt fyrir kvöldið og við borðuðum frábæran mat frá Einsa kalda þannig að þetta gat ekki verið betra,“ segir Ingibjörg. I merki LC em sex hjörtu og stendur hvert þeirra fyrir heiðar- leika, vináttu, umburðarlyndi, tillitssemi, jákvæðni og náungakær- leik. Hluti af árgjaldi félagskvenna rennur í Elínarsjóð sem rennur til góðgerðarmála og þannig vilja konur í LC leggja sitt af mörkum til að styrkja þá sem minna mega sín. „Við erum allar með ólíkan bak- grunn og áhersla er lögð á að konur kynnist og myndi tengsl við fleiri en þær sem tilheyra vinkonu- hópnum," segir Gíslína en nýjar félagskonur þarf að bera upp til samþykktar í viðkomandi klúbbi. „Fyrsti klúbburinn á Islandi var stofnaður 1988 og nú em þeir ellefu en nýr klúbbur hefur ekki verið vígður í sjö ár fyrr en núna. LC klúbbar em starfandi um allan heim og það verður alheimsráð- stefna á Indlandi í ágúst. LC heldur aðalfund á Egilsstöðum í maí, RT verður með fund á sama tíma og síðan höldum við sameiginlega árshátíð," sagði Ingibjörg og víst er að félagið á ábyggilega eftir að setja svip sinn á bæinn enda klúbbastarf öflugt í Eyjum. Hvað er í boði um helgina? Stefnir í góða þátttöku -á Herrakvöldi ÍBV þar sem Valgeir Guðjóns er heiðursgestur Herrakvöld ÍBV verður haldið föstudaginn 20. mars næst- komandi í Akógeshúsinu. Heiðursgestur verður Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður. Kári Vigfússon, yfirbryti, mun sjá um matinn og mun hann bjóða upp á margrétta hlað- borð sjávar- og kjötrétta. Skráning er hafin hjá Viktori Ragnarssyni í síma 896-4791 eða bara þegar þú lætur klippa þig. Nú þegar hafa rúmlega hundrað manns skráð sig. Stórdans- leikur Skíta- mórals Það vantar ekki stórböndin sem heimsækja Eyjarnar um þessar mundir, Á móti Sól, með Magna héldu fjölmennt ball í Höllinni um helgina og um næstu helgi er komið að Skítamóral að halda uppi góðum móral í Höllinni. Strákamir ætla að halda risadansleik á laugardaginn og er forsala hafin á Volcano Café. Miði í forsölu kostar aðeins 1.900 krónur en við dymar kostar 2.600 krónur inn. Það er því ekkert betra en að koma við á Volcano Café, fá sér einn kaldan og tryggja sér miða með veglegum afslætti. í nógu að snúast hjó lögrcglu: Tjón í óveðri, ein líkamsárás og rúðubrot Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið, en þó nokkur erill var að kvöldi sl. föstudags og aðfaranótt sl. laugardags vegna þess óveðurs sem gekk yfir eyjamar. M.a. fékk lögreglan fimm tilkynningar vegna foktjóns, en veðurhæðin náði um 50 metrum á Stórhöfða þegar mest gekk á. Þá þurfti lögreglan, að vanda, að aðstoða fólk sem komst ekki leiðar sinnar sökum ölvunar. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða atvik sem átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt sl. fimmtudags. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist en kærandinn mun hafa slasast á hendi. Málið er í rannsókn. Aðfaranótt sunnudags var lögreglu tilkynnt um rúðubrot í húsnæði Trygg- ingamiðstöðvarinnar við Strandveg. Ekki er vitað hver þama var að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um hver þarna var að verki. Tveir brunar: Reykur frá Sjúkrahúsinu Tveir brunar vom tilkynntir til lögreglu í vikunni sem í báðum tilvikum var um minni háttar bmna að ræða og lítið tjón. í fyrra tilvikinu var um að ræða bmna í Sorpu en kvikn- að hafði í út frá brennsluofni. Starfsmanni tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út. í seinna tilvikinu var lög- regla og slökkvilið kallað að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja vegna reyks á þriðju hæð hússins. Ekki reyndist um eld að ræða heldur stafaði reykur- inn frá loftljósi. Engin slys urðu á fólki í þessum tveimur tilvikum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.