Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Page 13
Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 13 S Kristín Osk skrifar - Skyndibitar fyrir sálina Það sem drepur ekki herðir Það er búið að fjalla mikið um Guðlaug Friðþórsson og hans ótrúlega afrek sem átti sér stað þann 11. mars fyrir 25 árum, enda með eindæmum umfjöllunarvert. Hann synti sex kílómetra leið í ísköldum sjó er báturinn Hellisey VE 503 sökk. Eftir fimm tíma sund komst hann í land og þurfti þá að ganga berfættur yfir illfært hraunið áður en hann komst til byggðar. Ég hef verið að lesa bók sem heitir Þú getur... eftir Jóhann Inga Gunnarsson, Sæmund Hafsteinsson og Martein Steinar Jónsson. Þann 10. mars fékk ég fréttir sem hafa ákveðnar breytingar f för með sér á lífi mínu. Var ég svona frekar óviss um hvemig ég ætti að tækla það mál á sem bestan hátt. Daginn eftir byrjaði ég að lesa kafla í bókinni sem heitir: Það hefst allt með seigl- unni. Og stendur þar orðrétt; „Afrek við Eyjar - Við þurfum ekki að leita út fyrir landsteinana til að finna dæmi um einstaka seiglu, styrk og dug!“ Þar er sagt nánar frá því sem Guðlaugur afrekaði þegar hann var einungis 22 ára gamall. Ákvað ég því að fjalla um hugtakið seiglu í þessum pistli mínum. Þessi bók talaði svo mikið til mín á þessari stundu og gaf mér verkfærið sem ég þurfti á að halda til að vinna markvisst í mínum málum. „Seigla er afar dýrmætur eigin- leiki sem veitir okkur forskot í lífinu. Þessi eiginleiki birtist alls staðar, jafnt í hinu smæsta sem hinu stærsta. Sá sem sýnir seiglu og þrautseigju í hversdagslegum verk- efnum er oftast einnig tilbúinn til að mæta stóráföllum af festu og einurð. Sumir þurfa á meiri seiglu KRISTÍN ÓSK: Mínar nýju aðstæður hræða mig töluvert en ég er hins vegar ákveðin í að Iíta á þær sem sóknarfæri, lið f áttina að einhverju stórfenglegu í mínu lífi! Jafnframt ætla ég að taka mig til og stökkva af alefli inn í þcnnan ótta minn og standa uppi sem sigurvegari. að halda en aðrir og óhjákvæmilega koma þeir dagar að við þurfum að taka verulega á. Sjúkdómar, slys, fötlun og önnur áföll reyna á og laða fram það besta, raunar stund- um einnig það versta, í fari okkar,“ (úr bókinni Þú getur...). Eins og ég fjallaði um fyrir stuttu í einum pistla minna, að ég væri ekki komin á þann stað sem ég er á í dag ef það væri ekki fyrir þraut- seigju mína gagnvart veikindum mínum! Ég fyllist stundum ákveðnu vonleysi og fæ þá til- finningu að núna sé einfaldlega allur máttur úr mér, ég geti ekki meir. En eins og svo oft áður þá kveikti lesturinn í mér, afrek Guðlaugs og á ég mér núna frábæra mynd í huganum sem ég get notað þegar ég fyllist vonleysi. Ég sé mig fyrir mér í lífsins ólgusjó, hver aldan á fætur annarri sem skellur á mér og ég er við það að gefast upp, nema ég ætla að gera eins og Guðlaugur. Ég ætla að HALDA ÁFRAM AÐ SYNDA! „Mótlæti þroskar okkur og herðir. Okkur hættir til að vanmeta þann styrk sem við búum yfir. Við verð- um að gæta þess að láta erfiðleik- ana ekki buga okkur heldur snúa vöm í sókn. Við getum tekið stað- fasta ákvörðun um að efla með okkur dyggðir og mannkosti eins og seiglu." (úr bókinni Þú getur...). I bókinni er önnur frábær dæmi- saga, hún fjallar um Nelson Mand- ela og er svona: „Öll höfum við heyrt um einstaklinga sem sýnt hafa aðdáunarverða seiglu og út- hald við afar erfiðar aðstæður og staðið uppi sem sigurvegarar. Mandela varð fyrsti svarti forseti Suður-Afríku.“ Leiðin að þeim titli var hins vegar stórgrýtt. „Hann barðist gegn kynþáttaað- skilnaði í Suður-Afríku og sat í fangelsi í 27 ár vegna andstöðu sinnar við stefnu stjómvalda. f 18 ár þurfti hann að dúsa í þröngum fangaklefa á Robben eyju undan ströndum Höfðaborgar. Þar þoldi hann mikið harðræði. Allan þann tíma sem hann var þama var hann undir ströngu eftirliti, bréf hans ritskoðuð og öll samtöl hleruð. f þessum erfiðu aðstæðum tileinkaði hann sér aðdáunarverða sjálfsstjórn, líkamlega sem og til- finningalega. Mandela lagði allt í sölumar. Ámm saman var hann ofsóttur og þurfti að að þola mikið óréttlæti, eldci bara af hendi hvítra heldur einnig þeldökkra. Hann þurfti að fara huldu höfði og gat ekki dvalið hjá fjölskyldu sinni. f öllum aðstæðum lét Mandela ekki deigan síga í baráttunni fyrir réttlætinu og hafði að lokum fullan sigur. Eftirfarandi orð em höfð eftir honum: Ég komst að raun um að hugrekki felst ekki í því að óttast ekki, heldur í því að yfirstíga óttann og sigrast á honum. Sá hugrakki er ekki sá sem óttast ekki, heldur sá sem sigrast á óttanum. Það fer ekki á milli mála að Nelson Mandela er gott dæmi um einstakling sem býr yfir þolinmæði og þrautseigju, sem er gmndvallar- atriði og megininntak seiglu." Úr bókinni Þú getur... Mínar nýju aðstæður hræða mig töluvert en ég er hins vegar ákveðin í að líta á þær sem sóknarfæri, lið í áttina að einhverju stórfenglegu í mínu lífi! Jafnframt ætla ég að taka mig til og stökkva af alefli inn í þennan ótta minn og standa uppi sem sigurvegari eins og Mandela gerði. Þannig að, kæm lesendur, munið að þegar áföllin dynja yfir - HALDIÐ ÁFRAM AÐ SYNDA!!! alveg eins og Guðlaugur gerði. Einnig ef þið verðið hrædd, að stinga ykkur þá út í djúpu laugina og horfast í augu við ótta ykkar eins og Mandela gerði. Ef við tökum þá til fyrirmyndar eru okkur allir vegir færir! Kœr kveðja, ykkar Kristín Ósk Matarmenning, list og ferðaþjónusta -Eru viðfangsefni Dorothee Lubecki, menningarfulltrúa Suðurlands Dorothee Lubecki, menningarfull- trúi Suðurlands, heimsótti Vest- mannaeyjar í vikunni til að vekja athygli á að umsóknarfrestur vegna menningarstyrkja á vegum menn- ingarráðs Suðurlands rann út 16. mars sl. í ár verður 35 milljónum króna úthlutað og tilkynnt verður um styrkveitingar í apríl en styrkj- unum er ætlað að styrkja og efla menningarstarf á Suðurlandi. Markmiðið að efla menn- ingarstarfsemi Dorothee segir mikilvægt að vekja athygli á styrkjunum í Eyjum þar sem Vestmannaeyjabær er í sam- starfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi. „Fyrir þremur árum gerðu menntamálaráðuneytið og SASS með sér samning um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurlandi og til- gangurinn var að efla menningar- starf á svæðinu og beina stuðningi ríkis og sveitarfélaga í einn farveg. Menntamálaráðuneytið greiðir bein framlög ríkissjóðs og menningarráð Suðurlands hlutast til um greiðslu þeirra. Fjórtán sveitarfélög sam- einast um þetta ágæta samstarf og Höfn í Homafirði kemur væntan- lega inn líka en það er þó ekki ákveðið.“ Dorothee segir fimm manns sitja í menningarráði Suðurlands en þeir eru kosnir á SASS þingi og hún er starfsmaður ráðsins. „Styrktar- sjóðurinn er það fjármagn sem svæðið ræður yfir og á þessu ári auglýsum við einu sinni en óvíst er um framhaldið því samningurinn nær til loka árs 2009. Vestmannaeyingar hafa verið að duglegir að sækja um úr sjóðnum og hafa fengið úthlutun á undan- fömum ámm, ég get nefnt Dorothee: Byggðir á Suðurlandi eru í sókn en við þurfum að marka okkur sérstöðu. Fólk á landsbyggðinni sækir ýmsa menningarviðburði í Reykjavík en við þurfum að ná til fólks á höfuðborgarsvæðinu þannig að það sæki menningu á svæðið okkar. Sigurgeir ljósmyndara, Pompei norðursins, Náttúmgripasafnið, Hippahátíð, Sögusetur 1627 o.fl.“ Skapandi fólk ekki leiðin- legt Dorothee segir starf menningar- fulltrúa á Suðurlandi vera bæði fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég kynnist fólki af öllu svæðinu, allt frá Ölfusi til Skaftafellsýslna, það nær út til Vestmannaeyja og ef Höfn í Homafirði bætist við verður það ennþá stærra. Skapandi fólk er ekki leiðinlegt og ég kynnist tón- listar-, leiklistar- og safnafólki á öllu svæðinu. Ég lít á menningu sem atvinnugrein og tel að innan hennar geti verið heilmikil umsvif. Hugtakið menning er teygjanlegt því við getum talað um matar- menningu og svo hefðbundnar list- greinar eins og tónlist og skáldskap sem svo aftur tengist menningar- tengdri ferðaþjónustu." Dorothee sagði starf menningar- fulltrúa vera gefandi því í menn- ingu felist ótal tækifæri en hún starfaði áður sem ferðamálafulltrúi á Vestfjörðum. „Ég hélt að Suður- land væri þróað í samanburði við Vestfirði en tel að við getum aukið og skapað miklu meiri tekjur af ferðaþjónustu með auknu sam- starfi. Ef menn vinna með matar- menningu, listgreinar og ferðaþjón- ustu þá er hægt að gera stóra hluti og þess vegna er mikilvægt að leiða fólk saman og skapa vettvang. Ég er t.d. með samráðsfundi með menningarfulltrúum og fólki sem vinnur að menningarmálum á Suðurlandi því það er svo mikil- vægt að tala saman og miðla upplýsingum þannig að hver og einn sé ekki að reyna að finna upp hjólið. Mér finnst mikilvægt að stuðla að samvinnu og nýta þann kraft og þekkingu sem er á hverjum stað fyrir sig. Ég hef átt gott samstarf við Krist- ínu Jóhannsdóttur, menningarfull- trúa Vestmanneyja, og fólk leitar til mín af öllu svæðinu og er í góðu samstarfi við Atvinnuþróunarsjóð. Ég legg mikið upp úr samvinnu þeirra sem vinna að uppbyggingu atvinnumála og ferðaþjónustu." Þurfum að marka okkur sérstöðu Þegar talið berst að menningarstarf- semi í Vestmannaeyjum segir hún sérstöðu Vestmannaeyja mikla þar sem staðurinn sé einangraður og því þurfi menningarlíf að vera öflugt á staðnum. „Vestmannaeyjar eru heill heimur út af fyrir sig og minnir mig á Vestfirði. Hér er þörf fyrir öflugt menningarstarf og tæki- færi leynast m.a. í því að fólk býr saman á litlum stað og ekki hægt að sækja allt annað. Hér er sterk svæðismenning og það er fínt og Iífsnauðsynlegt fyrir sveitarfélag eins og Vestmannaeyjar að hafa öfluga menningarstarfsemi. Byggðir á Suðurlandi eru í sókn en við þurfum að marka okkur sér- stöðu. Éólk á landsbyggðinni sækir ýmsa menningarviðburði í Reykja- vík en við þurfum að ná til fólks á höfuðborgarsvæðinu þannig að það sæki menningu á svæðið okkar. Draugasetrið er að reyna að höfða til fleiri en þeirra sem búa á svæðinu og sama má segja um Sögusetur 1627 í Vestmanna- eyjum.“ Dorothee hvetur alla þá sem eru með góðar hugmyndir, sem tengjast menningu og menningarstarfsemi, til að sækja um styrk til ráðsins. „Við auglýsum eftir umsóknum til menningartengdrar ferðaþjónustu en við tökum tillit til allra umsókna sem rúmast innan reglna sjóðsins. Við verðum með málþing í Ámesi á fimmtudag og þar verður sérstak- lega fjallað um menningartengda ferðaþjónustu sem er afar mikil- væg. Safnaklasi Suðurlands er sam- starfsverkefni safna á Suðurlandi og við formlega opnun safnahelgar á síðasta ári var ákveðið að úthluta menningarstyrkjum við það tilefni," sagði Dorothee að lokum en stefnt er að því að úthlutun á vordögum fari fram í Vestmannaeyjum. íris Róbertsdóttir skrifar: Kæru stuðnings- menn Þakka ykkur innilega fyrir stuðninginn í prófkjörinu á laugardaginn. Ég fékk góða kosningu í það sæti sem ég sóttist eftir þannig að árangurinn var í sam- ræmi við mínar björtustu vonir. Fyrir það er ég ykkur afar þakklát. Sérstaklega er ég þakklát þeim sem um allt kjördæmið hjálpuðu mér í baráttunni með ráðum og dáð. Ég get játað það nú að ég vissi auðvitað ekki nákvæmlega út í hvað ég var að fara með þátttöku í prófkjörinu. Þetta bar frekar brátt að en ég ákvað að láta slag standa og henti mér út í djúpu laugina. Sem betur fer voruð þið þar tilbúin með kútana að taka á móti mér! Takk fyrir það. En nú hefst sjálf kosninga- baráttan. Ég tel okkur vera búin að koma saman sigur- stranglegri forystusveit á fram- boðslistanum - hæfileg blanda af reynslu og nýgræðingi. Þrjár ungar konur í fjórum efstu sætunum - geri aðrir betur! Nú tökum við höndum saman og tryggjum Sjálfstæðisflokkn- um sterka kosningu í Suður- kjördæmi! Takk fyrir mig, íris Róbertsdóttir. Höfundur varð ífjórða sœti í prófköri Sjálfstœðismanna. Sjómannafélagið Jötunn ályktar: Ferskur fiskur selst alltaf Vegna umræðna um skerðingu á útflutningi á ferskum fiski vill Sjómannafélagið Jötunn taka eftirfarandi fram. Haldið er fram að 25% skerðing á ferskfiskútflutningi í gámum skapi 300 störf við fiskvinnslu hér á landi sem við teljum mjög orðum aukið. Ennfremur gengur illa að selja unninn fisk á mörkuðum en ferski fiskurinn selst alltaf því neytendur vilja fá fiskinn sem ferskastan á sinn disk. Hér í Vestmannaeyjum er land- burður af fiski og allar vinnslur á fullum afköstum og geta ekki tekið við meira hráefni. Stjóm Sjómannafélagsins Jötuns mótmælir harðlega allri skerðingu á útflutningi á ferskum fiski með tilheyrandi launa- skerðingu fyrir sjómenn og minnir á ákvæði kjarasamninga um að leitast skuli við að fá alltaf hæsta verð fyrir fisk, veiddan á íslandsmiðum. Stjórn Sjómannafélagsins Jötuns

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.