Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Síða 17
Frcttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 17 Páll Scheving Ingvarsson skrifar nm Færeyjaferð: Dvergar og risar Ég fór til Færeyja um daginn. Þó það sé sjálfsagt ekki í frásögur færandi, langar mig að minnast á það. Við vorum tveir saman á þessu ferðalagi. Báðir fræðingar. Félagi minn lögfræðingur og ég gagn- fræðingur. Mér finnst íslendingar margir hverjir líta svolítið niður til Færeyinga eða kannski svona eins og við séum eitt af heimsveldunum en þeir óttalegir labbakútar. Þeir dvergar, en við risar. Það er merki- legur andskoti. En á því eru ein- faldar skýringar. Þegar við gengum inn í flugstöðina í Færeyjum sá ég fyrstu merkin um það hversu óhugnanlega smáir Fær- eyingar eru í samanburði við Is- lendinga. Flugstöðin í Færeyjum er þreyttur hrútakofi í samanburði við marmarahöllina Leifstöð. Það týnist enginn í færeysku flugstöðinni og alveg mögnuð hörmung hvað maður er fljótur í gegn um hana. Eða hvað? Ég hef reyndar aldrei skilið eða fundist neitt frábært við það að þurfa að labba marga kíló- metra til þess að komast að tösk- unni þegar ég er að koma frá London. Þetta eru meiri háttar Ólympíuleikar fyrir aldraðar konur. En við virkum stórir. Kannski frnnst Færeyingum betur með fé farið að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld en að verja fjármununum í maramarahallir. Það frnnst Islendingum hins vegar al- gjört bruðl. Enda lifðu ekki nema ellefu þúsund eldri borgarar undir fátæktarmörkum þegar við hlóðum marmarahöllina og góðærið var allsráðandi. Fólk sem hafði svitnað, slitnað og bognað við að byggja upp velferðarríkið.Við höfum því þokkalegt tilefni til að vera stoltir af byggingunni. Eftir góðan fund með innfæddum útgerðarmönnum sem steingleymdu að taka sig hátíðlega, þrátt fyrir góðan árangur í lífi og starfi, enda fundað með risum, var á skrafað á skandinavísku um líf og tilveru sjávarútvegsþjóðanna. Til að átta mig á þeirra hugmyndum um ríkis- rekstur og til að svala minni með- fæddu forvitni spurði ég hvort þeir teldu ekki bráðnauðsynlegt að fá- mennar sjávarútvegsþjóðir, norðan úr Atlantshafi, reki sendiráð í Afr- íku. Þeir urðu undrandi. Það var eins og ég hefði spurt þá hvort þeir settu ennþá skóinn út í glugga. Til hvers? Svöruðu þeir glottandi, hálfmóðg- aðir. Ég vissi ekkert hverju ég átti að svara. Ég hef aldrei skilið af hverju Islendingar þurfa að vera með sendiráð í Afríku. Við erum reyndar heimsborgarar, svolítið flottir. Þegar ég var spurður hvað væri að frétta frá Islandi, sagði ég fundar- mönnum frá því að Islendingar hefðu spanderað hundruðum millj- óna í það að reyna að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Her sérfræðinga vann dag og nótt við að sannfæra fulltrúa annarra þjóða um það að Islendingar væru réttu menninmir til að varða veginn að hamingjunni, laga til hjá óreiðu- mönnum og kenna fávísum að nýta auðlindir sínar. íslendingar, ríkasta og hamingjusamasta þjóð jarðar, ætti að vera axlabönd og belti heimsbyggðarinnar. En eins og það gerist ekki ósjald- an hjá þeim sem hafa mikla þörf fyrir að skipta sér af öðrum, af þvf að þeir eru svo klárir, kemur í Ijós að kúkur leynist í þeirra brókum. fslendingar misstu brækurnar á hælana og doddinn datt út á gólf. Þeir sem vildu passa heimsbyggð- ina, gátu ekki einu sinni Iitið eftir litlu skeri norður í Atlanshafi. PÁLL: Þegar ég var spurður hvað væri að frétta frá íslandi, sagði ég fundarmönnum frá því að íslendingar hefðu spanderað hundruðum milljóna í það að reyna að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Nokkrir gráðugir og siðlausir náungar rændu þjóðina meðan stjómmálamennimir, sem langaði svakalega í Öryggisráðið, horfðu á, klöppuðu og hrópuðu húrra. Alveg þangað til búið var að ræna öllu og búið að setja hryðjuverkalög á íslendinga. Þá settu stjómmála- mennimir „öryggisverðirnir" upp jarðarfararsvip, urðu sorgmæddir og héldu blaðamannafundi og báðu Guð að blessa þjóðina. Ekki er til stjómmálamaður sem finnst hann bera ábyrgð á þessum á ósköpum. Þeir segjast allir bara hafa horft á, klappað og hrópað húrra. Við erum svo stórir og rosa- lega klárir. Ég spurði Færeyingana hvort Bush hefði nokkuð hringt í þá og beðið þá um að ryðjast með Bandaríkja- mönnum, fulltrúum réttlætisins, inn í Irak til þess murka lífið úr gamal- mennum og bömum. Þeir könn- uðust ekki við það. Reyndar sagði einn þeirra að hann gæti hafa hringt á Ólafsvökunni en þá væru allir stjómmálamenn á skallanum og nenntu ekki að svara í síma. Ég er nokkuð viss um það að ef Bush hefði þurft eða honum dottið í hug að hringja í Færeyinga, þá hefðu þeir brugðist við á annan hátt en nágrannar þeirra og sagt þeim olíuborna kosningasvindlara að Færeyingar væm friðelskandi þjóð sem ætti hvorki her né vopn og hefði enga trú á því að lausnir felist í ofbeldi. Þannig yfirlýsing hefði borið vitni um stórmennsku. Bush vissi eitt, hann hringdi bara í þá sem höfðu hagsmuna að gæta eða þá sem langaði rosalega að vera stórir. Hann vissi af viðskipt- um við stjómvöld hversu djúpt íslendingar þjáðust af minnimátt- arkenndinni. Við vomm upp með okkur af símtalinu. Orðnir loksins menn með mönnum. Farnir að ulla framan í smáa og þjáða í skjóli af stóm strákunum. Áumkunarvert! Ég ber virðingu fyrir Færeyingum. fslendingar geta mjög margt af færeysku þjóðinni lært. Eitt er ljóst. Færeyingar eru ekki dvergar og íslendingar em alls ekki risar. Færeyingar eru bara jarðtengdir meðan Islendingar hafa dvalið í skýjunum. Við emm reyndar lentir. Á köldum klaka. Páll Scheving Ingvarsson Undirritaður er oddviti V-listans. Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, s og Helgi Olafsson skrifa: Vegna ummæla Arna Sindri Ólafsson Johnsen Vegna ummæla Áma Johnsen í fréttatíma RUV í gær viljum við undirrituð koma eftirfarandi á fram- færi: Prófkjör em gjaman tími átaka og særinda. Þegar margir keppa að sama marki er viðbúið að einhveijir nái ekki sínum persónulegu mark- miðum. Að jafnaði taka stjórn- málamenn því af reisn. Nú að afloknu prófkjöri sjálfstæðis- manna í Suðurkjördæmi hefur Ámi Johnsen, félagi okkar til margra ára, valið að líta á sjálfan sig sem fómarlamb. Ástæðan er sú að við undirrituð, ásamt 15 öðmm sjálf- stæðismönnum víðs vegar úr kjördæminu, studdum Ragnheiði Elínu opinberlega. Stuðninginn við Ragnheiði Elínu sem hlaut 3217 af tæplega 4000 atkvæðum í próf- kjörinu telur þingmaðurinn afar „ósmekklegan“ og „okkur til vansa“. Þá lítur hann á stuðninginn sem „aðför að sjálfum sér“ og „lítillækun við aðra frambjóð- endur“. Ámi Johnsen hefur að okkar mati fulla ástæðu til að bera höfuðið hátt eftir þetta prófkjör og þarf ekki að setja sjálfan sig í stöðu fómar- lambs. Árangur hans í prófkjörinu var glæsilegur og af því emm við stolt. Eftir tímabundna fjarvem frá þingstörfum hefur hann nú í tví- gang á skömmum tíma endumýjað umboð sitt frá kjósendum og flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum. Hann hefur fyrir löngu bæði sýnt það og sannað að hann er forkur til vinnu í þeim málum sem hann velur að beita sér fyrir. Hann hnýtir sínar reimar öðrum hnútum en samferðamenn og ljær þar með þingstörfum meira líf en annars væri. Kraftar hans em best nýttir í störfum fyrir samfélagið. Ástæða þess að við völdum að styðja Ragnheiði Elínu til forystu í Suðurkjördæmi er einfaldlega sú að við töldum okkur skylt að hlusta eftir kröfum samfélagsins um endurnýjun í forystusveit sjálf- stæðismanna. Við vissum sem var að í henni fer einstaklingur með mikla leiðtogahæfileika og klárt ráðherraefni. Slíkt er afar mikil- vægt fyrir hagsmuni kjördæmisins og þar með fyrir Vestmannaeyjar. Við þekkjum Ragnheiði Elínu vel úr starfi okkar bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fyrir Vestmannaeyjabæ og hefur hún ítrekað veitt okkar málum brautar- gengi á þeim forsendum sem við höfum óskað eftir. Stuðningur okkar við hana var á engan hátt neikvæður í garð annarra fram- bjóðenda og þá allra síst þeirra þriggja Eyjamanna, Áma, írisar og Gríms, sem buðu sig fram og áttu allan okkar stuðning að öðm leyti. Við óskum Ragnheiði Elínu, Áma Johnsen, Unni Brá og írisi hjartan- lega til hamingju með framúr- skarandi árangur. Þá óskum við Grími Gíslasyni einnig til hamingju með góðan árangur því þrátt fyrir að hann hafi ekki náð þeim árangri sem við vildum þá vantaði þar ein- ungis lítið upp á. Sjálfstæðismanna bíður nú það verkefni að stilla saman strengi sína fyrir komandi landsfund og þingkosningar. Þar munum við ekki láta okkar eftir liggja. Með vinsemd og virðingu Elliði Vignisson, sjálfstæðismaður og bœjarstjóri Páley Borgþórsdóttir, sjálfstœðis- maður og formaður bœjarráðs Sindri Olafsson, sjálfstœðismaður og formaður Eyverja Helgi Olafsson, sjálfstœðismaður og formaður KUSS Það var líflegt á veitingastaðnum Conero á laugardaginn þar sem áhangendur Manchester United og Liverpool mættu til að fylgj- ast með sínum mönnum í stórleik helgarinnar sem fram fór á Old TrafTord. Úrslitin urðu eins og við mátti búast, Liverpool valtaði yfir gestgjafana 1:4 og á því enn möguleika í slagnum við Manchester United í slagnum um Englandsbikarinn. Eins og við var að búast glöddust stuðningsmenn Liverpool en Unitedmenn reyndu að bera sig mannalega enda þeirra menn enn á toppnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.