Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 10
1« Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 Góður árangur í Lífsstílskeppni: Eldri hóparnir komu heim með bikara Lífstílskeppni var haldin í Kefla- vík á laugardaginn. Þar er keppt í upphífingum, hlaupið á bretti, armbeygjum og fleiri greinum. Rúmlega tvö hundruð keppendur tóku þátt í mótinu þar af þrjú lið frá Vestmannaeyjum, tvö kven- nalið, Rauðu djöflarnir eldri og yngri og karlalið í eldri tlokki. Karlaliðið sigraði og bæði kvennaliðin stóðu sig mjög vel. Þá sigraði Leifur Geir Hafsteins- son í einstaklingskeppni í eldri flokki, og Gyða Arnórsdóttir var í 5. sæti í einstaklingskeppni kvenna, yngri flokki. Þrjú karlalið kcpptu í eldri flokki, 39 ára og eldri og liðið frá Eyjum sigraði. Liðið skipa þeir Þorvarður Þorvaldsson, Stefán Sigurðsson, Elías Jörundur Friðriksson og Leifur Geir Hafsteinsson. Lið Rauðu djöflana, 39 ára eldri var skipað vöskum konum en þær eru Anna Dóra Jóhanns- dóttir, Regína Kristjánsdóttir, Hafdís Kristjánsdóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir. Þær voru eina liðið í þessum aldursflokki og þar með sigurvega. Þess má þó geta að þær voru á undan yngra liði sem fór á sama tíma í gegnum keppnisbrautina. Þær eldri gefa þeim yngri því ekkert eftir. Yngra lið Rauðu djöflanna, er skipað þeim Sæbjörgu Logadótt- ur, Sigurrós Ullu Steinþórsdóttur, Birnu Vigdísi Sigurðardóttur, Lóu Jóhannsdóttur og Gyðu Arn- órsdóttur Arangur Vestmannaeyinga verður því að teljast góður þar sem eldri liðin hrepptu bæði bikara og Leifur Geir fékk 1. sætið í cinstaklingskeppni í sínum flokki. Hafdís Kristjánsdóttir keppti með eldra kvennaliðinu og var mjög sátt við árangur Eyja- manna. „Við erum rosalcga ánægð með umgjörðina og hversu vel var staðið að mótinu í Keflavík. Allt til fyrirmyndar og ekki yfir neinu að kvarta, hvorki dómgæslu né öðru,“ sagði Hafdís. HÓPURINN frá Vestmannaeyjum stóð sig vel. STARFSMENN ARSINS ERU 140 Viö þökkum starfsfólki okkar frábært starf undanfarið ár. Enn á ný mælist TM efst tryggingafélaga í ánægjuvoginni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.