Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 15 EYRÚN, Jón Ben, Hrafn og Halldór heimsóttu Stórhöfða. Myndina tók Jón Ingi Björnsson. á að markmið þeirra sé ekki að selja ftsk í gámum á erlenda mark- aði, heldur réðu markaðsaðstæður og verð hverju sinni hvort frskur væri sendur í gámum eða ekki. „Það er augljóst að ekki er tækt að leggjast í stórar framkvæmdir við að endurnýja bolfiskvinnslulínur á meðan markaðir og verð eru ekki hagstæðari á erlendri grundu,“ segja þau en spyrja sig hvemig fiskvinnslufyrirtækin verði í stakk búin að mæta því ef að höft verða sett á gámafisk og þau þurfa að fara að vinna meiri fisk? „Vonandi verður það ekki stórt vandamál.“ Uppsjávarvinnsla fyrir- ferðarmikil Þeim fannst athyglisvert að sjá hversu stór hluti húsnæðis stærri fyrirtækjanna fer undir uppsjávar- vinnslu þar sem unnið er einungis lítinn hluta úr ári, jafnvel bara í nokkra daga eins og við vinnslu loðnuhrogna. Nemendum þótti jafnframt fróðlegt að bera saman vinnsluferla við uppsjávarvinnslu í tveimur stóm frystihúsunum. „Annað er með nútímalega og tæknivædda vinnslu og hitt með gamaldags mannaflsfreka vinnslu- línu. Greinilegt var að aflabrestur í uppsjávarafla kemur frekar hart niður á Eyjamönnum, þar sem mestur hluti tekna einstakra fyrirtækja kemur frá þessum veiðum.“ Það er mat nemanna að Eyja- menn haft verið duglegir við að laga sig að breyttum aðstæðum. Nefna þeir frumkvöðlastarf í veið- um á gulldeplu, gulllaxi, makrfl og skötusel. Ahugavert var að sjá drifkraft sjávarútvegsfyrirtækja í Eyjum í átt að frekari þróun og hönnun vinnslu og veiði. Áhugi á rannsóknum og þróun „Gaman var að sjá áhuga Eyja- manna á rannsóknum og þróunar- vinnu, t.d. vinnslu makríls um borð í frystiskipum og rannsóknum á útbreiðslu hans. Hefur Huginn hf. nýverið fjárfest í reknetum sem leggja á í sumar við frekari rann- sóknir á makríl. Einnig er vert að minnast á stórt rannsóknarverkefni um humar sem Vinnslustöðin er þátttakandi í. Aðlögunarhæfni sjávarútvegs- fyrirtækja í Eyjum er mikilvægur kostur því af fenginni reynslu getur verið hættulegt að setja öll eggin í sömu körfuna. Þetta óeigingjama fmmkvöðlastarf hefur einnig mikið rannsóknargildi fyrir sjávarútveginn í heild," segja þau. Þau spyrja sig hvort sjávarútvegs- fyrirtæki í Vestmannaeyjum ættu ekki að huga betur að samstarfi sín á milli vegna landfræðilegrar sér- stöðu. „Aherslur einstakra fyrir- tækja em eðlilega mismunandi en í flestum tilvikum keppa íslensk fyrirtæki á sameiginlegum mörk- uðum í samkeppni við erlend sjáv- arútvegsfyrirtæki," benda þau á. Stærstir og bestir? Þau segja að oft viljum við íslend- ingar hreykja okkur af því að vera stærstir og bestir á okkar sviði. ,.Á heimsvísu eru íslenskar sjávaraf- urðir með frekar litla markaðshlut- deild, þó með einstaka undan- tekningum eins og í vinnslu loðnu- hrogna og veiðum á gulldeplu. Samvinna í formi markaðssetn- ingar/þróunar og eða endurbóta vinnsluferla er klárlega lykilatriði við hagræðingu í greininni,“ er þeirra mat. „Gaman verður að sjá hvort Þekkingarsetrið, sem nýverið hóf störf í Eyjum, geti skapað samstöðu í rannsóknum milli fyrirtækja í Eyjum. Nú þegar hafa sameigin- legar rannsóknir á mjöli og humar- vinnslu hafist. í Þekkingarsetrinu eru samankomnar stofnanir og sér- fræðingar af hinum ýmsu sviðum sem eflaust eiga eftir að efla frekara samstarf milli fyrirtækja. Þá mun Þekkingarsetrið skapa tækifæri fyrir námfúsa eyjaskeggja til að leggja sitt af mörkum í að auka þekkingu og rannsóknir í sjávarútvegi og þar af leiðandi skapa aukin verðmæti í greininni.“ Þau kynntu skólann og fannst gaman að sjá hversu margir komu á fyrirlesturinn í Framhaldsskólanum. „Þar kynntum við námið okkar við Háskólann á Akureyri og félagslff í skólanum. Mikilvægi sjávarútvegs í Vestmannaeyjum sást glögglega í lauslegri könnun sem gerð var á meðal nemenda í Framhalds- skólanum. Rúmlega helmingur þeirra átti móður eða föður sem starfar í greininni. Gaman verður að sjá hvort raunin verður sú að þessir krakkar hafi jafn mikinn áhuga á sjávarútvegi, sem skiptir Vest- mannaeyjar svo miklu máli, og foreldrar þeirra. Það er allavega alveg klárt að við myndum taka vel á móti öllum sem hefðu metnað og áhuga á að nema sjávarútvegsfræði. Ferðin var ákaflega áhugaverð og ljóst að margt er að gerast í sjávar- útvegi í Vestmannaeyjum. Okkur var alls staðar tekið opnum örmum hvar sem við komum og kunnum vel að meta gestrisnina. Viljum við koma fram þakklæti okkar til eftirfarandi fyrirtækja og skóla í þeirri röð sem við heimsótt- um þau. Þau eru Bergur-Huginn, Grímur kokkur, Framhaldsskólinn, Þórunn Sveinsdóttir VE, Godthaab í Nöf, Glófaxi VE, Huginn hf„ Net netagerð, ísfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og Þekkingarsetur Vestmannaeyja. Eftirtalin fyrirtæki styrktu að hluta ferðakostnað: Bergur-Huginn ehf„ Glófaxi, ísfélagið og Vinnslustöðin. Eyrún, Jón Ben, Hrafn og Halldór Það er mat nemanna að Eyjamenn hafi verið duglegir við að laga sig að breyttum aðstæðum. Nefna þeir frumkvöðlastarf í veiðum á gulldeplu, gulllaxi, makríl og skötusel. Áhugavert var að sjá drifkraft sjávarútvegsfyrirtækja í Eyjum í átt að frekari þróun og hönnun vinnslu og veiði. Utskrifaðir sjávarútvegsfræðingar sem tengjast Vestmannaeyjum Bjöm Brimar Hákonarson, framleiðslustjóri Isfélagsins Haraldur Bergvinsson, Eyjatölvum Hlynur Herjólfsson, Icelandair cargo, Keflavík Hörður Sævaldsson, kennir við Háskólann á Akureyri Jóhann Þórhallsson, aðstoðarfjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar Jón Þór Klemensson, Icelandic, Grimsby, UK, Jónas Rúnar Viðarsson, Matís, Reykjavík. Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Matís, Vestmannaeyjum. Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri byggingarfyrirtæksins Steina og Olla Sigmundur Andrésson, Samherja, Þýskalandi Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar Sindri Viðarsson, stjómar þróun og rannsóknum hjá Vinnslustöðinni. Sverrir Haraldsson, útgerðarstjóri Odda, Patreksfirði Öm Eyfjörð Jónsson, hjá Atlanticfresh, Hull, UK Hvað er sjávarútvegsfræði? Sjávarútvegsfræði er hluti af fjölbreyttri flóru náms sem er í boði við Háskólann á Akureyri. Hægt er að stunda námið bæði í staðarnámi og f jarnámi. Sjávarútvegsfræði hefur verið kennd frá haustinu 1990. Fjöldi útskrifaðra sjávarútvegsfræð- inga er um 150 nemendur og telst það ekki mikið ef miðað er við margar aðrar greinar. Starfsmöguleikar eftir nám eru mjög góðir hvort sem við- komandi hefur hug á að starfa innanlands eða úti í hinum stóra heimi. Nemendur, útskrifaðir úr sjávarútvegsfræði, starfa til að mynda í Ástralíu, Frakklandi, Bretlandi, Japan og Banda- ríkjunum. Sjávarútvegsfræðingar eru oftar en ekki ráðnir í stjórn- unarstöður eða aðrar mikilvæg- ar stöður. Samantekt á störfum sjávarút- vegsfrœðinga lnnan við helmingur vinnur við sjávarútveg, stjórnunarstörf í fiskvinnslu og útgerð víðs vegar um heiminn hjá stóru sölusam- tökunum. Rúmlega helmingur er í öðrum störfum, hjá fjármálafyrirtækj- um, tölvufyrirtækjum og matvælafyrirtækjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.