Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.2009, Page 8
8 Frcttir / Fimmtudagur 19. mars 2009 Oraent úrslit í prófkjöri Sjálfstæðismanna þar sem þingmenn urðu undir: Arni í öðru, Iris í fjórða og Grímur í sjöunda s -Ragnheiður Elín Arnadóttir kom sá og sigraði - Kjartan og Björk úti í kuldanum Viðtöl GuðBjorg’STgurgeirsSöttir' gudbjorg @ eyjafrettir.is Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suð- urkjördæmi fór fram síðasta laugar- dag. Ámi Mathiessen, fyrrverandi fjármálaráðherra sem skipaði 1. sæti listans við síðustu alþingiskosningar gaf ekki kost á sér en fjórir sóttust eftir því sæti á listanum. Úrslit urðu þau að Ragnheiður Elfn Árnadóttir fékk 1. sæti listans, Árni Johnsen, alþingismaður 2. sæti, Unnur Brá Konráðsdóttir 3. sæti og Írís Róbertsdóttir 4. sætið. Fjögur efstu sæti listans hlutu bindandi kosningu en alþingmennirnir Kjart- an Olafsson og Björk Guðjónsdóttur höfnuðu í 5. og 6. sæti listans og Grímur Gíslason í 7. sæti. Vestmannaeyingarnir Árni, Írís og Grímur lentu því í 2. 4. og 7 sæti listans og því ekki úr vegi að spyrja þau hvort þau séu sátt við niður- stöðu prófkjörsins. Fyrstu fjögur sætin em bindandi en hvemig endanlegur listi lítur út að öðru leyti kemur í Ijós á kjördæma- þingi sjálfstæðismanna í Suður- kjördæmi sem fram fer um helgina. Þá er stóra spurningin hvort Kjartan og Björk ætla að víkja og hver fær þá fimmta sætið. Eðlilegt er að Grímur færðist upp en próf- kjörið skilur eftir sig stórt gat í kjördæminu því Árnesingar og Ár- borgarar telja sig afskipta. Spurn- ingin er því hvort þeir geta litið á Grím sem sinn mann eða hvort farið verður fram á að einhver meiri Ár- borgari fái fímmta sætið. Auglýsingin olli tor- tryggni og vandræðum Eg er mjög ánægður, þetta er sterk staða og ég er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég fékk við erfiðar aðstæður. Ovissa og losara- bragur í mörgu. Nú er bara að bretta upp ermar og ganga til leiks, gal- vaskur og glaðbeittur. Eg tel skipta miklu máli að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur út í Suðurlandi, fram- gangur margra stórra mála á næstun- ni veltur á því að við höfum sterk ítök í stjórn íandsins." Hvað með auglýsinguna þar sem nokkrir forsvarsmanna flokksins í kjördæminu lýstu yfir stuðningi við einn frambjóðandann? „Mér fannst hún ekki við hæfi og olli hún tortryggni og leiðindum. Mikill munur er á því að hvetja fólk til þátttöku og þvf að vísa því beint til ákveðins sætis. Ég held að það hafi verið brotinn trúnaður við þá sem skrifuðu undir hvatningu og það hafa nokkrir hringt og beðið mig afsökunar á því að hafa látið plata sig. Grundvallarsjónarmið er að forsvarsmenn í stjórnmálum gefi ekki út svona yfirlýsingar um röðun í sæti í prófkjöri því það er fólksins að meta það sjálft," sagði Ámi. ÁRNI: Grundvallarsjónarmið er að forsvars- menn í stjórnmálum gefl ekki út svona yfir- lýsingar um röðun í sæti í prófkjöri því það er fólksins að meta það sjálft. ÍRIS: Ég vissi að það væri á brattann að sækja, eins og alltaf fyrir lítið þekkt fólk í prófkjöri, þannig að útkoman var framar mínum björtustu vonum. GRÍMUR: Ég var að vonast til að ná lengra en geri mér grein fyrir að það var erfitt við þær aðstæður sem upp voru komnar Þegar hún er spurð hvort þessi góði árangur hafi komið á óvart. „Ég vissi að það væri á brattann að sækja, eins og alltaf fyrir lítið þekkt fólk í prófkjöri, þannig að útkoman var framar mínum björtustu vonum. Ég fann samt mikinn meðbyr þannig að í sjálfu sér komu úrslitin ekkert óskaplega á óvart þegar niðurstaðan lá fyrir.“ Nú ert þú að bjóða þig fram í fyrsta skipti og færð svona góða kosningu, ert þú ekki framtíðarleið- togaefni í kjördæminu? „Þetta er eitt skref, síðan ætla ég að standa mig eins vel og ég get, svo sjáum við hvert það leiðir. Ég fékk góða kosningu og er afskaplega glöð hvað þetta gekk allt vel upp. Listinn verður samþykktur á kjördæmis- þingi um næstu helgi og svo verður Landsfundur um aðra helgi. Ég tel að við séum með sterkan lista og hæfllega blöndu af reynslu og nýgræðingi. Það eru konur í þremur af fjórum efstu sætunum og í því felst mikil og jákvæð endumýjun." sagði Iris. Væri að ljúga segðist ég vera ánægður Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri lenti í 7. sæti listans og er ekki ánægður með þá niðurstöðu. „Ég væri að ljúga ef ég segðist vera ánægður en miðað við að ég stóð einn í baráttunni og var ekki með batterí á bak við mig eins og myn- dað var um ákveðna f'rambjóðendur get ég verið sáttur. Ég er þakklátur öllum sem studdu mig bæði uppi á landi og í Eyjum en þaðan kom mitt massafylgi. Ég var að vonast til að ná lengra en geri mér grein fyrir að það var erfitt við þær aðstæður sem upp voru komnar," sagði Grímur þegar Fréttir náðu tali af honum á Get ekki verið annað en þakklát „Ég get ekki verið annað en þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fékk í prófkjörinu," sagði íris Róbertsdóttir sem fékk 4. sætið á lista Sjálfstæðismanna. íris er for- maður Sjálfstæðisfélags Vestmanna- eyja en hefur ekki verið áður í fram- boði til alþingis- eða bæjarstjómar. Árangur Árna Johnsen kom mörgum á óvart en ekki honum sjálfum. Hann sýndi í kosningabaráttunni nú að hann kann leiðina að hugum fólks og ræktar vel garðinn sinn. Það sýndi hann í vetur þegar hann stóð fyrir fundaherferð um allt Suðurkjördæmi þar sem málsmetandi menn á hverjum stað lýstu stöðunni. Fyrir prófkjörið núna fór hann aftur af stað með fundaherferð sem skilaði honum öðru sætinu þó hann hefði vind- inn í fangið. Um 60 manns mættu á fundinn hjá honum í Kaffi kró á fimmtudaginn síðasta og þau voru ekki mörg vafaatkvæðin sem þar voru mætt. Og enn og aftur sýndi Árni að hann er fyrst og fremst maður fólksins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.