Tíminn - 21.09.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.09.1963, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Vegakerfið og ríkisstjórnin Á árunum fyrir 1958 var mikið unnið að íslenzkum vegamálum, mikið lagt af nýjum vegum og stórfelldar endurbætur gerðar, enda fór tækni í vegagerð mjög vax- andi á þeim árum. Þetta stafaði af bví, að Framsóknar- flokkurinn gat ráðið því að ríkið lagði eins mikið til vegamála og nokkur kostur var, þó að íslendingar hafi aldrei getað lagt nóg til vega, vegna þess hve þörfin er brýn og vegakerfið mikil lífæð íslenzks atvinulífs og allra samgangna á land hér. En í tíð núverandi ríkisstjórnar, hefur qrðið stórfelld afturför í þessum efnum, einmitt þegar nauðsyn var nýrra átaka vegna síaukinnar notKunar og slits veganna Framlög til ve^a hafa stórlega dregizt saman, þegar til- lit er tekið til kostnaðar við vegagerð, þó að krónutala hafi eitthvað hækkað. Þetta hefur einkum komið fram á viðhaldi veganna, sem er nú að dómi allra vegfai'enda í aiveg sérstöku ófremdarástandi vegna naumra framlaga hins opinbera. Eru margir aðalvegir landsins oft og einatt þannig, að þeir verða að teljast ófærir venju.'egúm ökutækjum, og slit og skemmdir á farartækjum af þessum sökum svo ofboðslegt, að einstaklingar og þjóðin í heild bíða við þáð stórtjón. Jafnvel ýmsar meginflutningaleiðir landsins eru þannig, að þær verða fremur kallaðar vegleysur en vegir. Fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar lét nærri, að tekjur ríkisins af ökutækjum og benzím i'æru aftur til vega- kerfisins og um 1950 og áður bætti ríkið allmiklu við þá upphæð til veganna. En nú hefur þetta alveg snúizt við. Ríkið leggur ekki einu sinni tekjur sínar af öku- tækjum til vega, heldur hirðir til annarra þarfa tugi og hundruð milljóna af þeim tekjum í landi eins og íslandi hlýtur það að vera eðlilegt, að píkistekjum af ökutækjum sé öllum varið til vegakerfis- ins, og raunar þyrfti að bæta við þá upphæð, ef vel væri. Hitt er óheyrilegt með öllu, að hafa á þessu háttalag .þessarar ríkisstjórnar, sem notar su ndurgrafið og ófull- nægjandi akvegakerfi þjóðarinnar til skattheimtu í ríkiskassa til annarra og óskyldra útgjalda!! Frammistaða ríkisstjórnarinnar i vegamálum þjóð- arinnar er eitt hörmulegasta van»-æksludaemi duglausr- ar afturhaldsstjórnar, og hefur valdið landsmönnum cr á eftir að valda þeim meira tjóni en metið verði í töl- um í fljótu bragði. Þessi vanræksla, einkum í vega- viðhaldinu, hlýtur að koma niður í þyngri byrgðum á næstu árum til þess að koma þessum framfararrrU um í sæmilegt horf. En í þessurn efnum verður tafa- laust að snúa við, og þar verður næsta þing að taka { tauma ríkisstjórnarinnar. Fækkar sauðfé? Sauðfjárslátrun er að hefjast. Fregnir herma, að slátr- að verði um 700 þús. fjár en þaö sc um 5% færra en i fyrra. Stafar það af því, að nokkru tærra sauðfé var á fóðrum í landinu s.l. vetur en arið áður Sauðfé hefur farið fjölgandi frarn að síðasta an, en nú virðist gæta nokkurrar fækkunar. Mun eiga bátr i því sú verðskipting milli búvara, sem átt hefur sér stað, svo að hallað hefur á sauðfjárafurðir. Bændasamtökin hafa nú lagt fram ákveðnar tillögur um leiðréttingai. og er vart hægt að ímynda sér annað, en þær nái fvam að ganga. Stdrmenni list f LOK júnímánaðar s. 1. lét Gustaf Griindgens af störfum aðal leifchússtjóra við „Hamburger 5chauspielhaus“, eins frægasta leiksviðs Þýzfcalands, sem á þess- um mikilhæfa leikara og hagsýna leik-hússtjóra að mestu frægg sína ag þakka. Gustaf Griindgens er fæddur aldamótaárið 1900 í Dusseldorf. Foreldrar hans voru stóriðnrekand inn Arnold og kona hans Emmy Griindgens. Hæfileika sína hefur Gust'af sennilega erft frá hinni listhneigðu móður sinni, sem var gáfuð l'jóðasöngkona. Vegna þjóð- félagsstöðu sinnar sem auðmanns- frú, kom Emmy Griindgens þó aldr ei fram opinberlega — í hinu góð- borgaralega Þýzkalandi Wilhelms II. keisara þótti það ekki viðeig- andi. Hin sérstæða gáfa Gustafs .Griindgens var öllum hulin allt fram á unglingsár hans. f skóla spjaraði hann sig rétt sæmilega, og við skólal'eiksýningar fékk hann að vísu stundum að leika með, en hann sýndi enga sérstaka hæfi- leika. Fyrri heimstyrjöldin skall á og sautján ára gamall varð Griind- gens fótgönguliði í hersveitum keisarans; hann var fullur af víga- hug unglingsins. Þótt undarlegt megi teljast, var það einmitt á vígvöllunum, sem leikgáfu Griindgens var veitt at- hygli ag verðleikum í fyrsta sinn: hann varð leikari við víglínuleik- hús hersins. Stríðinu lauk 1918 og Þýzkalandi blæddi — upphlapp og innanlands óeirðir komu í stað daglegs brauðs, kommúnisminn blómgaðist, verð- bólgan fór sem eyðandi eldur um löndin — hjá hinni annars smá- smugulega reglusömu þjóð ríkti alger ringuireið — „das deutsche Chaos“ — þjóðin var sem lötnuð og hafði misst trúna á framtíðina. En það hafði Gustaf Griindgens ekki! Strax við stríðslok fékk hann reglubundna tilsögn í leiklist í heimabæ sínum Diisseldorf; hann hélt leiklislarnáminu áfram um árabil og lék á námsárum sínum við ýmis próvinsleikhús í Rúhrhér- aði og víöar. Á þessum árum kynntist hann systkinunum Klaus og Eriku Mann, börnurn rithöfundarins Thomasar Manns, Gustaf og Erika gengu í hjónaband. Klaus Mann, unnusta hans Pamela, Erika og Gustaf Griindgens ferðuðust saman um landið og léku — mest í leikritum af tvíræðara taginu — hópurinn naut þess að hneyksla áhorfendur sína og lék gjarnan á grófustu strengi. Leikflakki Grúndgens lauk að sinni í Hamborg. Hitler kom til valda 1933 Gustaf Grundgens í Faust-hlutverkl. sem við höfðum starfað og leikið með, rökrætt og þrætt við, gert sameiginlega áætlanir með og ætíð haldið góðri vináttu við — að sá sami sitji nú við borð þessarar ríkismarskálksófreskju?“ (Hermanns Görings). EN GUSTAF Grundgens fór sin- ar eigin götur; honum var leiklist in fyrir öllu, og hann lék af lífi og sál. Mephisto-túlkun hans í snilldarverki Goethes, „Faust“, í Berlín færði honum samstundis þann sess, sem hann skipar enn í dag: mesti skapgerðarleikari þýzkr ar tungu. Berlín var gripin hreinu Grúndgens-æði: „Der grosse Grúndgens!" Svipbrigði hans, radd beiting, látbragð og einstakur hæfileiki til innlifunar i hlutverk- °S in, gerðu hann að mesta leiksnill- brúna pestin lagðist yfir gervallt (jngi Þjóðverja. Hann var hinn ianöið. Þýzkir myndlistamenn,! mikli töframaður, sem lagði hina skáld, l.eikarar, leikstjórar, heim- spekingar, tónlistarmenn og vís- indamenn flýðu land í unnvörpum ásamt Gyðinga-intelligensíunní; Mann-fjölskyldan var meðal flótta mannanna. Gustaf Grúndgens varð mjög svo vandlátu höfuðstaðarbúa að fótum sér kvöld eftir kvöld, ár- um saman. í „Faust“, þeim leik, sem Þjóðverjar unna mest og al- menntdct mnnu hugtökin „Grúnd- gens“ og „Mephisto" saman í eitt aftur á móti aðalleikhússtjóri við ; hugum og hjörtum fólksins: Eng Borgarleikhúsig í Berlín um þetta -'eyti. „Eg var ekki í andspyrnuhreyf- mgunni“, sagði Grúndgens eitt sinn og glotti við. Mágur hans, Klaus Mann, segir um hann í ævi- minningurrs sínupi, skrifuðum í útlegðinni í Bandaríkjunum: „Hvernig getur það verið, að hann, inn Mephisto án Grúndgens! Hann naut hyllinnar og gat jafn vel leyft sér þann munað að halda verndarhendi yfir nokkrum Gyð- ingavinum í Berlín; í þá daga var það mikill lúxus Hann vann alltaf af miklu kappi. Sem aðalleikhús- stjóri sýndi hann frábæran dugn- að og stjórnsemi; leikhúsið bar sig ágætlega fjárhagslega undir stjórn hans; hann var alltaf gæt- inn í fjármálum og reiknaði gjarn an í pfenningum. Hann vildi ekki veita leikhúsi forstöðu, sem rekið væri með halla. Grúndgens safnaði að sér til Berlínar öllum beztu leikkr öf tum N azista-Þýzkalands, sem ekki voru þegar flúnir úr landi, af leikhúsi hans bar æ meiri ljóma. Hin fyrstu ár seinni heimsstyrj- aldarinnar lék hann í Borgarleik- húsinu. Hitler, Göbbels og Göring voru alltaf tíðir gestir ásamt öðr- um háttsettum nazistum, og klöpp uðu honum lof í lófa. Berlínarbúar gleymdu við leik hans um stund skelfingum stríðsins, sem þá höfðu jafnvel nág höfuðstaðnum: „Der Grúndgens! Der grosse Grund- gens!“ En hvað gerir ekki sá hinn sami Grúndgens? Hann gerist ár- ið 1943 sjálfboðaliði í Wehrmacht Hitlers, án þess þó að hætta störf um leikhússtjóra Borgarleikhúss- ins — hann fer sem fyrr eigin göt- ur. Árið 1944 er öllum leikhúsum landsins lokað. Göbbels lætur þá dagskipan út ganga hinn 1. sept. — leikhús eru of hættulegar gildr ur fyrir fólk, því ag loftárásir bandamanna harðna dag frá degi. í stríðslok gripu Rússar hinn fræga leikara og stungu honum inn sem striðsglæpamanni. Grundgens segir um þá daga: „Það var ægileg! ég hélt, að (ég mundi ekki sleppa Framhaiá á 13. síðu T I M I N N , laugardaglnn 21. september 1963 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.