Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 2
 MIÐVIKUDAGUR, 3. júní. NTB—Helsingfors. — Fínmski rithöfunduirinn Frans Emil SUlanpaá lézt að heim'ili sínu í Helsingfors í morgun. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nó- bels 1939. NTB—Moskvu. — Harold Wil- son, leiðtogi brezka Verka mannaflokksins, lagði til í dag, að haidinn yrði fundur æðstu manna ár hvert þegar allsherj arþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman til haustfundar. NTB—Londcm. — Bretar munu færa út fiskveiðilögsögu sína í sambandi við sáttmálann, sem gerður var á Lundúnaráðstefin- unni. NTB—Stokhólmi. — 6 ára drengur hefur bjargað tveim smábörnum frá drukknun í þessari viku. NTB—Moskvu. — Moskvublað ið Pravda ákærði í dag Kím- verska Kommún'istaflokkinn fyrir að reyna að ná valdi yfir erlendum kommúnistaflokkum með mútum. ,NTB—Brussel.— Verzlunarjöfn uður EBE gegn þriðjalandi er nú óhagstæður um 1700 mill- jarði. Fyrir fjórum árum var hann hagstæður um 43 milljarði NTB—Nicósíu. Fimmtugur Kýpur-Tyrki var skotinn til bana á Kýpur í dag. NTB—Stokkhólmi. — Þekktur íþróttafréttaritari í Gautaborg og kona hans voru myrt um helgina. NTB—Kaupmannahöfn. Sósíal- demókratair og Róttækir vinstri mcnn munu halda stjórnarsam vinnu sinini áfram, ef þeir halda meirihluta Við kosning- aimar í liaust. NTB—Vientiane. — Allt bend ir til þess, að árásir Pathet Lao-kommúnista í Laos séu að hætta. Stjórnarkreppa í Noregi vegna kjaradeilu bænda? NTB-Osló, 3. júní. Margt bendir til þess, að ný stjórnarkreppa skapist í Noregi í fyrramálið vegna tillögu ríkis- stjórnarinnar um, að deilunni um verð á landbúnaðarvörum verði vísað til kjaradóms, eftir að slitn- aði upp úr viðræðunum í fyrra- dag. Flokksformenn borgaralegu flokkanna fjögurra munu snemma í fyrramálið leggja fram tillögu í þinginu |im, að ríkisstjómin skuli taka upp samningaviðræður á ný, og oddaflokkurinn í þing- inu hefur lýst því yfir, að hann geti ekki stutt kjaradómstillögu ríkisstjórnarinnar. Ef tillaga borg aralegu flokkana verður sam- þykkt, mun Verkamannastjómin segja af sér. Borgaralegu flokkarnir hafa lýst því yfir, að þeir muni á morg GOLDWATER Framhald af 1. síðu. fomíu veittu Goldwater foryst una á ný og jók hann síðan mismuninn jafnt og þétt og hafði um 40 þusund atkvæða meirihluta í lokin. Kalifornía sendir 86 fulltrúa til þings republikana, sem hefst 13. júlí, en það kýs frain bjóðanda til forsetakosningana í haust, og hefur Goldwater alla þessa fulltrúa á bak við sig. Hefur hann því góða ástæðu til að líta vongóðum augum fram til þingsins, þó að hann hafi að vísu ekki að baki sér öll þau 655 atkvæði, sem nauðsynleg em til sigurs. Er búizt við að hægrimenn innan flokksins muni leggja hart að fulltrúum Ohio og Wisconsin til þess að fá þá til að styðja Goldwater, en það mundi nægja honum til sigurs. Aftur á móti eru margir hinna öfgalausu fLokksmanna hræddir við hugsanlegt fram- boð Goldwaters og telja, að það geti valdið algjörum klofningi í flokknum. Er talið víst, að þeir tnuni skipuleggja áróðurs- herferð gegn Goldwater í því skyni að reyna að stöðva hann. í prófkjöri demókrata vann fyrrverandi blaðafulltrúi Kenn edys forseta, Pierre Salinger, öruggan sigur yfir andstæðing sínum, Ulan Cranston. Salinger mun nú reyna að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður fyr ir Kaliförníu, og verður kvik- myndaleikarinn George Murphy frambjóðandi repúblik ana. un leggja fram tillögu í norska þinginu um, að ríkisstjórnin taki að nýju upp viðræður við bænda samtökin um verð á landbúnaðar- vörum á grundvelli þess, að bænd ur fái sömu tekjuaukningu á klukkustund og lægstlaunuðu verkamennimir fengu samkvæmt úrskurði ríkislaunanefndar. Finn Gustavsen, formaður Sosialistisk Folkeparti, sem hefur oddaaðstöðu í þinginu, lýsti því einnig yfir í kvöld, að hans flokkur myndi ekki fallast á kjaradómstillögu ríkist j órnarinnar. Það er algjörlega Ijóst, að ríkis stjómin mun líta á tillögu borg aralegu flokkana sem vott um van traust og ef sú tillaga verður sam þykkt í þinginu, þá mun ríkisstjóm in segja af sér. Tillaga ríkisstjórnarinnar um kjaradóminn verður lögð fram á aukafundi í Óðalsþinginu í fyrra- málið kl. 9. 45 að íslenzkum tíma J5 mínútum síðar kemur Stór- þingið saman og þá munu borgara J legu flokamir leggja fram tillögu sína. ORLOFSHÚS A.S.f. Framhald af 1. siðu. 40 ferm. timburhús á steyptum grunni með anddyri, skála ásamt eldhúskrók, þretn svefnklefum, salerni og steypibaði. Steyptur skjólgarður er við hvert hús og myndar hið ákjósanlegasta sól- skýli. Lokið er við að grafa fram ræsluskurði, leggja vegi og byggja brýr. Einnig hefui- verið gerð stór og dýr rotþró með jarðsíum, sem klóaki og skolpi verður veitt í. Undanfarið hefur verið unnið að því að bora eftir heitu vatni. Ekkert heitt vatn fébkst úr fyrstu borholunni, og er nú byrjað á annarri borholu nokkm nær-Hvera gerði. Áætlað er að koma á fót í Ölf usi hinu svokallaða motel-fyrir- komulagi. Verður byggt hótel, úti sundlaug og 33 einbýlishús. Er á. ætlað að bæta 11 húsum við þegar á næsta ári og síðan hótelinu, sundlauginni og öðmm væntanleg um mannvirkjum strax og hægt cr. Dvalargestir eiga að geta valið um að búa á hótelinu eða að mat- reiða fyrir sig sjálfir. Þarna verður komið upp finnskum baðstofum, barnaleikvöllum, listasafni og fleiri mannvirkjum. Snæfell hefur annast byggingu húsanna- Eru þau smíðuð á verK- stæði fyrirtækisins og síðan sett saman á staðnum. Samningurinn við Snæfell er upp á 8.S milljónir króna, og er þá innifalinn allur frágangur, lögn vatns, skolps, hita og rafmagns og sléttuu lóðanna. Verkstjóri er Ámi Gestsso.i, Reykjavík. Þau 22 hús, sem nú eru í smið- um, hafa þegar verið keypt af verkalýðsfélögum á Akranesi, Hafnarfirði og Reykjavík. Er verð ið á þeim til félaganna um 250.000 krónur. íþrótiir getað gefið mörk. Yfirburð ir Middlesex voru þó miklir og hefði það átt að vinna með meiri yfirburðum. Dómari í leiknum var Haukur Óskarsson og dæmdi vel. SÍLDIN Framhald at 1. síðu. Síldin er stór og falleg. Jón Kjartansson kom með 850 mál til Eskifjarðar í gærkvöldi, og fór alit í bræðslu. Síldarbræðsl an er í þann veginn að taka til starfa á Eskifirði, og á hún að geta afkastað um 3000 málum á sólarhring. Jón Kjartansson fór strax aftur út á miðin í nótt. Hjá Fiskifélaginu fengum við þær upplýsingar, að síldarskýrslu mætti fara að vænta um miðjan mánuðinn, en þá taka síldarleit irnar við á Siglufirði, Raufarhöfn og á Seyðisfirði. Verða síldar- skýrslurnar lesnar í útvarpinu á þriðjudagskvöldum í sumar. SAMNINGARNIR Framhald af 1. siðu. trúa ríkisstjórnarinnar og atvinnu rekenda. Er þess vænzt, að ríkis- stjórnin muni bráðlega kalla full- trúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda á sinn fund og halda viðræðunum um kjaramálin áfram. Islenzkur skemmtigarður við Akra í Norður-Dakota FB-Reykjavík, 3. júní% Hinn kxmni Vestur-íslendingar Richard Beck og kona hans, frú Margrét, eru komin til landsins, og hyggjast þau dveljast hér fram í september. Hjónin munu ferðást um landið og m. a. verða viðstödd hátíðahöldin á sjómanna daginn og 17. iúní hér í Reykja vík, þjóðhátíð Vestmannaeyinga og ýmislegt annað. Richard Beck ræddi við blaða- menn í gær, og sagði þá frá mörgu, sem er á döfinni meðal Vestur-íslendinga og flutti einnig kveðjur frá þeim til kunningja og ; vina hér á landi. Hann sagði, að | 2. ágúst í sumar yrði Mgður fs- lenzkur skemmtigarður í grennd við Akra í Norður-Dakota. Nefnist garðurinn Icelandic State Parx, og er helmingur landsins undir hann gefinn af systkinunum Gunn- laugi Gunnlaugssyni og. systur hans Lóu, en þau eru börn Egg- erts Gunnlaugssonar, Magnússonar frá Baugaseli í Eyjafjarðarsýslu og Rannveigar Rögnvaldsdóttur konu hans frá Skíðastöðum í Skagafirði. Þá verður minnzt 75 ára afmæ’- is ísl. þjóðhátíðarinnar í Kanada, 3. ágúst, en þetta er ein fjöl- ; mennasta íslendýiga-skeimmtun | þar vestra. Hefur Bjarna Bene- : diktssyni forsætisráðherra og frú hans verið boðið til þessarar há- tíðar. í sumar verður einnig reist ur minnisvarði um Vilhjálm Stef- ánsson landkönnuð í Nýja íslandi, og er það gert á vegum þjóð- ræknisfélagsdeilda og stjórnar- deildar þeirrar, sem sér um við hald og uppsetningu sögulegra minnismerkja. Dr. Richard Beck flytur for- seta íslands kveðju frá ríkisstjóra N-Dakota en í ár er minnzt 75 ára afmælis fylkisins. Þetta er 1 6. sinn, sem dr. Beck kemur hing að, frá því hann fluttist af landi brott árið 1921, en frú Margrét kona hans hefur komið hingað tvisvar áður. NTB—Seoul. — Herlög gilda nú í Seoul, höfuðborg Suður- Káreu, vegna uppþota stúd- enta. 10.000 stúdentar fóru í kröfugcingur i dag gcgn ríkis stjórninni og lentu i höirku- bardögum við Iögregluna. NTB—Boden. — Mesti voipna- þjófnaður í sögu Svíþjóðar var | framinn einhvern tíma í þessari S viku. Var 50 vélbyssum og t fjöldi annarra byssutegumda | stolið úr birgðageymslum | sænska hersins. NTB—Moskvu. — Sovétzka tímaritið Kommunist birti í dag lista yfir 52 kommúnistaflokka sem stySja Sovétríkin í deii- j unni við Kínverja. 92 kommún istaflokkar eru til f heiminum. NOTA BLÖKK KJ-Reykjavík, 3. júní. Sjóslysanefnd, er tók til starfa á s.l. hausti samkvæmt ákvörð- un Alþingis, hefur nú sent frá sér greinargerð um störfin fyrstu mánuðina. Nefndin hefur rannsak- að sjópróf vegna sjóslysa, er orðið hafa, og greinir frá niðurstöðum þeirra rannsókna, auk þess sem hún kemur fram með tillögur, er miða að auknu öryggi síldveiði- skipa, er útbúin eru með kraft- blökk við síldveiðar. Sjóslysanefndin mælir eindregið með því að reglum skipaskoðun- arstjóra um hleðslu á vetrarsíld- BÁ TADEKKI OG KRAFT- ORSAKA OFT SJÓSL YS veiðum verði stranglega fram- fylgt, en um vetrarsíldveiðar hef- ur nefndin einkum fjallað. Notkun kraftblakkar á síldveiðum hefuu haft það í för með sér að skips- tapar hafa aukizt ískyggilega, og skipin farizt á þann hátt, að þau hafa lagzt á stjórnborðshlið og sokkið — hlaðin eða tóm. Á þetta við um síldveiðiskip frá 65 brúttó lestum og upp í 150 lesta skip úr tré og stáli — gömul og ný. Helm ingur þeirra hafði stundað veiðar í öllum veðrum í hálfan annan áratug, en fórust eftir að gerðar höfðu verið á þeim breytingar vegna kraftblakkarinnar. Nefndin dregur þá ályktun, að breytingar á eldri skipum séu þeipi ofviða, og hefur rætt þann möguleika að banna öllum skipum 150 br. lestir og minni að hafa nótina á báta- palli, heldur á aðalþilfari. Jafn- framt að eigendur verði skyldaðir til að láta gera fullkomna stöðug leikaútreikninga á skipum sínum. Til tals hefur komið að banna notkun hillna í lest á síldveiðum, og einnig að stilla upp stíum í allri lestinni. Rætt hefur verið innan nefndarinnar að botngeym- ar verði engir fyrir kjölfestu, held ur verði hún steypt í lestarbotn og annars staðar, til frambúðar. Einnig að kjölfestan verði ákveð- in á tæknilegan hátt. Reynsluleysi þekkingarleysi og vanmat á að- stæðum hefur að dómi nefndar- innar orsakað sum sjóslysin. Nefndinni er ljóst, að við ramm- an reip er að draga, hvað snertir takmarkanir á hleðslu síldveiði- skipanna og veldur þar að íslend ingar hafa í marga áratugi of- hlaðið síldveiðiskip sín, svo að hér er um stórt fjárhagslegt at- riði að ræða fyrir sjómenn og útvegsmenn. 2 TfMINN, fimmtudaginn 4. |ú>nf 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.