Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 13
Lánsútboð Bæjarstjórn Kópavogskaupstaðar hefur ákveðið að bjóða út 5 milljón króna skuldabréfalán vegna vatnsveituframkvæmda í Kópavogi. Út eru gefin handhafa skuldabréf með þrenns konar verðgildi að fjárhæð kr. 1000,00 — kr. 5000,00 og kr. 10.000,00. Bréfin endurgreiðast á 15 árum eftir útdrætti. Þau eru með hæstu löglegum vöxtum fasteignalána eins og þeir verða á gjalddaga hverju sinni.- Láninu verður varið til nýbyggingar og endurnýj- unar á vatnsveitukerfinu. Bréfin eru til sölu á þessum stöðum: í bæjarskrifstofunni í Félagsheimilinu, Sparisjóði Kópavogs og Búnaáarbanka íslands — aðalbank- anum í Reykjavík. Sérstaklega er skorað á Kópa- vogsbúa að flýta fyrir vatnsveituframkvæmdum í bænum með því að kaupa bréfin. Kópavogi, 1. júní 1964 Bæjarstjórinn Byggingafélag verkamanna í Reykjavík TIL SÖLU 3ja herb. íbúð í 6. byggingarfl. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta forkaupsréttar leggi inn umsóknir sínar fyrir kl. 12 á hádegi 8. þ.m. í skrifstofu fé- lagsins, Stórholti 16. Stjórnin FRYSTIHUSSVINNA Nokkrir duglegir karlmenn óskast til vinnu í frysti húsi okkar að Skúlagötu 20. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. Sláturfélág Suðurlands. GERÐARDÓMSLÖGIN Framhald af 8. siðu. annað sjónarmið en ríkir í öðrum löndum heims, þar sem verkfræð ingar eru eftirspurðasta vinnuafl ið. Nú eru yfir 70 íslenzkir verk- Ifræðingar starfandi erlendis en aðeins um 250 hér heima. Fjölgun ' verkfræðinga hlutfallslega hér á landi er mun hægari en hjá ná- grannaþjóðunum. Þessi þróun er alvarlegt íhugunarefni fyrir þjóð ina. Hugsandi menn vita það, að raunvísindi og tækni er undirstaða verkmenningar þjóða og forsenda velmegunar þeirra. Mátturinn til lífsbjargar er fyrst og fremst kom in undir kunnáttu einstaklinganna í jþessum efnum. Það er ófrávíkjanleg krafa Verk fræðingafélags íslands, að um- rædd lög verði felld úr gildi svo verkfræðingar fái aftur full mann réttindi og íslenzk verkmenning geti þróazt á eðlilegan hátt, landi og þjóð til heilla. Reykjavík, 20. maí 1964. Stjóm Verkfræðingafélags fslands. ORLOF Framhald af bls- 6- og eru hinar ýmsu orlofsnefndir mjög einhuga um framgang þess. Orlofsnefndin í Reykjavík opnaði skrifstofu að Aðalstræti 4 uppi þann 1. júní, þar sem tekið verður á móti umsóknum um oc- lofsdvalir fyrir konur á. öllum aldri. Dvalið verður í Hlíðardalsskóla að þessu sinni. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 3—5 e- h. nema laugardaga. Sírni 21721. HEIMSSÝNINGIN Framliald af 9. síðu. handofin teppi í sýningarskála Marokkó. Þar voru börn að vefa og múgur manns að horfa á þessa heimsfrægu vinnu, sem börnum er fengin í Austurlönd nm Handan við tjöldin var sýn ingahús Grikkja, og þaðan heyrðist söngur. Við runnum á hljóðið og komumst að raun um, að leikið var af plötum, en fjmir bragðið sáum við grískan heimilisiðnað, afar fallegan. Þessi þriggja manna hópur dreifðist nú fyrir fullt og allt. Undirritaður fór í búðir Afríku ríkjanna, hinna svörtu og ný- frjálsu, og kom í þann mund sem danssýning var að heíj- ast. Þessi danssýning er end- urtekin með stuttu millibili all an daginn. Þátttakendur eru um tuttugu, karlar og konur, fuilvaxta og ungií. Þau döns- uðu og sungu af list heimkynna sinna. Kynbræður þeirra meðal áhorfenda horfðu á dansinn dimmum, spurulum, djúpum augum. Svo mikið bar á miíii þeiri'a, sem dönsuöu og sam- litra áhorfenda, að sennilegi hefur enginn meðal þeirra síð- ar nefndu kunnað dansana eða skilið söngvana eða boðið í grun um hvað þeir snerust fremur en hvítum áhorfanda. Eftir þessa sýningu var gott að hvílast stundarkorn á tjam- arbakkanum hjá Unisphere, hnattlíkaninu, sem er tákn heimssýningarinnar og blasir við augum nær hvarvetna á sýningarsvæðinu og víðs veg- ar utan við það.' Dagur leið að kvöldi, einn dagur á heimssýningunni í New : York. Menn áætla þrjár vikur til mánuð til þess að skoða hana alla, én á þessum degi virtist mér ógjörningur að á- ætla neitt um það. Eg valdi kínversku sýninguna, gamla kínverska list, að síðustu — og bjór og rækjur úr Kyrra- hafinu undir stráþ^ki Polynes- íu á undan jámbrautarferð til Manhattan. — BÓ. —------------------------------ HEIMA OG HEIMAN Framhalc ai bls 3 Menn draga í efa, að hægt verði að aðlaga líffærin að þyngdarleys inu. Helzt hafa menn látið sér til hugar koma tæknifræðilega lausn reyna að framieiða aðdráttarafl í geimförin, láta geimförin snúast þannig, að miðflóttaaflið, sem far þeginn mæti við það, geti alveg eða að nokkru leyti komið í stað- inn fyrir þyngdaraflið, sem líf- færin þarfnist. S.TÁLFVIRK Framhald af 6. síðu. frávik í blöndunarhlutfölium innan við 1%. Sementinu er blásið með þrýstilofti í sérstök geýmslusíló, og þaðan flutt x sementsvigtina. Afköst stöðvarinnar eur 60—80 rúmmetrar á klukkustund, og fyrst í stað verður aöeins afgreitt í hræribila stöðvarinnar, fyrst um sinn, en verður væntanlega síðar afgreidd fullhrærð til viðskipta- vina þarna á staðnum. Steypubílarnir eru af Scania Vabis-gerð, og hinir fullkomnustu í alla staði. Fratnleiðandi stöðvárinnar er þýzká fyrirtækið George Stetter K.G., og hafa tveir sérfræðingar frá verksmiðjunni haft umsjón og ábyrgð á allri uppsetningu stöðvar innar. Stöðvarstjóri verður Jón Ólafs- son, en framkvæmdastjórar Verk h.f. eru þeir Kjartan Blöndal og Birgir Frímannsson yerkfr. Perú, sem var skorað rétf fyrir leikslok, en dómarinn taldi markið ólöglegt. Nú hefur hihs vegar komið í ljós, að markið var í alla staði Iöglegt — og sannar það kvikmynd, sem tekin var af leiknum. BANDARÍKIN Framhald af 7. síðu. þess að komast á burtu frá Suður-Vietnam, en ekki til þess að vera þar kyrrir. Markmiðið ætti að vera að hverfa aftur að Genfarsamningnum frá 1954 og Frakkar kynnu jafnvel að fást til að stuðla að því. Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakka, gaf fyrir skömmu í skyn með ummælum sínum, að þetta væri i raun og veru það, sem de Gaulle forseti hefði í huga. Ekki er víst, að vilji Banda- ríkjamanna til að semja á þessum grundvelli, leiði til samkomulagsumleitana í bráð, hvað þá friðar. Hervald er óhjákvæmilegt ef takast á að koma kommúnistum að samn- ingaborSinu og fá sanngjarnt samkomulag rætt. En aukin hernaðarátök ein yrðu aðeins til þess að endurtaka sömu skyssur og áður, nema samtím- is sé gefinn kostur á samkomu- lagsúmleitunum. ASalfundi Loftleiða, sem boðaður var 19. þ. m., verður frestað til föstudagsins 26. þ. m. Fundur- inn verður í Tjarnarcafé uppi og hefst kl. 2 e. h. Dagskrá óbreytt. Stjórnin. OfíltlDlfí Ritarastaða Vita- og hafnarmálaskrifstofan óskar eftir að ráða stúlku til vélritunarstarfa. Þarf að hafa góða kunn- áttu í vélritun. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Væntanlegir umsækjendur komi til viðtals á skrif- stofuna næstu daga frá kl. 9—12. INNHEIMTUSTÖRF Áreiðanlegur og reglusamur maður, helzt vanur umfangsmiklum innheimtustörfum, óskast til starfa sem fyrst. Bílpróf nauðsynlegt. Umsækj- endur vinsamlegast leggi inn upplýsingar um nafn heimilisfang, aldur og fyrri störf til afgreiðslu blaðsins fyrir 10. þ.m. merkt: Co—13. Verkafólk - Síldarvinna Síldarstúlkur og karlmenn, vantar á nýja söltun- arstöð á Raufarhöfn. Nýtízku íbúðir og mötuneyti á staðnum. Upplýsingar 1 síma 36, Raufarhöfn eða 50165, Hafnarfirði . ,,... Stér miðstöðvarketill Viljum kaupa stóran miðstöðvarketil (30—60m*) með brennara. Upplýsingar veittar hjá Einarsson & Pálsson, Grensásvegi, 12, sími 13890. Samtök um hitaveitu í Arnarnesi. Ritari Stúlka óskast til ritarastarfa við Borgarspítalann nú þegar. Vélritunar- og málakunnátta nauðsyn- leg. — Upplýsingar gefur yfirlæknir. Reykjavík, 3. júní 1964. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM T í M i N N , fimmtudaglnn 4. iúmí 1964 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.