Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 9
DAGUR Á ••••••• ■ ••••■••• ■ — Pénninn þinn! sagði lítil blökkustúlka, sem stóð í röð- inni að þokast kringum stór- byggingu General Motors á heimssýningunni í New York. Penninn hafði dottið úr jakk anum mínum, en ég hafði farið úr honum og lagt hann á öxl- ina, því það var heitt í veðri, jafnvel í Skugga sýningarskál- ans. Sú litla fékk mér pennann. Hún var þarna með mömmu sinni, einni af þessum sællegu svörtu konum Bandaríkjanna. Þær mæðgur höfðu greitt vel úr blásvörtu stríðu hárinu svo það var efcki hrokkið eins og lambskinn heldur næstum slétt. Slíkar mœðgur vekja enga at- hygli í New York nema þær rétti penna, sem maður kann að hafa misst. Röðin mjakaðist áfram, og í henni fréttamenn útvarps og blaða í Reykjavík, sem Loftleið ir buðu til New York í tilefni þess, að félagið tók við Leifi Eiríkssyni, hinum nýja, glæsi- lega farkosti, sem kom hingað til lands s.l. föstudag. Frétta- mönnum til halds og trausts voru þrjár ungar mannesfcjur, sem starfa hjá Loftleiðum í New York, Hildur Hauksdótt- ir, Stefanía Guðmundsdóttir o-g Gylfi Sigurlinnason. Þau fluttu okkur á heimssýninguna í tveim ur afarlöngum leigubílum laust fyrir hádegi þennan sólríka dag og sáu um, að við kæmumst þar inn án þess að borga græn an túskilding — vegna atvinnu okkar — þótt skírteini væru útrurinin. Þetta Loftleiðafólk var okkur til ómetanlegrar að- stoðar á heimssýningunni sem endranær meðan við dvöld umst í boði félagsins í hinni miklu borg. Röðin þokaðist hringinn kringum bygginguna á þrem situndarfjórðungum. Að þeim tíma liðnum vorum við kom- in sömu megin við hana og lagt var upp í þessa hringferð, en nú að innganginum, þar sem Futurama — svo heitir sýn- ingin — sogaði til sín fólkið í stríðum straum. Futurama, eða framsýn, sýn- ir þá veröld og þau lífsskil- yrði, sem starfsmenn General Motors telja, að mannkynið eigi við að búa í framtíðinni. Við göngum inn í hringlaga forsal, stígum upp í rafknúinn stiga og erum í sömu andrá við for dyr hins ókomna, þar sem stól ar þokast inn á rennibraut. í hverju stólbaki er komið fyr- ir hátalara eða réttara sagt hvíslara. Maður hallar sér aft- ur á bak og heyrir röddina, sem byrjar að segja frá hinni nýju veröld mannkynsins. Nú skygg ir, stólabrautin sígur niður á við, stjörnuhiminninn birtist og geimstöðvar, eins og hjól að lögun, eru á reiki umhverf- is. Til hægri handar sléttur og fjöll á tunglinu og mannabú- staðir þar, vélknúin tæki á ferð. Röddin segir frá mann- flutningum frá jörðinni til ann arra hnatta, hún segir frá hag- nýtingu og byggingu frumskóg anna og heimskautanna, og hún segir frá því, þegar menn taka sér bólfestu á sjávarbotni og njóta þar ævintýralegrar feg- urðar. Allt þetta gefst okkur að líta til beggja handa um leið og stólabrautin þokast fram. Við sjáum stórborgir framtíð- arinnar með himingnæfandi stórhýsum, víðum völlum og bílabrautum á mörgum hæð- um, þar sem bílar geysast fram Þessi ferð um ókomna ver- öld tekur langa stund á mæli- kvarða úrskífunnar, en skamma á mælikvarða skynjunar. Á leiðarenda'stígum við af braut inni og komum þar sem sjá má nokkrar framtíðaráætl anir, sem eru að komast til framkvæmda. Þar eru bílar mjög áþekkir bílunum í Futu- rama, hvassbrýndir að framan til að kljúfa íoftið; bilar með glerþaki og mjúkum línum, lokaðir að neðan. Heimssýningin nær yfir gíf- urlegt svæði á þeim stað, sem heitir Flushing Meadow. Þar var mikil byggð áður en sýn- ingin var undirbúin. Sú byggð var rifin, og flestar byggingar á svæðinu verða jafnaðar við jörðu að sýningunni lokinni. Viðkomandi hefur verið gert að rífa sýningarskálana, flytja brott og grafa fjögur fet í Jörð niður. Við fórum í almenningsvagni vítt og breitt um sýningarsvæð ið eftir heimsóknina hjá Gene- ral Motors, og að því búnu upp á efstu hæð í byggingu, sem nefnist House of better living að snæða hádegisverð í boði Loftleiða á veitingastað, sem heltir Marco Polo Restaurant, Það er stórvertinn Gonrad Hil- ton, sem hefur opnað þennan veitingastað, en af honum fara þær sögur, að hann opni að meðaltali tvö veitingahús á dag í Bandaríkjunum nú í sumar. Og þarna uppi hjá Hilton snæddum við steikur eins og þær gerast hvað beztar á amerískan máta, en sú þjóð er meðal annars þekkt fyrir góð- an matartilbúning og þá ekki sízt fyrir þá list að steikja kjöt. Það máttum við reyna í þessari ferð, að það orð sem fer af bandarískri matreiðslu er ekki að ófyrirsynju, svo var Loft- leiðum fyrir að þakka. Eftir steikina og útsýnið af veröhdinni hjá Hilton dreifð- ust menn í smáhópa að skoða það, sem þeim lék mestur hug- ur á. Undirritaður slóst í för með riturum tveggja vikublaða að skoða búðir Afríkuríkja. Á leiðinni komum við að jap- önsku tehúsi, og þar fyrir ut- an stóð lítil japönsk dúkka úr holdi og blóði, í kimono. Aí henni vildu menn taka myndir, hvað hún leyfði og talaði við okkur af hinni frægu og ynd- islegu kurteisi þjóðar sinnar. Svo þurfti að kaupa filmur og taka fleiri myndir. Undirrit- aður gat ekki stillt sig um að bragða á ekta mokkakaffi, sem Arabar veittu í tjaldi, og þar í grennd komum við auga á Framhald é 13. sfðu Unisphere, tákn sýningarlnnar. Flestir heimssýningargestir fara um George Washingtonbrúna, yflr Hudsonfl|ót. Brúin er Ijósurn skreytt a3 næturiagl. TÍMINN, fimmtudaginn 4. iúní 1964 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.