Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS Þennan mánudag í maí vissu allir að stríðinu í Evrópu var lokið — þó að formlega yrði það ekkí fyrr en næsta dag. Fögnuð- urinn og lætin í Moskvu voru stórkostleg. Fjöldi manna fyllti götumar og biðu óþolinmóðir frétta, sem vitað var að gætu komið á hverri stundu. Clementine segir svo frá: „Ég á ógleymanlegar minningar frá síðustu vi'ku minni í Moskvu, vegna þess hve mikið gekk þá á. Það var 8. maí, lokasigurdagurinn 1 Bretlandi. í sendiráðinu heyrði ég rödd eiginmanns míns úr út- varpinu, þar sem hann tilkynnti frá Lundúnum það, sem allur heimurinn hafði beðið eftir.‘' Winston lauk útvarpsræðu sinni með orðunum: „Áfram Brittannia! Lengi lifi málstaður frelsisins! Guð blessi kónginn!“ „Monsjör Edouard Herri'ot, franski stjórnmálasnillingurinn og kona hans, sem nýlega höfðu ver- ið frelsuð úr áþján og hörmung- um þýzkra fangabúða, voru með okkur í Moskvu“, sagði Clemen- tine. „Eftir að hafa hlýtt á út- varpsræðuna, sagði Herriot við mig: „Sennilega þykir yður það ekki karlmannlegt af mér að tár- íella. En ég var einmitt að hlusta á hr. Churchill. Ég heyrði rödd hans síðast daginn í Tours 1940, þegar hann hvatti frönsku stjórn- ina til að halda fast á sínu, og halda baráttunni áfram. Orð leið- togans þennan dag voru ógleym- anleg. Þégar ég heyrði svar frönsku stjórnarinnar og vissi, að þeir hygðust láta af baráttunni, streymdu tár niður vanga hr. Churchills. Svo að þá munuð þér ski'lja, hvers vegna ég tárfelli í dag.“ “ í London fór Winston til þakk- arguðsþjónustu í kirkju heilagr- ar Margrétar í Westminster, en Clementine sótti á sama tíma guðsþjónustu í brezka trúboðs- húsinu. Fyrir altari þjónaði liðs- foringi i konunglega sjóhernum, sem var meþódistaprestur, en „rauði biskupinn“ af Canterbury, dr. Hewlett Johnson, prédikaði, en hann hafði komið til Moskvu daginn áður. Clementine stakk upp á að biðja hann að prédika. Dr. Hewlett Johnson byggði hjart- næma ræðu sína á dauða Roose- velts forseta. Clementine átti þess ekki kost að vera með Winston hinn sögu- lega og stórkostlega dag, er hann fór úr Downing Street 10 til Neðri málstofunnar, til að lýsa þar yfir sigri í Evrópu. Hún átti þess ekki kost að sjá þær þúsundir manna, sem söfnuðust saman á þingtorg- torginu, fagnandi og hrópandi: „Gamli, góði Winnie!", en hún heyrði hrópin í gegnum útvarpið og heyrði því lýst, hvernig bif- reið forsætisráðherrans var næst- um ýtt til þinghússins af æstum manngrúanum. Og hún gat held- ur ekki verið við hlið hans, þegar hann birtist á svölum heilbrigðis- málaráðuneytisins til að heilsa mannfjöldanum, sem fagnaði hon- um ákaílega. í hvert sinn, sem hann fór inn, linnti fólkið ekki látum, fyrr en það hafði fengið hann út aftur. Öllum fannst þeir þurfa að halda upp á þennan dag sérstak- lega. Winston kunni alltaf að hitta á réttu orðin og sagði við þennan glaða hóp fyrir neðan: „Þið ættuð að taka ykkur frí á morgun!“ Hann byrjaði að syngja fyrstu lag- línuna í „Land of Hope and Glory", og mannmergðin fyrir neðan tók undir einni röddu. Clementine gat ekki leitt þetta augum, en samt sem áður var hún þarna með þeim í hjarta sínu: Þá kom skeyti frá eiginmann- inum: „Það væri vel til fundið, ef þú flyttir útvarpsávarp til rússnesku þjóðarinnar á morgun, miðvikudag, ef Kremlbúar væru því samþykkir. Sé svo, gætirðu skilað eftirfaranadi kveðju frá mér, að sjálfsögðu eftir að hafa lagt það fyrir sendiráð okkar: „Forsætisráðherrann til Stalíns marskálks, til Rauða hersins og til rússnesku þjóðarinnar. Fyrir hönd brezku þjóðarinnar sendi ég yður ínnilegar hamingjuóskir vegna hinna ágætu sigra, er þér hafið unnið á fjendum yðar með því að hrekja innrásarherinn af landi yðar og gersigra nazistísku harðstjórnina. Það er staðföst trú mín, að íramtíð mannkynsins bygg ist á vmáttu og skilningi milli 96 brezku og rússnesku þjóðanna. Hér á eylandi voru verður oss tíð- hugsað til yðar allra, og af ein- lægu hjarta sendum vér yður beztu óskir um hamingju og vel- famað, og að eftir allar þær fórnir og þjáningar, er vér höfum þurft að líða á sameiginlegri göngu vorri um þennan skuggadal, meg- um vér einnig ganga sólarstigu í bróðurlegri sátt og samlyndi sigur- göngu vora. Ég hefi beðið eigin- konu mína að flytja yður öllum þessi fáu vjnar- og aðdáunarorð. Láttu mig vita, hvað þú gerir. Ástarkveðjur. W.“ Þetta var hið formlega sigur- sketi, sem Winston sendi Clemen-j tine. Hið óformlega flutti hann henni sjálfur símleiðis. Jafnvel á| þessum gullnu sigurstundum hafði' hann áhyggjur af framtíðinni, á- hyggjur af áframhaldandi vináttu j austurs og vesturs. „Hvernig eigum við að geta starfað saman, ef járntjald verðurj dregið niður á milli okkar og að- eins dregið upp stöku sinnum, svo i að andlit, og það ekki frýnilegt,! fái gægzt út til okkar?“ sagði hann. í hádegisverðarboði, sem sov-| ézka ríkisstjórnin hélt Clementine til heiðurs tveimur dögum áður en hún fór frá Moskvu, gaf maddama Mólótoff henni demantshring. „Við biðjum yður að veita hring þessum viðtöku sem tákn um ævarandi vináttu", sagði maddama Mólótoff. „Megi tengslin milli hinna tveggja þjóða okkar vera jafn björt, hrein og vara eins lengi og steinn þessi.“ Um leið og Clementine þakkaði maddömunni, kvaðst hún einkum líta á hringinn, sem tákn um dáðir sovézku konunnar, sem hefði unn- ið sér ævarandi aðdáun fyrir afrek sín í stríðinu. og við endurupp- byggingu lands síns. Hún bætti við: „Ég verð jafnframt að játa, að kvenmaðurinn í mér hefur mikla ánægju af steininum!“ Síðasta kvöldið i Moskvu sá hún Svanavatns-ballettinn. Þegar tjald- ið féll, kom aðaldansmærin í átt að stúku Clementine og fagnaði henni brosandi. Á eftir henni fylgdi ailur dansflokkurinn. Flest- ir áhorfenda voru tiginmenni Sov- étríkjamia, og hyllti nú allur skar- inn konuna’, sem gert hafði svo mikið fyrir þjóð þeirra., Clementine sagði: „Þegar ég lít um öxl til að kveðja Moskvu, bið ég þess, að erfiðleikar og misskiln- ingur hverfi úr sögunni, en vinátt- an haldist." Þegar komið var aftur til Lund- úna, gaf ungfrú Mabel Johnson, ritari Hjálparsjóðsins, skýrslu til brezka Rauða krossins, um för þeirra til Rússlands og Clemen- tine bætti við skýrsiuna sínum eigin athugasemdum um það, sem gerzt í ferðinni og um reynsh: hennar þar. Úr þeirri dagbók hennar um förina, hef ég fengið minningar hennar frá heimsókn- inni, og x sömu frásögn segir hún: „Mér virðist, dð þau tengsl, er brezki Rauði krossinn kom á, séu svipuð líflínu sem hann hefur varpað Líl sovézku þjóðarinnar á stund hættunnar og mikilla sorga. Ef allt gengur vel, sem ég vona að guð gefi, mun þessi líflína verða styrkt af öðrum samtökum, sem sta:fa á alhliða grundvelli mannlegra samskipta. En ef svo illa tækist til, að sambandið milli þessara tveggja þjóða eigi eftir að versna, þá skulum við sýna, að líflína okkar er sterk, þótt mjó sé. Það væri dásamlegt, ef Rauði krossinn gæti treyst veika og brotgjarna einingu Evrópuþjóð- anna . ! “ vegna. Það var erfitt að þurfa að segja slíka sögu alókunnugum manni. — Mér þykir leitt að verða að segja það, en mér virðist bróðir yðar ekki sérlega geðfelldur mað- ur sagði hann þurrlega. — Kannski var bara betra, að hann gat ekki komið og heimsótt konu sína núna. — Ef til vill — ef það hefði verið hann, sem ók bílnum, sagði Brett Sheldon seinmæltur. — En ekki mildur. Níu mánaða fangelsi. — Og enn sagði hún ekkert? spurði Brodie skilningsvana. Hann gat ekki trúað þvíiíku um þolinmóðu hógværu og hrein- skilningslegu konuna, sem nú var sjúklingur hans. Brett minntist grátbólgins and- lits Tracy, og hvernig hún hafði núið hendur sínar í stjórnlausri örvæntingu. — Ég veit þetta er skelfilegt, fáheyrt og ég ætti ekki að leyfa HULIN FORTÍÐ MARGARET FERGUSON svo var ekki. Það var Tracy, sem ók bílnum. — Hvað þá? Læknirinn leit snöggt upp. — Ætlið þér að segja mér, að hún hafi hegðað sér þann ig? Að það hafi verið hún, sem varð manni að bana og lét síðan eiginmann sinn taka á sig sök- ina og afplána fangelsivvist? — Hún varð gersamlega viti sínu fjær, þegar þetta gerðist. Mark reyndi að fá hana til að nema staðar án þess að beita valdi og það hefði getað orðið bani þeirra beggja. Hún fékk æðiskast við tilhugsun- ina um, hverjar afleiðingar þetta gæti haft — fangelsisvist, hneyksli og umtal. Hann mundi greinilega hræðsl- una í andliti Tracy, svo að hún sýndist hafa elzt um marga ára- tugi. Og þá hafði hann sjálfur fundið til meðaumkunar, svo að hvernig mátti hann fyrirlíta bróð- ur sinn fyrir það sem hann hafði gert? Þó gerði hann það í aðra röndina. — Þess vegna verndaði Mark hana og hlífði henni, hélt hann áfram. Þes vegna tók Mark sökina á sínar herðar er málii kom fyr- ir réttinn. Auðvitað voru allir á einu og sama máli um aðra eins framkomu, bæði brjálæðislegan akstur og síðan þá ragmennsku að flýja af staðnum og dómarinn var þetta. En hann vxldi gera það, Brett! Hann mundi verða fjúk- andi reiður ef allt sem hann hef- ur orðið að þola . . . yrði að engu gert, og ég skal endurgjalda hon um þetta hundraðfalt, þegar hann losnar, og kemur heim. — Hún trúði því í einlægni, að Mark vildi hafa það þannig, sagði Brett stuttlega. Hvaða rétt hafði þessi ókunnugi maður til að dæma fólk, sem hann þekkti ekki nokk- urn hlut. — Þér sögðust hafa áhuga á að vita þetta út frá læknisfræðilegu sjónarmiði, var ekki svo? Jæja, hefur þetta nokkuð hjálpað yður? — Ef til vill. Doktor Brodie hrukkaði cnnið, liugsi. Sektartil- finning hefur valdið hinum furðu- legustu hlutum í undirmeðvitund- inni. Ef maður fær tækifæri til að komast hjá ónotalegum staðreynd um með þvi að neita að þær séu fyrir hendi, getur afleiðingin oft verið minnisleysi. Hann leit á Brett og honum skildist hann varð að velja orð sín með gætni. Þess vegna hélt hann áfram. — Frú Sheldon er gróin sára sinna eftir slysið og hefur náð sér eftir hinar mörgu plastísku að- gerðir sem gerðar voru á henni. Sannleikurinn er sá, að hún má fara af sjúkrahúsinu hvenær sem er úr þessu. Ég geri ráð fyrir þér séuð komnir til þess að sækja hana? — Já, ef hún er nógu frísk. Ég gat ekki komið fyrr. Brett var hálfafsakandi. Móðir mín er nokkurs konar sjúklingur, þjáist af liðagigt og systir mín er í fastri vinnu, sem hún á erfitt með að fá leyfi. Hann reis skyndilega á fætur. — Get ég fengið að sjá Tracy núna? Hefur lienni verið sagt, að ég sé kominn? — Nei, ég kýs heldur að þér farið inn til hennar, án þess hún hafi nokkur boð fengið á undan. Þegar hún sér yður gæti hún orð- ið nægilega undrandi til að heil- inn fengi áfall og hún fengi minn- ið. Eruð þcr líkur bróður yðar í útliti? — Nei, það held ég ekki. Við erurn svipaðir á hæð, en hann er ijóshærður. Brett hikaði vandræöalegur á svip og bætti við: — Ég . . . mig langar að taka hana með mér heim, svo mér þætti vænt um ef þér létuð mig vita . . . hvað við skuldum yður? Og mig langar að þér vitið, hversu þakklát við erum yður fyrir að hafa bjargað lifi hennar . . . og andlitinu hennar. Hann og móðir hans höfðu eytt mörgum kvöldum í að velta fyrir sér hinu flókna gjaldeyrismáii. Þeir sem til þekktu sögðu að læknishjálp í Bandaríkjunum væri óhemju dýr. Og Mark gat ekki hjálpað þeim, hann hafði ekki einu sinni fengið vitneskju um flugslysið strax. Þau höfðu talið hyggilegra að bíða með að segja honum frá því, unz þau vissu, hvort Tracy myndi lifa — eða deyja. — Frá því hefur þegar verið gengið, svaraði doktor Brodie ró- lega. — Frú Jessel sá um það. — Hver í ósköpunum er það? spurði Brett hissa. — Frú Jessel? Vitið þér það ekki. Það var hún, sem réði frú Sheldon til sín sem einkaritara og selskapsdömu í vetur. Hún krafð- ist þess að borga öll útgjöld vegna þess að hennar vegna hafði frú Sheldon tekið sér far með þess ari ákveðnu vél. Frú Sheldon ætl- aði að fara heim nokkrum dögum áður, en frú Jessel grátbað hana að fresta ferð sinni og aðstoða sig að skipuleggja nokkur sam- kvæmi, sem hún hugðist halda. Ef hún hefði fengið að fara þegar hún ætlaði sjálf, hefði betta ekki komið fyrir. Ég skal nú fylgja yður upp til frú Sheldon. Tracy hafði farið á fætur og sat nú í stól við gluggann og blaðaði annars hugar í einu af mörgum myndablöðum, sem frú Jessel hafði sent henni. Frú Jessel var elskuleg, feitlagin lítil kona með blátt hár og sex demantshringi á annarri hendi. Tracy leið næstum eins og glæpamanni að uppgötva að hún gat ekki með nokkru móti munað eftir henni né öllum hin- um glæsilegum samkvæmum, sem hún virtist hafa skipulagt svo prýðilega fyrir frú Jessel. Ég hlýt að vera dugleg að skipu leggja, hugsaði Tracy kæruleysis lega. Mér þætti fróðlegt að vita, hvers vegna ég sagði upp þessari stöðu, sem virtist hafa verið þægi- leg og vel borguð til að fara aftur til Englands um háveturinn? En ástæðan fyrir því var lokuð inni í tómum huganum. Það var sama hve mjög hún reyndi að brjótast inn, hún gat ekki lokið upp. Kannski yrði þetta lokað alla tíð. Hún heyrði fótatak á gangin- um, létt, nær hljóðlaust fótatak hjúkrunarkonu með gúmmísóla undir skónum sínum, og fótatak manns, ákveðið og þyngra. Auð- vitað voru fleiri stofur við gang- inn, þar lá fjöldi manns, sem dag hvern fékk ótal heimsóknir. En þetta fótatak i ganginum nísti hana gegnum merg og bein . . . Enginn kom að heimsækja hana, meira að segja frú Jessel hafði hálfvegis móðgazt vegna þess að Tracy mundi alls ekki eftir henni — og var því hætt að koma. Hún sá að hurðarhúninum var ýtt niður og hjúkrunarkonan leit inn. — Eruð þér á fótum, frú Sheld- on? Hér kemur gestur til yðar. Gjörið svo vel herra minn. Hjúkrunarkonan hvarf á braut. Maður kom inn og stillti sér upp á miðju stífbónuðu gólfinu og starði á hana. Hún fann til skyndi legs svima og skynjaði aðeins að hann var hár maður með blásvart T f M I N N , fimmtudaglnn 4. iúní 1964 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.