Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1964, Blaðsíða 3
HEIMA 06 HEIMAN SiálS þiS hvaS hana er aS dreyma? f útlöndum þykjastþeir geta fengiS nokkra hugmynd um, meS mæl- ingum og línuritum, hvaS gerist í svefni og draumi. HVERNIG OKKUR DREYMIR Mikið hefur verið skrifað um drauma og ekki allir á sama máli. Kunnar eru um allan heim kenningar dr. Freuds, og þó þeMqa flestir hér á landi kenning ar helzta draumavísindamanns oikkar, dr. Helga Pjeturss. Einn þeirra, er ritað hafa heilar bæk- ur um eðli drauma í seinni tíð (að slepptum öllum draumaspá- mönnunum), er maður að nafni Edwin Diamond, og er bó'k hans nýkomin út í danskri þýðingu og mundi nefnast á olckar máii Draumar Okkar. Þykir hún mörg um fróðleg og spennandi lestrar- efni. Þar segir frá því, að okkur öll dreymir fimm drauma alls á nóttu Sá fyrsti byrjar eftir að við höf- um sofið í klukkutíma og kortér og varir í h. u.. b. 9 mínútur. Annar hefst þegár okkur vantar kortér í þriggja tíma svefn og stendur yfir í 19 mínútur. Þriðji draumurinn byrjar fjórurn og hálf um tíma eftir að við fórum að sofa og varir hann í 24 mínútur. Sá fjórði eftir h. u. b. sex tíma og stendur í 28 mínútur, og fimmti og síðasti eftir sjö tíma svefn. — Hann varir þangað til við vöknum. Beitt hefur verið elektróniskri aðferð og öðrum til að fá yfirlit yfir það, sem gerist líffræðilega í svefni og draumi, og með því að vekja tilraunadýrin á ýmsum stigum draumsins hefur tekizt að „veiða“ drauma, sem ella hefðu farið forgörðum, því að flest fóik man í hæsta lagi síðasta draum- inn, sem það dreymir, þegar það vaknar að morgni dags. Það kemur á daginn hjá bókar- höfundi, að mönnum sé nauðsyn að dreyma. Þær tilraunir, sem gerðar voru til að vekja fólik í miðjum draumi, leiddu í ljós, að það var ek.ki fyrr sofnað á ný en það hélt áfram. Og því fyrr sem það var vakið, þeim mun oftar leitaðist það við að halda draumnum áfram. Og eftir að það hafði oftar verið vakið af draurni, heila viku í röð, færðust draumar þeirra allir í aukana á eftir. Þetta hefur verið skýrt svo, að draum- ar séu eins konar innri skerping á heilaberkinum, er sé honum nauðsyn til að heilinn sljóvgist síður af hömlum svefnsins. Til samanburðar við þetta og til sönnunar nefna menn, að sé mað- ur í vöku sviptur skynáhrifum, fær hann eftir nokkurn tíma of- skynjanir. T. d. maður, sem sett- ur hefur verið inn í upplýst, hljóð einangrað og tómt herbergi. Venju legur maður fer fyrst að hugsa um atburði dagsins, síðan fara fjar- lægari endurminningar að skjóta upp kollinum, og eftir nokkrar klukkustundir verður vitundin svo að segja tóm. Þótt maðurinn sé vakandi, vill hann ekki hugsa eða setja sér neitt fyrir sjónir. Þegar þessi tómleiki hefur varað nokkra stund, taka ofsjónir við í slíkum mæli, að manninum verður ástand ið nærri óbærilegt. Svo mörg eru þau orð — og þau eru fleiri í bókinni. Á VÍÐAVANGI „Pólitískar ofsóknir"? Alþýðublaðið gerir mikið veður út af því á forsíðu sinni í gæir, að Ragnar Guðleifsson, éinn af framámönn- rn krata í Keflavík, var eklci endurkos- 'mn- í stjórn Kauipfélags Suður nesja á síðasta aðalfundi félags ins. Segir Alþýðub'laðið, að Ragnar hafi verið „hrakinn’" úr stjórn kaupfélagsins. Af þessum skrifum er Ijóst, að lsratar eru almennt farnir að ætla sér meiri hlut en öðrum mönmum, þrátt fyrir þá stað- reynd, sem þei.r virðast lengi ætla að loka augunum fyirir, ag tiltrú þeirra hjá almeoó- ingi fer rénandi með degi hverj um. Stjórnarkosningar í kaup- félögum eru lýðræðislegar. Þar hafa allir félagsmenn jafnan rétt til áhirifa á það hverjir fari með torsvar fyrir félaginu. Afl atkvæða sker úr. Eftir ákveðn um reglum félagslaga skulu menn ganga úr stjórn eftiir ti'l tekinn árafjölda. Ragnar Guð- 'leifsson átti að gamga úr stjórninn'i. á síðasta aðalfundi kaupfélagsins. Hann var ekki endurkjörinn. Meirililuti fundar manria kaus ánnaiv mann til setu í stjórninni. Og Alþýðu- blaðið ætlar af göflunum að ganga af því að sá, sem kos- inn var, er Framsóknannaður! Ekki ætlar Tíminii að faira að skipta sér af því hvernig félags menn Kaupfélags Suðurnesja skipa málum sínum, en hins vegar furðar Tímann síður en svo á því, að Framsóknarmenn sku'li veljast til forystu í kaup félögum landsins — og reyndar furðai eingan á því, nema Al- þýðublaðið Alþýðublaðið ætti að iesa „vinsemdarskrif“ sín um samvinnuhreyfinguna áður en það ritar fleiri slíka pistla um „pólitískar ofsóknir“. Mannshjartað þofir í hæsta !agi vikuferð um geiminn Það getur orðið lengri bið á því en áður var áætlað að senda mönnuð geimför til tunglsins eða annarra hnatta. Eftir síðustu líf fræðilegu upplýsingum að dæma, er heilsu geimfara í löngum geim ferðum slík hætta búin vegna þyngdarleysisins úti í geimnum, einkum að því er snertir blóðrás- ina, að allt bendir til þess, að mannshjartað þoli í hæsta lagi einnar viku geimferð. Þessi tíð- indi voru gerð heyrinkunn í vik- unni sem leið á þingi alþjóða- geimrannsóknastofnunarinnar — COSPAR, sem haldið var í Flór- ens á Ítalíu. Einna mesta athygli vöktu á þingi þessu frásagnir vísincis.- manna frá Sovétríkjunum, eink- um það sem Vassily V. Parin prófessor í sjúkdómafræði hafði fram að færa. Þetta er í fyrsta sinn sem/ komið hefur verið á framfæri frá Sovétríkjunum ýtai legum skýrslum um rann- sóknir þeirra til umræðu á al- þjóðaþingi. Það vakti furðu þing- fulltrúa frá öðrum löndum, er prófessor Parin sagði um rann- sóknir sínar á heilsu Valentinu Teresjkovu og annara sovétgeim- fara eftir flugið. Var prófessorinn mun svartsýnni í ályktunum sín- um eftir þær rannsóknir en banda rískir læknavísindamenn, sem um heilsu geimfara hafa fjallað. Par- in fullyrti, að jafnvel svokallaðar styttri geimferðir muni hafa í för með sér róttækar líffræðileg- ar breytingar. Enda þótt sovét- geimfarar væru enn við beztu heilsu, að því virtist í fljótu bragði væri sýnt, að breytingar ættu eftir að gerast á taugakerfinu og efna- skiptingu líkamans. Alvarlegasta vandamálið, sem við væri að etja út af líkams- heilsu geimfaranna væri lágur blóðþrýstingur, samfara ógleði, skyndileguim svimaköstum, setn orðið hefur vart í meira eða minni mæli hjá öllum geimförum. Ekki léki noikkur vafi á því, að þetta sjúkdómseinkenni ætti rót sína að rekja til þyngdarleysis rúmsins. Þegar geimfarinn væri kominn í þetta rúm, kæmi greinilega fram, að hjartað hefðist minna að við að dæla blóðinu, og þegar drægi úr hringfás blóðsins, ylli það rösk- un um skemmri eða lengri tíma hjá þeim líífærum, er hjálpa til við b’ótv-ásioa Flestir lífeð’isfræðingar eru nú á einu máli um, að áhrifin á heilsu geimfara verði þvi meiri. gem þyngdarleysi þeirra varir lengu hjartavöðvar veikjast hafist þeir lítið að um lengri tíma. Og æðarn ar missa hæfni sína til að flytja blóðið til heilans svo það rennur niður í fæturna. Því eru geim- fararnir svona skrítnir og vank- Hann er aS máta tunglföt á væntanlegan ferSalang. Hvort sem þessi Appolio-geimbúningur á eftir að taka breytingum áður én loks rekur að því, að fært þykir að senda mann tll tunglsins, var þessi búningur taiinn góður og gildur vestur í Ameríku í vetur. Og innihaldið í hylkiunum átti rð nægja til að halda lífinu í geimfara á langri ferð. aðir og eiga til að stingast á höf- I farið hemlar áður en það heldur uðið eftir að þeir lenda. aftur til jarðar Því m a'ls evki Þykir vísindamönnunum Dest ' nhmtt 3* æn'a menn í íeng.’i en benda til þess, að eftir lengn , vikuiangai geimferðir fvrr en geimferðir í þyngdarleysi, verði! þetta vandasama -g það hjartanu ofraun, þegar geim ! verið leyst. Framnaia á 13. siðu. Bráðabirgðalög Tínrinn hefur ekki aðstöðu til að dæma um störf Ragnars Guðleifssonar i stjónn Kaup- félags Suðurnesja og ætílar ekki að eyða illum orðum á hann, en hins vegar telur blað ið vafasamt að velferð kaup- félagsins sé í hættu, þótt um- ræddur Ragnar sitji ekki í stjórninnL En menn skulu taka eftir því, að þag er ekki velferg kaupfélagsins, sem Al- þýðuölaðinu btrennur fyrir brjósti í umræddum skrifum blaðsins, heldur er það vélferð Ragnars Guðleifssonar og að manm skilst Alþýðuflokksins á Suðurnesjum. Blagið virðist taka beinlínis sem niðurlæg- ingu fyrir Alþýðuflokkinn á Suðurnesjum að Ragnar var ekki endurkjörinm, því hann er einn af frambjóðendum flokks ins í kjördæminu og hefur set ið á þingi sem varaþingmaður — og þvi sé þetta óþægileg staðreynd um þverrandi fylgi flokksins. Ráðherrar flokksins hafa lok að augunum fyrir þeirri stað Ireynd em ef þetta er staðfesting hennar eins og AlþýðublaSið helzt virðisf ráða, þá var hún óþört því að allur almenning ur vissi það. og þurfti ekkert ag koma mönnum á óvart hvað það snerti. En dapurleg er játn ing Alþýðublaðsins í gær: „Kaupfclögii gerð að pólitísk um vígvelli“ — og þá skuli framámaður krata falla á stað sem var eitt helzta og öflugasta Ívígi Alþýðuflokks Jóns Bald- vinssonar — Kannski vergur lausn þessara mala sú, að ríkis Framhalo a 15. siðu TÍMINN, fimmtudaginn 4. júní 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.