Morgunblaðið - 09.07.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur -151. tbl. — Miðvikudagur 9. júlí 1947. íaafoldarprentsmiðja h.l Breskar hersveitir fara frá llalíu Fyrir skömmu var undirritað í Rómaborg samkomulag um brottflutning breskra hermanna frá Itaiíu. Á niyndinni sjást við athöfnina Sir Noel Charles, sendiherra Breta í Róm, en yst til hægri ítalski utanríkisráðherrann, Sforza greifi. Bandaríkin hafa fram- leitt 2,350,000 bifreiðar í ár Litlar tækniiegar breytingar Jóhann Sæmunds- son prófessor í lyf- læknisfræðí Á RÍKISRÁÐSFUNDI höldn- um 8. júlí, sem var 100. fundur frá stofnun lýðveldisins veitti forseti íslands Jóhanni Sæ- mundssyni prófessorsembættið í lyflæknisfræði í læknadeild Há- skóla Islands. Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SAMKVÆMT opinberum skýrslum, framleiddu bandarískir bifreiðaframleiðendur 2,350,000 bíla fyrstu sex mánuði þessa árs. Þar af voru 901,000 vöruflutningabifreiðar, en á þeim er nú mikill skortur og áætlað, að þörf sje á aukinni framleiðslu þeirra, til þess að koma í veg fyrir vandræði. Á sama tíma í fyrra smíðuðu Bandaríkjamenn 1,015,000 bif- reiðar, en þess má geta til sam- anburðar, að á sex mánuðum 1941 voru í Bandaríkjunum framleiddir 2,995,000 bílar. Litlar breytingar. Líkur benda til þess, að nýj- ar gerðir af fólksbifreiðum komi ekki á markaðinn fyrr en næsta ár. Er þetta einkum vegna kostnaðar, sem slíkt mundi hafa í för með sjer, sök- um mikillar eftirspurnar eftir núverandi tegundum og skorts á efni einkum stáli. Ytra útlit. Álitið er, að breytingar næsta ár muni ekki verða á tækni- legum útbúnaði, heldur frekar á ytra útliti bifreiðanna. For- stjóri Fordverksmiðjanna hef- ur þó látið í ljós þá skoðun, að víðtækar breytingar verði gerðar á bifreiðum 1948, og nýir bifreiðaframleiðendur hafa þegar birt áætlanir um bíla- tegund, þar sem vjelin verður aftan í. Nýir ræðismenn Forseti Islands hefur skipað þá Sigurd Dundas ræðis- mann íslands í Lissabon og Jos- eph Senders ræðismann íslands í Anverpen. Þá var William C. Trimble veitt viðurkenning sem ræðismaður Bandaríkja Ame- ríku með aðsetri í Reykjavík. Ennfremur var þeim Pjetri Thoroddsen hjeraðslækni í Nes- hjeraði og Sigurmundi Sigurðs- syni hjeraðslækni í Bolungavík- urhjeraði veit lausn frá embætti frá 1. október n. k. að telja. Þá voru ennfremur gefin út bráðabirgðalög um breyting á lögum nr. 116 7. nóv. 1941, um útgáfu krónuseðla og bráða- birgðalög um viðauka við lög nr. 67 1947, um eignakönnun. Óbreytf vísifala KAUPLAGSNEFND og Hag- stofa hafa reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar fyrir júlí- mánuð og reyndist hún vera ó- breytt, eða 310 stig. Atomvopn verða eyðilögð New York í gærkv. ATOMNEFND Sameinuðu þjóðanna hefur í meginatriðum fallist á þá tillögu Rússa, að öll atómvopn verði eyðilögð. •— Hefur verið skipuð sjerstök undirnefnd, til að ganga end- anlega frá tillögunni. Bretland, Kanada, Kína, Pól- land og Brasilía studdu rúss- nesku tillöguna, en Bandaríkin og Frakkland tóku enga endan lega afstöðu til málsins. Fulltrúi Sýrlands í atómnefnd gerði þá athugasemd við tillögu Rússa, að friðurinn í heiminum yrði betur trygður, ef væntan- legur herstyrkur sameinuðu þjóðanna fengi að hafa atom- vopn undir höndum, en Gro- myko, rússneski fulltrúinn, mótmælti þessu. —Reuter. 25 drepnir í (alcutta Calcutta í gær. TIL mikilla óeirða kom hjer í Calcutta í gær, en þeim lauk svo, að 25 manns ljetu lífið. Óeirðirnar brutust út, þegar verið var að jarðsetja lögreglu- mann, sem myrtur hafði verið. I dag fjellu flutningar um borgina því nær alveg niður. Auknar innflutn- ingshömlur líklegur í Bretlendi Neðri málstofan ræðir auknar sparnaðar- ráðstafanir Bevin og Morrison llyija ræður. London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. ÞEIR Herbert Morrison og Ernest Bevin, fluttu ræður í Lon- don í dag. Talaði Morrison í neðri málstofu breska þingsins, er framhaldsumræður urðu um nauðsyn þess, að Bretar reyndu enn að spara við sig ýmsar nauðsynjar, en Bevin utanríkis- ráðherra, ræddi hjálparþörf Evrópu. Telja ýmsir frjettamenn, að með ræðu sinni hafi Bevin verið að gera lokatilraun til þess að fá ríkisstjórnir allra þeirra 22 landa, sem boðið hefur verið á Parísarfundinn á laugardag, til að taka boðinu. Rússar fylgjandi rit- skoðun London í gær. BRESKA blaðið „Daily Mirr or“ skýrir frá því, að fulltrúi Rússa í þeirri nefnd Samein- uðu þjóðanna, sem fjallar um prentfrelsi, hafi lagst eindreg- ið gegn því, að ritskoðun yrði á dagskrá allsherjar blaðaráð- stefnunnar, sem halda á næsta ár. Lomakin, fulltrúi Rússa, skýrði afstöðu sína þannig, að hann teldi þá aðeins vera hægt að afnema ritskoðun, að fyrst yrði tekið fullt tillit til stjórn- arfarsins í hverju einstöku landi fyrir sig. Lewis sigraði JOHN L. Lewis leiðtogi kola námumanna, hefur nú knúið í gegn nýjan samning við eig- endur námanna qg telja frjetta- menn, að þetta sje einhver stærsti sigurinn, sem verkalýðs leiðtogi hafi unnið í Banda- ríkjunum í fleiri ár. Fá verka- menn samkvæmt hinum nýja samningi mjög verulegar kjara bætur. Samningurinn mun að öllum líkindum hafa það í för með sjer, að verð á kolum hækki um meir en dollar tonnið. Vilja hjálpa Indverjum. NEW DEHLI: — Grady, sendi- herra Bandaríkjanna í Indlandi, ljet svo um mælt í viðtali við blaðamenn í gær, að hann væri þess fullviss, að verslunarfrömuð- ir í Bandaríkjunum væru hlyntir því, að iðnaður í Indlandi yrði styrktur. *Óhagstæður verslunarjöfnuður. Ræða Morrison í neðri mál- stofunni var löng og kom hann víða við. Sagðist hann ekki vilja dylja það, fyrir þing'mönnum, að svo kynni að fara, að Bretar þyrftu að minka innflutning sinn um allt að því 25 prósent. Ekki gagði hann þó stjórnina mundi gera þetta fyrr en í ýtr- ustu neyð en benti jafnframt á, að verslunarjöfnuður Breta er nú óhagstæður um 450 miljón sterlingspund. Matvælj handa Þjóðverjum. Sem svar við gagnrýni þeirri sem fram hefur komið um ó- hófseyðslu breska dollaraláns- ins í Bandaríkjunum, skýrði Morrison frá því, að átta pró- sent af eyddu lánsfje hefði til þessa farið til matvælakaupa handa Þjóðverjum. Annað, sem valdið hefði erfiðleikum, bætti hann við væri vaxandi verðlag í Bandaríkjunum. Þurfa ekki að skammast sín. Morrison lauk ræðu sinni með því að lýsa yfir því, að Bretar þyrftu engan veginn að skamm ast sín fJrir afköst þjóðarinn- ar s.l. 18 mánuði og skoraði loks á þjóðir Evrópu að taka höndum sarrian til þess að sigr- ast á erfiðleikunum. Bevin vongóður. Bevin utanríkisráðh., sagði meðal annars í ræðu sinni, að það gæfi ástæðu til bjartsýni, að ákveðið hefði nú verið að snúa sjer að efnahagserfiðleik- um þeim, sem væru megin- ástæðan fyrir vandræðum Ev- rópulandanna. Sagði hann það fjarstæðu, að með Parísarfund- inum væri verið að gera tilraun til að skifta Evrópu í tvo hluta, en hitt væri staðreynd, að álf- unni væri að blæða út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.