Morgunblaðið - 09.07.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 09.07.1947, Síða 10
10 MOltGUNBLAÐIB Miðvikudagur 9. júlí 1947 , pöíWlíölííMiMsjJí w GULLNI SPORINN 3. dagur ,,Nú skil jeg það hvers vegna þjer vilduð síður að jeg kæmi hjer inn“. sagði Lucy. „Þjer hafi auðvitað ætlað að láta gera alt hreint áður en þjer sýnduð það. Yður hefir ekki verið um að láta nokkurn mann sjá það í þessu ástandi“. Gaseldavjel stóð þar við vegg og á henni ketill og steikar- panna. Á pönnunni voru tveir bitar af steiktu fleski. Á borði undir glugganum var tepottur, mjólkurkanna, bolli, sykurker, diskur, hálft rúgbrauð og sneið af smjöri vafin innan í viku- blað. Dagsetningin á blaðinu blasti við og það var ekki nema vikugamalt. „Mig minnir að þjer segðuð að húsið hefði staðið í eyði í mörg ár“, sagi Lucy og benti á blaðið. „Það er satt, en hreingern- ingakonan kom hingað að taka til“, sagði Coombe. „Að taka til?“ endurtók Lucy undrandi. . „Hún þvoði anddyrið og stig ann“, sagði Coombe. „Var hún svo kölluð frá í miðju kafi?“ spurði Lucy. „Mjer þykir það einkennilegt, að hún skyldi hlaupa frá þess- um -góða mat og sækja hann ekki aftur“. „Henni hefir máske orðið ilt“, sagði Coombe. „Vitið þjer það ekki?“ spurði Lucy. „Það getur líka verið að hún hafi gugnað, þegar hún sá hvað þetta var mikið verk“, sagði Coombe. „Lykillinn var í póst- hólfinu okkar daginn eftir, en hún hefir aldrei komið til þess að fá kaup sitt“. „Jeg fer nú að halda, að hjer sje eitthvað skrítið á seyði“, sagði Lucy. „Fyrst svo er, þá þurfum við ekki að fara upp á loft“, sagði Coombe og var eins og honum ljetti. „Jeg vissi það að yður mundi ekki líka húsið“. „En mjer líkar það einmitt ágætlega“, sagði Lucy. „Það er einmitt svona hús sem mig langaði til að fá. En það er eitt- hvað dularfult við það. og jeg skal komast að því, hvað það er, ef þjer viljið ekki segja mjer frá því“. Mr. Coombe svaraði engu, en lagði af stað upp stigann. Uppi á lofti var fyrst dálítill pall- ul og svo var baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Tvö þeirra voru lítil og aðeins nauðsynleg- ustu húsgögn í þeim, og sama var rykið þar og annars staðar. Þriðja herbergið var stærst og var gólfið málað og á því blá teppi. Þar var járnrúm, komm- óða, skápur og stór hæginda- stóll fyrir framan gassuðuvjel. Á veggjunum hjengu myndir af seglskipum. En það sem einna mest bar á í herberginu og hverjum manni hlaut að verða starsýnast á, var stór sjónauki úr látúni. Hann stóð þar á þrífæti úti við glugga og glóði á hann í sólskininu. Lucy gat ekki haft augun af þessum sjónauka. Hún hafði oft sjeð sjónauka áður. Hvað var svo einkennilegt við þenn- en þar sem eigandi hússins hafði verið skipstjóri, þá var það nú í rauninni ekki svo merkilegt, því að hann gat hafa haft gaman að því að hafa sjón aukann hjá sjer eftir að hann var hættur siglingum. Sjónauk inn gat verið honum jafn kær gripur eins og fiðla er gömlum fiðlara. Nei, það var eitthvað annað við þennan sjónauka, eitthvað sem læsti sig í meðvit und hennar um leið og hún sá hann. „Auðvitað ertu hreinn“, sagði hún upphátt. „Hvað segið þjer“, sagði Coombe og hnykti við. „Hvað segið þjer“. sagði Coombe og hnykti við. Lucy heyrði ekki hvað hann sagði, því að sömu stundu heyrð ist henni vera hlegið hátt þar inni. Hún leit á Coombe, en honum var áreiðanlega ekki hlátur í hug. Hann var eld- rauður upp í hársrætur og glápti á hana. Það var eins og augu hans væri á sundi innan við gleraugun, og þau mintu hana á fiska í glerskál. „Komið þjer“, mælti hann hásum rómi, greip í handlegg hennar og dró hana með sjer, ekki aðeins út úr herberginu heldur niður stigann og út á götu. Þetta skeði svo fljótt, að hún gat ekkert sagt fyr en hún var að fara upp í bílinn. Þá sagði hún: „Þetta grunaði mig. Það er reimt í húsinu“. „Jeg ætlaði ekki að sýna yð- ur það — en þjer vilduð sjálf endilega fá að sjá það“, sagði hann og steig á bensíngjafann svo að bíllinn fór af stað í loft- köstum. „Æ, akið þjer altaf svona hratt“, mælti Lucy, er bíllinn hentist niður brekkuna. „Nei, afsakið þjer“, mælti hann og hægði á ferðinni. „Sannleikurinn er sá að mjer er ekki rótt“. „Þjer eruð náfölur“, sagði Lucy. „Eigum við ekki að koma við í lyfjabúðinni og fá eitt- hvað hressandi handa yður?“ „Það er þýðingarlaust“, sagði hann dapurlega. „Mjer er ilt á sálinni. Hvort haldið þjer að maður eigi að taka meira tillit til umbjóðanda síns eða sam- visku sinnar?“ „Jeg býst við að jeg geti ekki svarað þeirri spurningu“, sagði hún. „Enginn hefir nokkuru sinni trúað mjer fyrir neinu og íeg hefi altaf lifað eins og öðrum líkaði“. „Þetta ólukkans hús“, sagði Coombe. „Jeg hefi nú leigt það fjórum sinnum á þeim tíu árum sem jeg hefi verið við húsa- miðlun. Enginn hefir haldist þar við lengur en einn sólar- hring. Jeg hefi skrifað eigand- anum og jeg hefi símað honum, en hann vill ekkert heyra. „Treysti yður“, símar hann aftur, en jeg vil ekki að hann treysti mjer“. „En hinir húsamiðlararnir?“ sagði Lucy. „Er ekki hægt að fela þeim að leigja húsið?“ „Það gæti jeg aldrei fengið af mjer“, sagði Coombe. „Það væri lagleg uppgjöf. Þeir mundu heldur ekki geta leigt það. Jeg hefði átt að reyna að an sjónauka? Fyrst var nú þetta að það er ekki venjulegti troða húsinu upp á yður — þá að hafa þá í svefnherbergjum, I hefðuð þjer ekki viljað leigja Eftir Quiller Couch. 32. „Það er þá best að við bíðum í hálftíma ennþá,“ sagði gestgjafinn. ,,María“, kallaði hann svo, „ferðu ekki að koma með púnsið?“ „Á stundinni, húsbóndi góður, alveg á stundinni,“ svar- aði stúlkan og leit hræðslulega til mín, en jeg stóð upp og gekk fast að henni. „Hvað eru þeir margir þarna inni?“ hvíslaði jeg og benti í áttina að veitingastofunni. „Að minnsta kosti tólf.“ „Hvar er herbergi gestanna?“ „Til vinstri, þegar komið er upp stigann.“ „Og stiginn?“ „Hann er hjerna fyrir utan dyrnar.“ „Jeg verð að komast upp á loft, þú getur verið róleg hjerna niðri,“ sagði jeg og læddist að hurðinni. Jeg opnaði hljóðlega og gægðist út. í ganginum hjekk ljósker, og jeg kom auga á stigann beint framundan mjer. Jeg stoppaði andartak, til þess að fara úr stígvjelunum, og með þau í vinstri hendi, læddist jeg svo upp stigann. Svo fór jeg hljóðlega í stígvjelin á ný og barði að dyrum. „Kom inn!“ Jeg má til með að reyna að lýsa því, sem fyrir augu mín bar^ þegar jeg lauk upp hurðinni. Þetta var langt her- bergi, trjeklætt og með einum glugga, sem löng, rauð gluggatjöld höfðu verið dregin fyrir. Við arininn sat í stórum hægindastól, unga stúlkan, sem jeg hafði mætt í Hungerford, en við borðið í miðju herberginu sátu tveir menn, sem jeg nú mun reyna að lýsa örlítið nánar. Sá eldri var 'lágvaxinn og grannur, vel yfir fimmtugt og klæddur í skrautleg flauelisföt. Hann bar flauelishúfu á höfði, en undan henni fjellu mjallhvítir hárlokkar. Augu hans voru skýr og leiftrandi og litarháttur andlits- ins svo fagur, að hver ungmey hefði mátt öfunda hann af. Borðið fyrir framan hann var þakið flöskum og glösum, á því miðju stóð logandi silfurlampi, en yfir honum silfur- skál og barst einkennilegur ilmur að vitum mjer af inni- haldi hennar. Gamli maðurinn var svo niðursokkinn í að gæta hinnar sjóðandi blöndu, að hann gaut áðeins andar- tak augunum til mín, þegar jeg kom inn, en sneri svo aftur óskertri athygli sinni að silfurskálinni. það. Menn eru nú einu sinni þannig gerðir. Gregson & Pol- lock hafa þann sið að gylla alt fyrir leigjendunum, en þeim hefði aldrei tekist að fá neinn til að fara lengra en inn í setu- stofuna í þessu húsi. En í hvert skifti sem jeg leigi það, þá fer það út um þúfur og þeir hlæja að mjer fyrir vikið. Ef jeg væri ekki kvæntur og ætti börn, þá held jeg að jeg mundi kveikja í kofanum einhverja nóttina. Mjer er ekki rótt út af honum — hann heldur fyrir mjer vökú og mig dreymir um hann, Fari Daniel Gregg skipstjóri norður og niður og alt sem hann hefir gert. —- Fyrirgefið þjer orð- bragðið“. „Hvernig stendur á því, að hann gengur aftur?“ spurði Lucy. „Var hann myrtur?“ „Nei, hann framdi sjálfs- morð,“ sagði Coombe. „Veslingur, var hann svona ógæfusamur?" sagði Lucy. „Fanst yður hláturinn bera vott um þunglyndi?“ spurði Coombe. „Ónei, en hvernig stóð þá á því að hann stytti sjer aldur, ef það var ekki af þunglyndi?“ sagði Lucy. „Hann gerði það til þess að geta gert öðrum bölvun“, sagði Coombe. „Það var nú ekki fallega gert af honum og ógn heimsulegt“, sagði Lucy. Fyrst hann vildi ekki lifa, hví liggur hann þá ekki kyr?“ „Já, hvers vegna gerir hann það ekki?“ sagði Coombe. . „Einhver gæti kveðið hann niður“, sagði Lucy.. „Hvernig er farið að því að kveða niður afturgöngur?“ „Jeg hefi ekki hugmynd um það“, sagði Coombe. „En væri jeg í yðar sporum þá skyldi jég hætta að hugsa um þetta. Þetta kemur yður ekkert við“. „Jú, það kemur mjer mikið við“, sagði Lucy, „því að jeg er ákveðin í því að leigja Máva- hlíð“. „Þjer sjáið það sjálf að þjer getið ekki verið þar“, sagði Coombe. ,,Nú ætla jeg að sýriá yður Fagrahlíð“. Þau óku eftir Viktoríubraut, sem var löng gata, alla leið frá járnbrautarstöðinni að Far- SÓttahúsinu. Fagrahlíð stóð við þessa braut. Þetta var snotr asti bústaður. „Ekki vil jeg eiga heima hjerna“, sagði Lucy um leið og bíllinn staðnæmdist fyrir utan húsið. „Hjer gæti yður liðið mjög vel“, sagði Coombe alvarlega. „Hjer eru ótal þægindi“. „Þó þau væri svo full af þæg indum að maður gæti ekki kom ist að gluggunum til áð horfa út um þá, þá vil jeg ekki vera hjer“, sagði Lucy. „Það er þó betra að vera hjer heldur en í húsi þar sem draug ar flæma mann á brott“, sagði Coombe. „Jeg er með útidyra- lykilinn. Eigum við ekki að koma inn?“ „Nei“, sagði Lucy, „nei“. Og svo hnipraði hún sig upp í horn ið á sætinu og tók báðum hönd- um fyrir eyrun, eins og hún hræddist sína eigin talhlýðni. Eftir nokkra stund rjetti húnj úr sjer og sagði: Hann hcfir stytt sjer Ieið yfir tjörnina, svínið. ★ Bræður mínir, sagði negra- prestur á samkomu, þegar fyrsti maðurinn Adam var bú- inn til var hann gerður úr vot- um leir og lagður upp að grind verki til þess að þorna. Ef Adam var fyrsti maður- inn, hver bygði þá grindverk- ið? spurði áheyrandi, sem var í vafa. Hendið þessum manni út, sagði prjedikarinn, svona spurningar geta eyðilagt alla guðfræði. ★ Þegar skipið kom í höfn bað öll áhöfnin nema einn maður um landvistarleyfi. — Ert þú sá eini, sem ekki átt konu hjer? spurði skipstjór- inn. — Nei, þver öfugt. Jeg er sá eini, sem á konu hjer. ★ — Hvað er hreinlátasta spen dýrið? — Það er hvalurinn, því að hann er altaf að baða sig. Flóðhestur á þurru landi. ★ — Heyrið þjer þjónn, á jeg ekki að fá einhverjar kartöfl- ur með kjötbollunum? — Nei, kartöflurnar eru í kjötbollunum. ★ — Lýg jeg? Heldur þú að jeg myndi standa hjer og Ijúga, ef það væri ekki satt. ★ Mig vantar meðal gegn hóst- anum, sem jeg er með. Við höfum margar tegundir. Á jeg þó að hósta, svo að þjer finnið hver passar best! 'k — Þetta er mjög lítið buff, sem jeg hefi fengið hjá yður, þjónn. — Já, raunar, en þjer mun- uð komast að því, að þjer verð- ði nú samt íengi að borða það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.