Morgunblaðið - 09.07.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.07.1947, Qupperneq 6
í * I MORGtnfBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. júlí '1947 ! '6 ftttsntiMftMfr Útg.: H.f. Árvakur, Rpyíijavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Sigrar og ósigrar „ALÞÝÐUSAMTÖKIN hafa unnið mikinn sigur“, seg- ir Þjóðviljinn í gær, er hann ræðir um niðurstöður hinna nýafstöðnu verkfalla. Enda þótt alt, að heita má, sem Þjóðviljinn segir um þessi mál, sje fjarstæður og endileysa, má að nokkru leyti, til sanns vegar færa þessi orð blaðsins. Rjettar er þó: Að þjóðin hefur unnið sigur í verkföllunum. En komm- únistarnir er áttu upptökin að verkföllunum og ætluðu sjer að vinna á þeim gull og græna skóga, völd og ver- aldargæði hafa tapað. Kommúnistar hafa tapað áliti hjá mörgum þeim, sem áður hjeldu að þeir ynnu fyrir verkafólk og launastjettir landsins. Þeir hafa sannfært alþjóð um að fylgi þeirxa hlýtur hjer á eftir að fara hraðminkandi. Kommúnistar hafa leitt í ljós, hver hugur landsmanna er til ofbeldis- verka. Þeir ætluðu sjer með „verkfallsöldunni“ að brjót- ast til valda í landinu, þvert ofan í vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Og hafa upp úr þessu brölti sínu fengið álits- hnekki hjá fyrri fylgismönnum og djúpa fyrirlitningu meðal þeirra, sem af verkfallabröltinu hafa sjeð ofan í botn á því hyldýpi ofbeldishneigðar og erlendrar þjónk- unar, er einkennir allar gerðir kommúnista. Það er mikill sigur fyrir Alþýðusamtökin í heild sinni og fyrir framtíðarhag þess fjelagsskapar, að svona skuli vera komið fyrir kommúnistum. ★ Úr því Þjóðviljanum er hugleikið að tala um sigur í sambandi við nýafstaðin verkföll, þá má vera að rit- stjórar hans hafi í huga hið fornkveðna, að „sá, sem yfir- vinnur sjálfan sig, er meiri en sá, sem yfirvinnur borgir“. Vissulega enduðu deilurnar með því, að kommúnistar unnu bug á ofstopa sínum og mikillæti, er þeir t. d. báð- upst undan því, að Fjelagsdómur yrði uppkveðinn yfir þeim, og gerðum þeirra í Þróttardeilunni á Siglufirði. Þegar kommúnistar efndu til upphlaupa og æsinga þar ekki alls fyrir löngu, gegn hjeraðssáttasemjaranum Þor- steini M. Jónssyni, út af miðlun þeirri í deilunni þar, er hann bar fram, þá voru þeir ekki þesslegir, að biðja um, að fá að ganga orðalaust að þeim kjörum, sem sáttasemj- ari hafði gert að tillögu sinni. Þegar sömu kommúnistar heimtuðu að sami sáttasemj- ari yrði rekinn frá störfum, vegna tillögu sinnar, en verkamenn, sefn greiddu henni atkvæði, áttu að vera eins konar „vargar í vjeum“, þá var það talið heldur ólíklegt að forsprakkar kommúnistanna, sem þannig ljetu, krypu nokkrum dögum síðar frammi fyrir hinum deiluaðilanum, til að komast hjá að þeir fengju uppkveðinn þann dóm, sem þeir þá vissu að þeir áttu skilið, og ekki var umflú- inn á annan hátt, en menn sæju gustuk á hinum sárt iðr- andi- kommúnistasprautum. ★ Það er að sjálfsögðu einkamál kommúnistannaa, með hverjum hætti þeir unnu slíkan stórsigur á ofstopa sínum og stærilæti. En mönnum út í frá þykir það ekki nema trúlegt, að þar hafi það haft nokkur áhrif, hve slæmar undirtektir allt verkfallabröltið fjekk hjá meginþorra verkalýðsfjelaganna, er höfðu óskir og fyrirmæli Alþýðu- sambandsstjórnarinnar að engu, eða jafnvel samþykktu mótmæli, gegn aðgerðum kommúnista í aðalstjóm verka- lýðsfjelaganna. ★ Sennilega er það engin tilviljun, að hin fróma ósk kom- múnistanna um að sleppa við Fjelagsdóm, kom rjett á eft- ir að sjómenn allvíða á landinu, höfðu tekið ráðin um síldarkjörin í sínar hendur og neituðu að láta kommún- istgjna í stjórn Alþýðusambands íslands fara höndum um kaupgjaldsmál sín. ★ Þegar allt kemur til alls, mun það sönnu næst, að verka fólkið í landinu hafi unnið sigur yfir kommúnistum. UR DAGLEGA LIFINU Gestur í Reykjavík. „ÞAÐ ER ERFITT að vera gestur í Reykjavík“. — Þetta sagði aðkomukona við mig í gær. Hún hefir verið hjer í bænum í nokkra daga að leita sjer lækninga. Það er nú fyrir það fyrsta hjer um bil ómögu- legt að fá gistingu. Veitinga- húsin eru yfirfull og afgreiðsl- an gengur seint vegna þess að það er of fátt fólk við af- greiðslu á flestum stöðum. Mat urinn er ekki góður um há- sumarið hjer í Reykjavík og það er erfitt að Ijúka erindum við menn, sjerstaklega ef það eru „háttsettir“ menn. sem tala þarf við. Þeir hafa svo mikið að gera þegar þeir eru í bæn- um; að það er nærri ómögulegt að ná tali af þeim, en verst er, að þeir eru fæstir við vinnu um hásumarið. Hafa öðrum hnöpp- um að hneppa, að því er virð- ist“. Þetta sagði gesturinn um okk ur Reykvíkinga. Innanbæjarbrjef 4 daga á leiðinni. ÖNNUR AÐKOMUKONA, sem jeg hitti og einnig er hjer til að leita sjer heilsubótar, sagði mjer sínar farir ekki sljettar. Hún hafði farið til læknis, en sá hafði aftur vísað henni á sjerfræðing og kvaðst hann myndi senda starfsbróð- ur sínum sjúkdómslýsingu kon unnar í pósti. Þetta var á fimtu degi og konan hefir síðan feng- ið vitneskju um, að brjefið fór í póst hjer á föstudagsmorgni. Konan fór bæði föstudag og laugardag til sjerfræðingsins, en hann gat ekki gert neitt fyr- ir hana, þar sem hann hafði ekki fengið brjefið með sjúk- dómslýsingunni. Leið svo fram á mánudag, að þá kom loks brjefið til læknisins. Það hafði með öðrum orðum verið 4 daga á leiðinni. Þetta þótti konunni löng bið í höfuðstaðnum. En svo er verið að hæla sjer af því, að brjef frá Lóndon, Kaupmannahöfn og New York berist viðtakendum í hendur tveggja og þriggja daga gömul. e Víða pottur brotinn. BRJEF HEFIR mjer borist úr einum nágrannabæ Reykja- víkur. Þar segir m. a.: „Það er gaman að lesa pistlana þína, Víkverji minn. Þakka þjer fyr- ir þá. Þú hefir vafalaust kom- ið mörgu góðu til leiðar t. d. í þrifnaðar og hreinlætismálum Reykjavíkur. En mikið þætti mjer vænt um, ef þú vildir benda á, að það er víðar pottur brotinn í þessum efnum en í höfuðborginni. Það er erfitt að halda hreinu hjá sjer lóðum og öðru úti í þorpunum. Þar sem jeg er fyllist alt af papírsrusli og öðru, jafnóðum og maður er búinn að þrífa til“. Ekki skal jeg efa, að brjef- ritari fari með rjett mál, enda hefir mjer aldrei dottið í hug, að Reykvíkingar einir væri sóðar og slóðar í hreinlætis- málum: Það sem talið er fara illa hjer á oft við víða annars- staðar á landinu. • Heilbrigðissamþyktin. BÆJARSTJÓRNIN hefir tek ið fyrir til fyrstu umræðu „upp kast að Heilbrigðissamþykt fyr ir Reykjavíkurkaupstað“, eins og það heitir. Þetta er heljarmikill doð- rant. 146 vjelritaðar síður. Því miður hefir mjer ekki unnist tími til nema rjett að renna aug unum yfir verkið, en þar kennir augsýnilega margra grasa. Og ef alt verður samþykt, sem þar er sagt — nei, jeg á við fram- fylgt, eftir að það hefir verið samþykt. Þá verður hvorki blettur nje hrukka á hreinlæt- inu í Reykjavíkur-,,kaupstað“. 9 Iðnþingið og matmálstíminn. NÝAFSTAÐIÐ Iðnþing gerði samþykt um, að æskilegt væri að athuga hvort ekki væri heppilegt, að breyta matmáls- tímum og kaffitímum frá því sem nú er. Þetta er eitt af „mínum mál- um“, sem jeg hefi. hvað eftir annað rætt um hjer í dálkun- um. þó ekki sje jeg upphafs- maður hugmyndarinnar á neinn hátt. Það munu einmitt vera iðnaðarmenn, sem fyrstir komu auga á, að það væri heppilegt að breyta matmálstímum og kaffitímum. Kanski það fari nú að koma skriður á þetta mál. Það væri hreint ekki ónýtt. 9 Búrekstur í bænum. FYRIR NOKKRUM árum var sögð saga um merkan Reyk- víking, sem var að veiða lax. Hann átti að hafa fest öngul sinn í folaldi, sem var á beit við ána og varð .manninum þá að orði: „Hvað eru líka þessi folöld að flækjast upp í sveit“. En jeg vil nú snúa þessari spurningu við og spyrja hvað öll þessi húsdýr sjeu að gera hjer í bænum. Allir túnblettir, að örfáum almenningsgörðum undanteknum eru fullir af kúm. Á kvöldin er ekki hægt að þverfóta fyrir beljum á sum um götum bæjarins og í sum- um úthverfum bæjarins, sem nýbúið er að byggja ný og góð hús er ekki líft fyrir fjósaþef. Hversvegna er ekki búfjeð haft í sveit? U m ... m m m. m , ■ — —. 1 mmmmmmmmmmmmm ....... — - MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Sameinuðu þjóðirnar ræða kynþáltaofsóknir SKRIFSTOFA Sameinuðu þjóðanna hefir nýlega borið fram tillögu um alþjóðaráð- stefnu með það fyrir augum að koma alþjóðalögum á um að hindra og hegna fyrir þjóða- útrýmingu og þjóðflokkaof- sóknir. Að undirbúningi þessa máls hafa starfað ritari sameinuðu þjóðanna og ýmir sjerfræðing- ar, m. a. prófessor Henri Don- nedieu de Vabres, sem var franski meðlimur Núrnberg- dómstólsins, prófessor Vespasi- an Pella fyrverandi sendiharra Rúmena í Haag og prófessor Raphael Lemkin, sem bjó til sjerstakt orð yfir kynþáttaof- sóknir, sem nú er að verða við- urkent sem alþjóðaorð „Geno- cide“. Koma í veg fyrir kynþáttaofsóknir. I tillögunum að ráðstefnunni er bent á það í innganginum, að tilgangurinn með ráðstefn- unni sje að koma í veg fyrir útrýmingu þjóða af kynþátta- legum, þjóðlegum, tungumála- legum, trúarlegum eða stjórn- málalegum ástæðum. Það er hægt að skilja á milli þriggja tegunda af kynþátta- ofsóknum (genocide). 1) Líkamleg genocide: að dreþa eða koma fórnardýrun- um í slíkar aðstæður að það hlýtur að leiða til dauða eða missi heilsunnar. (Dæmi um slíkt eru kvalafangabúðir, pynd ingar, sultur og tilraunir á mönnum). 2) Líffræðileg „genocide“. Verk, sem koma í veg fyrir fjölgun og banna heilum þjóð- um að lifa frjálsu fjölskyldu- lífi. (Undir þessu er geldingar, eyðing fjölskyldna, hjóna- bandshindranir). 3) Menningarleg „genocide“: að eyða ýmsum sjereinkennum hjá einhverjum flokki eða að hindra andlegt líf og menningu hans. Undir þennan lið fellur m. a. eftirfarandi: a) Barnaþjófnaður með það fyrir augum, að færa þau í aðra menningu. b) Að fjarlægja með valdi menn, sem eru fulltrúar vissr- ar menningar svo sem rithöf- undar o. fl. c) Kerfisbundin eyðing lista- verka, listasafna, bókasafna, kirkna, sögulegra skjala og annara menningarverðmæta. d) Bann við notkun sjálfs móðurmálsins jafnvel í heima- húsum. Það er taliö, að hægt sje að eyða þjóðum ekki aðeins líkam lega heldur og andlega. Glæpur gegn mann- kyninu. Ráðstefnan á að fastákvarða, að „genocide“ sje glæpur gegn mannkyninu" alveg eins og verslun með menn og þræla- hald. Þetta myndi þýða að dóm stólar hvaða lands, sem er geti dæmt menn sem hafa drýgt eða valdið „genocide“ jafnvel þótt það hafi verið drýgt í öðru landi og ef það er í sjerstaklega stórum stíl á að fara með málið fyrir alþjóðadómstól. Þá er bent á að það verði verkefni öryggisráðsins að stofna sterkan slíkan dómstól. Auk þess getur öryggisráðið með því valdi, sem það nú hefir komið í veg fyrir „geno- cide“ hvar sem er í heiminum. Gíralaus bilreið London í gær. WILLI Messerschmidt próf., sem stóð fyrir smíði bestu or- ustuflugvjela Þjóðverja á stríðs árunum, heldur því nú fram, að hann hafi fundið upp gíra- lausa bifreið og úr, þar sem að eins þrír hlutir þurfi að hreyf- ast. Þá segist hann einnig hafa gert uppdrætti að tilbúnum skýjakljúfum. Messerschmidt, scm er 49 ára gamall, verður að líkindum dreginn fyrir nasistadómstól.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.