Morgunblaðið - 09.07.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. júlí 3947 i Sextugur: Guðmundur ! | Magnússon, skipstjóri í DAG, 9. júlí, er hinn góð- kunni vestfirski skipstjóri Guð mundur Magnússon, Bræðra- borgarstíg 4, sextueur. Hann er fæddur í Kálfavík í Skötufirði við Isafjarðardjúp, sonur þeirra merkishjónanna Magnúsar Bárðarsonar og Mar- grjetar Sigurðardóttur, sem bjuggu þar Jengi, en fluttust um aldamótin síðustu til Bol- ungavíkur. Þar hóf afmælis- barnið sjómennsku sína, sem hann svo gerði að lífsstarfi sínu. Var Guðmundur 15 eða 16 ára er hann gerðist- háseti hjá hálfbróður sínum, Halldóri Benediktssyni, alkunnum sjó- sóknara. Var Guðmundur fljót- ur að tileinka sjer hin traustu og læknu handtök afburða- mannsins og hefir hann notið þeirra æ síðan í allri sinni sjó- mennsku. Sjómannsferill Guðmundar hefir að sjálfsögðu fylgt þró- uninni í íslenskum útgerðar- málum, farið af árabát á skútu, af skútu á vjelbát og togara. Var hann um skeið háseti á tog ara hjá Páli Matthíassyni, hinn alþekkta, eða til ársins 1915, en þá braut Guðmundur í blað. Fór hann þá út til Kaupmanna- hafnar og sá um smíði á sínum eigin bát, m.s. Kveldúlfi, sem var 25 smálesta skip, en það var talið allstórt skip í þann tíð. Sigldi hann Kveldúlfi sjálf- ur til Islands. Kann jeg ekki nöfn skipverja hans öðrum en Jiinum þekkta vísindamanni Níels Dungal. En hann var mat sveinn á heimleiðinni. Á Kveld úlfi var Guðmundur skipstjóri um tólf ára bil, enda lengst við þann bát kendur, eða þangað til hann, árið 1927. fluttist til Reykjavíkur og keypti nokkru seinna m.s. Hermóð. Var hann síðan skipstjóri á honum til árs íns 1939. Þá hætti Guðmundur sjómensku, en heldur þó áfram útgerð á Hbrmóði, allt til þessa dags, og alltaf með sínum frá- bæra dugnaði og bagsýni. Annars læt jeg mjer nægja að segja það eitt um álit manna á sjómannshæfileikum Guð- mundar Magnússonar, að hann var alltaf talinn einn í hópi hinna vestfirsku Guðmunda, en þeir voru, sem kunnugt er, metnir álíka í skipstjórastjett, og nafnar þeirra í læknastjett. Mjer, sem þessar línur rita, er og kunnugt um það, að Guð- mundur er aðgætinn kappsmað ur að hverju sem hann geng- ur, enda aldrei fengið hið minnsta áfall á hinni löngu sjó- mannsæfi sinni. Hann er fullur áhuga á starfi sínu. Hann er trygglyndur vinum og vanda- mönnum, hjálpfús og greiðvik- inn. Guðmundur er giftur Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Eyri í Ingólfsfirði, hinni mestu sóma og ráðdeildar konu. Hafa þau hjón eignast 6 börn og eru 5 þeirra á lífi, öll hin mannvæn- legustu. Það er, sem betur fer, óhætt að segja að bjart hafi verið yfir æfi þessa ágæta afmælis- barns og á jeg, og við vinir hans allir, þá ósk heitasta, að sú heiðríkja megi endast það sem eftir er æfidagsins. Kr. Á. Mf rasfvelaráS- siefna S. Þ. ANDERSON, landbúnaðarráð herra Bandaríkjanna, sem nú er staddur í Þýskalandi, verður leiðtogi bandarísku fulltrúanna sem taka mun þátt í ráðstefnu, er Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað til 9. júlí og fjalla á um kornframleiðslu í heiminum. Matvæla og framleiðslusjer- fræðingar frá bandaríska land búnaðarráðuneytinu verða ráð herranum íil aðstoðar. Fimm mínúfna krossgáfan SKÝRINGAR I Lárjeít: — 1 efsta — 6 stefna — 8 tvíhljóð — 10 tala erl. '— 11 v;tnsþró — 12 töframaður •— 13 tveir eins — 14 þrír saman — 16 titill. Lé.ðrjett: — 2 tveir hljóðstaf- ir — 3 verkur — 4 tveir eins — 5 plata — 7 greiða — 9 ísk- ur — 10 fjölda — 14 drykkur — 15 mælir. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 hafur — 6 ólm '— 8 æf — 10 ha — 11 songvar — 12 tt — 13 FR. — 14 mér — 16 belti. Lóðrjett: — 2 A.Ó. — 3 flug- vél — 4 um — 5 læsti •— 7 karrý — 9 föt — 10 haf — 14 me — 15 rt. •iniumiMiiMitiiiiiiiiuimiiMMiiiimiMMimmMnimiH* 5 | _ Ungur verkfræðingur | sem dvalið hefir 12 ár er- Ílendis, óskar eftir íbúð í bænum. 1—2 herbergi, eða 3 herbergi með eld- húsi, geta komið til greina. Jafnvel ein stör stofa. — Tilboð sendist Mbl. merkt „Verkfræðingur — 157“. Auglýsendur afhuglð! | að ísafold og Vörður er [ i vinsælasta og fjölbreytt- i [ asta blaðið í sveitum lands [ [ ins. Kemur út einu sinni i i í viku — 16 síður. «nunnmimii(iimfMmiiiifiimnm«mim(rmmiiiHinxi BEST AB AUGLYSA f MORGUNBIjAÐINTU Sextug Helga Eggertsdóttir í DAG á sextugsafmæli merk og atorkusöm sveitakona, hús- freyjan á Melum í Melasveit, Helga Eggertsdóttir. - Hefir Helga gengt húsmóðurstörfum á Melum í nærfelt aldarfjórð- ung. Fyrir 24 árum reistu þau Guðmundur Guðjónsson bóndi á Melum og Helga bú á þessu forna prestssetri. Fluttu þau þangað frá Gufunesi við Reykja vík. Hefir á þessu árabili verið hrundið í framkvæmd á þessari jörð óvenjulega stórfeldum um- bótum í ræktun og húsabygg- ingum. Á Melum er mikið landbrot. Fyrir öllu landi jarðarinnar, sem að sjó veit, eru margra mannhæða sjávarbakkar. Er það því með öllu ofvaxið mann- legum.mætti að fá viðspornað landbrotinu. Hefir svo á land- ið gengið að eigi sjest nú urm- ull eftir af hinum fornu bæj- arhúsum prestsetursins, kirkju- stæði eða kirkjugarði. Alt er þetta landsvæði komið í sjó. Fjell það í hlut núverandi Mela bónda að færa þar byggðina í annað sinn. Hafa bæjar og pen- ingshús verið reist á öruggum stað með frábærum myndar- brag. Eru hús þessi öll úr steini, tvílyft íbúðarhús og gripahús stór og vönduð enda er þar nú rekið stærst kúabú í Borgarfjarðarsýslu utan Skarðsheiðar. Hefir og ræktun- inni. skilað áfram að sama skapi. Á mannmörgu sveitaheimili þar sem, mikið er færst í fang um framkvæmdir, eins og hjer á sjer stað, mæðir mikið á hús- freyjunni. Er hennar hlutur jafnan stór, að sjá öllu far- borða innan húss og grípa auk þess til þess hendinni að ljetta undir með störfum utan bæjar þegar mikið liggur við um anna tímana. Hefir Helga jafnan int þetta hlutverk af hendi með hinum mesta dugnaði, forsjá og fyrirhyggju. Enda er hún kona mjög áhugasöm og afkasta mikil um öll störf en jafnframt frábærilega umhyggjusöm og nærgætin húsmóðir. Gekk hún í móðurstað fjórum ungum son um Guðmundar og hafa þeir allir til skamms tíma unað í föðurhúsum og lagt þar fram mikinn skerf til hins þróttmikla athafnalífs sem ríkt hefir og ríkir á þessu myndarheimili. Einn son hafa þau eignast, Helga og Guðmundur, sem er uppkominn í heimahúsum. Helga er ættuð úr Breiða- fjarðareyjum, fædd og uppalin í Fremri-Langey. Stundaði Eyjólfur faðir hennar, sem bjó þar allan sinn búskap, jöfnum höndum sjómensku og landbún að, eins og títt var um hina fornu eyjabændur. Helga var glaðlynd kona og dagfarsgóð, fróðleiksfús og minnug vel. Hún er kona Ijóð- elsk og er það ekki að ólíkind- um, því hún á að telja til ná- innar frændsemi við margt merkisskálda vestur þar. Má þar tilnefna skáldajöfurinn Matthías Jochumson, og syst- urnar Herdísi og Ólínu Andrjes dætur. Helga lætur enn ekki ásjá, þrátt fyrir þenna aldur og langan vinnudag. Vinnur hún enn störf sín af áhuga og kost- gæfni sem ung væri. Á sextugsafmælinu munu vinir og kunningjar þessarar merku og atorkusömu konu minnast hennar með hlýjum hug og hinum bestu árnaðar- óskum. P. O. LANDSMÓT III. fl. í knatt- spyrnu hefst nk. laugardag í Hafnarfirði. Sjö fjelög hafa til kynt þátttöku sína í mótinu, þar á rneðal Keflvíkingar, sem taka nú í fyrsta sinn þátt í opinberu landsmóti í knattspyrnu. Hin fjelögin, sem taka þátt í mótinu eru: KR, Fram, Valur, Vikingur, Hafnfirðingar og Ak- urnesingar. Er þetta fjölmennasta landsmót þetta fjölmennasta landsmót, sem haldið hefur verið í þess- um aldursflokki. Ráðstefna Randaríkjanna. RIO DE JANEIRO: — Brasilíu- stjórn hefur boðið öllum ríkjum Amaríku, að Niearagua undan- skildu, til ráðstefnu 15. ágúst. I-f & £ £t & * Eflir Roberf Sform /V1-/VSR. PLEcD WA$ £0 CROCKED! " Hi$ ViONEV eZEV.ZQ T0 CCMS íq EA-SV.mI- I DECIDED TO BLACK/4A!L MlM... I WENT BACK TO T-!£ 0FFICE, TO RE,V.0V£ CE-RTAIN pAp£K5> V FRa-i1 TrlE 0AFF!, ^ r I HEARD F00TE>T£P$ INTHE C0RRID0R- I TH0U6HT !T MlöHT BE VR. PLEED , ‘QO JI &NAPPED OFF THE LlGHT AND HID IN THE ClOAK CL05-ET IN tífr OFFlCE... Jk míf Pf W Wm?-. ý Frale: Pleed var mesti þorpari. Hann virtist hafa <V •>ts%vo litið fyrir því að afla sjer peninga. Jég ákvað stofunnar, til þess að ná vissum skjölum úr pen- ingaskápnum hans. Jeg heyrði einhvern fyrir ut- þessvegna Ijósið Cg faldi mig í skápnum. Einhveft kom inn .... það var .... Ókunn rödd: Jeg! . i að reyna að hafa fje út úr honum. Jeg fór til .skrif- an, datt í hug að það væri máske Pleed og slökkti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.