Morgunblaðið - 09.07.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1947, Blaðsíða 12
 in irí ú Horni Hrúfafjörður fulfur af sííd FRJETTARITARI Morgun- blaðsins á Siglufirði símaði í gærkvöldi að skip, er væru á veiðum frá Gjögurtá að Horni hefðu orðið vör við síld. Einnig hafa skip, sem voru vestar- lega í Húnaflóa og á Haganes- vík með einhverja veiði. Veður fer nú batnandi fyrir Norðurlandi og er mikiil fjöldi skipa að halda á miðin. SEINT í gærkvöldi bárust Morgunblaðinu þær frjettir frá Borðeyri, að Hrútafjörður væri fullur af síld. Töldu kunnugir menn þar að aldrei myndi hafa Sjest eins mikil síld þar og torf- ur þjettar. „Englandsfararnir" Atriði úr norsku kvikmyndinni, sem sýnd verður hjer í sumar. Norska kvikmyndin Níels P. Dungal prófessor kominn heim NIELS P. DUNGAL prófessor og frú hans, komu heim frá Ameríku í fyrradag. Dungal próf. dvaldi eitt ár í Ameríku til að kynna sjer nýj- ungar í læknavísindum, lækna- mentun o. fl. Hann skrifaði nokkrar greinar í amerísk læknablöð á meðan hann var fyrir vestan. Græiifðfidsleið- anyur kemur hjer vi n rarmr w Englandsfa sýnd um land allt Guðrún Brunborg ætlar að siofna sjóð við Háskóla íslands NORSKA KVIKMYNDIN ,,Englandsfararnir“, scm gerð er eftir skáldsögu Sigurd Evenmos og vakið hefir mikla athygli hvarvetna, sem hún hefir verið sýnd, verður sýnd hjer á landi víðast hvar, þar sem kvikmyndahús eru, á þessu sumri. Það er frú Guðrún Brunborg frá Osló, sem kemur með kvikmynd- ina og stendur fyrir sýningunum. Verði ágóði af sýningunum, rennur hann til sjóðs, sem frúin ætlar að stofna við Háskóla Islands og sem verja á til að auka kynni og menningarsambönd Norðmanna og íslendinga. DANSKUR Grænlandsleið angur kom hingað til lands í gær með Catalínaflugbát og lenti flugvjelin á Keflavíkur- flugvelli. Tveir vísindamenn voru með flugvjelinni, en aðrir tveir voru komnir fyrir fáum dögum. Flug vjelin mun væntanlega fara hjeðan í dag áleiðis til Græn- lánds. Tveir vísindameiin fara á morgun til Akureyrar, en þang að er búist við að rannsóknar- skip leiðangursins, Gothaab og Gamma, komi í vikulokin. Skip- in munu svo bíða lags við að komast að norð-austurströnd Grænlands, í svonefndan Lock- fynefjörð, en þar verða aðal- stöðvar leiðangursmanna. Aðalmarkmið leiðangursins er að kortleggja Pearylönd. Foringjar leiðangursins eru þeir cand. pol. Ebbe Munck og greifinn Eigil Knuth. Engar grammófónplötur. WASHINGTON: — Samband hljómlistarmanna mun segja upp samningum sínum við grammó- fónplötufyrirtækin frá 31. desem- ber n.k. Sjóður Olavs Brunborg. Guðrún Brunborg ferðaðist hjer um landið í fyrrasumar og hjelt fyrirlestra og sýndi kvikmyndir til ágóða fyrir sjóð sem hún hefir stofnað til minn- ingar um son sinn, Olav Brun- borg, ungan stúdent, sem ljest í þýskum fangabúðum. Er sá sjóður nú orðinn 50000 krónur og ætlar frú Brunborg að láta staðar numið að sinni með söfnun í þann sjóð. Skipulagsskrá hefir enn ekki verið samin fyrir sjóðinn, en það verður gert, er frúin kem- ur heim til Oslo í haust. Sjóð- urinn verður í vörslu Oslo-há- skóla og verður varið til að styrkja íslenska og norska stú- denta við háskólann. „Englandsfararnir“. ,,Englandsfararnir“ er löng kvikmynd, tekur nærri 2 klst. að sýna hana. Hún segir frá bar áttu Norðmanna á styrjaldar- árunum og er um leið einkar fögur ástarsaga. Höfundurinn hefir tekið efni í söguna úr dag lega lífinu í Noregi á hernáms- árunum. „Jeg ætla mjer ekki að fara að halda uppi neinum stríðs- áróðri“, sagði frú Brunborg í viðtali við Morgunblaðið, en jeg veit, að þessi kvikmynd er einhver sú besta, sem gerð hef- ur verið á Norðurlöndum“. Ekki er enn fullákveðið hve nær myndin verður frumsýnd hjer í Reykjavík, en ef til vill verður það um líkt leyti og Norðmenn koma hingað á Snorrahátíðina. Frú Brunborg hefir látið prenta smárit „prógram“ með myndinni og látið þýða „Sög- una um dauðann“, og „Sagnir um lífið“. Það er kvikmyndafjelagið Snorrefilm, sem tekið hefur myndina. Leikstjóri er Thorolf Sandö. Helstu leikarar eru: Elisabet Bang, Jörn Ording, Knut Wigest, Ola Isene og Lauritz Falk. í höfninni ÞAÐ er mikið að starfa niður á höfn um þessar mundir. Mikill f jöldi skipa er að losa vörur, en önnur bíða -þess að komast að. 1 innri höfninni liggja t. d. 8 vöruflutningaskip, meðal þeirra eru eitt kolaskip og timburskip og matvöruskip frá Kanada. Þá eru í innri höfninni 11 togarar, sem eru að losa kol, én aðeins er hægt að afgreiða fjóra í einu. í vestur hluta hafnaiinnar er svo mikill f jöldi smærri skipa. Á ytri höfninni eru 5 flutn- ingaskip sem bíða þess að kom- ast að við bryggjurnar. Fjögurra manna nefnd velur ísl. landsliðið 23 merni þegar valdir lil æfinga SÍÐASTLIÐINN laugardag skipaði Knattspyrnusamband ís- lands fjögurra manna nefnd til þess að velja landslið það, sem keppa á við landslið Norðmanna, er kemur hingað í þessum mánuði. í nefndinni eru: Guðjón Einarsson, form., Jóhannes Bergsteinsson, Hans Kragh og Jón Sigurðsson. ----------------------------9> Kynnisfðrö Heim- dallartii ísafjarðar HEIMDALLUR hefir ákveðið að fara í kynnis- og skemtiferð til ísafjarðar um Verslunar- mannahelgina. Farið verður sennilega í flugvjelum og lagt af stað hjeðan úr Reykjavík eft ir hádegi laugardaginn annan ágúst og komið aftur á mánu- dagskvöld. í sambandi við þessa ferð verður efnt til funda og skemt- ana á ísafirði og ef til vill víðar þar um slóðir. Þetta er í fyrsta sinn sem Heimdellingar fara í slíkar ferð ir í flugvjelum og er sennilegt að þessi nýbreytni mælist vel fyrir og marga fýsi að taka þátt í förinni, en ekki mun reynast kleift að taka nema takmarkaðan fjölda. Sparnaður í opinberum rekstri. WASHINGTON: — Truman for- seti hefur undirritað lög, sem mæla svo fyrir, að skipuð skuli tólf manna nefnd til þess að at- huga starfsemi allra opinberra stofnana í Bandaríkjunum með það fyrir augum að koma á sparn- aði í rekstri og umbótum á starfs. Néfnd þessi tók þegar til starí'a og hefir nú valið 23 menn, sem væntanlegt lands- lið verður síðan valið úr. Til þess að þjálfa þessa menn, hefir hún ráðið sænska knatt- spyrnukennarann Roland Berg- ström, sem kennt hefur hjá Víking í sumar. Knattspyrnumennirnir eru þessir: Albert Guðmundsson, Val, Birgir Guðjónsson, KR, Gunnlaugur Lárusson, Víking, Hermann Hermannsson, Val, Karl Guðmundsson, Fram, Haukur Ósk.vsson, Víking, Ríkard Jónsson, Fram, Ellert Sölvason, Val, Svein Helgason, Val, Sigurður Ólafsson, Val, Sæmundur Gíslason, Fram, Þór liallur Einarsson, Fram, Her- mann Guðmundsson, Fram, Hörður Óskarsson, KR, Ari Gíslason, KR, Ólafur Hannes- son, KR, Kristján Ólafsson, Fram, Óli B. Jónsson, KR, Guðmundur Sigurjónsson, Val, Guðbjörn Jónsson, KR, Haf- steinn Guðmundsson, Val, Daníel Sigurðsson, KR, og Ant- on Sigurðsson, KR. Norska landsliðið kemur hing að 22. þ. m„ en landliðsleik- urinn verður 24. júlí. Auk þess munu Norðmennirnir keppa hjer aukaleiki svipað og Dan- irnir s.l. ár. Fram Islandsmeistari 1947 Vann á jainiefli við KR 2:2 SlÐASTI LEIKUR Knattspyrnumóts Islands fór fram í gærkvöldi milli Fram og KR, og endaði sá leikur með jafn- tefli, 2:2. Mótið hefur því farið þannig, að Fram hefur hlotið flest stig og unnið nafnbótina Islandsmeistari í knattspyrnu 1947. Að leiknum í gær loknum afhepti Agnar Kl. Jónsson, for- mað^r Knattspyrnusambands íslands, sigurvegurunum verð- laun sín, en sleit mótinu síðan með stuttri ræðu. Heildarúrslit mótsins urðu þau, að Fram hlaut 7 stig og skoraði 7 mörk gegn 4. Valur hlaut 6 stig og skoraði 8 mörk gegn 2. KR hlaut 5 stig, skoraði 8 : 6. Víkingur hlaut 1 stig, skoraði 4 : 7 og Akurnesingur 1 stig og skoruðu 3:11. Nýr sendiherra Sýrlands. WASHINGTON: — Nýr sýrlensk ur ráðherra, Khoury að nafni, er kominn til Washington. Mun hann ganga á fund Marshall utanríkis- ráðherra, áður en hann afhendir Truman forseta embættisskilríki sín. Jákvæli svarfrá 12 ríkjum London í gærkvöldi. TÓLF RÍKI hafa nú svarað játandi boði Frakka og Breta um þátttöku í ráðstefnu um viðreisnartillögu Marshalls, sem hef jast á í París á laugardaginn kemur. Austurríki og Sviss til- kyntu í dag þátttöku sína. —• Skeyti frá Helsinki hermir, að Paasikivi, forseti Finnlands, ræði nú við utanríkisráðherra landsins um Parísarráðstefnuna. Mjög miklar líkur eru taldar til þess, að Rúmenar, Pólverjar og Ungverjar taki ekki þátt í ráð- stefnunni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.