Morgunblaðið - 14.06.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1950, Blaðsíða 6
8 tíORGVNBLAÐIB Miðvi'kudagur 14. júní 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rítstjóri: Valtýr Stefánssor. (ábjvgðarafi.l Frjettaritstjóri: íyar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 80 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Friðarsókn kommúnista KOMMÚNISTAR UM allan heim hafa nú fengið nýja línu irá húsbændunum í Moskva. Nú eiga þeir að taka friðar- rnálin upp á arma sína og þykjast hvarvetna vera hinir einu sö.mu friðarvinir, sem ætli að reyna að forða þjóðunum uncan þeim ógnunum, sem „stríðsæsingamenn" lýðræðis- þjójanna búi þeim. Kommúnistablöð hvarvetna um heim flytja nú friðarboðskap á næstum hverri síðu í stað bylt- ingaráróðurs. Samtímis er í flestum löndum byrjað að safna undirskriftum undir einhverskonar friðarávarp. Sennilega verður þess ekki langt að bíða, að friðarpostularnir hjer á Islandi, kommúnistarnir, hefji undirskriftarsöfnun, til þess að strnda ekki að baki samherjunum erlendis. ★ Kornmúnistar erlendis segja sjer hafa orðið mikið á- gengt í undirskriftasmölun sinni. Er það í rauninni ekkert. undarlegt, enda þótt mikill fjöldi fólks hafi komið auga á úlfshár kommúnismans gægjast undan friðarskykkjunni hjá mörgum undirskriftasmölunum og því ekki viljað Ijá nafn sitt á slíka lista í þeirra höndum. Allar þjóðir heims þrá frið og það er því ekkert afreksverk að fá milljónir manna til þess að skrifa undir ávarp til stórveldanna um að vernda friðinn. Myndi vafalaust hver maður fúslega Skrifa undir friðarávarp, sem borið væri fram af einlægni, en ekki hræsni og yfirdrepsskap. ★ Það hofir jafnan verið svo um kommúnista, sem aðra oístækisraenn, að þeir eru hættulegastir, þegar þeir eru blíðyrtastir og setja upp sakleysissvip. Það þarf heldur ekki mikla skarpskyggni til þess að sjá, að þessi friðarsókn kommúnista á sjer aðeins eitt takmark: Að gera lýðræð- isþjóðirnar andvaralausar um öryggi sitt, svo að rússneski biörninn geti gleypt þær, þegar honum þóknast. Öll „frið- rrsóknin“ beinist gegn öryggissamtökum lýðræðisþjóðanna. Þær einar eiga að ógna heimsfriðinum. Kommúnistablöð- in á Norðurlöndum og vafalaust víðar, segja afdráttarlaust, í.l' rauði herinn og herbúnaður Rússa sje aðeins til varnar iriðirium og verkalýðnum. Þaðan á engin stríðshætta að stafa. Undirokun þjóðanna í Austur-Evrópu er líka á þeirra rn.áli bráðnauðsynleg ráðstöfun til þess að tryggja friðinn. Þjóðviljinn ætti að birta meira úr þessum blöðum en hnnn g ir til þess að sýna þjóðinni hið kommúnistiska hugarfar , sinni rjettu mynd. Það er varla nokkur vafi á því, að kr.mmúmstarnir á Norðurlöndum myndu telja það lofsverð- an þáít í friðarbaráttu rauða hersins, ef hann rjeðist inn í Finnniand eða eitthvert annað Norðui’landanna til þess í-c vernda þau fyrir „stríðsæsingamönnunum“. ★ í síðustu heimsstyrjöld Iá við að andvaraleysi lýðræðis- þjcðcnna yrði þeim að falli. Meðan Þýskaland bjó sig undir r.' lcggja undir sig heiminn, sváfu flestir forustumenn lýð- ræcisríkjanna værum svefni. Churchill og fleiri slíkir voru þc. óspart kallaðir stríðsæsingamenn af „friðarsinnum“ þeirra tíma, nasistunum. Lýðræðisþjóðirnar hafa nú lært af þessari bitru reynslu. Þær vilja ekkert fremur en lifa í friði við allar þjóðir, en þær hafa sjeð hið nýja einræði hremma hverja þjóðina eftir aðra. Þær hafa því bundist samtökum um að efla öryggi- sitt sameiginlega ,og þær hafa um Ieið hafið mjög merkilegt samstarí á sviði efnahagsmála og fjár- mála. — Gegn þessu samstarfi, ekki aðeins hinu hernaðarlega, heldur einnig því viðskiptalega, hamast kommúnistar af óllum mætti. Og þótt fylgið hafi að vonum hrunið af þeim vegna þessarar sviksamlegu baráttu gegn hagsmunum þjóða sinna, eru þó enn alltof margir, sem láta blekkjast af falsi þeirra. En einnig þetta fólk mun senn skilja eðli „friðar- sóknarinnar“ og annarra loddarabragða kommúnista. Það þefir aldrei staðið á lýðræðisþjóðunum til samstarfs um eflingu og verndun friðar og rjettaröryggis í heiminum,. en þótt þær vilji margt í sölurnar leggja fyrir friðinn, þá munu þær fyrr fórná friðnum en frelsínu. Þær munu því ckki velja hinn kommúnistiska frið, sem er í því falinn að boygja sig möglunarlaust undir kommúnistiska harðstjórn. IIR DAGLEGA LIFINU , A LANDAMdPRUIVl . MFNNIXGARINNAIÍ DR. JULIAN HUXLEY, prófessor, hinn kunni breski fræðimaður, ljet svo ummælt eftir stutta heimsókn til íslands fyrir einu eða tveimur árum, „að það væri á takmörkum að hægt væri að lifa menningarlífi á íslandi“. Ekki fylgdi það sögunni hvoru megin hann teldi íslensku þjóðina við þau takmörk. Hjer verður ekki deilt við vísindamanninn um landamæri menningarinnar á þessum hnetti. En ef sá sami maður hefði verið stadd- ur í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld þykir mjer ekki ólíklegt, að hann hefði verið tilleiðan- ' legur til að endurskoða ummæli sín. • RJETT AF STAÐ FARIÐ UM ÞENNA einstæða viðburð í lista- og menn ingarsögu íslensku þjóðarinnar er nóg aé vitna í Orð dr. Páls ísólfssonar, sem hann sagði við mig og fleiri eftir sýninguna: „Hjer hefur verið farið rjett af stað, með því að koma í upphafi fram með það besta, sem til er á sviði óperusöngs. Það verður til þess, að í framtíðinni látum við ekki bjóða okkur neina meðalmennsku á þessu sviði“. • HEKLA OG MIÐNÆTURSÓLIN LÍTIÐ SKILJUM við ennþá, hvað Hekla, hverirnir og miðnætursólin eru mikið að- dráttarafl fyrir útlendinga, sem koma hingað til lands. Það mátti meðal annars heyra á sænsku sönggestunum, er eg hitti nokkra þeirra, eftir frumsýninguna í fyrrakvöld. Það voru ekki síst konurnar í hópnum, sem ljetu þær óskir í ljósi að fá tækifæri til að sjá þetta þrennt. Vonandi að þeim verðí að óskum sínum. BRAÐÞARFAR ' RÁÐSTAFANIR BLÓÐIN SEGJA frá því, að þessa dagana sje Slysavarnafjelagið að gera tilraun til að kenna yngstu ökumönnum bæjarins — hjól- reiðaíólkinu — algengustu umferðarreglur. Það var sannarlega ekki vanþörf á. tíáskalegt er að sjá hvernig unglingar æða um göturnar á reiðhjólum, án þess að gera . minnstu tilraun til að fara eftir einföldustu reglum. Tilraun Slysavarnafjelagsins er virðingar- verð og ber án efa einhvern árangur. MANNASIÐUM EN VÆRI ekki hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því beinlínis að kenna unglingun- um um leið undirstöðuatriðin í almennum mannasiðum? Það eru hvort eð er margir unglingar, er ekki læra þá siði heima hjá sjer að flestir eru farnir að örvænta um, að skólarnir gegni þessu sjálfsagða skyldu%rerki sínu. Uriglingar, sem vaða að fólki með ópum og óhljóðum og sóðalegu orðbragði á almanna- færi, þurfa ekki' síður að læra dálítið í um- gengnisvenjum, en umferðarreglum. • NÁSKYLDAR NÁMSGREINAR SANNLEIKURINN er sá, að kurteisi og um- ferðarreglur eru nokkuð skyldar námsgrein- ar og það er erfitt að kenna dónum að fara eftir settum reglum yfirleitt, hvort, sem það eru umferðarreglur, eða annað. Þcss vegna er þessu slegið fram hjer, ef vera mætti, að það yrði til að ljetta Slysa- varnafjelaginu kennsluna. En hún er eins og áður er sagt, alveg bráðnauðsynleg og er allra góðra gjalda vert, að sá þarfi fjelagsskapur sefur ekki á verðinum. ÍÞRÓTTIR fslandsmófið: Aliurnesinoar skoruSu tvlsvar á Víkingur (0) 4 ÍA (1) 3 (Bjarni, Gunnl., Baldur 2); (Þórður, Sveinn T. 2) ÞESSI ósigur Akurnesinga hefur gert að engu alla möguleika á, að fjelag utan Reykjavíkur hreppi íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn á yfirstandandi móti. Enda þótt öll Reykjavíkurfjelögin hafi sigurmöguleika, eru möguleikar Vals og Víkings svo hverfandi, að það mun svo til einsýnt, að undir lokin muni það verða Fram og KR, sem bítast um hnossið. En hvað getur ekki gerst á móti sem þessu. Á síðasta íslandsmóti dró mjög af Akurnesingum er líða tók á mótið, og virðist það sama ætla að verða uppi á teningnum nú. í þessum leik örlaði lítt á snerp- unni og kraftinum, sem fært hafði þá nærri sigri í leiknum gegn Fram. Leikur liðsins var nú allur rólegri og samleikur betri. Þeir urðu fyrir því óláni að Jón, v.úth. skyldi meiðast svo, er lið- ið hafði nóð góðum tökum á leikn um í síðari hálfleik og sótti fast að jafna, er leikar stóðu 2:1 þeim í óhag. “Það hóir mjög uppbyggingu sókna þeirra, hve innherjarnir leika innarlega og halda sig nærri hvor 'öðrum. Við það skap- ast of stórar eyður, þar sem fram verðir andstæðinganna eru alls- ráðandi og hafa nóg rúm til að athafna sig. Slík leikaðferð er einmitt vatn á myllu Kristjáns, sem þá ó auðvelt með að þeytast á milli þeirra og eyðileggja sam- leikinn. Framlínan verður einnig .laus í reipunum, útherjarnir njóta mjög takmarkaðrar aðstoð- ar og miðframherjinn fær nær eingöngu sendingar, sem illmögu] legt er að vinna úr. Akurnesingar ljeku fyrst und- an sunnan strekking og eftir stundarfjórðung skoraði Þórður Þórðarson fyrsta markið, en með rjettri „dýfingu“ hefði markv. Víkings átt að vera í lófa lagið að koma í veg fyrir það. Strax í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Bjarni og stuttu síðar bætti Bald ur öðru við með hornspyrnu, sem Helgi markv. sló inn í netið. Þannig stóðu leikar er stundar- fjórðungur var eftir, en þá mis- tókst Halldóri, bakv., að hreinsa eftir að markv. hafði „robisoner- ad“ og skoraði Gunnlaugur. — Nokkru siðar slasaðist Helgi í dýf ingu og rann knötturinn frá hon- um fyrir fætur Baldurs, sem bætti því fjórða við. Á vellinum voru nú aðeins 9 leikfærir Akur- nesingar, þ.a. miðframv. í marki og hófu þeir nú látlausa sókn og skoruðu tvisvar á síðustu 2 mín. Skoraði Sveinn Teitsson bæði úr vítaspyrnu. ÍA: Helgi Daníelsson, Halldór Sigurðsson, Sveinn Benediktsson, Sveinn Teitsson, Dagbjartur Hannesson, Ólafur Vilhjálmsson, Halldór Sigurbjörnsson, Pjetur Georgsson, Þórður Þóiðarson, Guðjón Finnbogason, Jón Jóns- son. Víkingur: Sigurjón Nielsen, Guðmundur Samúelsson, Svein- björn Kristjánsson, Kjartan Elías són, Helgi Eysteinsson, Kristján Ólafsson, Sigurður Jónsson, Ingvar Pálsson, Bjarni Guðnason, Gunnlaugur Lárusson, Baldur Árnason. Dómari var Mr. Victor Rae. — Áhorfendur voru um 2500. INNANFJELAGSMÓT Sund- fjelagsins Ægis og Sundflokks KR var haldið í Sundhöll Reykjavíkur 11. júní. Ari Guð- mundsson Æ, setti. nýtt met í 500 m. skriðsundi karla. Hann synti vegalengdina á 6.44.8 min., sem er 14 sek. betra en gamla metið, sem Jórias Hall- dórsson átti. Helstu úrslit urðu sem hjer segir: 100 rn. flugsund karla: — Sigurður Jónsson KR, 1.16.8 mín. 50 m. skriðsund karla: — Ari Guðmundsson Æ. 27,7 sek. 50 m. baksund drengja: — Þórir Arinbjarnarson Æ, 36,1 sek. 100 m. baksund karla: — Hörður Jóhannesson, Æ, 1.16.6 mín. 50 m. flugsund drengja: — Elías Guðmundsson, Æ, 37,1 sek. — 50 m. bringusund kvenna: — Guðlaug Pjetursdóttir, KR. 45.6 sek. — 400 m. skriðsund drengja: -— Magnús Guðmundsson, Æ, 6.02.6 mín., sem er nýtt drengja met. —- 500 m. skriðsund karla: — Ari Guðmundsson, Æ. 6.44.8 mín., (met). 50 m. skriðsund drengja: — Þórir. Arinbjarnarson, Æ, 29.4 sek. Magnús Thoroddsen. Æ„ 30,2 sek. 50 m. flugsund karla: — Sig- urður Jónsson KR, 33,8 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.