Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. febrúar 195T MORCUNBIAÐIÐ 3 Guðnl Trésmiðir: Guðm. M. Karl Sigmuiadur Guðm. G. Someinumst gegn pólitiskri mis- notkun á félugi okkur Tryggjum B-listonum sigur Vara-stjóm: Einar Ágústs- son, Baldursg. 37. Þorvaldur Karlsson, Heiðargerði 106. Steinar Bjarnason, Dverga- steini, Seltjarnarnesi. Spilukvöld Sjúlfstæðisiél- ugunnu ú Akureyri SPILAKVÖLD SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA hefjast að nýju að Hótel KEA næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 9. Spilað verð- ur að þessu sinni í fjögur kvöld um fern verðlaun en þau eru: 1. verðlaun: Sjónauki. Verð kr. 1280,00. 2. verðlaun: Ferðataska. Verð kr. 695,00. 3. verðlaun: VeggteppL Verð kr. 350,00. 4. verðlaun: Innkaupataska. Verð kr. 150,00. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir hvert spilakvöld. Eins og áður verður dansað að keppni lokinni. Spilað verður fimmtudagana 28. febrúar, 7. marz, 21. marz og 4. apríl. Þessar skemmtanir Sjálfstæðis- félaganna hafa verið mjög vel sóttar, enda vandað til verðlaun- anna. Hafa þátttakendur skemmt sér vel, og er enginn vafi á því að aðsókn á spilakvöldin, sem nú eru að hefjast, verði mikil. Aðgöngumiðar að öllum spila- kvöldunum verða seldir í skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Hafn- arstræti 101 (sími 1578) n. k. mánudag og þriðjudag kl. 5—7. Aðgöngumiði að öllum kvöld- unum kostar kr. 65,00. f DAG og á morgun fer fram stjórnarkjör í Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Kosið er í skrif- stofu félagsins, Laufásvegi 8, og hefst kosningin í dag kl. 2 e. h. og stendur til 10 e. h. Á morgun verður kosið frá 10— 12 f. h. og 1—8 e. h. og er þá kosningunni lokið. Tveir listar eru í kjöri. B- listi, sem skipaður er trésmið- um úr öllum lýðræðisflokkun- um og svo A-listi, sem komm- únistar standa að. Kommúnistar hafa farið með stjórn í Trésmiðafélaginu í nokkur undanfarin ár og hafa helztu afrek stjórnarinnar ver- ið þau að nota samtökin í þágu þeirrar pólitísku baráttu, sem kommúnistar hafa rekið í þjóð félaginu og stefnt hefur að upplausn og öngþveiti. For- maður félagsins hefur ekki hikað við að ganga erinda kommúnista á opinberum vettvangi í einu og öllu. Kjaramálunum hafa komm- únistar í stjórn félagsins aftur á móti gleymt og ekki hikað við að ganga beinlínis gegn hagsmunum stéttarinnar í ýmsum stórmálum. Gegn þessari pólitísku mis- notkun á samtökunum berjast lýðræðissinnar nú í þessum stjórnarkosningum og það al- gerlega óháð stjórmálalegum skoðunum. Trésmiðir, sameinizt í starfi 08 tryggið glæsilegan sigur B-LISTANS. Símar B-listans eru 6069 og 7104. Síðasta sýning LEIKFÉLAG Akureyrar hafði 18. og síðustu sýningu á „Kjarnorku og kvenhylli" s.l. sunnudagskv. Sýningargestir urðu alls 4500 og mun ekkert leikrit hafa gengið hér betur, enda má segja að út- selt hafi verið á flestar sýningar. Leikfélagið er nú byrjað að æfa Gullna hliðið og fer frú Matthildur Sveinsdóttir með hlutverk kerlingar en Björn Sig- mundsson leikur Jón bónda, eins og áður þegar leikurinn var sýnd- ur hér fyrir 13 árum síðan. — H. Vald. Ágætur fundur Rcykvíkingafélagsins FUNDUR var haldinn í Reykvík- ingafélaginu síðastl. miðvikudag í „Tjarnarcafé“ eftir að starf- semi þess hafði legið niðri um hríð. Var húsið alveg þéttskipað svo að fleiri hefðu vart getað komizt fyrir. Skemmtiatriði voru hin ágætustu eins og vant er hjá því félagi, og að lokum „gömlu dansarnir" til kl. 12.30. Ríkti al- menn ánægja á fundinum, og fögnuðu menn því að starfsemi félagsins væri hafin á ný. Næsti fundur verður í marz næstkom- andi ef heppilegt húsnæði fæst. Listi lýðræðissinna, B-list- inn, er þannig skipaður: Stjórn: Guðni Árnason, Suð- Eru pólitísklr dómstólur óhjúkvæmilegur fylgi- urlandsbr. 64, form. Karl Þor- valdsson, Bergstaðastræti 61, vara-form. Guðm. Magnússon, iiskur huftustefnunnur ? Útlilíð 6, ritari. Guðm. Guðna- son, Melahús við Hjarðarhaga, vara-ritari. Sigmundur Sigur- geirsson, Seljavegi 27, gjald- keri. Útdráttur úr rœðu Ólafs Björnssonar um frumv. um breytingu á lögum um hœstarétt ______________________./ÁLAFUR BJÖRNSSON alþm. ” fylgdi s.l. fimmtudag úr hlaði Mikil hátíöahöld skáta frv., er hann flytur á Alþingi um skipun hæstaréttar. Er aðal- efni frv. það, að hlutlausri nefnd í Reykjavík í gær sé falið að dæma um hæfni þeirra er sækja um dómaraembætti í hæstarétti, og megi engum veita embættið, nema meirihluti nefnd- Samkomur í Skáfaheimilinu og Ausfurbæjarbíói arinnar telji hann til þess hæfan. Ólafur benti á þá staðreynd, að an Hannibals Valdimarssonar. Samkvæmt henni væii heimilað að dæma lækni, ljósmyndara eða skósmið í allt að 1 millj. kr. sekt, ef þeir gerðu sig seka um það að taka húsnæði, er þeir áður hefðu leigt öðrum til íbúðar undir vinnustofur eða biðstofur í þágu atvinnurekstrar síns. Væru þeir látnir afplána sektina eftir svipuðum reglum og nú er fylgt um afplánun sekta, tæki það 10 til 14 ár eða álíka langan tíma og það tekur að afplána refsingu fyrir morð eða rán. Refsilöggjöf- in í heild yrði þannig óskapnað- ur. HLUTDRÆGNI í FRAMKVÆMD IIAFTALÖGGJAFARINNAR MIKILL fjöldi Reykjavíkurskáta kom saman á blettinum fyrir framan skrifstofu Ferðaskrifstofu ríkisins í gær um klukkan 1,30, til þess að minnast 100 ára af- mælis Baden-Powells og hálfrar aldar afmælis skátahreyfingarinn ar í heiminum. Fór þar fram fánahylling, en reistar höfðu verið þrjár fánastangir. Skátarnir stóðu í fjórum fylk- ingum á blettinum, litlu skátarn- ir: ljósálfar og ylfingar, síðan kvenskátar og skátadrengir. Áð- ur en fánarnir voru dregnir að hún: íslenzki fáninn, brezki fán- inn og alþjóðlegur fáni kven- skáta, flutti skátahöfðinginn, dr. Helgi Tómasson, stutt ávarp til hins fjölmenna skátahóps, en síð- an voru fánarnir dregnir að hún og skátarnir sungu einum rómi bræðralagssöng skáta. í gær var svo afmælisins minnzt með skáta- samkomu í Skátaheimilinu og í gærkvöldi var skátasamkoma í Austurbæjarbíói, en þangað var boðið forsetahjónunum og borg- arstjóranum hér í Reykjavík og konu hans. Þetta er iítill ylfingur við fánastengurnar í Lækjargöturuii, þar sem fjöldi Reykjavíkurskáta var við fánahyllingu í gærdag. Ylf- ingurinn, sem heitir Kristinn Sveinn Pálsson, Hverfisgötu 66 A, er meðal allra yngstu skáta, 7 ára. — Hann lauk sinu fyrsta prófi, ,Sárfætlingaprófinu“, með prýði. Fékk hann þar með leyfi til þess að bera búninginn með ylfingsmerkinu rauða í dökkblárri peysu. Einu sinni í viku mætir hann á skátaæfingu og trúr vill hann vera skátaheitinu dag hvern. —Ljósm. Mbl. jafnan hefur farið saman hafta- og áætlunarbúskapur og pólitísk- ir dómstólar, þar sem lögfræðileg þekking er ekki skilyrði fyrir því að menn geti gegnt dómarastörf- um, heldur hitt að „dómararnir" séu þægir fylgismenn ríkisstjórn- ar þeirrar er með völdin fer. Mætti í þessum efnum vísa jöfn- um höndum til réttarfars Sovét- ríkjanna og fasistaríkjanna. VÍSIR TIL PÓLITÍSKRA DÓMSTÓLA HÉR ÁLANDI Ólafur taldi, að ekki þyrfti þó að fara austur til Rússlands til þess að finna dæmi um pólitíska dómstóla. Til þeirra hefði þegar myndazt vísir hér á landi, þar sem væru verðlagsdómstólarnir. Þeim hefði fyrst verið komið á fót árið 1950, en með hinum nýju lögum um útflutningssjóð hefði verið stigið nýtt skref í þá átt að gera dómstóla þessa pólitíska, þar sem stjórnum stéttasamtaka, sem fylgismenn rikisstjórnarinn- ar eru í meirihluta í, er falið að útnefna dómarana. MILLJÓNASEKT HANNIBALS Ólafur benti ennfremur á þann eðlismun, sem væri á hinni al- mennu refsilöggjöf og viðurlög- um við brotum gegn hinni marg- víslegu löggjöf til stuðnings hafta kerfinu. í fyrra tilfellinu væri um að ræða afbrot sem svívirði- leg væru að almennings áliti; í hinu síðara um skerðingu al- mennra mannréttinda, svo sem ráðstöfun eigna sinna o. s. frv. Þar sem það í fyrra tilfellinu væri samvizka hvers einstaklings sem héldi mönnum frá þvi að fremja afbrot, væri það í síðara tilfellinu aðeins óttinn við refs- ingu. Afleiðingin væri sú, að beita þyrfti miklu þyngri viður- lögum við brotum gegn haftalög- gjöfinni en almennum afbrotum. Hann nefndi sem dæmi í þessu sambandi hina nýju löggjöf um afnot húsnæðis, sem samþykkt hefur verið á Alþingi, að tilhlut- Ólafur benti ennfremur á það, að nær því hver maður í landinu. væri brotlegur við hina ýmsu þætti haftalöggjafarinnar, svo sem húsaleigulög, verðlags- ákvæði, reglur um gjaldeyris- verzlun o. s. frv. Bftirlit með þessari löggjöf væri hins vegar að jafnaði í höndum pólitískra manna, sem eðlilega notuðu að- stöðu sína til þess að klekkja fyrst og fremst á pólitískum and- stæðingum sínum, en hlífðu sam- herjum. Væri hér um hUðstæðu að ræða við Gyðingalöggjöf Hitl- ers í Þýzkalandi á sínum tima. Þar sem mörg hundruð þúsund Gyðinga hefðu verið búsett í Þýzkalandi um aldir, væri sjálfsagt erfitt að finna nokkurn Þjóðverja, sem ekki hefði Gyð- ingablóð í æðum. En auðvitað hefðu erindrekar nazista ekki farið að hnýsast í ættartölu Hitlers sjálfs og annarra nazista- foringja. Á sama hátt færu þeir sem eftirlit hefðu með verðlagi, húsaleigu o. s. frv. ekki að fást um þær yfirsjónir sem í þessum efnum kynnu að henda fyrirtæki og einstaklinga, er fjárhagslega og á annan hátt styddu rikis- stjórnina. AÐEINS HÆGT AÐ TREYSTA PÓLITÍSKUY DÓMURUM? Ólafur benti einnig á það, að þar sem ákvörðun refsingar við almennum afbrotum væri ltomin undir fræðilegri túlkun laga- ákvæða, þannig að pólitiskar skoðanir dómaranna gætu sjaldn- ast skipt máli í því efni, þá gegndi öðru máli um brot gegn haf talögg j öf inni. Um réttmæti slíkrar löggjafar væru mjög skiptar skoðanir, þannig að skoð- un dómarans sjálfs í því efni hlyti eðlilega að hafa áhrif á þann dóm er hann kvæði upp. í þessu fælist skýringin á því, að jafnan færi saman hagkerfi hafta- og áætlunarbúskapar og réttarfar alþýðudómstóla og ógn- arstjórnar. Til þess að dómstól- arnir væru nothæfir sem tæki til þess að framfylgja haftalög- gjöfinni, þyrftu dómaramir því að vera pólitísk handbendi stjórn arvaldanna. En með slíkri skip- an væri í rauninni allt persónu- og réttaröryggi afnumið. n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.