Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. febrúar 1957 MORCVNBLAÐIÐ 15 KR vann Ármann 21:13 og Fram Víking 24:Í5 í\ fyrrakvöld að Hálogalandi. Fóru þá fram þrír leikir, tveir í meistaraflokki karla og einn í þriðja flokki karla. Þannig er áætlaö, að Laugardalsleikvangurinn liti út fullgerður. Vilja stjórnarflokkarnir ekki flýta framkvæmdum í Langardal? Hólið rætt í sombnndi við ijdrlögin VIÐ aðra umræðu um fjárlög íslenzka ríkisins kom íþróttavöllur- inn í Laugardal til umræðu. Var það í sambandi við tillögu er Jóhann Hafstein er fyrri flutningsmaður að. Flutti Jóhann við það tækifæri ræðu um Laugardalsmálið, sem nú skal getið að nokkru. Tillagan var flutt af Jóhanni Hafstein og Alfreð Gíslásyni og er svohljóðandi breytingartillaga við fjárlagafrumvarpið: ,,Til íþróttasjóðs til greiðslu upp í hluta hans af kostnaði . 3 íþróttaleikvanginn í Laugardal í Reykjavík, 2 millj. kr.“. f rökstuðningi sínum við til- löguna kvaðst Jóhann í sl. mán- uði hafa fyrir hönd Laugardals- nefndar ritað fjárveitinganefnd bréf, þar sem hann gerði grein fyrir aðstæðum og fjárhagsaf- komu hinnar miklu íþróttamann virkjagerðar í Laugardalnum, en þar er verið að reisa aðalíþrótta leikvang landsins. Með hliðsjón af því hvað Reykjavíkurbær hef- ur lagt til þessara mannvirkja á undanförnum árum og vegna þess hversu mikil skuld íþrótta- sjóðs ríkisins er við þetta mann- virki þá mæltist hann til þess, að annaðhvort yrði stórléga hækk- að framlag til íþróttasjóðs, svo að hann gæti lækkað verulega skuld sína við Reykjavíkurbæ vegna Laugardalsins eða þá að tekinn yrði upp sérstakur liður um aukafjárveitingu til Laugardals framkvæmdanna. Síðan sagði Jóhann: „Ég sé nú að meirihluti fjár- veitinganefndar leggur til að hækka framlag til íþróttasjóðs úr 1,2 milj. kr. í 1,6 eða um 400 þús. kr., og minnihlutinn upp í 2 milj. eða um 800 þús. kr. Samt sem áður flytjum við þessa tillögu m. a. vegna þess að íþróttasjóðurinn stendur ekki í aðeins óbættum sökum við Laugardalsfram- kvæmdirnar heldur við íþrótta- mannvirkja gerð um gervallt landið. Það er skoðun mín, að öðrum íþróttamannvirkjum myndi ekki veita af hækkuðu framlagi til sjóðsins frá því sem ráðgert er í fjárlagafrumvarpinu, enda þótt bróðurparturinn af öllu framlaginu færi ekki til hinna miklu framkvæmda í Laugardal. Ef ekki verður veitt sérstök fjárveiting til Laugar- dalsframkvæmdanna get ég ekki séð annað en að verulegur hluti af framlagi til íþróttasjóðs færi til þessara framkvæmda. Til þess liggja meðal annars þær ástæð- ur að hér er um að ræða aðal- leikvang landsins ásamt sund- svæði sem koma á í stað hinna mjög svo vinsælu sundlauga Reykvíkinga og til þessa alls er búið að verja nær 11 milj. króna. Af þessum nær 11 milj. kr. hef- ur Reykjavík lagt fram stærsta hlutinn. Um sl. áramót stóðu sak- ir þannig: Búið er að verja um 10,7 milj. kr. í íþróttamannvirkin og sundlaugarnar. íþróttanefnd ríkisins hefur lofað að styrkja þessar framkvæmdir með 40% af kostnaðarverði, skv. lögum. Hluti íþróttasjóðs af þegar útlögðum kostnaði er því um 4,2 milj. kr. En framlög sjóðsins um sl. ára- mót eru tæplega 1,3 millj. Skuld sjóðsins við Reykjavík er því nær 3 milj. kr. Á það ber og að líta að í fjárhagsáætlun Rvíkur- bæjar fyrir 1957 er ákveðið að hækka framlag til Laugardals úr 1 milj. í 2 milj. og hlutur íþrótta sjóðs af því mundi nema 800 þús. Eins gæti farið að þetta framlag Reykjavíkur færi fram úr áætl un eins og það hefur alltaf gert á undanförnum árum. Skuld íþróttasjóðs við Reykjavíkurbæ kæmist þá upp í um 4 milj. kr. i vegna þessara framkvæmda einna. Þótt nú yrði veitt aukafram- lag til Laugardalsframkvæmd- anna eins og hér er lagt til, 2 milj. kr., þá er enn löng leið í land til þess að greiða ac fullu þessa skuld og uppfylla skyldur íþróttasjóðs ríkisins við þessar framkvæmdir. ★ Laugardalsnefndin lét á sl. ári gera áætlun um það hvað kosta mundi að koma þessum íþrótta- framkvæmdum í það horf, að hægt væri að taka leikvanginn til afnota á árinu 1957. Sú áætl- un var þá um 5,2 milj. kr. Það var unnið mjög kappsamlega að framkvæmd áætlunarinnar á sl. ári og ef nú fengist verulegt auka framlag frá ríkissjóði eins og hér er farið fram á, þá eru möguleik- ar til að ljúka þessari áætlun og taka leikvanginn til afnota á sumri komanda. Það, sem gert er ráð fyrir að lokið verði á sumr inu er leikvangur sem rúmar um 2000 manns í sæti og 10 þús. manns í stæði, en þegar fulllokið er við leikvanginn er gert ráð fyrir 4000 sætum og svo stæðum svo alls rúmist á vellinum nær 30 þús. manna. Fyrir 5 árum var fyrst sáð í grasvöllinn í Laugardalnum. Sú framkvæmd hefur gengið það vel að það er allra álit að hægt sé að taka leikvanginn til afnota á sumri komanda, ef aðrar ástæður eins og áhorfendasvæði, búnings klefar og annað slíkt eru fyrir hendi. Ástæðan til þess að sérstök á- ætlun hefur verið gerð lun að koma þessum fyrsta áfanga í framkvæmd á þessu ári er sú, að forystumenn íþróttahreytfingar- innar hafa lagt megin áherzlú á það við Laugardalsnefndina að leikvangurinn mætti takast til afnota í sumar. Er það m.a. af því að fyrirhugaðir eru landsleikir í knattspyrnu við Norðmenn og Dani og þegar þessar Norður- landaþjóðir leikast á er hvað mestur áhugi meðal Reykvíkinga og annarra íslendinga á íþrótt- unum. Þá hefur frjálsfþrótta- sambandið lagt mikla áherzlu á hvort hægt væri að láta leik- vanginn í té í tilefni af 10 ára af.næli sambandsins og milli- landakeppni sem fyrirhuguð er í tilefni þess. íþróttafélag Reykja víkur, eitt af elztu íþróttafélög- um í bænum á 50 ára afmæli á þessu ári og mundi verða einn af aðalþátttakendunum í þessari " -jálsíþróttakeppni. Við í Laug- ardalsnefnd þurfum oft að hlusta á það, að þessum áhugamönnum um íþróttirnar þyki verkin ganga seint, þó Reykjavíkurbær hafi hraðað þessum framkvæmdum langt umfram áætlun og lagt í þau meira fé á hverju ári heldur en ákveðið var í fjárhagsáætlun- um. Vanefndir íþróttasjóðs eiga því mesta sök á því að verkin tefjast. Forustumönnum íþróttaæsk- unnar finnst, eins og ég sagði áð an, verkin ganga seint. Aftur á móti eru aðrir sem telja þessar framkvæmdir óþarfar og allt of miklu fé til þeirra varið. Ég fyr- ir mitt leyti her aldrei talið á- stæðu til þess að sjá eftir því fé, sem hið opinbera hefur lagt til íþróttaframkvæmda, hvorki hér í Rvík né annars staðar. Ég hef sjálfur haft nokkur kynni af því, ekki aðeins hvað íþróttahreyf- ing byggð á traustum og eðlileg- um grundvelli, hefur góð og holl líkamsáhrif ,heldur ekki síður góð uppeldisáhrif á æskuna. Það er því ekki aðeins óska- draumur unga fólksins í Reykja- vík að sjá þessa miklu framkv. rísa í Laugardalnum, heldur mun það vera sameiginlegt áhugamál íþróttaæskunnar í landinu, sem leita mun hingað til keppni við Reykjavíkuræskuna og innbyrð- is sín á milli á þessum aðalíþrótta leikvangi landsins. Frh. á bls. 19 KR — ÁRMANN & Skemmtilegasti og bezt leikni leikurinn var á milli KR og Ár- manns í meistarafl. karla. Ár- mann á nú sterkara lið en félag- ið hefur átt á undanförnum mót- um, og þeir stóðu vel í Reykja- víkurmeisturunum. Þeir höfðu forystu í leiknum fyrri hluta fyrri hálfleiks, en þá sóttu KR- ingar heldur á, en náðu þó aldrei fullum tökum á leiknum, og í hálfleik stóð 9:8 fyrir KR. Hannes Hall jafnaði fyrir Ármann í upp hafi síðari hálfleiks, og á nsestu mínútum var háð úrslitaorrusta leiksins. Markvörður KR, Guð- jón, meiddist (gamalt meiðsli tók sig upp), en haltraði áfram í markinu. Það liðið, sem forystu næði á þessum tíma leiksins, hlaut að sigra. Baráttan var geysihörð, en þá tókst Herði Fel- ixsyni að skora 3 mörk, og það var eins og það lamaði Ármenn- inga, sem ekki höfðu nærri eins gott úthald og KR-ingar. Heinz Steinman og Bergur bættu þrem mörkum við fyrir KR, svo að leikar stóðu 16:10, og þar með var þrautin unnin, KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum það sem eftir var, og leiknum lauk með 21 marki gegn 13. FRAM — VÍKINGUR Þá kepptu Fram og Víkingur í meistarafl. karla. Með léttum og á köflum fjörugum leik, náði Fram í fyrri hálfleik öruggri forystu. í síðari hálfleik gætti hjá þeim sama úthaldsleysis og sama skorti á fjölbreytni í leik og hjá Víkingi, og var síðari hálf leikurinn mjög jafn. Leiknum lauk 24:15. Beztu menn Fram voru Karl Benediktsson, Hilmar og markvörðurinn Gunnar Gunn- arsson. En hjá Víkingi voru bezt ir þeir Sigurður Jónsson og Björn Kristjánsson. 3 FLOKKUR í 3. fl. vann Fram Þrótt með 15 gegn 14 eftir tvísýnan leik, en ekki að sama skapi góðan, því að til þess að svo mætti verða, voru bæði lið of losaraleg í sókn og vörn. Rvíknrmót í bndminton REYKJ AVÍKURMEIST ARA- MÓTIÐ í badminton fer fram i K.R.-húsinu í dag og hefst kl. 3 síðdegis. Tennis- og Badmintonfélag Reykjavíkur hefur á hendi alla framkvæmd þess, og á langflesta keppendurna. — Auk þess á Skandinavisk Boldklub nú í fyrsta sinn þátttakendur í Reykja víkurmóti. Á þessu móti keppa allir beztu badmintonleikarar bæjarins, — höfuðsnillingurinn Wagner Wal- bom, — þá Einar Jónsson sem ennþá virðist vera upp á sitt bezta, og sama er að segja um Júlíönu Isebarn, Friðrik Sigur- björnsson og Þorvald Ásgeirsson. Fullyrða má að mjög hörð keppni eigi sér stað í öllum fimm greinum íþróttarinnar. Úrslitaleikirnir fara fram á sama stað kl. 3 e. h. á morgun. Bridge -/ -hátt ur Hér fer á eftir fyrsti þátturinn af fimm til að byrja með, þar sem spurt er hvað þú, lesandi góður, myndir segja á ákveðin spil. Fengnir hafa verið fimm góðir spilamenn til að svara. Svör þeirra birtast með næsta spurn- arþætti, en á meðan er það les- endanna að spreyta sig. 1. Rúbertubridge, N-S á hættu: 3. Sveitakeppni, báðir á hættn: N. 1 '♦ 1 ♦ A. pass pass S. 1 ¥ ? V. paaa N. 1 ¥ A. 2 ♦ S. ? Þú ert Suður og átt A D-G-4 ¥ D-5 ♦ 8-6-2 * Á-K-6-5-4 Hvað segir þú? 2. Sveitakeppni, báðir á hættu: V. N. 1 ¥ Dobl A. pass S. Þú ert Suður og átt A 7-3 ¥ G-10-8-6-4 ♦ D-9-7 A D-8-6 Hvað segir þú? Þú ert Suður og átt A D-10-5 ¥ K-D-6-4-3 ♦ K-8-6 ♦ 9-2 Hvað segir þú? 4. Rúbertubridge, N-S á hætta: V. 1 ¥ N. 2 ¥ A. pass S. ? Þú ert Suður og átt A 5-2 ¥ D-9-7-5-4-3 ♦ D-3 A K-D-10 Hvað segir þú? Rúbertubridge, A-V á hættu; S. V. N. A. 1 ♦ pass 1 ¥ pass 2 ♦ pass 3 ♦ pass ? Þú ert Suður og átt A Á-4 ¥ 7-2 ♦ Á-D-G-8-7-3 * 7-5-4 Hvað segir þú?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.