Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. febrúar 1957 MORCVNBLAÐIÐ 11 Eldast snartarar hœgar? Kenning Einsteins um samdrátt tímans rædd VÍSINDAMAÐUR í KALIFORNÍU telur sig hafa fært sönnur á eina umdeildustu kenningu Einsteins varðandi afstæði allra hluta. Niðurstöður hans voru birtar í síðasta hefti brezka vísinda- ritsins „Nature“. Hér er um að ræða hina svo nefndu „þverstæðu klukkunnar“, en samkvæmt henni veldur hreyfing því, að tími og rúm dragast saman. Vísindamaðurinn, sem telur sig hafa sann- að kenninguna, er Frank S. Crawford við Kaliforniu-háskólann í Berkeley. Kenning Einsteins er í eíuttu rnáli þessi: Setjum svo að til séu tvíburar, og annar þeirra fari með geimfari eitthvað út fyrir himinhvolfið og fljúgi með mjög miklum hraða. Þegar hann kemur aftur til jarðarinnar, mun hann komast að raun um, að hann er lífeðlisfræðilega yngri en tvíburinn, sem heima sat, og að úrið í vasa hans hefur að sama slcapi farið færri hringi. 17 ÁR VERÐA 1414 ÁR Sumir formælendur afstæðis- kenningarinnar hafa rciknað það út, að fari geimfar til næsta himintungls og aftur til jarð- arinnar á 17 árum, þá muni klukkurnar í farinu sýna, að ekki hafi liðið nema 1414 ár, og mennirnir, sem með því ferð- ist, verði 214 ári yngri en hefðu þeir vorið kyrrir á jörðinni . UMDEILD KENNING Ýmsir eðlisfræðingar, einkum í Bretlandi, eru á öðru máli. Prófessor Herbert Dingle, heim- spekingur og vísindasagnfræð- ingur við University College í London, og prófessor William H. McCrae, stærðfræðingur og stjarneðlisfræðingur við Lund- únaháskóla hafa mjög deilt um ofangreinda kenningu í „Nat- ure“. McCrae trúir á „þverstæðu klukkunnar", en Dingle gerir það ekki. Hann segir: „Hreyfing milli tveggja hluta eða hnatta er hlutfall milli þeírra og er ekki bundin við annan fremur en hinn, þannig að áhrif hennar, ef þau eru nokkur, eru hin sömu á báða“. McCrae svaraði því til, að það væri „alger mismunur“ á þeim, sem ferðuðust út í geiminn, og þeim, sem væru kyrrir á jörð- inni. Hinir fyrrnefndu notuðu vélar til að auka hraða sinn og starfsemi og draga saman tíma sinn; hinir síðarnefndu gerðu það ekki. RANNSÓKN Á GEIMGEISLUM Eftir langdregnnr deilur féll málið niður án nokkurra úrslita. Yfirlýsingin, sem Crawford gaf í sambandi við „þverstæðuna“ er þess efnis, að vísindamenn verði að iáta sér nægja athug- anir og kenningar, þangað til þeir finni tvíbura, sem séu • eiðu- búnir að framkvæma tilraunina sjálfir. Hann bendir á, að hægt sé að athuga flug og tiltölulcg- an aldur hluta, sem fara með miklum hraða, í þar til gerðum vélum eða geimgeislana úti í náttúrunni, sem brjótast gegnum himinhvolfitf með ógnarhraða. FYRRI RANNSÓKNIR Crawford var kostaður til rannsókna af kjarnorkunefnd Bandaríkjanna. Hann hóf að grafa í gegnum hinn mikla bóka- kost um geimgeisla, og komst að raun um, að árið 1940 höfðu 3 bandarískir vísindamenn mælt flughraða smáagna úr geimnum, sem kallaðar eru „mu-mesons“. Þeir gerðu þessar tilraunir í Chicago og hátt uppi á Evans- fjalli í Colorado. AGNIRNAR „ELDAST“ MISJAFNLEGA HRATT „M esons" eru agnir úr geimnum, sem brjótast inn í loft- hjúp jarðarinnar með svipuðum hraða og ljósið. Eftir því sem þessir „mesons" nálgast jörð- ina (á broti úr sekúndu) „eld- ast“ þeir og „hrörna“ skjótlega, verða fyrst „p i - m e s o n s“, þá „m u - m e s o n s“ og loks „e 1 - e k t r ó n u r“. Með „geiger“-teljurum og ljós- myndaplötum geta eðlisfræðing- arnir ákveðið, hvaða tegund af „m e s o n s“ þeir hafa „náð í“. Og með því að rannsaka sýnis- horn úr ýmsum hæðum loftsins geta þeir reiknað út, hve „gaml- ar“ þessar agnir eru. I»að er álit Crawfords, að spurningin sé einfaldlega þessi: Sýna rannsóknir, að „m e s o n s“, sem fara með miklum hraða, eldist hægar en „m e s o n s“, sem ekki hreyfast? Hann þykist geta fært sönnur á, að rannsóknir eðlisfræðinganna þriggja ásamt rannsóknum P. M. S. Blackcts í Englandi og dr. Harold Tichos í Chicago, hafi leitt í ljós, að svo sé. ER UM REIKNINGSSKEKKJU AÐ RÆDA? En þar sem munurinn á „aldri“ þessara agna nemur ekki íema milljónasta hluta úr sekúndu (hann er 30 mikró-sekúndur á „mesons“ sem eru á hreyíingu, en 2 mikró-sekúndur á „mesons“ sem eru kyrrar), þá velta sum- ir eðlisfræðingar því fyrir sér, hvort þessi ,,aldursmunur“ verði ekki einfaldlega skýrður með því, að tilraunir og útreikn.ngur sé ónákvæmur. Crawford sjálfur er í engum vafa um niðurstöðurnar. Þær sanna segir hann að endingu, að afstæðiskenning Einsteins um, að hlutir eldist með ójöfnum hraða, er á rökum reist. Albert Einstein Tillcsga um að ijölga bæjariullfirúum Þá er hægt oð klofna 1 enn fleiri parfa! k BÆJARSTJÓRNARFUNDI í fyrrad. var mættur Jón P. Emils, lögfræðingur, en hann mætir þar jöfnum höndum fyrir Alþýðuflokkinn og Málfundafé- lag jafnaðarmanna. í þetta skipti var hann mættur þar af hálfu hins fyrrnefnda aðila. Bar Jón fram tillögu þess efnis að bæjarfulltrúum yrði fjölgað verulega frá því sem nú er. — Nefndi hann í því sambandi fjölg- Hundrað ára minning Bertels Þorleifssonar F. 1857 — D. 1890 B E R T E L . Um Bertel E. Ó. Þorleifsson og eftir hann. Snæbjörn Jónsson tók saman. Prentsmiðjan Leiftur. Reykjavík 1957. í BYRJUN marzmánaðar árið 1883 ritar tuttugu og sex ára gamall íslendingur, sem staddur var í Kaupmannahöfn, einu viku- blaðanna á íslandi langt frétta- bréf, og kemst meðal annars þannig að orði: „Dr. Georg Brandes, hinn ágæti ritdómari og fagurfræðingur, er nú fluttur hingað til Hafnar al- kominn. Hann hefir um nokkur ár dvalið í Berlín, en hefir nú tekið að sér að halda fyrirlestra hér við háskólann eftir áskorun nokk urra manna, sem hafa efnað til samskota til þókknunar fyrir það. Hann hóf fyrirlestra sína á mánudaginn var, um bókmenntir á Þýzkalandi á seinni tímum, og var svo fjölsótt, að fjöldi varð frá að hverfa, en mörgum hélt við meiðingum. Hafði hann upp aftur fyrirlestur þann seinna, og urðu enn margir að snúa frá, enda er það engin furða, þó að fjölsótt sé hjá honum, því að allir yngri menntamenn og rithöfund- ar á Norðurlöndum skoða hann sem meistara sinn“. Þessi ungi maður, sem svo hug- fanginn var af Georg Brandes, hét fullu nafnl Bertel Edvard Ólafur Þorleifsson og var einn af þeim mönnum, sem árið áður höfðu gefið út ritið Vertfandi, sem nokkurri hræringu hafði valdið í andlegu lognmollunni hér heima. Félagar hans voru: Hannes Havstein, Einar Hjör- leifsson og Gestur Pálsson, sem seinna urðu allir nafnkunnir menn og tryggðu sér öruggan sess í íslenzkri bókmenntasögu. Allir voru þeir ungir og óráðnir, er þeir stóðu að útgáfu þessa rits og sóttu sig mjög síðar, þeir sem lengra líf áttu fyrir höndum. Og öll líkindi mæla með því, að svo hefði einnig orðið um Bertel, ef ævilok hans hefðu ekki orðið með þeim sorlega hætti nokkrum ár- um seinna, að hann stytti sér aldur. Hvers hefði fsland farið á mis, ef félagar hans hefðu gert slíkt hið sama? Eg er að virða fyrir mér ofur- lítið snoturlega út gefið kver, þar sem haldið er til haga öllu því helzta, sem prentað finnst eftir Bertel Þorleifsson og því, sem um hann hefir verið ritað. Ekkert af þessu er mikið að vöxtum, og trúað gæti ég því, að ýmsir væru nú þeir, sem litla hugmynd hefðu um þetta gleymda skáld, sem aldrei gat sér mikinn orðstír í lífinu og gekk fyrir stapann rúmlega þrítugur. En þó varir minningin, meðan einhver er, sem ekki lætur sér á sama standa, og hér er það Snæbjörn Jónsson rit- höfundur, sem með einstakri natni, rækt og ástúð, hefir friðað um minningu þessa týnda sonar íslenzkra bókmennta, eins og hann hefir áður þurrkað rykið af öðrum gleymdum góðskáldum, svo sem þeim Brynjólfi Oddssyni og Sigurði Bjarnasyni, með fögr- um og smekklegum útgáfum af ljóðum þeirra. Er ritgerð hans um Bertel eins og vænta mátti öll hin skilmerkilegasta, og vissu lega er með þessu riti minningu hans miklu betur borgið en áður, og það er megintilgangur Snæ- bjarnar Jónssonar. En sjálfur er Í hann svo yfirlætislaus um þetta verk eitt, að hann kemst þannig að orði: „Skemmtilegt væri, ef þetta kver, sem nú birtist hér, gæti orðið til þess að vekja einhvern okkar mörgu bókmenntafræðinga til þess að gera honum viðunandi skil, sýna honum verðugan sóma. En til hlítar getur enginn gert minningu hans skil fyrr en þau kvæði finnast, er hann lét eftir sig óprentuð, ef það skyldi nokk- urn tímann verða“. Það er án efa rétt, að ýmislegt, sem Bertel varðar, þarf frekari rannsóknar við, svo minningu hans verði gerð full skil. Senni- lega kann að mega grafa eitt- hvað upp um ævi hans úr bréfa- söfnum, sem smám saman kunna að koma í leitirnar, þó að eins líklegt sé hitt, að hann hafi eins og margir farið með þyngsta harm sinn í gröfina. Þrátt fyrir allt varð meistarinn Brandes, sem hann dáði og var persónulega kunnugur, ekki mikið ljós á veg- um hans, þó að hann skrifaði vingjarnlega um hann látinn. En jafnvel þó að Bertel gæfist upp við skáldskapinn, læknisvís- indin og lífsbaráttuna sjálfa, hvílir að ýmsu leyti hugþekkur blær yfir minningu hans. Einar H. Kvaran hinn glöggskyggni maður, ber honum hið bezta orð. Hann virðist hafa verið einkar vinsæll í hópi Hafnar-íslendinga, hversdagslega glaður og reifur, snyrtimenni mikið, manna bezt að sér í bókmenntum, víðlesinn og hefir fylgzt vel með öllu sem gerðist í heiminum. Fréttapistlar þeir, sem hann skrifar heim, eru skemmtilega og lipurlega skrif- aðir og bregður hann sér stund- um á leik með pennann. Og enda þótt skáldskapur hans, sem kunn- ugur er, þætti ekki viðamikill, bregður þar þó fyrir ósviknum skáldskap. Hagmælskan er auð- sjáanlega mjög mikil og þýðingar hans hinar liprustu. Gæta verður þess, að þetta eru æskuverk. Haft er það eftir Ed- vard Brandes, að hann teldi Bertel efnilegastan Verðandi- manna. Enginn getur nú úr því skorið, hvernig lífið kynni að hafa spunnið úr honum. Því að hversu mikið skáld mundi t.d. Matthías Jochumsson hafa verið talinn nú, ef vér hefðum ekkert annað við að styðjast en kvæði þau, er hann orti áður en hann fór í skóla? Mér þykir vænt um þessa Bertels-minningu og hygg að svo muni fleirum fara. Hún er sam- antekin af manni, sem fyrir sex- tíu árum síðan lærði vísu eftir Bertel og gat aldrei gleymt hon- um eftir það. „Síðan þann lestur hefi ég ætíð tregðað Bertel, en nú getur ekki verið, að ég þurfi mik- ið lengur að bera þann harm. Svo líða tregar sem tíðir". Þar sem hlúð er að minning- unni af slíkri tryggð og hlýju, er betur farið en heima setið. Nógu lengi hefir kuldinn og kæruleysið, sem hrakti þennan viðkvæma mann í sjóinn eina septembernótt fyrir tveim þriðj- ungum aldar, nætt um kumbl hans. Eigi þarf þó annað en lesa Kolbrúnarljóð hans í þýðingu Hannesar Havstein til að sann- færast um, að þarna hefir verið söngvari, sem átt hefir óvenju innilegan og hreinan ljóðrænan streng í ,sál sinni. Benjamín Kristjánsson. an upp í 45 etfa 21. Taldi flutn- ingsmaður að það fyrirkomulag að hafa aðeins 15 bæjarfulltrúa hefði nú staðið í hartnær 50 ár og væru fulltrúarnir of fáir. í sama streng tóku þeir Alfretf Gíslason og Þórtfúr Björnsson, sem voru meðflutningsmenn Jóns að tillögunni. í sambandi við tillöguna tók J. P. E. sérstaklega fram að ef þetta fyrirkomulag væri tekið upp væri fremur möguleiki til þess að íella meiri- hluta Sjálfstæðismanna og væri Sjálfstæðisflokkurinn búinn að tapa 6 sinnum í bæjarstjórn, ef þetta fyrirkomulag hefði verið haft. Borgarstjóri tók til máls og kvað þetta mál hafa verið allmik- ið rætt og gerði það að tillögu sinni, að það yrði athugað betur og að hafðar yrðu 2 umræður um málið. Hann sagði atf þatf væri mjög misjafnt hver væri tala bæjarfulltrúa í hinum ýmsu borgum. Nefndi hann sem dæmi, að Los Angeles með 2 milljónir íbúa hefði 15 bæjarfulltrúa, eins og Reykjavík, Kaupmannahöfn með 1 milljón íbúa hefði 55 bæj- arfulltrúa, Toronto, með 1 millj, íbúa hefði 25 bæjarfulltrúa, Amsterdam, með 1 milljón íbúa hefði 45 bæjarfulltrúa. Ef litið væri til austurs, þá hefði Moskva með 5 milljónir íbúa 1392 bæjar- fulltrúa, en í Ráðstjórnarríkjun- um væri sá háttur hafður á, að 1 bæjarfulltrúi væri á hverja 3000 íbúa. Ef sú regla væri tekin upp hér ættu bæjarfulltrúar að vera 12 eða 13. Borgarstjóri vék að því að ef til vill væri tilgangurinn með þess- um tillöguflutningi að minni- hlutaflokkarnir í bæjarstjórn gætu klofnað í enn fleiri parta en nú væri orðið, því allir þeir flokk ar minnihlutans, sem klofnatf gætu, heftfu þegar faritf þá leiff. Borgarstjóri kvað það mundi ekki verða einhlítt ráð til þess að fella Sjálfstæðismenn í Reykjavík, að andstæðingar þeirra byðu fram sameiginlega, eins og J. P. E. hefði minnzt á. Minnti hann á dæmi frá 1938, þegar Alþýðuflokksmenn og kommúnistar buðu fram sameig- inlegan lista, en í það skipti fengu Sjálfstæðismenn 9 bæjar- fulltrúa kosna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.