Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 14
14 MOnCTJNRT 4 Ð1Ð Laugardagur 23. febrúar 1957 — Útgefendur Framh. af bls. 9 Þetta tel ég hreinustu firru og fór ekki dult með það í Birtings- greininni. Þó hefði ég kveðið enn fastar að eftir útkomu Árbókar 1956, því að i henni eru verk sem engum gæti dottið í hug að orða við skáldskap. Ekkert er auðveldara en benda á marga menn betur færa til að ritstýra Árbókinni, en ég nefni einungis þann sem mér kemur fyrstur í hug: Snorra Hjartarson skáld — í öðru lagi taldi ég ungum höfundum lítinn heiður að því, að Árbókin væri geíin út sem „kálfur“ Nýs Helgafells, er væri nú orðið aðeins svipur hjá sjón. — Grein mín endaði á þessum orðum: „Fórleggjurum er ekki ofætlandi að gefa út rerk þeirra (ungu) rétt eins og annarra höf- unda, og ég heiti á ungskáldin að beita upp í og sigla fremur af sér alla útgefendur en láta bjóða sér upp á auðmýkjandi samflot með gömlum fúakláfum" (þ. e. kálfs-systemið). Eins og ljóst má vera hafði ég enn í huga þau furðulegu ummæli Helgafells, að útgefendur ættu að raga verk ungra skálda eftir óvirðulegri reglum og gefa þau út með fyrirhafnarminni hætti en skáldskap eldri höfunda, rétt eins og það væri refsiverð ódygð að vera ungur. Hvort sem Kagnari Jónssyni finnst ég hafa verið óþarflega tannhvass eða ekki, erum við áreiðanlega á eitt sáttir um kjama málsins: að sinnuleysi forleggjara um verk ungra höf- unda sé bókmenntunum skað- legt og útgefendurn ósæmandi. Það ræð ég meðal annars af því, að miklu minni ástæða er nú en fyrir nokkrum árum að kvíða því, að Helgafell fari að „loka bókhaldinu“. Forlagið er að hefja útgáfu fjölda myndlist- arbóka, sem mikill fögnuður verð ur að, ef vel tekst, — hefur einn • ig á prjónunum útgófu á bók- um eftir marga unga menn úr ýmsum listgreinum: Thor, Leif Þórarinsson, Jón Óskar, undir- ritaðan og efalaust fleiri. Ég fagna þessu af alhug og vona, að önnur bókaforlög fari að dæmi Helgafells. Mér er nefni- lega ekki þannig farið, að ég fái sting í hjartað við að sjá aðfinnsluefnunum fækka. Það er hægt að hugsa sér svo margt skemmtilegra en hrópa sig hás- an út af sleifarlagi sem auð- velt er að bæta úr með ofurlitl- um vilja. Ég vil að endingu víkja stutt- lega að hneykslun nafnleysingja nokkurs í Vísi á „vanþakklæti" Jóhannesar Helga. Ég þekki eng- an listamann sem meti lítils á- huga Ragnars Jónssonar á listum né ósíngjörn störf hans íil eflingar listalifi í landinu. En hitt er annað mál, að listamenn eru engir gustukamenn eins né neins. Enginn kemst við, þó að rithöf- undar og aðrir listamenn séu húðskammaðir á opinberum vett- vangi fyrir verk sem þeir hafa unnið eins vel og þeir frekast gátu, af stakri virðingu fyrir verkinu og án þess að hugsa um þóknun eða þakklæti. Er frem- ur ástæða til að klökkna af með- aumkun, þótt skapheitur höfund- ur segi útgefanda sinum til synd- anna, ef honum finnst sér mis- boðið? Ég held ekki, enda sann- færður um að Ragnar Jónsson kann því betur að menn gangi beint framan að honum en vegi úr launsátri. Einar Bragi. — O — RITSTJÓRAR Morgunblaðsins hafa leyft mér að lesa grein Einars Braga, riíhöfundar, og boðið mér rúm í blaðinu fyrir stutta athugasemd, en umræð- um af þessu tagi um Árbókina væri þar með lokið í blaðinu. Ég hefi enga ástæðu til að van- treysta þeim orðum Einars Braga að hann beri ekki ábyrgð á öðrum árásum á ritstjóra og útgefendur Árbókar skálda en þeim, sem hann hefir birt undir eigin nafni í Birtingi, og flest eru endurtekin í greininni hér að framan, enda man ég ekki bet- ur en tekið sé fram í greinar- gerð minni, að ég dragi það sjálfur í efa. Ég uni því líka hið bezta að til séu menn, sem telja aðra jafnhæfa til að stjóma Ár- bókinni og okkur K. K. og vil undirstrika þau ummæli að út- gefendur megi ekki síður en höf- undar njóta þeirra réttinda að vera „húðskammaðir á opinber- um vettvangi.“ R. J. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hœstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. Viggó Bförnsson—minningororð f DAG fer fram í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði minningarathöfn Finns Viggó Björnssonar, mat- sveins, er féll fyrir borð af m.s. Dettifoss, er skipið var statt út af Austfjörðum á útleið hinn 1. þ. m. Finnur Viggó var fæddur í Hafnarfirði 11. nóvember 1906, sonur hinna mætu hjóna Björns skipstjóra Helgasonar og Ragn- hildar Egilsdóttur, er nú búa í hárri elli. Tíðum hafa velflestir tápmikl- ir, vaskir menn þegar á unga aldri valið sér hafið að svæði sínu til afhafna. Jafnvel þótt síðar í lífi þeirra gerist kostir miklir til góðra lífskjara í landi, heillar hafið svo mjög hugann, að fátt eitt getur breytt þar nokkru um meðan seigla er í sin og heilsan ei þrýtur. Slíkir menn sem þessir eru gifta sérhverrar þjóðar, sem byggir afkomu sína á siglingum, sjósókn og auðæfum hafsins. Um fermingaraldur hóf Viggó þátttöku í störfum á sjónum. Fyrst í stað sem léttadrengur á togurum, við matseld, síðar við matreiðzlu á millilanda flutninga- og farþegaskipum. Þegar í fyrstu byrjun ávann hann sér vinsemd og vináttu skipsfélaga sinna. Þeir fundu hjá honum alúð í störfum og drenglund, lipurð og ósér- hlífni, svo ungur sem hann var. Þessir eiginleikar og aðalsmerki hins sanna sjómanns einkenndu Viggó æ síðan. Þótt Viggó hafi ekki samfellt stundað störf á sjónum, var hug- ur hans þó jafnan bundinn ein- mitt þeim, og til starfa á sjón- um leitaði hann aftur og aftur, þótt eigi gengi hann ávallt heill, og ævi sína endaði Viggó við skyldustörf sin á sjónum, og er nú nár í votri gröf. Hinn 20. febrúar 1932 giftist Viggó eftirlifandi konu sinni Maríu, fædd Seuring. Hjónaband þeirra var hið ástúðlegasta, enda voru þau hjón samhent um flest. Frú María bjó Vig'gó fagurt heim- ili, sem hann dáði og unni af heil- um hug. Þar andaði hlýju, ástúð og umhyggju, sem hans við- kvæma lund kunni að meta. Heim koman var því ævinlega kær og ljúf. Þá er Viggó lagði úr höfn í þá för, er honum varð ekki aftur- kvæmt úr, hafði hann það á orði við vini sína, að væntanlega yrðu þeir á skipi sínu aftur komnir heim fyrir 20. febrúar, og andlit hans geislaði af tilhlökkun, því þann dag áttu þau hjónin silfur- brúðkaups-afmæli. Heimkoman yrði þá ánægjulegri en nokkru sinni. Án tvímælis mun einnig eigin- konan hafa borið í hjarta sér sömu hugsanir og undirbúið heim komu ástvinarins af ríkum huga kærleiks og vináttu. Skip hans kom af hafi daginn fyrir afmælisdaginn — en rúm Viggós var autt. Sár söknuður og tregi ríkir nú í huga eiginkonu, dóttur og sona, tengdadóttur, foreldra og syst- kina. Við vinir þeirra vottum okkar einlægustu samúð syrgjendunum, og biðjum þess að forsjónin megi líkna þeim í þungri raun og mik- illi sorg. Söknuður þeirra er mikill og sár, en minningin um góðan dreng og heimilisföður lýs- ir því skærar, sem tryggðabönd- in voru sterkari. — Vinur. 2 LESBÓK BARNANITA LESBÓK BARNANNA 3 Kæra Lesbók! Ég ætla að segja frá atviki, sem kom fyrir hann pabba minn fyrir mörgum árum. Þegar flest hús hérna í Keflavík voru hituð með kolum, vann pabbi við að aka þeim út. Það var eitt sinn síðari hluta dags, rétt fyrir jól- in, að pabbi barði að dyr- um í húsi, sem hann átti að flytja kol í. En eng- inn kom til dyra. Opnar hann þá dyrnar og geng- ur inn í forstofuna. Þar var dimmt inni, en samt sá hann eins og glitta í eitthvað, hann sá ekki betur er\ þar væri maður á hreyfingu. Pabbi bauð gott kvöld, en enginn svaraði. „Ég er að koma með kol, hvar á ég að láta þau?“, kallaði pabbi, en ekki svaraði maðurinn þessu neinu, þó hann sýnd ist horfa á .hann. „Þetta er skrýtið“, hugsaði pabbi með sér, „skyldi þetta vera einhver hrekkjalóm- ur, sem ætlar að gera mér bilt við? En honum skal nú ekki verða kápan úr því klæðinu". Hann gekk eitt eða tvö skref innar og spurði þennan náunga, hvort hann væri bæði blindur og heyrnarlaus. Ekki svaraði maðurinn, en pabba sýndist hann koma á móti sér og glápa á sig. Nú var pabbi satt að segja orðinn hálf smeykur ,en vildi þó ekki viðurkenna það, svo hann rétti fram hendurnar til að vera viðbúinn að taka á móti þessum náunga, ef hann færi eitthvað að ybba sig. Og það stóð ekki á því. Hann setti sig í sömu stellingar ög pabbi, og fór að pata eitthvað út í loftið. Pabba var nú farið að renna í skap, svo hann stappaði í gólfið fyr- ir framan þennan bjána, sem gerði ekkert annað en herma eftir honum. Snigillinn SNIGILLINN er eins kon- ar krossgáta, sem er þó byggð upp með nokkuð öðrum hætti en venjuleg- ar krossgátur. Síðari hluti hvers orðs er byrjun á því næsta. Gefið er upp hve margir stafir eiga að vera í hverju orði. Það er tiltölulega auðvelt að finna orðin og ef þú hefur Loks kom kona innan úr eldhúsinu, sem heyrt hafði öll þessi læti, og þegar hún opnaði hurð- ina og ljósið féll fram í forstofuna brá pabba nú fyrst verulega í brún. Hver haldið þið, að mað urinn hafi verið? Það var enginn annar, en pabbi sjálfur, í spegli sem var á veggnum beint á móti honum! 1 dimmri forstofunni sá hann óljóst hreyfingar sínar í spegl- inum án þess að sjá, að þar var spegill. Páll Valur, 8 ára, blýant við hendina, get- ur þú byrjað strax. 1. reykt í pípu — 5 stafir 2. fyrir aftan — 6 — 3. jurtaolía — 8 — 4. hnötturinn — 6 — 5. lengst frá því yzta — 6 — 6. kerfi af stöfum — 9 — 7. stundar — 5 — 8. sefar — 4 — 9. þrammar — 5 — 10. ílát — 3 — ÞETTA er bréfið frá hon- um Birni, 7 ára, sem allt var prentað með listileg- um upphafsstöfum. Hann hefur mikinn áhuga á Les bókinni. Sem betur fer gleymdi hann ekki að senda bréfið, eins og hann var þó hræddur um. Og hérna er það: Góða Lesbók barnanna! Viljið þið ekki hafa „Klói segir frá“ fyrir framhaldssögu? Það væri gaman. Eða kannske „Gili trutt“? Ég les Lesbókina. Svo væri gaman að fá svo lítið meira af skrítlum. Já og líka að hafa hana einni blaðsíðu lengri. Les- bók barnanna er mjög skemmtileg. Ég vona að ég gleymi ekki bréfinu. Vertu sæl, Björn Sigurbjörnsson, 7 ára, Reykjavík. Kæra Lesbók! Þegar ég sá fyrsta tölu- blaðið fylltist ég strax á- huga á að safna Lesbók barnanna. Mér datt þess vegna í hug, að segja frá ýmsu efni, sem gaman væri að birtist í blaðinu. Get- raunir og krossgátur er gaman að hafa öðru hvoru. Líka væri gott að fá birtar óskir um bréfa- viðskipti. Mig langar til að skrifast á við dreng eða stúlku 13—15 ára. Hef mikinn áhuga á frímerkj- um. Væri ekki hægt að hafa örlítinn frímerkjaþátt ein stöku sinnum í blaðinu? Þá er alveg nauðsyn- legt að hafa skemmtileg- ar, stuttar sögur og skrítl- ur. Líka er gaman að myndasögu og gott væri að hafa framhaldssögu fyrir litlu krakkana. Ég býst ekki við að hægt verði að birta helm- inginn af því, sem ég hefi talið upp. Svo óska ég Lesbók- inni góðs gengis í frajn- tíðinni. Kristján P. Sigurpálsson, Lundi við Varmahlíð, Skagafirði. Veldu veginn Mamma önnu og Óla hefir sagt þeim, að í dag megi þau gera það sem þau langi mest til. Óla langar að fara nið- ur að tjörninni til að reyna nýja bátinn sinn, en Anna vill helzt fá að fara með mömmu í dýra- garðinn og sjá öll skrýtnu dýrin, sem þar eru. En Óli og Anna eiga ekki samleið, þau verða að fara sína leiðina hvort. Getur þú hjálpað þeim að velja veginn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.