Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 45. tbl. — Laugardagur 23. febrúar 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Víðtœkar rannsáknir sýna: imm. Heilbrigður líkami hefur mót- stöðuafl gegn krabbameini Lífstíðaríangar gefa sig fram til vísindarannsókna OANNSÓKNIR, sem nýlega voru gerðar í Bandaríkjunum sýna svo ekki verður um villzt, að venjulegir heilbrigðir menn hafa mjög sterkt mótspyrnuafl gegn krabbameini. Þessar rannsóknir fóru þannig fram, að 53 lífstíðarfangar í fangelsi í Bandaríkjunum fengu sprautur með aragrúa af krabbameinsfrumum. Það sýndi sig að eftir skamman tíma hafði líkami þeirra allra unnið bug á meininu. Hefði þessari inngjöf verið sprautað í mann, sem þegar hafði sjúkdóminn hefði meinsemdin breiðzt út um líkamann, eftir sprauturnar. Fangar í ríkisfangelsi Ohio-ríkis í Bandaríkjunum gáfu sig fram sem sjálfboðaliða við krabbameins- rannsóknir. Á myndinni sést þar sem lifandi krabbameinsfrumum er dælt í handiegginn á einum fang- anum. Enn er talin von + WASHINGTON, 22. febr. Eisenhower og Dulles sátu lengi dags á fundi og ræddu um Israelsmálið. — Eftir fundinn gáfu þeir út , sameiginlega ályktun, þar sem þeir kveðast harma það að ísraelsstjórn skyldi ekki sjá sér fært að flytja herlið sitt brott frá Gaza og Akaba, þrátt fyrir lof- orð Bandaríkjanna um að beita sér fyrir vissum tryggingum. -fc Þeir kváðust samt fagna því að Israelsmenn teldu leiðina til samkomulags ekki lokaða. Mun endan- legt álit Bandaríkjamanna í þessari deilu ekki verða Flugstys í Kóreu SEOUL, 22. febrúar — Bandarísk herflutningaflugvél af gerðinni Globemaster hrapaði í morgun, er hún var að lenda við flugvöll- inn suður af Seoul, höfuðborg Kóreu. Hún kom niður á smá- eyju í mynni Han-fljótsins. 150 manns voru í flugvélinni. Margir þeirra brenndust, aðrir fengu taugaáfall og nokkrir hlutu bein- brot. 'Sérstaklega eru sumir illa haldnir er brenndust. — Reuter. lagt fram á fundum S. Þ. fyrr en tóm hefur enn gef- izt til að ræða við ísraels- menn um nýjar leiðir til samkomulags. Abba Eban, sendiherra Israels sem verið hefur í Jerúsalem, er á leiðinni vestur um haf og kvaðst hann hafa meðferðis nýjar tillögur í þessu alvarlega deilumáli. Allsherjarþingið tók enn að ræða í gærkvöldi, hvort beita skyldi ísraelsmenn þvingunaraðgerðum. Ekki er búizt við úrslitum í því máli fyrr en eftir helgi. Pólflugið á sunnudag iCAUPMANNAHÖFN, 22. febr. — Verið er að leggja síðustu hönd á undirbúning SAS-pól- flugsins til Tokyo. Flugvélin leggur af stað frá Kastrup- flugvelli á hádegi á sunnudag. Flugskáli á Kastrup hefur ver- ið skreyttur og fá þar sæti 700 gestir, m.a. blaðamenn úr öll- um heimshlutum. Ráðherrarn- ir H. C. Hansen frá Dan- mörku, Halvard Lange frá Noregi og Östén Undén frá Svíþjóð, munu ekki láta hjá líða að flytja ræður við þetta hátíðlega tækifæri, en allir verða þeir með í fyrsta pól- fluginu. KENNA SÉR EKKI MEINS Sloan-Kettering rannsóknastofn unin gerði þessar athuganir. Hún bað lífstiðarfanga í ríkisfangelsi Ohio-ríkis að gefa sig fram sem sj álfboðaliða. 150 gáfu sig fram, en aðeins þurfti þriðjung þeirra. Vísindamenn hafa síðan ver- ið að sprauta krabbameins- frumum inn í handlegg fang- anna, oft um þremur millj. sjúkrafruma í einu, en niður- staðan alls staðar orðið sú sama að krabbameinsfrumurn- ar hafa horfið á um vikutíma, stundum með nokkurri bólgu, en stundum jafnvel án henn- ar, og fangarnir kenna sér einskis meins. Þó þessum rannsóknum sé ekki enn lokið, hafa þær þeg- ar fært mönnum heim sanninn um það, að venjulegur heil- brigður maður hefur sterkt SáSsfteCna Araba um ftillögu Eisenhowers Rabat í Marokka, 22. febr. Frá Reuter. □ Saud konungur Arabíu hef- ur boðað forystumenn allra Arabaþjóðanna saman á fund í Kairo til þess að ræða tilboð Ið juf élagar! KOSNINGASKRIFSTOFA B-listans, lista lýðræðissinna, er í Verzlunarmanr.ahúsinu, Vonarstræti 4, III. hæð. Skrifstofan verður opin meðan kjörfundur stendur yfir, þ. e. frá kl. 1—9 e. h. í dag og frá kl. 9 í fyrramálið til kl. 5 e. h. á morgun, en þá lýkur kosningu. Símar skrifstofunnar verða: 8-2292 og 4906. Allir lýðræðissinnar í Iðju, sem vilja vinna að sigri B- listans, eru beðnir að mæta til starfa stundvíslega kl. 1 í dag í Vonarstræti 4. Eisenhowers um stuðning við þjóðir nálægra Austurlanda. □ Konungur skýrði fréttamönn um frá þessari ákvörðun sinni. Bætti hann því við, að eft- ir viðræðurnar við Eisenhower væri hann sannfærður um að Eisenhower vildi Arabaþjóðunum vel og að hann stefndi að því að friður mætti ríkja í nálægum Austurlöndum. n Saud konungur endurtók hins vegar að hann væri algerlega andvígur Bagdad-bandalaginu. Frá því væri einskis góðs að vænta. Bæði hefðu Bretar átt upp tökin að stofnun þess og svo stefndi það að því að rjúfa ein- ingu Arabaríkjanna. Kvað hann samstarf Arabaþjóðanna verða að ganga fyrir öilu öðru. Hœkkar í tign! LONDON, 22. febrúar — Elísabet drottning ákvað í dag að gera eiginmann sinn Filipus að prins. Verður hann héðan í frá titlaður sem konungleg hátign. Þessi ákvörðun drottningarinnar er ein stæð í sögu hrezka konungs- dæmisins. Þau Elísabet og Filippus höfðu verið fjarvistum í fjóra mánuði þar til þau hittust í Portugal. Er það álit fréttaritara að þar hafi orðið mikill fagnaðarfundur, eft- ir svo langa fjarvist liafi þau saknað hvors annars. —Reuter. Hrteig niður New York. Einkaskeyti frá Reuter. KRISHNA MENON, fulltrúi Ind. lands hjá SÞ, féll niður meðvit- undarlaus, er hann hafði haldið ræðu í 2 klst. í Öryggisráðinu. — Hann hefur Verið veikur síðan hann hélt 7 klst. löngu ræðuna um Kasmír-málið í byrjun febrú- ar. Eftir löngu ræðuna lagðist Menon í sjúkrahús í New York, en reis að nýju úr rekkju til að halda aðra ræðu í Öryggisráðinu. Hann fór á fætur gegn ráðum læknis síns, dr. W. M. Hitzig. Læknirinn segir að Menon þjá- ist af sjúkdóm í gollurshúsinu, sem valdi truflunum á blóðrás- inni og of háum blóðþrýstingi, einkum ef hann þarf að standa lengi. mótstöðuafl gegn krabbameini. Má ætla að eftir þetta verði rannsóknum beint meir en áður að því, að "inna út hvert þetta mótstöðuafl er, og hvernig á því stendur að það hverfur stundum. Einnig verð- ur að rannsaka hvort sjúk- dómurinn sé smitandi gagn- vart þeim sem af einhverj- um ástæðum hafa misst mót- stöðuaflið. REIÐUBÚNIR AÐ FÓRNA SÉR Fangarnir í Ohio-fangelsinu sögðu fréttamönnum svo frá, að þeim hefði verið um og ó, eftir að krabbameininu hafði verið dælt í þá. Einn þeirra sagði: — Þarna lágum við bara og vissum að það var komið krabbamein í okkur og við gátum ímyndað okk- ur að það væri að breiðast út um allan líkamann. Af ýmsum ástæð um voru þeir þó reiðubúnir að gefa sig fram sem sjálfboðaliða. Einn, sem hafði verið dæmdur í fangelsi fyrir manndráp sagði t. d.: „Ég hafði tekið mannslíf og mér fannst eina leiðin til að bæta fyrir það, að fórna mínu eigin lífi fyrir mannkynið“. Skotið á Ngo SAIGON, 22. febr. — Ngo Dinh Diem, forseta Suður-Viet-Nam, var sýnt banatilræði í morgun. — Hann var viðstaddur vígslu á nýju sjúkrahúsi í smábæ einum í landinu. Þá tók óþekktur maður í áhorf- endahópnum upp skammbyssu og hleypti skoti af í áttina til for- setans. Skotið geigaði hins vegar og hitti landbúnaðarráðherra S.- Viet-nam, sem særðist hættu- lega. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.