Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 48. tbl. — Miðvikudagur 27. f«brúar 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Pearson: Israelsmenn flytji herlið sitt frá Egyptalandi, en fái tryngingu fyrir frjálsum siglinguih um Akabaflóa New York, 26. febr. IDAG hélt Pearson utanríkisráðherra Kanada ræðu á Allsherj- arþinginu. Bar ráðherrann fram að ræðu siirni lokinni tillögur vm frarntíð Gaza og landsvæðisins við Akabaflóa. TIIXOGUR KANNAÐAR Helztu atriðin í tillögum Kan- adamanna eru þau, að ísrael kalli heim allt herlið sitt frá Egyptalandi, en verði jafnframt gefin trygging S. Þ. fyrir því, að siglingar verði frjálsar um Akabaflóa. Er gert ráð fyrir, að öflugt gæzlulið verði sent til Gaza og Akaba og ísraels menn og Egyptar megi aðeins hafa landamæraverði á vopna- hléslínunni frá 1949, en ekki öflugt herlið. Áður en Pearson flutti tillög- ur sínar, hvatti fulltrúi Jórdaníu Allsherjarþingið til að sam- þykkja tillögu Asíu- og Afríku- ríkjanna, þar sem gert er ráð fyrir refsiaðgerðum gegn ísrael. Abba Eban, fulltrúi ísraels- fréttir í stuttu máli WASHINGTON, 26. febr.: — Verzlunarsendinefnd frá Póllandi er nú komin til Bandaríkjanna. í dag hófust viðræður hennar og fulltrúa bandaríska utanríkisráðu neytisins um sölu á bandarískum varningi til Póllands. — Gert er ráð fyrir, að viðræðurnar taki 3—4 vikur. WASHINGTON, 26. febr.: — f dag var gefin út tilkynning hér í borg þess efnis, að Rene Coty, Frakklandsforseti, hafi þegið heimboð til Bandaríkjanna. Fer forsetinn vestur um haf í fyrstu viku júnímánaðar n.k. — Þetta var tilkynnt eftir fund þeirra Eisenhowers og Mollets í Was- hington í morgun. stjórnar lauk í dag viðræðum sínum við Hammarskjöld og flaug til Washington til viðræðna við Dulles. Abba Eban Bretar hyggjast fækka í herliði sínu í V-Evrópu Kommúnisfar líkja sfefnu Gomulka við nazisma Efnahagserfiðleikar og Sfalínistar gera Gomulka grikk Varsjá. FYRSTA þing Póllands í téð Gómulka sténdur yfir um þessar mundir. Hafa þiirgmenn orðið að horfast í augu við ægilega erfiðleika, einkum á efnahagssviðinu. Segja fréttamenn, að erfið- leikar þessir stafi ekki sízt af því, að Rússar hafa tekið upp þé stefnu að sveita Pólverja inni, ef svo mætti að orði komast. Hafa þeir gert Gómulkastjórninni eins erfitt fyrir og þeir hafa frekast getað. Jafnframt hefur áróðurinn stóraukizt gegn stjórn hans og eiga Rússar varXa nógu stór orð til að vara við „hinum þjóðernislega kommúnisma" hans. Pravda hefur t. d. ráðizt harkalega á stefnn hans í landbúnaðarmálum, enda hefur liann reynt að auka dálitið frelsi pólskra bænda. i Lundúnum, 26. febr. DAG lagði Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, fyrir full- trúa Sjö-ríkja samsteypunnar í Vestur-Evrópu áætlun, þar sem gert er ráð fyrir því, að Bretar minnld herafla sinn á megin- landi Evrópu. — Þeir hyggjast kalla heim frá Vestur-Þýzkalandi um 30 þús. manna herlið og þann veg að draga úr útgjöldum ‘>il hernaðar sem þeim finnst of há. Árið 1954 gerðu Vestur- Evrópu-rikin með sér samn- ing, þar sem gert er ráð fyrir því, að Bretar hafi a.m.k. 4 fótgönguliðsherdeildir á meg- inlandinu, auk flugdeildar. Er nú í athugun, hvort hin nýja stefna brezku stjórnarinnar er í samræmi við þessi ákvæði. Ef Bretar fækka herliði sínu í Vestur-Evrópu án samþykk- is annarra landa í Sjö-rikja sambandinu, væri það brot á samningunum frá 1954. Er nú reynt að samræma skoðanir þessara ríkja. Fyrirhugaðir liðsflutningar Breta brjóta að noXckru leyti t>ág við vilja Norstads, yfir- Atlantshafsl>cmdalagsins, hann vill, að Bretar manns því að Verðnr Nogy leiddur fyrir ungversknn dómstól? VÍNARBORG. — Einn hinna op- inberu ákærenda Kadar-stjórnar- 90% af olíu- þörfinni í niarz NEW ORLEANS, 26. febr.: — Fulltrúi Bandaríkjastjórnar i olíumálum sagði í dag, að von- azt væri til, að Evrópulöndin fengju 90% þeirrar olíu sem þau þarfnast í marzmánuði. Sagði hann ennfremur, að Bandaríkin mundu leggja á- herzlu á að koma til móts við olíuþörf Evrópubúa. Ástæð- urnar til þess, að unnt verður að bæta úr olíuskortinum eru aðallega þær, að vinnsla Bandaríkjamanna á olíu til Evrópu hefir stóraukizt og litl- ir kuldar hafa verið i Evrópu á þessum vetri. Er hann mun mildari en verið hefir. ' innar hefir sagt, að til mála komi, að Nagy og samstarfsmenn hans verði dregnir fyrir ung- verskan alþýðudómstól á næst- unni. Ákærandinn, Ferenc Dobos að nafni, sagði einnig, að allir stjórnmálamenn, sem komu við sögu í nóvemberbyltingunni, verði leiddur fyrir rétt. — Fyrir nokkru lýsti pólski stjórnmála- maðurinn Karoly Kiss yfir því, að til stæði, að stefna Nagy og sam- starfsmönnum hans fyrir rétt í Ungverjalandi. Ekki er vitað um dvalarstað Nagy, en álitið er, að hann dvelj- ist á Krímskaga ásamt föruneyti sínu. Þegar Rússar gripu til þess ráðs að kæfa frelsisþrá ungversku þjóðarinnar í blóði, flýði Nagy og samstarfsmenn hans inn í júgó- slavneska sendiráðið. Síðar lof- uðu Rússar fólki þessu fullum griðum, ef það kæmi úr sendiráð- inu, en efndu það loforð með því að flytja stjórnmálamennina nauð uga til Rúmeníu og síðan til Rúss- lands. minnlti herafla sinn í Vestur- Þýzkalandi á löngum tíma. Rússar hafa og ráðizt af grimmd á efnahagsstefnu Go- mulka og reynt að kyrkja pólskan iðnað með pví að stór- minnka hráefnaflutning til landsins. En mesta athygli vekur afstaða Kadars-komm- únista, því að ekki alls fyrir löngu var því lýst yfir í aðal- málgagni ungversku stjórnar- innar, að stefna Gomulka sé ekki ósvipuð stefnu nazista á sínum tíma. Fréttaritarar segja, að Stalín- isminn sé ekki dauður í Póllandi og eigi GomuXka fullt í fangi méð að verjast honum, stalinistarnir Undirbúa land- helgisrdðstefn- una í Genf SAMEINUÐU þjóðunum, 26.^ febr. — Sérfræðinganefnd sem á að vera aðalritara S.Þ. til aðstoðar við undirbúning undir landhelgisráðstefnu á vegum samtakanna, situr á fundum um þessar mundir í New York. — Munu sérfræð- ingarnir ræða tilhögun á ráð- stefnunni, sem verður haldin í Genf í marz 1958. — Á henni verður rætt um þjóðarrétt á hafinu, landhelgina, aðgang strandlausra landa að sjó o. fl. Gert er ráð fyrir því, að sér- fræðingarnir,- sem eru frá Ástra- líu, Mexikó, Indlandi, Bretlandi, Hollandi, Kúbu, Egyptalandi, Chile, Tékkóslóvakíu og Banda- ríkjum Norour-Ameríku, komi aftur saman til funda með vor- inu. Ný stjórn á Spáni MADRÍD, 26. febr.: — f dag var mynduð fimmta ráðuneyti undir forsæti Frankós, einvaldsherra Spánar, Segja fréttaritarar, að með því að skipta um stjórn vilji Frankó koma til móts við hin ó- ánægðu öfl í stjórnmálalífi lands- ins og megi jafnvel vænta þess, að hann láti af störfum, áður en langt um líður. Fréttaritarar segja, að for- ystumenn Konungssinna og Kaþólskra séu mjög ánægðir tneð stjórnarbreytinguna og vænti þess nú, að þeir fái tækifæri til að láta að sér kveða. eiga enn talsvert undir sér, t. i eru þrír ráðherrar í stjóm Go- mulka af því sauðahúsi. Eru það varaforsætisráðherrann Zenon Nowak, Mijal, ráðherra, sem fer með sveitastjórnarmál, og efnaiðnaðarráðherrann Rum- inski. — hefur skorizt í odda með þeim og Gomulka og hinn síðastnefndi reynt að losna við þá úr stjórninni, en án árangurs ennþá. Einkum hefur Mijal geng- ið fram fyrir skjöldu og gagn- rýnt stefnu Gomulka í landbún- aðarmálum. — Þá benda frétta- ritarar einnig á að stalinisti hafi nýlega tekið við ritaraem- bættinu í Varsjárdeildinni. í því sat dyggur fylgisveinn Gomulka, Starzevski að nafni. Sýnir það, að hann á í vök að verjast. ★ ★ Fregnir frá Warsjá í gær- kvöldi herma, að breytingar hafi verið gerðar á pólsku stjórninni. Fimm ráðherra- embætti voru iögð niður, þ. á. m. embætti Mijlas, sem fór með sveitastjórnamál. — Aft- ur á móti hefur það vakið mikla athygli, að Nowak held- ur varaforsætisráðherraem- bætti sínu, en hann hefur verið harðvítugur andstæð- ingur Gomulkastefnunnar. Yfir 170 þús. flóttamenn VÍNARBORG, 26. febr.: _ Fréttir frá Vín herma, að nú séu ungverskir flóttamenn, sem komiff hafa til Áusturrík- is, orffnir 170,632. Af þeim hafa 115,605 veriff fluttir tO annarra landa. Vegna kulda og nákvæmari landamæra- gæzlu hefir mjög dregiff úr flóttamannastrauminum síff- ustu vikurnar. T.d. kom aff- eins 41 flóttamaffur yfir landa- mærin síðustu tvo sólarhringa. IMálmvinnslan helmingi meiri en í fyrra KAUPMANNAIIöFN: — Nú er ákveffiff, aff Belgir kaupi alla málmframleiðslu Dana í Græn- landi á þessu ári. Eins og kunn- ugt er ,keyptu Belgir einnig alla málmframleiðsluna í fyrra. — í fyrra hófst vinna í námunum í Meistaravík ekki fyrr en í apríl, en samt voru unnin þar 10 þús. tonn af málmgrýti, áffur en höfn- in lokaffist. — Hér er um aff ræffa blý og sink. Gert er ráff fyrir því, aff nú verffi unnin 20 þús. tonn — eða helmingi meira en í fyrra. Verff- ur lögff áherzla á að flytja málm- ínn frá Meistaravík á þeim 1*4 mánuffi, sem fjörðurinn er skip gengur. f fyrra önnuðust Kista Dan og Silja Dan flutningana, en í ár verffur þremur skipum bætt viff. Þau eru sérstaklega byggff fyrir heimskautasiglingar. Sérfræðingar segja, aff í Meist- aravík sé málmgrýti fyrir 100— 130 millj. d. kr. og er áætlaff, að þaff taki 7 ár aff vinna þaff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.