Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. febr. 1957 MORGUNBLAfíin 9 Stokkhólmsbréf Jón H. Aðalsteinsson Lézt Wallenberg í Lubjanka eða er bann íangi í Siberiu? „RAOUL Wallenberg dó úr hjartasjúkdómi í Lub- jankafangelsinu í Moskvu, að- faranótt 17. júlí 1947“. Gro- myko, þáverandi varautan- ríkisráðherra, skýrði sendi- herra Svía í Moskvu frá þessu 6. febrúar sl. Gromyko gat þess einnig í skýrslu sinni að ástæðan til þess að hinn sæski sendiráðunautur var hnepptur í varðhald og hald- ið í fangelsi, hafi verið sú að í ráðherrastóli innanríkisör- yggismála sat um þær mund- ir glæpamaðurinn Abakum- ov, samverkamaður Beria. — Það skyldi einnig hafa verið Abakumovs sök að sænsku stjórninni voru árum saman sendar skýlausar yfirlýsingar þess efnis að Wallenbergs hefði aldrei orðið vart innan rússnesku Iandamæranna. Af Sænska stjórnin er ekki ánægð með þessar upplýsing- ar um afdrif Wallenbergs. — Þá hefur Wallenhergsnefnd- in lýst því yfir að hún taki þessa síðustu tilkynningu Rússa ekki trúanlega frekar en hinar fyrri, og muni gera allt sem í hennar valdi stend- ur til að komast að hinu sanna í málinu. Fangar, sem sleppt hefur verið úr rúss- neskum fangahúðum, telja sig hafa staðið í sambandi við Raoul Wallenberg eftir 17. júlí 1947, sem Rússar segja nú hans dánardægur. • • • Raoul Wallenberg fæddist árið 1912, sonur ungs sjóliðsforingja, sem þremur mónuðum áður en drengurinn fæddist lézt úr næm- um sjúkdómi er hann hlaut af að hjúkra sjúkum félaga. Var hann af hinni frægu og auðugu Wall- enbergsætt, en þó voru foreldrar hans engir auðkýfingar. Raoul Wallenberg tók stúdentspróf árið 1930, en dvaldist eftir það fjögur ár við háskólanám í Bandaríkjun- um. Á námsárunum sá hann fyrir sér sjálfur og ferðaðist í sam- bandi við þá vinnu víðs vegar um Ameríku. Er hann kom til Svíþjóðar að nómi loknu lagði hann stund á verzlunarstörf og aflaði sér skjótt frama og viður- kenningar á því sviði. Ferðaðist hann víða vegna atvinnu sinnar og varð gagnkunnugur mönnum og málefnum, einkum í Mið-Ev- rópu. Hann rak viðskipti við Ungverjaland og kynntist þá hin- um heiftarlegu Gyðingaofsókn- um þar í landi. BJARGAÐI OFSÓTTUM GYÐINGUM Þá var það árið 1944 a8 Roose- velt Bandaríkjaforseti fór þess á leit við War Refugee Board, að hún gerði eitthvað til hjálpar of- sóttum Gyðingum í Búdapest. — Var álitið heppilegt að Svíi tæki þetta að sér og Raoul Wallenberg falið að hafa með höndum fram- kvæmd málsins. Var hann gerður sendiráðsritari við sænska sendi- ráðið í Búdapest, en meginverk- efni hans var, eins og áður segir, að bjarga ofsóttum Gyðingum. Þegar Wallenberg tókst þetta starf á hendur var hann lítt þekktur verzlunarmaður i Stokk- hólmi. En á þvi tæpa ári, sem hans naut við í starfinu, aflaSi Dularfullt mál, er gefur inn- sýn í sovézkt réttarfar hann sér alheimsviðúrkenningar Vestur-Evrópu.Meðal þeirra voru vegna óvenjulegrar fórnfýsi, frá- bærrar atorku og snjallrar skipu- lagsgáfu. Sú þakklætisskuld, sem Gyðingar telja sig eiga Wallen- berg að gjalda, kom greinilega fram í skeyti, sem Svíþjóðardeild heimssambands Gyðinga sendi I móður Wallenbergs þegar Rússar sögðu hann látinn. Skeytið hljóð- aði á þessa leið: „Vér vottum yð- ur vora einlægustu hluttekningu. Megi það vera huggun yðar að sonur yðar afkastaði merku mannúðarstarfi á mestu hörm- ungartímum, sem yfir mannkynið hafa dunið og þá einkum við vort fólk, og bjargaði þúsundum mannslífa. Nafn hans verður skráð gullnu letri í sögu vora og hjörtu vor. Nafn Raouls Wallen- bergs skal aldrei gleymast“. RÚSSAR„VERNDA" WALLENBERG Þegar starfsemi Wallenbergs í Búdapest stóð sem hæst, rudd- ust rússneskar hersveitir inn f borgina. Hinn 13. janúar 1945 birtust rússneskir hermenn á tröppum sænska sendiróðsins. — Wallenberg var þá æðsti maður í sendiráðinu, því sendiherrann hafði leitað hælis hinum megin Dónár. Tóku Rússar Wallenberg höndum og höfðu á braut, en settu vörð um sendiráðið. Ástæð- una til handtökunnar veit eng- inn, en 16. sama mánaðar til- kynnti þáverandi utanríkisráð- herra Rússa sænska sendiherran- um í Moskvu, að rússneskar her- sveitir í Búdapest hefðu tekið að sér að vernda sænska sendiráðu- nautinn Wallenberg. Voru Svíar því ókvíðnir um hag Wallen- bergs, þar sem þeir töldu hann í góðum höndum. Þó gerðu þeir nokkrar fyrirspurnir til rúss- neskra stjórnarvalda síðari hluta vetrar 1945, og spurðu m.a. hve- nær þeir mættu vænta heimkomu Wallenbergs. Ekki komu nein svör við þess- um fyrirspurnum og voru þær því ítrekaðar haustið 1945 og vor. ið 1946. í júní 1946 sneri sendi- herra Sví í Moskvu sér til Stalins með mál þetta og lofaði Stalin því hátíðlega að hann skyldi „upplýsa málið“. Rússneska ut- anríkisráðuneytið gaf loks það svar í janúar 1947 að þrátt fyrir ýtarlegar eftirgrenslanir hefði ekkert komið fram, sem gæfi upplýsingar um dvöl Wallen- bergs í Rússlandi. Hinn 18. ágúst sama ár — réttum mánuði eftir að Wallenberg er nú sagður hafa dáið — gaf Vishinsky, utanríkis- ráðherra, út yfirlýsingu þess efnis að Wallenberg væri ekki í Sovétlýðveldinu og væri óþekkt- ur þar. Um leið skýrði Vis- hinsky svo frá að tilkynningin um að Rússar hefðu tekið að sér að vernda Wallenberg hefði verið byggð á rangri skýrslu hershöfð- ingja í Búdapset. Gat Vishinsky þess að lokum að ástæða væri til að ætla að Wallenberg hefði fall- ið í átökunum í Búdapest. GÖGNUM SAFNAÐ Eftir þetta svar var erfitt fyrir Svía að halda málinu áfram, því án nýrra gagna var ekki hægt að afsanna fullyrðingu Vishinskys. Og næstu fjögur ár kom ekkert það fram er gæfi ástæðu til að taka málið upp að nýju. Þó voru menn hér í ’Svíþjóð vongóðir um að Wallenberg væri á lífi ein- hvers staðar í Rússlandi. Haustið 1951 kom hópur fanga sem höfðu verið látnir lausir úr rússneskum fangabúðum, til menn, sem sögðust hafa hitt sænska sendifulltrúann Wallen- berg og haft samband við hann í rússneskum fangelsum. Á næstu árum komu fleiri fangar austan að, einkum sendifulltrúar og hershöfðingjar, sem skýrðu frá því að Wallenberg hefði verið í fangelsi í Moskvu. Einn þessara manna, Þjóðverjinn Gustav Raoul Wallenberg fyrirspurnum svöruðu Rússar enn ákveðnar og ýtarlegar er þeir skýrðu frá þeim nákvæmu rann- sóknum, sem þeir hefðu gert og sögðu jafnframt að ímynduð dvöl Wallenbergs í Rússlandi væri not uð til að fjandskapast við Sovét- lýðveldið. Á þessu gekk næstu ár og kom ekkert nýtt fram í mál- inu frá Rússa hálfu. 49 FYRIRSPURNIR í marz 1956 sendi sænska stjórnin enn eina fyrirspurn við- víkjandi Wallenberg, en hún hef- ur alls gert 49 fyrirspurnir til rússneskra stjórnarvalda í þessu máli eftir 1952. Var í þessari fyr- irspurn skýrt frá framburði fang anna og sagt að sú skoðun væri almennt ríkjandi í Svíþjóð, að Wallenberg væri á lífi í Rúss- landi. Rússar svöruðu því til, ó- venju kurteislega en ákveðið að Wallenberg væri þar ekki. Þeir kváðust ekki leggja mikið upp úr vitnisburði fanganna, sem væru fyrrverandi stríðsglæpa- menn og því ekki hægt að taka þá trúanlega. Sögðu þeir að fyrri fullyrðingar þess efnis að Wall- enberg fyrirfyndist ekki í Rúss- landi, væru „fullgildar og tæm- andi.“ Þegar Erlander forsætisráð- herra Svíþjóðar heimsót'ti vald- hafana í Moskvu vorið 1956 tók hann málið upp í viðræðum við þá. Einnig voru Rússum við það tækifæri afhent ýmis skjöl mál- inu viðvíkjandi svo auðveldara væri fyrir þá að átta sig á hvern- ig það stæði. Hétu þeir Krúsjeff og Bulganin að láta fara fram gagngerðar rannsóknir og jafn- framt senda Wallenberg heim ef hann fyrirfyndist í Rússlandi. Þegar ekkert svar hafði borizt í september sl. haust sendi sænska stjórnin harðorðá tilkynningu þess efnis að henni fyndist mál- ið ganga óeðlilega seint. Richter, skýrði m. a. svo frá, að hann hefði um tíma verið í sama klefa og Wallenberg. — Aðrir höfðu rætt við hann með því að berja í klefavegginn, og er Wall- enberg sagður hafa verið æfður í að halda uppi samræðum á þann hátt. Þegar þessi vitni höfðu komið fram þótti sænsku stjórninni á- stæða til að hefjast handa, og í febrúar 1952 sendi hún gagnorða beiðni til rússneskra stjórnar- valda, þar sem þau voru beðin að hlutast til um það þegar í stað að Wallenberg yrði sendur til Svíþjóðar. Eftir að beiðni þessi hafði verið ítrekuð barst það svar frá Rússum að þeir hefðu engu við orðsendingu Vishinskys frá 1947 að bæta og vissu ekkert frek- ar um örlög Wallenbergs. Síðari STUTTORÐ TILKYNNING Ekkert svar barst við þessu fyrr en hin stuttorða tilkynning 6. febrúar. Sagði þar að hin einu spor sem fundizt hefðu eftir Raoul Wallenberg í Rússlandi væri dánartilkynning hans í skj alasafni Lubj ankafangelsisins. Jafnframt harmaði rússneska stjórnin að þetta skyldi hafa komið fyrir og vottaði sænsku stjórninni og ættingjum Wallen- bergs sína einlægustu samúð. Þetta síðasta svar Rússa hefur mikið verið rætt í sænskum blöðum undanfarið. Eru þau sammála um aö þetta geti verið satt, en þó sé það engan veginn áreiðanlegt. Þá þykja upplýsing- arnar mjög ófullnægjandi. — Hvorki er þess getið af hvaða ástæðum Wallenberg var tekinn höndum né hverja meðferð hann hlaut næstu tvö ár í fangabúð- unum. Mun sænska stjórnin á næstunni óska frekari upplýs- inga um þessi atriði, að því er blöðin tjá. Þá verður að sjálf- sögðu verið á verði ef einhver ný sönnunargögn kynnu að koir.a fram. Vitnisburður fanganna, sem áður getur, sannar að Wallenberg hefur verið á lífi í rússneskum fangabúðum a; m. k. fram á mitt ár 1947, eða tvö ár eftir að heims styrjöldinni laúk. Sumir fang- anna fyrrverandi telja sig þó hafa haft samband við hann síð- ar en í júlí 1947, en sá vitnis- burður er ekki talinn óyggjandi. Þýzki sendifulltrúinn Richter, sem bjó í klefa með Wallenberg segir í viðtali við sænskt blað um daginn að Wallenberg hafi verið við góða heilsu er þeir skildu, og hann eigi bágt með að trúa því að hann hafi dáið eðlilegum dauða rúmu ári síð- ar. — Á LEIÐ TIL SÍBERÍU Eftir að fréttin um dauða Wallenbergs birtist kom fyrr- verandi Ijósmyndari, Heinz Tanzer að nafni til aðalræðis- manns Svía í Berlín og skýrði frá því að hann hefði hitt Wall- enberg haustið 1949 í fangelsi í Moskvu og talað við hann í 25 mínútur. Tánzer hafði fengið ævi langan fangelsisdóm og var á leið til þrælabúða í Síberíu. Var höfð viðdvöl í fangamiðstöð í Moskvu og Tánzer vísað til al- menningsklefa,sem í voru u. þ. b. 60 krúnurakaðir rússneskir fang- ar og einn með hár. Sá kom til Tánzer og talaði við hann á þýzku. Sagðist vera sænskur sendifulltrúi, sem Rússar hefðu tekið höndum í Búdapest. Nú kvaðst hann hafa hlotið 25 ára fangelsisdóm og væri á leið til þrælabúða í Síberíu. Er hér var komið kom fangavörður og hafði Tánzer á brott. Hann hafði lent í röngum klefa. Ekki sagði maður þessi nafn sitt og Tánzer vissi ekki við hvern hann hafði rætt fyrr en hann sá mynd Wallen- bergs í þýzku blaði um daginn. Nú hefur Gromyko lýst því yf- ir að aðgerðum Rússa í Wallen- bergsmálinu sé lokið. Svíar segj- ast aftur á móti einskis láta ó- freistað til að draga fram hvað eina, sem gæti varpað ljósi á af- drif hans og þeirri spurningu virðist enn ósvarað hvort Wall- enberg dó 1947 eða hvort hann er fangi í rússneskum þræla- búðum. Stokkhólmi, 19. febr. 1957 J. H. A. Sjómannasamb. Islands stofnað þrátt fyrir andstöðu ASÍ-stjdrnar SJÓMANNASAMBAND íslands hefur verið stofnað. Hafði Sjómannafélag Reykjavíkur for- göngu um málið og gerðist félagið aðili að því ásamt Matsveinafé- lagi S.M.F. Munu fleiri sjómanna félög landsins taka afstöðu til þátttöku í sambandinu. I gær sendi Sjómannafélag Reykjavíkur fréttatilk. um sam- bandsstofnunina og segir þar m. a. á þessa leið: Seint á sl. sumri skrifaði stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur öll- um sjómannafélögum landsins, þeim sem eru innan vébanda ASÍ, og bað félögin að ræða og taka afstöðu til stofnunar sjómanna- sámbands, en undirtektir voru heldur daufar, sérstaklega vegna þess að stjórn ASÍ skrifaði félög- unum litlu síðar og beitti sér gegn því aö sjómannasamband yrði stofnað. Þrátt fyrir afstöðu stjórnar ASÍ, samþykkti Sjómannafélag Reykjavíkur á aðalfundi sínum, nær einróma, að gerast aðili að sjómannasamabndi, ef það yrði stofnað og sömuleiðis samþykkti Matsveinafélag S.M.F. á fundi að gerast aðili. Á fyrrnefndum fundi voru mættir fulltrúar frá þessum tveim félögum og einnig frá Sjómanna- félagi Hafnarfjarðar og sjómanna deildunum í Grindavík og Kefla- vík. Samþykkt var á fundinum að stofna sjómannasamband og voru samþykkt lög, en samkv. þeim er tilgangur sambandsins þessi: Að gangast fyrir stofnun sjó- mannafélaga. Að styðja og styrkja sjómanna- félögin, efla hagsmunabaráttu þeirra og starfsemi og tryggja að þau séu í sambandinu. Að veita þeim sjómannafélög- um sem í sambandinu eru, sér- hverja þá aðstoð, sem sambandið getur í té látið til eflingar starf- semi þeirra og hindra að gengið sé á rétt þeirra. Að gangast fyrir samræmdum aðgerðum sjómannafélaganna við samningsgjörð um kaup og kjör, svo og gagnkvæmum stuðningi félaganna hvers við annað í verk- föllum, verkbönnum og hvers konar deilum, enda séu þær deil- ur viðurkenndar af sambands- stjórn eða hafnar að tilhlutun hennar. Að gangast fyrir aukinni fræðslu sjómanna um félagsmál, með því m.a. að gefa út eða stuðla að útgáfu blaða, bóka og ritlinga, og láta flytja í blöðum skýrslur, fréttir, ritgerðir og greinar er sjómannasamtökin varða á hverjum tíma. Að vinna að því, að komið veröi fram löggjöf um hagsmunarétt- inda-, öryggis- og menningarmál sjómanna. Sambaridið heitir Sjómanna- samband íslands. í bráðabirgðastjórn voru kosn- ir Jón Sigurðsson, formaður; Hil- mar Jónsson, ritari og Magnús Guðmundsson, gjaldkeri. Eins og áður segir eru félögin aðems tvö, sem eru formlegir aðilar, en þau hafa samtals 1800 meðlimi. Vitað er að nokkur félög munu nú á næstunni taka afstöðu til sambandsins og er nokkur vissa um að þau munu gerast aðilar að því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.