Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 10
10 MOnCVTSBLÁÐÍÐ Miðvikudagur 27. febr. 1957 Gísli Sveinsson kirkjuráðsmaður skrifar um FLUTNING PASSÍUSÁLMA á föstunni NÚ OG UNDANFARIN ár hafa ‘ manni), vil é gleyfa mér að leiða Ibúðaeigendur og laga sefning um húseignir margir rætt við mig um íöstu- lestur Passíusálmanna í útvarpi og hvemig því efni myndi bezt fyrir komið. Sálmamir hafa, eins og kunnugt er, verið lesnir, einn sálmur á dag alla föstuna og lag við hvem sálm leikið á imdan og eftir. Ýmsir hafa ann- ast þenna lestur og um þá verið dæmt af fólkinu. í ár eru þeir lesnir af manni, er áður hafði komið þar fram og þótti takast vel. Dálítið annar bragur er nu á lestri hans og geta menn síðan myndað sér skoðun á því, hvort betra sé, nú eða þá o.s.frv. En eðlilega geta dómar orðið mis- jafnir að lokum um ýmsa lesar- anna fyrr og síðar, og sýnist þá ef til vill sitt hverjum, eins og oft vill verða, en reynsla er nú þegar fullnægjandi fengin af þessum hætti málsins. — Fyrir fáum misserum kom þetta til nokkurrar umræðu milli mín og fulltrúa útvarpsráðs. Kom við það tilvik ýmislegt fram þar á meðal, að við báðir töld- um — sem eigi voru allir sam- mála um þá — að lestur séra Eiríks heitins í Bjarnanesi, sem hann hafði látið eftir sig á þræði væri veruiega góður, en hann var þá nýlátinn, er þetta bar á góma. ‘Var þessi lestur svo að vísu íluttur seinna, eins og menn muna. Upp úr þessu skrifaði ég útvarpsráði eftirfarandi bréf, sem ég tel rétt, að korm fyrir ai- mennmgs sjónir: „Reykjavík, 3. marz 1955. Þar sem mér hefir fundizt — svo sem ég einnig hefi látið í Ijcsi við hlutaðeigendur —, að vandi allmikill sé Ríkisútvarpinu á höndum í meðferð Passíusálm- anna á föstunni, sem sé um lestur. þeirra (þótt í þetta sinn fari yfirleitt vel hjá hæfum athygli að eftirfarandi vegna framtíðarinnar. Ég hefi í raun réttri ávallt ver- ið þeirrar skoðunar, að æfðir klerkar lesi sálmana, ef þá skal lesa í alþjóðar-áheyrn. Þegar á allt er litið myndi almenningur una því vel, og þeir ættu einnig að hafa einna bezt skilyrði til lýtalauss flutnings, eftir því sem verða má, enda ófært að taka til þess hina og aðra, þótt úr góðum leikmannahópi sé, stundum ef til vill eftir geðþótta einstakra manna, sem hér um eiga að fjalla. Allir palladómar um þetta eru hvimleiðir. Hjá þeim mætti væntanlega komast og annarri óánægju út af þessu efni til fram búðar með tvennum hætti, að ég hygg — annaöhvort: 1) með því að góður lestur sé geymdur á þræði og notaður oftar sem föstulestur, en eins og menn vita er þetta nú hvort sem er talað á þráð, og þyrfti að ganga svo frá, að geymdist vel og óskadd- að. Söngurinn er og fluttur af þræði, svo að engu er þá breytt um þetta frá því sem nú tíðkast. Það er líka sýnu betra að endur- taka það, sem vel er, heldur en flytja nýjan lestur misjafnan eða að einhverju leyti misheppn- aðan. — EÖa 2) að hætta blátt á- fram að lesa Passíusálmana, en s>ngja þá heldur. Á því þætti mér fara bezt. — Undir öllum kringumstæðum, þar sem því varð við komið voru sálmarnir sungnir með þjóðinni um ár og aldir, þótt oft væri sjálfsagt af veikum mætti, en nú gæti öll al- þýða þessa lands notið þeirra vel sunginna í útvarpinu — og sungið með, „tekið undir“. Væri það hið ákjósanlegasta, og hið 1; íðlega „endurtekið" á nútíma vísu, en lesturinn og ágallar hans þar með úr sögunni. Hæfilegur söngkór (kirkjukór) — ef ekki einsöngvarar — syngi sáliwana alla im> á þráð eöa plötur, og þetta síðan notaö föstu eftir föstu, meðan vel endist. Yrði þetta að sjálfsögðu einnig ódýr- ara til lengdar en hinn háttur- inn, og flutningurinn tæki vart lengri tíma en hann gerir nú (með söng og lestri), en vinsæld- ir hans myndu aukast og ánægja fólksins, enda með því allt gert hátíðlegra og hugðnæmara. Leyfi ég mér að vænta þess, að ráðamenn Ríkisútvarpsins taki þessar athuganir mínar til vel- viljaðrar meðferðar. V ir ðingarfyllst". Þetta var nú skrifað þá, fyrir tveimur árum. Hvernig sem nú þykir. En eftir þetta sendibréf hefi ég ekkert heyrt frá Ríkisút- varpinu um þetta mál. RÆÐUHÖLD Hófið hófst með borðhaldi kl. 8 um kvöldið í samkomúhúsinu. Stjórnaði því frú Erla Sveinsdótt- ir, formaður kvenfélagsins. Setti hún hófið með nokkrum orðum og rakti síðan sögu félagsins. Margar aðrar ræður voru fluttar og meðal annars flutt minni kvenna. Gerði það séra Stefán Eggertsson, sóknarprestur. Minni karla flutti Hulda Sigmundsdótt- ir, ritari félagsins. SKEMMTIATRIÐI Þá fóru fram margvísleg skemmtiatriði. Fluttir voru m.a. tveir leikþættir. Þá söng frú Sig- ríður Kolbeins gamanvísur, eftir Hjálmar Gíslason, gamanvísna- söngvara. Einnig las frú Hulda Ólafsdóttir upp. GJAFIR Félaginu bárust margar góðar gjafir í tilefni þessara tímamóta. Þingeyrarhreppur færði því að gjöf 10 þús. kr., synir Sigurðar Jóhannessonar gáfu því 3000 kr. til minningar um móður þeirra, Sigurbjörg Einarsdóttur, sem var ein af stofnendum félagsins. Guð- mundur Sigurðsson, forstjóri gaf 1000 kr. og fjöldi annarra smærri gjafa barzt. f tilefni afmælisins, gaf félagið sjálft, kr. 10 þús. til menningar- og mannúðarmála hér á staðnum. HEIÐURSFÉUAGAR Sjö konur eru nú lifandi af stofnendum félagsins og er búið að gera þær allar að heiðursfé- lögum. Eru það þessar konur: Abikael Jónsdóttir, Björg Jóns- dóttir, Guðrún Benjamínsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Sigríður Jónsdóttir allar á Þingeyri og Júlíana Guðmundsdóttir í Hafn- arfirði og Sesselja Magnúsdóttir í Reykjavík. VAR FORMAÐUR LENGSTAN TÍMA Fyrsti formaður félagsins var frú Ólína Finnbogason, en við formannsstörfum af henni, tók frú Estífa Björnsdóttir og var hún formaður félagsins lengur en nokkur önnur hefur verið, eða í 34 ár. Tók hún við formanns- STJ ÓRN Fasteignaeigendafé- lags Reykjavíkur hefur ritað bréf til ríkisstjórnarinnar vegna þess, að von mun á nýrri lagasetn ingu um húseignir. Erindi stjórnar F. R. til ríkis- stjórnarinnar er á þessa leið: í umræðum á Alþingi og í blaðaskrifum um landsmál að undanförnu hefur verið látið í það skína, að von sé á nýrri lög- gjöf, er mjög myndi snerta hús- eigendur. í því sambandi hefur verið minnzt á húsaleigulög, er störfum 1909 og sinnti þeim til dauðadags 1943. Einnig var hún fyrsti formaður Sambands vest- firzkra kvenna í 10 ár. NÚVERANDI STJÓRN Núverandi stjórn skipa þessar konur: Erla Sveinsdóttir formað- ur, Ingunn Angantýrsdóttir, gjaldkeri, Hulda Sigmundsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru María Hjartar og Guðrún Sigurðardótt- ir. — Magnús. Langróið hjá Akranesháfum AKRANESI, 21. febrúar. — Yfir 20 bátar eru hér á sjó í dag. Ekki er vitað um afla þeirra, því að svo er orðið langróið, að nú koma þeir að á öllum tímum sólar- hringsins. 15 bátar fengu í gær 91 lest alls. Mestan afla höfðu Guð- mundur Þorlákur 11 lestir, Bjami Jóhannessön 10,5 lestir. Á þriðjudaginn fengu 18 bátar 82 lestir. Aflahæstir voru þá Guð- mundur Þorlákur og Bjami Jó- hannesson með 10 lestir hvor. - O. LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um fiskileitarskip. Flutningsmaður er Ásgeir Sigurðsson. — Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að ríkisstjóm íslands láti gera eitt þeirra 15 skipa, sem samþykkt hefur verið að ríkissjóður láti byggja og nota skal til togveiða, þannig úr garði, að það geti fullnægt þörf fyrir fullkomið fiskileitarskip. Skal skipið rekið á kostnað ríkissjóðs í samráði við Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna og atvinnu- deild Háskóla íslands. Greinargerð: Það hefur sýnt sig, að mikill tími fer hjá íslenzka togaraflot- anum í það að leita að afla. Er sýnt, að því stærri og fullkomn- ari sem flotinn verður, þvi dýr- ara verður, að fiskimennimir takmarki ráðstöfunarrétt húseig- enda yfir leiguhúsnæoi. Ennfrem ur hefur borið á góma að búast megi við nýjum húseignaskatti, er nemi allmiklum fjárhæðum, og leggist hlutfallslega þyngst á þær húseignir, sem sltráðar eru í eign eins eða fárra aðilja. Án þess að stjóm Fasteigna- eigendafélags Reykjavíkur vilji á þessu stigi málsins taka nokkra afstöðu til þessara atriða, sem enn hafa ekki tekið á sig áþreif- anlegt form, viljum vér ekki láta hjá líða að vekja athygli hæst- virtrar ríkisstjórnar á því, að húseigendur vilja gjarnan fá tæki færi til þess að fylgjast með og fá að koma að athugasemdum sínum og skýringum við Undir- búning löggjafar, er snertir hags- muni þeirra og e. t. v. skerðir stórlega eignarrétt þeirra. í seinni tíð virðist sá háttur vera á hafður um afgreiðslu Al- þingis og ríkisstjómar á þeim málum, er snerta fjölmennar stéttir, að senda samíökum þeirra til umsagnar lagafrum- vörp, er beinlínis varða þær, áð- ur en þau eru gerð að lögum. Einnig má benda á mörg dæmi um það, að stéttahópum hefur verið gefinn kostur á að tilnefna einn eða fleiri fulltrúa til þess að eiga þátt í undirbúningi og samningu lagafmmvarpa, er stétt ina varða. Ennfremur er algengt, að í lögum sé hagsmunafélögum tryggður réttur til þess að fylgj- ast með framkvæmd laganna, á þann veg að tilnefna fulltrúa i framkvæmdanefnd eða stjórn þeirra mála, er lögin fjalla um. Þannig öðlaðist félag vort á sín- um tíma, lögum samkvæmt, rétt til þess að tilnefna fulltrúa í húsaleigunefnd Reykjavíkur, og svo mætti lengi telja. Að öllu þessu athuguðu eru það eindregin tilmæli vor til háttvirtrar ríkisstj órnar, að sam- tök vor, sem höfuðsamtök fast- eignaeigenda á íslandi, verði i engu sniðgengin við undirbúning lagafrumvarpa, er varða réttindi eða skyldur húseigenda, umfram aðra skattþegna, og að við fram- kvæmd slíkra laga verði félagi voru veitt tækifæri til þess að koma sjónarmiðum félagsheild- arinnar á framfæri. sjálfir annist leitina. Getur keppni og tímaleysi oft ráðið um það, að veiðiskipin fari á mis við fiskigöngur, vegna þess meðal annars, að þau sjá sér eigi fært að vera til lengdar á slóðum, þar sem þau fá eigi strax afla af ráði. Það er og alkunna, að aðrar fisk- veiðiþjóðir hafásín sérstöku fiski leitarskip, sem svo segja flotan- um, hvar fisks sé von. Er þörfin talin enn brýnni fyrir sérstök leitarskip, eftir að skipin fóru að vera stærri og dýrari í rekstri. Það leiðir einnig af þeirri stað- reynd, að íslenzk skip þurfa oft að leita á erlend fiskimið, að við megum eigi vera eftirbátar í þessu efni, ef við eigum eigi að verða undir í samkeppninni. — Heppilegast mun vera, að skip það, er til þessa yrði valið, sé j díseltogari, þeir munu ódýrari í rekstri. Á þessu skipi yrði að sjálfsögðu að vera þaulvanur og aflasæll fiskiskipstjóri og sér- ; fræðingar til rannsóknar á skil- yrðum hafsvæðanna. AKRANESI, 23. febrúar — í dag eru 4 bátar á sjó héðan. í gær fengu 6 bátar samtals 78 lestir. Þá voru hæstir Bjarni Jóhannes- son með íVh lest, Sveinn Guð- mundsson með 9% lest, Höfrung- ur með rúmar 7, Ásmundur 5,8 og Sigrún með 5,5. Á fimmtudag- inn höfðu 15 bátar 130 lestir alls og var þá Böðvar aflahæstur með 15 Ví lest. —Oddur. /LIR-WICK - UR-WICK Lykteyðandi og Iofthreinsandi undraefni. Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími 81370 Gular hálfbaunir í sekkjum og pökkum fyrirliggjandi Eggert Kristjánsson & Co., h.f. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn {uiisimuu, Háteigsveg 2. Saumavélar óskasf Óska eftir að kaupa eftirtaldar tegundir saumavéla til framleiðslu á nærfatnaði og undirfatnaði: Overlock samansaumingarvélar, tveggja- og þriggja-nála földunarvéiar, Flatlock samansaumingarvélar, teygju- vélar, Zig-Zag vélar. Ennfremur sniöhníf með beinu blaði. Til greina kemur að kaupa starfandi nærfata- eða und- irfataverksmiðju. — Tilboð merkt: „Saumavélar — 2121“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir sunnudag. Kvenfélagið Von á Þingeyri minnist 50 ára afmælis síns SÍHASTLIÐH) laugardagskvöld var haldið hóf hér í tilefni 50 ára afmælis kvenfélagsins Vonar á Þingeyri. Afmælið var 17. febrúar. Var þá ekki hægt að halda upp á það. Tillogu um iiskileitorship

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.