Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 12
12 MOnCVTSBLAÐIÐ Miðvflcudagtir 27. febr. 1957 GULA lllll herhergiS eftir MARY ROBERTS RINEHART ---+ Framhaldssagan 62 Og ekki bætti Tira úr skák. — Hann hafði helzt aldrei augun af henni. Á kvöldin, þegar hún var komin í rúmið, var hann á flakki, tók í hurðina hjá henni, til þess að vita, hvort hún væri læst og at- hugaði vandlega allar dyr og glugga í húsinu. Klukkan tvö á nóttinni leysti Alex hann af hólmi, en hélt sig aðeins utan húss, og þá gat Tim sofið dálít- ið. Carol vissi ekkert um þessa verkaskiptingu þeirra félaga, enda þótt Greg yrði fyrir því, einu sinni þegar hann kom seint heim, að fá ljósgeisla beint framan í sig. Hann varð reiður. — Hver fjandinn er hér á ferð- inni? sagði hann. — Allt í lagi, höfuðsmaður. Af- sakið þér! Ég bara sá yður, og vildi vita, hver væri á ferðinni. Það var næstum léttir fyrir Carol þegar réttarprófið var hald ið, vegna Lucy Norton, seinni part miðvikudags. Harrison læknir hafði sagt, að það væri engin á- stæða til neins réttarhalds. Efað- ist jafnvel um, að það væri lög- legt. En Floyd setti þá upp valds- mannssvipinn og heimtaði það. — Hvaða fjandans mun gerir það, hvort hún var rotuð eða hrædd til bana? æpti hann. — Gott og vel, gott og vel. Við skulum þá engan kviðdóm hafa. En próf skul um við halda og það opinberlega, ef einhver vill hlusta á. Hvað ætti svo sem að vera rangt í því? Prófið var haldið í skrifstofu Floyds, sem var sneisafull áhorf- enda, en ekkert nýtt kom fram, L'TVARPID Miðvikudagur 27. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). — 18,45 Fiskimál: Árni Vilhjálmsson erind reki flytur þætti úr sögu Fiskifé- lags Islands. 19,00 Óperulög. — 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20,30 Daglegt mál (Arnór Sigur- jónsson ritstjóri). 20,35 Lestur fornrita: Grettis saga; XV. (Ein ar ól. Sveinsson prófessor). 21,00 Upplestur og söngur: Ljóð eftir skozka þjóðskáldið Robert Burns og lög við þau. — Söngvarar: Margaret Fraser, Duncan Robert- son, Constance Mullay og Frede- rick Westcott (plötur). — 21,45 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mund on, hæstaréttarritari). — 22.10 Passíusálmur (9). — 22,20 „Lögin okkar“. — Högni Torfa- son fréttamaður fer með hljóð- nemann í óskalagaleit. — 23,20 Dagskrárlok. — Fimmtudagur 28. febrúar. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperanto. — 19,00 Harmonikulög. — 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,20 Islenzkar hafrannsóknir; VII. er- indi: Þættir úr lífi flatfiskanna (Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræð- ingur). 20,45 íslenzk tónlistar- kynning: Verk eftir Karl O. Run- ólfsson. 21,30 Útvarpssagan: „Synir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; I. (Séra Sveinn Víkingur þýðir og les). 22,10 Passíusálmur (10). 22,20 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. jafnvel ekki í framburði manns- ins hennar, Jóa Norton. — Það var ekkert að henni, þeg ar ég sá hana seinast, sagði hann. En samt fannst mér hún búa yfir einhverju leyndarmáli. Ég segi ekki, að hún hafi verið hrædd, en hún vildi að minnsta kosti ekki segja neitt. Ég gæti helzt hugsað mér, að þessi stúlka hafi sagt henni eitthvað, áður en hún dó, og svo hafi einhver brotizt inn til hennar í spitalanum, til þess að komast eftir því, sem hún vissi. Er Norton var spurður, hvort hann vissi nokkuð um, hvaða leynd armál það hefði verið, sem kona hans bjó yfir, neitaði hann því. „Nema það, að stúlkan sagðist Síðan gerðist ekkert fyrr en á fimmtudag, þegar Greg var tek- inn fastur. Þegar Alex hafði varp að þessari sprengju að húsbónda sínum, dró hann fram viskíflösku úr einhverju leyniskoti í bílnum. — Það spillir ekki að fá sér einn lítinn, sagði hann. — Það er að koma þoka og það er ekkert í það varið að kvefast. Dane saup á flöskunni eins og hún kom fyrir. Það barkaði í kverkamar, en hressti hann engu að síður allverulega. — Gott og vel, sagði hann, er bíllinn mjakaðist af stað. — Láttu mig hafa söguna. Alex vissi ekki margt um þetta, en frá Tim, það lítið það var. Tim vera vinkona Carol Spencer", líkaði vel við Greg og taldi Floyd bætti hann við eftir nokkra um- j óþarflega valdsmannslegan og hugsun. — Það gæti hafa verið , fljótan á sér. eitthvað um Spencer-fólkið. _ Mér skilst, sagði Alex, — Skýrsla Elinor Hilliard var les- ' að Spencer höfuðsmaður og ung- in upp, ef vera mætti, að hún væri ' írú Carol hafi setið að hádegis- í einhverju sambandi við málið, verði þegar Floyd kom þangað. sem fyrir lá. Hún hafði ekki séð . Hann hafði Mason og einn lög- þann, sem skaut á hana. Hafði ekki getað sofið og því farið út. Þá rigndi ekki mjög mikið. Hún hafði verið á brautinni, þegar hún heyrði einhvern koma hlaupandi, og reyndar hafði henni heyrzt það vera tvær manneskjur, hvor á eft ir annarri, en það gat hún ann- ars ekki fullyrt neitt um. Það var kolamyrkur, en hún hafði ekki verið uppi í brekkunni, og hafði enga hugmynd um, hvernig hún hafði þangað komizt. Hún hafði verið með meðvitund, þegar hún datt, en hlaut að hafa misst hana næstum samstundis. Einhver hlaut að hafa borið hana þangað sem hún fannst. Úrskurður féll enginn í málinu og blaðamennirnir voru óánægð- ir, er þeir fóru. Eitt atriði var það, sem þeir fengu ekkert um að heyra, sem sé það, að nóttina, sem Lucy dó höfðu dyr verið opnaðar og lokað aftur hjá mörgum sjúkl- ingum £ næstu herbergjum. Floyd fann til þess, að útkom- an af réttarhaldinu væri heldur lítilfjörleg, og hélt því ræðustúf að lokum, standandi innan við skrifborð sitt. — Mér finnst, sagði hann, — að með tilliti til þess, að liér hef- ur orðið eitt morð, eitt banatil- ræði og svo loks dauði Lucy Nor- ton, ættu bæjarbúar að sýna var- kárni, svo sem með því að láta böm fara snemma í háttinn og læsa vandlega húsum sínum. Þótt ég vilji ekki hræða fólk að óþörfu, þá virðist hér einhver vera á ferð inni, sem ekki svífst þess að myrða fólk, og ég mun gera skógarvörð- um og sveitarlögreglu aðvart um þetta. regluþjón með sér, en Floyd einn gekk inn í borðstofuna. Tim var inni í búrinu, en h»’' r bara glerhurð á milli, s. • sá allt, sem fram fór. — Stúlkan stóð u treg hreyfði sig ekki. StúlL..j. sagði: — Er nokkuð að, lögreglustjóri? en Floyd svaraði henni ekki. Hann gekk bara að Spencer og sagðist taka hann fastan fyrir að hafa myrt konuna ína. Konu, þó, þó. Ég er nú ekki farinn að skilja það enn. En, að ég bezt veit, svaraði Spencer engu. Sagði bara systur sinni, að öllu væri óhætt, hann hefði engan myrt og bað svo um að mega láta niður í tösku. Floyd sendi svo lögreglubjón inn upp með honum, en hann gerði ekk ert af sér. Seinast sá Tim hann fara inn í bíl Floyds. Og nú er hann í borgarfangelsinu og þeir ætla að hraða réttarhöldunum yf- ir honum. Þetta var óvenjulöng ræða hjá Alex, enda steinþagnaði hann að henni lokinni. Og Dane var feg- inn. Floyd hlaut að vera viss, að hafa gengið svona langt. Og hann vissi, að það var enginn vandi að bera fram miklar líkur gegn Greg. En nú var Carol aðal-áhyggju- efni hans. Hann leit á úrið sitt, er hann kom heim. Klukkan var aðeins níu, svo að hann gekk taf- arlaust yfir til Crestview. Hún stóð úti í garðinum og starði, ein- manaleg á svip, út á hafið, sem nú var hálfhulið þoku, og hann skar í hjartað af meðaumkun, er hann sá hana. Sýnilega þekkti hún fótatak hans, því að hún sneri snöggt við og beið svo eftir honum. Þakjárn þakjárn No 24, 6, 7 og 9 feta nýkomið. Pantanir óskast sóttar strax. HeBgi lUagnússon & Co. Hafnarstræti 19 — sími 3184 M A R K tJ S Eftir Ed Dodd 1) — Góðan daginn, Jonni. Þú hita kaffi, þá þarf ég að segja þér ert snemma á fótum, 2) — Ég gat ekkert sofið, Markús. Þegar við erum búnir að svolítið. 3) — Jæja, þetta. Jonni, hvað — Markús, mér hafa orðið á mikil mistök. Ég er versti vinur í heiminum. 4) — Seint í gærkveldi lenti ég í þrasi við Láka og ég veðjaðl hundaækinu mínu um það, að ég skyldi vinna. Ég lagði Anda líka undir. — Ha, hvað segirðul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.