Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 1
66 síður og Lesbok barnanna f ins tekin við völdum Sjálfstæðismenn verja hana vantrausti Kosningar tryggðar í vor í GÆR lét ríkisstjórn Her- manns Jónassonar af völdum. Hafði hún þá setið frá 24. júlí 1956, eða í 2 ár og 5 mánuði. Við tók ríkisstjórn Emils Jóns sonar. Hún er skipuð 4 þing- mönnum Alþýðuflokksins og nýtur fulls stuðnins hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið að verja hana van- trausti, enda beiti hún sér svo sem nánar er um samið fyrir lausn efnahagsöngþveitisins og nýrri kjördæmaskipun, og efni til nýrra alþingiskosn- inga á næsta vori. Sjálfstæðismenn samþykktu cinróma á flokksráðsfundi sín um kl. 2 e. h. í gær tillögu þingflokksins um að stuðla að stjórnarmyndun Emils Jóns- sonar með framangreindum hætti. Þegar formaður flokks- ins gerði á dögunum, eftir tillögu forseta Islands, tilraun til stjórnarmyndunar, setti Ólafur Thors með samþykki flokksmanna, þau lágmarks- skilyrði, að tryggð væri stöðv un verðbólgunnar, samþykkt nýrrar kjördæmaskipunar og kosningar næsta vor. Hvorki þá né síðan fékkst trygging fyrir samfelldum meirihluta á Alþingi, ★ « I Efni blaðsins er m.a. : Morgunblaðið er í dag 66 síður auk Lesbókar barnanna. Efni blaðsins er m.a: Bls. 3: Samtal við Þorstein Þorsteins- son (S. Bj.). — 6: Útvarpið um jólin. — 8: Fornnorræn jó! (J. H. A.). — 10: Kötlugosið 1918 (Sv. Þ.). — 12: Forystugreinin: Hátíð rísandi dags og kristinnar trúar. — 13: Æska og þroskaferill Pastern • aks (Þ. Th.). — 15: Jólakvikmyndirnar. — 16: ísl. flugmaður í Afrfku (h.j.h.) — 17: „Hvenær kemur Axel“ (íþróttir). 22: Verðlauna-krossgáta (Sjá ennfr. bls. 23). —• 27: Lúkas guðspjallamaður skrlfar. •*- 29: Hugann eggja bröttu spor- in (M). —• 30: Vetur á Þingvöllur (Sr. Jóhann Hannesson). —■» 34: Ræða við doktorsvörn (Jón heitinn Jóhannesson próf). — 36: Heimsókn í barnaspítalann (E.Pá.). — 39: Böðvar á Laugarvatni segir frá (Sv. Þ.). 43: í heimsókn hjá sr. Bjarna (M. Jóh.). — 46: Minjastcinn Þykkvabæjar- klausturs (Kristján Eldjárn). 52: Þcgar Ólöf á Hlöðum gifti sig (Finnur Sigmundsson). — 54: Fréttagetraun 1958. — 56: Jónas — smásaga eftir BJÖrn J. Blöndal. — 57: Dægradvalir á jólum. — 58: Bridgeþáttur og skákþáttur. —- 61: Flugfreyjan verður að gleyma sjálfri sér (H.E.). — 64: Jólaspilið. — 65: Tvenn jól (h.j.h.) ábyrgðist fullnæging skilyrða Sjálfstæðisflokksins. En eftir að allir mögulcikar hafa ver- ið gaumgæfilega athugaðir, er sýnt, að myndun þvílíkrar minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins, sem Sjálfstæðis- menn verja vantrausti skap- ar mestu líkurnar fyrir fram- gangi þessara þriggja þjóð- nytja-skilyrða Sjálfstæðis- flokksins. Þess vegna ákvað flokkurinn að stuðla að stjórn armyndun Emils Jónssonar. — Miðstjórn Alþýðuflokksins samþykkti og einhuga á fundi sínum kl. 2 e. h. í gær stuðn- ing við stjórn Emils. Um flokkaskipun á Alþingi og aðstöðu þeirra til hinnar nýju ríkisstjórnar er þess að gæta, að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa sameigin- lcgan mcirihluta í Sameinuðu Alþingi, þar sem skorið er úr um traust eða vantraust og fjárlög afgreidd, og í neðri deild. í efri deild eru Fram- sókn og kommúnistar aftur í meirihluta og hafa þess vegna þar stöðvunarvald á venju- legri löggjöf. NYJU RÁÐHERRARNIR Ríkisráðsfundur var hald- inn kl. 17 e. h. í gær. Hefur skrifstofa forseta Islands gef- ið út svohtljóðandi tilkynn- ingu um hann: Á FUNDI ríkisráðs í Reykjavík í dag lagði Emil Jónsson, forseti Sameinaðs Alþingis, sem forseti íslands hafði falið myndun nýs ráðuneytis, fyrir forseta tillögu um skipun alþingismannanna Friðjóns Skarphéðinssonar, Guð- mundar í. Guðmundssonar og dr. Gylfa Þ. Gíslasonar með sér í ráðuneytið. Voru skipunarbréf réðherranna undirrituð og jafn- framt gefinn út forsetaúrskurður uf skipun og skipting starfa ráð- herranna. Forseti íslands bauð hið nýja ráðuneyti velkomið til starfa, en forsætisráðherra, Emil Jónsson, þakkaði ummæli forseta. Rikisráðsritari, 23. des. 1958. Birgir Thorlacius (sign). Eftir tillögu forsætisráðherra og samkvæmt 15. gr. stjórnar- skrárinnar hefur forseti íslands í dag sett eftirfarandi ákvæði um skipun og skipting starfa ráð- herra o. fl.: Forsætisráðherra Emil Jónsson. Undir hann heyra eftirgreind mál: Stjórnarskráin, mál, er varða forsetaembættið, Alþingi, nema að því leyti sem öðruvísi er ákveðið, almenn ákvæði um framkvæmdastjórn ríkisins, skip- un ráðherra og lausn, forsæti ráðuneytisins, skipting starfa ráð herranna, mál, er varða stjórnar- ráðið í heild, hin íslenzka fálka- orða og önnur heiðursmerki. Þing vallanefnd og mál varðandi með ferð Þingvalla. Ríkisbúið á Bessa stöðum. Samgöngumál, þ.á.m. vega-, brúar-, vita- og hafnar- mál, strandferðir, flugmál, þ.á. m. flugvallarekstur. Póst-, síma- og loftskeytamál. Sjávarútvegs- mál, þar undir Fiskifélagið, Fiski málasjóður og Fiskveiðisjóður íslands, sildarútvegsmál (síldar- verksmiðjur og síldarútvegs- nefnd), sjávárvöruiðnaður og út- flutningur sjávarafurða. Almenn siglingamál, þar undir atvinna við siglingar. Skipaskoðun ríkis- ins, Eimskipafélag íslands hf. Önnur atvinnumál, sm ekki eru sérstaklega í úrskurði þessum falin öðrum ráðherrum. Ennfrem ur rafmagnsmál þ.á.m. rafmagns veitur ríkisins og rafmagnseftir- lit, vatnamál, þar undir sérleyfi til vatnsorku-notkunar, jarðbor- anir eftir heitu vatni og gufu. Námurekstur. Ráðherra Friðjón Skarphéðins- son. Undir hann heyrir dómaskip an, dómsmál, þar undir fram- kvæmd refsidóma, hegninga- og fangahús, tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra leyfis- bréfa, málflutningsmenn, lög- reglumálefni, þ.á.m. gæzla land- helginnar, áfengismál, strand- mál, sifjaréttarmál, erfðaréttar- mál, persónuréttarmál, eignar- réttarmál, yfirfjárráðamál, lög um kosningar til Alþingis og kjör dæmaskipting, umsjón með fram kvæmd Alþingiskosninga, ríkis- borgararéttur, útgáfa Stjórnar- tíðinda og Lögbirtingablaðs, húsa meistari ríkisins. KirkjumáL Landbúnaðarmál þ.á.m. útflutn- ingur landbúnaðarafurða, rækt- unarmál þ.á.m. skógræktarmál og sandgræðslumál, búnaðarfé- lög, dýralækningamál, þjóðjarða mál. Félagsmál, almannatrygg- ingar, atvinnubótamál, atvinnu- leysistryggingar, Brunabótafélag íslands, vinnudeilur, sveitar- stjórnar. og framfærslumáL Barnaheimili. Félagsdómur. Al- menn styrktarstarfsemi, þar und- ir styrkveitingar til berklasjúkl- inga og annarra sjúklinga, sem haldnir eru langvinnum sjúk- dómum, sjúkrasjóðir, ellistyrkt- arsjóði, öryrkjasjóðir, slysatrygg ingasjóðir, lífsábyrgðarsjóðir og aðrir tryggingasjóðir, nema sér- staklega séu undanteknir. Hús- næðismál, þar undir byggingar- félög. Mælitæki- og vogaráhalda- mál. Heilbrigðismál þar undir sjúkrahús og heilsuhæli. ; Frumh. á bls. 2. Morgunblabið óskar landsmönnum gleðilegra jóla! Minnihlutastjórn Alþýðuflokks-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.