Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 24. des. 1958 MORGUNBLAÐIÐ 13 Qráa upplitaða bókin var sjálf tötrastundin Sagt frá æsku og þroskaferli rússneska skáldsins Boris Pasternak HANN SITUR í desember rökkr- inu. Skólapiltur, — svarthærð- ur með spyrjandi opin augu, — horfir út um gluggann, sem er skipt í margar smárúður .Það snjóar og mjótt strætið fyrir ut- an virðist allt á flökti við áular- fullan titring snjóflygsanna. Þetta er í ljósaskiptunum, dauf- rautt skin í gluggum frá arin- eldum og olíulömpum. Hesta- sleði rennur framhjá og marrar undir meiðunum. Þetta er Moskva, veturinn 1906 og jólin nálgast. Móðir hans kemur framan úr eldhúsinu. — Þú ætlaðir að hjálpa mér við jólahreingerning- una. Pilturinn sprettur á fætur og teygir úr sér slenið. Hann er ha- vaxinn og sterkbyggður, — held- ur klunnalegur. Hann hjálpar mömmu sinni við að þurrka rykið úr bókaskápum föður síns. Bæk- urnar eru teknar úr hyllunum, danglað laust saman og farið um þær með afþurrkunarklút. Síðan raðar hann bókunum aft- ur upp í hyllurnar. Þá kom til- viljunin í spilið. Hann var að glíma við ósamstæðasta bóka- hlaðann sem var valtur og óþæg- ur. AUt í einu datt út úr honum og niður á gólfið dálítil bók í gráu upplituðu bandi. Pilturinn hirti ekki um að stilla henni strax á sinn stað, en rétt á eftir, þegar hreingerningunni var að ljúka, rak harin aftur augun í hana á gólfinu, tók hana upp af rælni og fór meí hana upp í herbergið sitt. Tíminn leið og honum fór að þykja vænt um þessa bók og aðra til. Þær voru báðar áletraðar til föður hans, — vinarkveðja frá Rainer Maria Rilke. Það rifjaðist upp fyrir honum, að fyrir nokkrum árum hafði hann vérið á ferð með foreldrum sínum í járnbrautalest. Skammt suður af Moskvu milli Kúrsk og Túla, kom ókunnugur maður inn í klefann klæddur í Týrólatreyju. Hann var útlendingur og talaði lengi við föður drengsins á þýzku. Það var auðséð að þeir voru gamlir kunningjar. Drengnum fannst þessi ókunn- ugi maður með einhverjum hætti svo ólíkur öllu hinu fólkinu, að dvöl hans í járnbrautarklefanum og viðskilnaðurinn, þegar hann kvaddi þau á lítilli járnbrautar- stöð og veifaði hvítum vasaklúti, hafði læst sig inn í vitund hans. Og nú vissi hann, hver hann var þessi ókunnugi farþegi. Gráa, upplitaða bókin var sjálf töfrastundin. Hún fól í sér krafta verkið. Það óendanlega augna- blik, þegar hin læsta og albrynj- aða sál mannsins allt í einu opn- aðist og inn streymdu ferskir stormar, fárviðri, ofsarok, eða bara blærinn. og tilbrigðum úr hmni voldugu sögu þjóðarinnar. Foreldrar hans voru vel metnir listamenn í Rússlandi, á þeim tímum, þegar mestur ljómi var um keisaradæmið. Faðir hans Leonid Pasternak varð víðkunn- ur listmálari, prófessor við lista- háskólann í Moskvu, heimsmaður og vinur hins aldna Leo Tolstoy, hrókur alls fagnaðar meðal ungra listamanna, jafnt í Rússlandi sem Þau komust sæmilega af, bjuggu í rúmgóðri íbúð, sem listaháskólinn leigði Leonid í Mjasnitskaysstræti, beint á móti gamla aðalpósthúsi Moskvu. Og sumarkofa tóku þau á leigu í Obelenski, sem þá var nokkuð fyrir utan borgina. Boris ólst ekki upp í fátækt, eins og svo margir í hinni stóru borg. En hann var heldur ekki vaninn á óhóf og ómennsku. Sem elzti sonur fjölskyldunnar fékk hann herbergi út af fyrir sig uppi á lofti, en innanstokksmunir voru einfaldir og lifnaðarhættir pilts- ins í uppvextinum fábrotnir. Það gerðist um líkt leyti, — í desemberrökkrinu, — og þeg- ar litla gráa bókin datt inn í veröld hans. Loksins tók hann sig til eftir langa mæðu, að ganga á fund meistarans Skriabins og leika fyrir hann á píanó fyrstu frum- sömdu tónverkin sín. Hann stóð á öndinni af taugaspennu, tung- an var skraufþurr, húðin herpt- ist um kjálkana og augabrúnirn- ar. Hann lék lögin sín og meist- arinn hlýddi á og brosti með vel- þóknun, — dásamlegt, — dásam- legt. Máske hafði Boris hæfileika tónskáldsins, máske hafði hann sigrað. Það var dásamlegt að vera mettur. Að því búnu sneri hann heim, en tónsmíðarnar fengu að liggja í horninu og mást út. Hann hætti frá þeirri stundu að semja lög úr áttundapartsnótum, — en sköpunarverk hans urðu tónlist, ☆ Sönn ævisaga skálds verður aldrei skráð. Henni verður ekki flett upp undir nafni hans í „Hver er maðurinn?", heldur verður að leita hennar undir nöfn um allra hinna. Ævisaga hans er allt það sem gerist í sál lesenda hans. Þó má rétt nefna þá skjalfestu staðreynd, að Boris Leonidovich Pasternak fæddist árið 1890 í rauðu tígulsteinahúsi, við Arsen- al-stræti í Moskvu. Þessi gamla höfuðborg sléttanna miklu, varð honum sem barni undraheimur, uppspretta full af gömlum og nýjum ævintýrum. Hún var eins og hljómkviða með þungu stefi Pasternaksystkinin fjögur, talið frá vinstri: Boris, Jósefína, Lydia og Alexander. Þetta er málverk, sem faðir þeirra, Leonid Pasternak, málaði af þeim fyrri hluta árs 1914. vestar í Evrópu, ferðaðist um álfuna þvera og endilanga. Móðir hans Rosali Kaufman var píanósnillingur. Átta ára hélt hún fyrstu píanótónleika sína. Og hinn mikli Rubinstein hlýddi á leik hennar er hún var 14 ára, hreifst af henni og hvatti hana til að fara í mikla hljóm- leikaför um Odessa, Kiev, Khar- kov, Poltava, Varsjá og Vínar- borg. Hún stóð enn á hátindi frægðar sinnar, er hún kynntist Leonid. Hvílík fórn, er hún gift- ist honum. Hann var þá rétt að byrja frægðarferil sinn, en hún hafði þegar hlotið almenna við- urkenningu og starfaði sem kenn- ari við Tónlistarháskólann í Moskvu. Boris var fyrsta barnið. Hann fæddist eftir eins árs hjúskap. Þaðan í frá helgaði móðirin sig heimilinu og lék aðeins á píanóið í vinahópi, þótt hún kenndi enn píanóleik og annaðist undirleik fyrir einsöngvara. Þetta var hamingjusamt heim- ili. Börnin urðu fjögur, tveir syn- ir og tvær dætur. Það sem tengdi þau saman var fórnfýsi og elska móðurinnar, gamansemi og leik- araskapur pabbans og svo var heimilið baðað í rósum tónlistar- innar. Hann var látinn ganga mennta- veginn, eins og oft tíðkast í borg- arfjölskyldum, án annars sérstaks markmiðs með menntuninni, en að jhann skyldi verða lærður. Ást til tónlistarinnar varð snemma ríkur eðlisþáttur haris. Hún var samtvinnuð ástinni til móður hans og hún örfaðist við ótal áhrif, við söng og hamingju og við heimsóknir tónlistarmanna á heimilið. Hann var ungur að árum er hann byrjaði að læra á píanó og hann var varla vaxinn úr grasi, er hann fékk að fara með foreldrum sínum á flesta hljómleika. Við áhrifamikla tón- list gat hann ekki varizt því að augun fylltust af tárum. Einn af fjölskylduvinunum var tónskáldið Alexander Skriabin. Boris litli settist við fótskör þessa meistara og tignaði hann sem guð. „Ég elskaði tónlist meira en nokkuð annað og ég elskaði Skriabin meira en nokkurn annan í heimi tónlistarinnar“. Samt kom að því, að hann tók tónlistina, kvaddi hana og kast- aði henni út í horn. Það var ekki eins og að höggva af sér annan handlegginn, — nei ekki einu sinni eins og að fara úr gömlu fati. Það var líkast því að hafa snætt ljúffengan rétt — og vera mettur. sem takmarkast ekki af takt- stokki. ☆ Skólapilturinn Boris Pasternak gaf sig á vald skáldskapar og sökkti sér í heimspekilegt grufl. Oft voru það ægilegar stundir efasemda, þegar hyldýpisgjár opn uðust í jörðina undir fótum hans, svo honum fannst hann vera að hrapa. Hann varð óeðlilega næm ur og viðkvæmur í lund. Er hann hafði lokið stúdentsprófi vissi hann ekkert, hvað hann ætti af sér að gera. Um sinn byrjaði hann lögfræðinám við háskólann í Moskvu. Það varð aðeins kák, hins vegar þótti honum gaman að lesa heimspekisögu og sál- fræði, sem voru þættir í for- spjallsvísindum háskólans. Móðir hans horfði áhyggjufull á ringl sonar síns. Veturinn leið og einn fagran apríl-morgun kom hún og vakti hann og skýrði honum frá því, að allan veturinn hefði hún verið að spara saman fé af hús- haldspeningunum. Hér var hún nú komin með 200 rúblur, sem hún ætlaði að gefa honum. Hann gæti notað peningana í ferðalag til annarra landa. Boris hafði undir niðri sam- vizkubit af því að taka við pen- ingunum. Hann vissi fullvel að hann átti ekki skilið nein verð- laun og einnig, að hún hlyti að hafa lagt hart að sér, — hamrað mikið og lengi á píanóið til þess að vinna sér inn svo stóra fjár- hæð. En hann varð svo glaður og gjöfin kom svo ó/ænt, að hann hafði ekki einurð til að neita henni. Þá var ástandið í Rússlandi, allt annað en það varð seinna. Samgöngur við V-Evrópu voru greiðar og ungir menn gátu far- ið hvert á land sem þeir vildu til háskólanáms. Boris fór á upplýsingaskrifstof- ur og fékk nýjustu fréttir um fyrirlestra á næsta kennslumiss- eri í háskólunum í Frakklandi, Þýzkalandi og Ítalíu. En aðeins til málamynda, því að hann var ekki í neinum vafa um hvert halda skyldi. Um þessar mundir voru ýmsir straumar i heimspeki í álfunni og þeir náðu alla leið austur í Moskvu, þar sem menntamenn deildu um stefn urnar á kaffihúsum. Pasternak hafði hneigzt að Ný-Kantism- anum. Háborg hans var án efa þýzki 1 háskólabærinn Marburg undir forustu prófessors Her- manns Cohens. Þangað var aðeins nokkurra daga þreytandi járnbrautarferð frá Moskvu vestur á bóginn með þriðja farrými. Ferðin opnaði honum útsýn í nýja heima. Hann hafði aldrei getað skilið riddara- sögur miðaldanna fyrr en hann sá þýzku kastalana bera fyrir járnbrautargluggana. Hann hafði aldrei séð slíkt ríkidæmi, skraut og stolt sem í Berlín. Loks kom hann til Marburg. Hún var fremur lítil borg, göm- ul gotnesk miðaldaborg með turn um og spírum og snarbröttum þröngum stígum. Hér gátu Faust og Mephistopheles sprottið á hverri stundu út úr múr- unum. Fyrstu dagana reikaði hann um sem furðu lostinn, öll- um ókunnugur en sökkti sér nið- ur í sögu staðarins. Hér var bær Elísabetar af Ungverjalandi, Hans Sachs, og Grimms-bræðra. -Hér dvöldust þeir Bruno Gior- dano, Leibnitz, Lomanossov og ótal fleiri andans stórmenni. Pasterriak kunni dæmalaust vel við sig i margbrigðilegum stúd- entahópnum. Þar hugsuðu allir um heimspeki, lifðu og hrærð- ust í henni, hvort sem þeir komu frá Danmörku, Englandi eða Japan. Setið var á kaffi- húsum, vakað fram undir morg- un og talaði hver tuskan. Paster- nak kynntist ótal ungum mönn- um með ný og skemmtileg við- horf. Hann losnaði úr ham feimni og fásinnis. ☆ En þá komu tvær systur frá Rússlandi og heimsóttu hann í Marburg. Sú eldri var jafnaldra hans, 21 árs og hann hafði elskað hana frá því þau voru 14 ára. Systurnar voru af auðugu fólki. Þegar þær voru að hefja nám í menntaskóla, var Boris feng- inn til að lesa með þeim undir próf gegn hæfilegri borgun. Hann las með þeim Stærðfræði og sitt- hvað fleira í einkatímum af og til næstu árin. Og hann varð skotin í eldri systurinni. Það var leyndarmál hans. Hún var fögur og aðlaðandi stúlka. En franska fóstran hennar hafði víst grun um að annað og meira en einskær vinnugleði stefndi honum til þeirra á ólíklegustu stundum, jafnvel fyrir sólarupprás, að þylja yfir þeim systrunum al- gebru og geometriformúlur. Hún hafði því nákvæmar gætur á kennslustundunum, svo að pilt- inum gafst aldrei tækifæri til að opinbera ást sína. Boris gerði sér ósköp vel grein fyrir kenndum sínum. En með sjálfum sér var hann frökeninni þakklátur fyrir að hún sat þarna eins og refsinorn og bægði frá öllum úrslitastundum'. Fyrir það varð ást hans langlíf og ham- Framh. á bls. K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.