Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 24. des. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 3 — Tvímalalaust „Summariu“. Hún er ákaflega fágæt. Af henni er aðeins til eitt eintak alveg staíheilt auk míns, og eintaka, sem eru í Landsbókasafninu. — í hve mörgum eintökum tel- ur þú að slíkar bækur hafi verið prentaðar á sínum tíma? — Um það er ekki gott að fullyrða. Sennilega hefur hún ekki verið prentuð í meira en 2—300 eintökum. Mig minnir að Guðbrandsbiblía hafi uppruna- lega verið prentuð í 500 eintök- um. — En hvernig mundi sala þess- ara bóka hafa farið fram? — Sölumenn voru sendir með bækurnar um land allt. Sennilega hafa þær verið keyptar bæði fyr- ir peninga og landaura, það er greiddar með smjöri, ull og þess háttar afurðum. Mikið safn Ijóða og sálma — Hvað Viltu segja um ljóða- bækur í safni þínu? — Ég á nær öll ljóðmæli, sem gefin hafa verið út á íslandi, þó ekki allar útgáfur af þeim. Enn- fremur hef ég komizt yfir flest þau ljóðmæli, sem gefin voru út á íslenzku í Ameríku. En fjöldi Ijóðbóka var gefinn þar út. Af þeim vantar mig þó nokkrar, til dæmis tvær af ljóðakverum Sveins Símonarsonar, en þau voru 12 alls. •— Hvað er elzta íslenzka ljóða- bókin, sem þú átt? — Það er ljóðabók séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá, útgefin í Hrappsey árið 1783. — En hvað um sálmaeign þína? — Ég á nær alla sálma, sem komið hafa út hér á landi síðan um 1700, og fáeina fyrir þann tíma. Þeir fyrstu kornu út eftir miðja 16. öld, prentaðir á ís- lenzku í Kaupmannahöfn, gefnir út af biskupunum Marteini Ein- arssyni og Gísla Jónssyni. Síðan koma fleiri sálmabækur og „grall arar“. Elzta sálmabókin í safni mínu er frá 1671. Er það sálma- bók Gísla biskups Þorlákssonar. Þá á ég allar útgáfur af passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar, nema 3ju útgáfuna. Eru það sam- tals 60—70 útgáfur á íslenzku. Auk þeirra á ég útgáfu þeirra á latínu, dönsku, ensku og eina á kínversku. Ennfremur á ég all- ar útgáfur af Hallgrímskveri, en það eru ljóðmæli og sálmar séra Hallgríms. Rímurnar spilltu ekki ljóða- smekknum. — Ég sé að rímurnar hafa ekki orðið út undan í bókasöfnun þinni. — Já, það er rétt, ég á allar Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi sýslumaður í bókasafni sínu. Bókin, sem hann heldur á er „Summaría“, biblíuútgáfa frá 1589, ein verðmætasta bók safnsins. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Bókin er menningarleg kjölfesta þjóöar okkar \ gamla daga keyptu menn biblluna fyrir ull og sm/ör Rœtt v/ð Þorstein Þorsteinsson tyrrv. sýslumann um bœkur og bókasöfnun BÓKIN er menningarleg kjöl- festa íslenzku þjóðarinnar. Við eigum að venja æsku okkar við bóklestur strax í bernsku. Það ætti að lesa ágrip af gullaldar- ritum okkar fyrir hana, semja úr þeim aðlaðandi úrdrætti og vekja áhuga unglinganna fyrir efni þeirra og anda. Ég lít á bækur sem vini mína ®g félaga og nýt samvistanna við þær í ríkum mæli. Þannig komst Þorsteinn Þor- steinsson, fyrrverandi sýslumað- ur og alþingismaður m. a. að orði, er ég heimsótti hann sl. sunnu- dag á heimili hans í Tjarnargötu 44. Þar situr hinn aldni fræði- maður og grúskari nú og nýtur kyrrlátra efriára eftir nær 40 ára sýslustjórn í 3 eða 4 sýslum og um 20 ára þingmennsku. Hann situr þarna í helgum stein með bókum sínum, sem hann hefur verið að safna allt frá því á fyrstu skólaárum sínum í Reykja- vík. Þorsteinn sýslumaður á nú eitt mesta bókasafn í einstaklingseign hér á landi. En í því eru nær eingöngu íslenzkar bækur. ís- lenzk sagnfræði, þjóðlegar bók menntir, sálmar og guðsorðabæk- ur skipa þar öndvegisess. Þar getur að líta elztu biblíu prent- aða á íslenzku hér á landi, svo að segja allar útgáfur á passíusálm- um Hallgríms Péturssonar og fjöl marga aðra dýrgripi. Ein hinna fornu biblía Þorsteins er nú tal- in 20 þúsund króna virði. Einn fróðasti maður um bókasöfnun hefur sagt mér að bókasafn Þor- steins sýslumanns sé langsamlega verðmætasta einstaklingsbóka- safn hér á landi, milljónavirði, en í raun og veru ómetanlegt. Mér kom til hugar að lesendur Morgunblaðsins mundi fýsa að kynnast þessu merka bókasafni nokkru nánar. Þess vegna bað ég Þorstein Þorsteinsson að segja okkur ýmislegt um bækur sínar og söfnun þeirra. Fékk ferðabók Eggerts og Bjarna á uppboði eftir Arnljót Ólafsson ■— Hvenær byrjaðir þú að safna bókum? — Það var skömmu eftir að ég kom í skóla. Ég byrjaði þá strax að sækja bókauppboð. Þar var oft hægt að fá góðar og fá- gætar bækur við vægu verði. Ein helzta bókin, sem ég fékk á upp- boði var frumútgáfan af ferða- bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Mér var slegin hún fyrir kr. 14,50 á uppboði, sem haldið var eftir séra Arnljót Ólafsson árið 1914, en hann hafði átt mikið og gott bókasafn. Þessi útgáfa af ferðabók Eggerts og Bjarna er nú talin vera um 2000 kr. virði. —• Hvernig hefur þú fengið elztu bækur þínar? — Ég hefi keypt þær hingað og þangað, hjá fornbóksölum og einstaklingum, flestar hér í Reykjavík. Til dæmis hefi ég fengið flestar gömlu biblíuútgáf- urnar hér. Ennfremur hef ég fengið nokkuð af bókum á upp- boðum. í mínum uppvexti voru fáir eða engir fornbóksalar til. Sá fyrsti, sem setti upp forn- bókaverzlun var Kristján Kristj- ánsson, fyrrverandi skipstjóri. Hann byrjaði slíka verzlun í Lækjargötunni en færði sig síðar niður í Hafnarstræti. Hjá honum fékk ég allmargt bóka. Hjá Jó- hanni Jóhannessyni fékk ég einn- ig ýmsar góðar bækur, til dæmis Lærdómslistafélagsritin, Gefn, sem var tímarit Benedikts Grön- dals, Grönlands historiske mind- esmærke og fleiri. Guðbrandsbiblían er aldursforsetinn — Hverjar eru helztu bækur 1 safni þínu? — Þær eru frá 16. öld, Guð- brandsbiblía frá 1584 og „Summ- aria“ frá Núpufelli í Eyjafirði, sem prentuð var árin 1589 og 1591. Er það ágrip af biblíunni. Þetta eru tvær fyrstu íslenzku biblíurnar, sem prentaðar eru hér á landi. — Hvað mundir þú telja verð- mætustu bókina í safni þínu nú? Á þessari mynd sjást í efstu bókahillunni nokkur ljóðmæll frá ýmsum tímum. í annari og þriðju hillu að ofan sést hluti af Passíusálmaútgáfum og Haligrímskveri. í neðstu hiliunni eru sálmakver, flest frá 18. öld. Þorsteinn sýslumaður á allar islenzkar útgáfur if biblíunni frá upphafi til þessa dags. Hér sjást nokkrar þeirra, talið frá hægri: Þorláksbiblía frá 1644, Guðbrandsbiblía frá 1584, Steinsbiblía frá 1728, Reykjavíkurútgáfa frá 1859, Viðeyjarútgáfa frá 1841, Reykjavíkurútgáfa frá 1908, „Summ- aría“ frá 1589, Waysenhuusbiblía frá 1747, Lundúnaútgáfa frá 1866 og „Grútarbiblían“ frá 1813. Hin síðastnefnda var gefin út í Kaupmannahöfn og dró hið óvirðulega nafn sitt af þeirri mis- prentun, að í henni stóð „harmagrútur Jeremíasar" en átti að vera „harmagrátur Jeremíasar“. rimur, sem út hafa komið hér á landi utan eina. Eru þær samtals nokkuð á annað hundrað. Þær elztu þeirra eru gefnar út í Hrappsey. Ein elzta ríman er þó gefin út árið 1771 í Kaupmanna- höfn. Það eru rímur af Þorsteini Uxafæti, eftir Árna Böðvarsson á ökrum á Mýrum. — Hver er afstaða þín annars til rímnanna? — Ég tel að þær hafi verið þjóðinni til gleði og skemmtunar á hinum löngu og myrku vetrar- kvöldum. Fólkið kynntist þar einnig mikilli rímleikni, og síðast en ekki sízt juku rímurnar þekk,- ingu Islendinga á Eddu og kenn- ingum hennar. — Þú telur þá ekki að ríman hafi spillt ljóðasmekk lands- manna? — Nei, það held ég ekki. Eg held að árásir Jónasar Hall- grímssonar á rímurnar hafi ekki haft mikil áhrif. Það var lang mest gefið út af þeim á árunum 1835 til 1870—80. En Jónas rit- Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.