Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1958, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. des. 1958 stúlkan, sem snnaðist börnin, hafði lofað honum ís á eftir matn úm og það hafði undir eins bætt skapið. „Kemur þú ekki bráðum aft- ur?“ voru síðustu orð hans, og Roif hafði lofað því, að hann skyldi vera kominn heim aftur fyrir miðdegisverð. En það fór svo að ferðin stóð lengur en áætlað var. 13. KAFLI. Leyndarmál Súsönnu. Ástæðan til þess, að ferðin stóð lengur en áætlað hafði verið, var sú, að Katarina stakk upp á því, aC þau skyldu koma við í nokkrum gömlum seljum, og þar sem eng- inn í hópnum átti annríkt, þá var klukkan orðin sjö, þegar bátarn- ir lögðu að bryggjunni. Tómas var háttaður, en hann sat uppi og var að fletta bók, þeg- ar Rolf kom inn til hans. Svipur hans hýrnaði, þegar hann sá föð- ur sinn, og Rolf fann til með- aumkunnar, þegar hann sá hinn litla, einmana dreng í rúminu. — Enda þótt Katarina hefði rétt fyr- ir sér í því, að það ætti að mega láta drenginn vera einan við og við, þá féll Rolf illa að sjá hann. „Jæja, dréngurinn minn“, sagði hann fjörlega, og gekk að rúm- inu. Hefur þér þótt gaman að vera með hinum börnunum? Við fórum krók á leiðinni heim, þess vegna seinkaði mér svolítið". „Ég hélt, að þú kæmir í mið- degisverðinn", sagði Tómas og það vottaði fyrir vonbrigðum í rödd- inni. „Við fengum ís, en hann var hér um bil bráðinn. Hinir dreng- irnir voru að leika sér að knatt- spyrnu allan seinni hluta dagsins, en ég gat ekki átt við að hlaupa svo mikið um, svo að ég varð að láta mér nægja að horfa á þá“. „Það verður sjálfsagt ekki langt þangað til þú getur líka leikið þér að' knattspyrnu", sagði Rolf hughreystandi. „Manstu eftir því, að Bergmann læknir sagði, að þú myndir geta hlaupið harðar en hún, þegar þú kæmir aftur úr leyf inu?“ „Já, og það vona ég líka. Hún er víst góð, pabbi“. „Það er rétt hjá þér“, sagði Roif, „hún er góð“. Hann óskaði þess allt í einu, að Súsanna hefði verið þar þá stund ina. Hann gæti haft gagn af hjálp hennar og ráðleggingum til þess að gæta Tómasar og hjúkra hon- um á bezta hátt. Návist hennar myndi hafa gert hann öruggan. Þeir þurftu hennar með, bæði Tómas og hann, og hann sjálfur ef til vill öllu fremur. „Ég var lengi að tala við mann- inn, sem gætir símans niðri í skál- anum í dag“, sagði Tómas ákaf- ur. „Hann stingur inn fjölda af töppum og svo talar fólk saman. Hann heitir Fredell, og við þú- umst. Þegar ég átti að hvíla mig eftir morgunmatinn, leiddist mér og þá hljóp ég niður til Fredell og hann lét mig reyna að gæta sím- ans. En þá kom konan og fór með mig upp í herbergið aftur. Fredell sagði, að----“ Hann þagnaði, því Katarina kom inn til þeirra. „Síðbúni miðdegisverðurinn bíð ur eftir okkur, Rolf“, sagði hún. „En hvað er þetta? Er Tómas litli vakandi ennþá? Leggstu nú út af og farðu að sofa, svo að pabbi geti farið niður og fengið sér mat“. „Kemur þú upp á eftir og segir mér sögu?“ kallaði Tómas á eftir föður sínum og Rolf lofaði því. Hann efndi líka loforð sitt. Sagan varð mjög löng það kvöldið. Að vísu hafði Katarina skipulagt Viðskiptamönnum vorum um land allt óskum vér ^e&iíecjra jóla 71 2om andL ári Þökkum viðskiptin á þessu ári. Heildverzlunin Hekla hf. Jfekk Austurstræti 14 bridge, en það hindraði Rolf ekki í því að annast litla drenginn sinn þangað til hann sofnaði. Katarina var óþreytandi í þvi að finna upp á einhverju, sem hægt væri að hafa fyrir stafni og að skipuleggja ferðir. Hún sá um að hafa Rolf við hlið sér eins oft og lengi og unnt var, og hann reyndi að finna nokkurs konar málamiðlun, með því að annast Tómas eins mikið og hægt var, án þess að verða fyrir gagnrýni frá Katarinu, sem ásakaði hann fyrir að dekra drenginn. Afleiðingin varð samt sem áður sú, að Tómas sá föður sinn sjaldnar og sjaldnar, og honum dauðleiddist, þegar hann fyigdist með leikjum hinna barnanna í fjarlægð. Honum fannst hann vera yfirgefinn og settur hjá, og hann leitaði til hins nýja vinar síns við símaborðið eins oft og hægt var. Fredell var gamansam- ur maður, sem þótti gaman að tala við hinn einmana snáða, og hann hlustaði rólegur á hugleið- ingar hans um alla skapaða hluti. „Ef ég ætlaði nú að hringja á einhvern", spurði Tómas dag nokkurn, „gætir þú þá komið því í kring fyrir mig?“ „Já, þ-að væri sjálfsagt hægt að koma því í kring“, svaraði Fredell. „Það getur enginn símað, nema með minni hjálp. En ég vildi óska að fólk hætti að hringja í sífellu allan liðlangan daginn. Það sér ekki á, að það sé i leyfi". „Get ég ekki hjálpað þér, svo að þú getir hvílt þig svolítið?" spurði Tómas. „Sýndu mér, hv«rn ig það er gert“. „Já, það gæti litið dálaglega út!“ sagði Fredell hlæjandi. „Nei, nú skalt þú heldur fara. Barn- fóstran kemur þarna til að sækja þig“. Tómas stundi við og fór nauð- ugur út á flötina, þar sem hin börnin voru að ærslast. „En hvað þetta er fagurt út- sýni“, sagði Katarina. „Ég hef aldrei séð neitt því líkt“. Þau Rolf höfðu farið upp á háa hæð og stóðu þar og horfðu út yfir hið brosandi landslag, sem var sveipað blárri móðu. „Eigum við ekki að staðnæmast hérna og hvíla okkur andartak. Ég er að verða reglulegur náttúruunnandi". Litla greífafrúin hafði boðið þeim í bílferð seinni hluta dags- ins. Rolf og Katarina höfðu farið ein upp eftir mjóa, krókótta stígn- um, upp á hæðarbrúnina. „Við borðum miðdegisverð á litla veitingastaðnum niðri við veginn, og verðum héi’na eins lengi og við getum", stakk Katar- ina upp á. „Það er ekki víst", sagði Rolf hikandi. „Ég lofaði Tómasi að fara með hann í róðrarferð seinni hluta dagsins“. „Nei, nú mátt þú ekki byrja aft ur, Rolf! Ég hélt að þú værir orð- inn skynsamari en þetta. Nú fer ég niður að litla húsinu, sem við fórum fram hjá rétt áðan. Ég sá að þar var sími. Svo hringi ég til gistihússins og segi, að við komum ekki aftur fyrr en í kvöld“. Hún flýtti sér niður stíginn, áður en Rolf gat stöðvað hana. „Þetta finnst mér ágæt hug- mynd“, sagði greifafrúin, sem var orðin lafmóð, og var sezt á stóran stein. „Eftir alla þessa áreynslu éigum við vissulega að njóta útsýnisins hérna eins lengi og mögulegt er“. Tómas dreymdi, að eitthvað stórt og svart lagðist ofan á hann. Hann sneri sér og bylti, til þess að losna, en hið ljóta tröll reyndi allan tímann að koma í veg fyrir, að hann gæti andað. Hann vaknaði skyndilega í rökkrinu í sér út úr herberginu. Tómas lá kyrr ög horfði á drag tjöldin, sem blöktu út og inn við hina opnu glugga. Faðir hans hafði lofað honum því ákveðið, að þeir skyldu fara út að róa. Lang- aði föður hans þá ekki lengur að vera með honum? Vildi hann heldur vera með Katarinu frænku? Hann var með tárin í augunum, en ann barðist á móti og vildi ekki gráta. Það var ekki til annars en að barnfóstran kæmi þá aftur, og honum var ekki vel við hana. Andartaki síðar fór hann gætilega á fætur, klæddi sig og læddist að dyrunum. Honum hafði dottið nokkuð í hug. Fredell s-at niðri í skálanum fyr _ ir aftan afgreiðsluborðið og var að lesa blaðið sitt. Um þetta leyti dagsins voru allir gestirnir úti jf W' j$\' V' . .\difc va.,1 -,v.v. — Súsanna! Rolf flýtti sér til hennar og sneri hennl blíð- lega að sér. — Það er samtal við Bergmann lækni. Það er landssímtauk herberginu og settist upp í rúm- inu, rennvotur af svita. Barnfóstr an hafði látið hann leggjast út af til að hvíla sig eftir miðdegismat- inn, og hann heyrði háreystina í hinum börnunum hinum megin við gluggatjöldin, sem voru dreg- in niður. Þau voru að leika kroket úti í garðinum. Draumurinn hafði hann enn r. valdi sínu og hann fór aö kalla á föður sinn. Dyrnar opnuðust, en það var ekki faðir hans. „Nú átt þú að liggja kyrr“, sagði barnfóstran ergileg. Hún var orðin þreytt, því hún var búin að koma öllum litlu börnunum í rúmið. Nú vildi hún fá næði andartak og jafna sig. „Þú mátt ekki fara á fætur enn- þá“, bætti hún við stranglega. „Pabbi á að koma“, sagði Tóm- as leiður. „Faðir þinn kemur ekki fyrr en seint í kvöld. Hann getur ekki alltaf verið að annast þig. Það hlýtur þú að geta skilið“. „Hann lofaði mér því, að við skyldum fara að róa“. „Já, en það var hringt og sagt, að hann kæmi ekki fyrr en seinna. Leggstu nú út af og sofnaðu". Hún breiddi ofan á hann og flýtti efni frá mér 12).. . heldur hefurðu í það“. — „Alveg rétt til getið, hyggju að láta mig vísa þér á minn kæri“. 3) „Það liggur þá fyrri mér að losa mig við þig, Sússana. En auðvitað fer ég ósköp vel að því, til að fá ekki lögregluna á hæl- ana á mér“. og hann leit upp hissa, þegar 113- ill maður læddist niður bi'eiðwi st:gann. „Jæja, ert það þú, Tómas7*‘ sagði hann vingjarnlega. „Ætlar þú að fá þér göngu aleinn?" „Já“, svaraði Tóm-as. „Þú veré- ur að hjálpa mér dálítið". Fredell stóð upp og hneigði sif djúpt. „Hvað get ég gert fyrir herrann?" „Mig langar til að hringja til konu. Ég lofaði henni því, að hringja til hennar, meðan við værum hérna upp-frá. Hún er læknir, og heitir Bergmann. Held- urðu að þú getir náð í hana fyrir mig?“ „Já, en þá verð ég fyrst að vita, hvar hún á heima“, sagði Fredell. „Hún á heima í Stokkhólmi, þaðan sem ég kem“, sagði Tómas ákafur. „Hún er í sjúkrahúsinu um þetta leyti. Ég verð fyrir alla muni að tala við hana. Ég þarf að segja he.mi frá nokkru, sem er áríðandi“. „Jæja, hún er í Stokkhólmi, —« já, það var nú lakara. Þú verður víst helzt að biðja pabba þinn fyrst um leyfi. Hvað er það, sem þú þarft nauðsynlega að segja henni?“ „Að hún eigi að koma hingað upp eftir. Mér leiðist og pabbi má ekki lengur vera að því að hugsa um mig. Hún er svo góð, læknirinn, skal ég segja þér, og hún má alltaf vera að því, að leika sér við mig og tala við mig. Ó, Fredell, viltu ekki gera það fyrir mig, að hringja til hennar?" Fredell horfði hugsandi á hið biðjandi, litla andlit. Honum var vel við veiklulega drenginn og hann sá, hve honum fannst hann vera einmana. Það var víst ekk- ert í hættunni, þótt hánn hringdi á þennan Bergmann lækni. Ef illa færi, gat hann greitt samtalið sjálfur. Hann kinkaði kolli bros- andi og fór að fletta símaskránni. „Það er samtal við Bergmann lækni. Það er landssíminn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.